Í Kópavogi borga tekjuháir foreldrar leikskólabarna mest, er það svo ósanngjarnt? Rakel Ýr Isaksen skrifar 14. júní 2025 11:30 Einhverjir vilja meina að Kópavogur sé dýrasta sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu fyrir foreldra ungra barna. Ég er alls ekki sammála því! Leikskólagjöld í Kópavogi umfram 30 gjaldfrjálsar klukkustundir á viku fyrir öll börn, eru tekjutengd og tekjulágir foreldrar hafa kost á að fá 10-50 % afslátt af dvalargjaldinu. Systkinaafsláttur af leikskólagjöldum reiknast ofan á tekjutengda afslætti, 30% ef leikskólabarn á eitt yngra systkini og 100% ef yngri systkini eru tvö. Um 30 prósent foreldra leikskólabarna í Kópavogi, kjósa eða hafa tök á að nýta einungis 30 gjaldfrjálsar klukkustundir í leikskólanum hverja viku. Um 70 prósent foreldra borga misháar upphæðir fyrir þann tíma sem barnið dvelur í leikskólanum umfram gjaldfrjálsa tímann. Upphæðin sem foreldrar greiða er háð lengd þess tíma sem barnið dvelur í leikskólanum og tekjum viðkomandi foreldra. Kópavogsmódelið (30 klst.gjaldfrjálsar og hækkandi gjaldskrá umfram gjaldfrjálsa tímann) er dýrmæt fjárfesting í velferð og hagsmunum barna og blés lífi í annars deyjandi starfsemi leikskólanna. Kópavogsmódelið hefur stórbætt stöðuleika, fagmennsku og gæði starfseminnar, starfsumhverfi allra barna og starfsfólks í leikskólum Kópavogs. Meðaldvalartími barna í leikskólum Kópavogs hefur styst verulega með tilkomu módelsins, í janúar 2023 var meðaldvalartími barna 8,1 klukkustund en er nú í mars 2025 7,3 klukkustundir. Það er staðreynd að flestir foreldrar í Kópavogi leggja sig nú fram við að stytta erilsama leikskóladaga, forgangsraða því að eyða tíma með börnum sínum og draga þannig úr útgjöldum heimilisins. Stytting vinnuvikunnar er loksins að skila sér til okkar mikilvægustu þegna sem í mörg ár hafa unnið alltof langa vinnudaga. Dvalartími barna í leikskólum Kópavogs er nú nokkurn veginn á pari við daglegan vinnutíma þeirra, sem annast uppeldi og menntun barna í leikskólunum. Gagnrýnisraddir bera saman gjöld í Kópavogi og öðrum sveitarfélögum, þar sem 8 tíma dvalargjald er dýrara í Kópavogi. Hvað með að bera saman 6 tíma dvöl á milli sveitarfélaga (sem er nær því að vera hæfilegur vinnutími fyrir ung börn, fjarri foreldrum sínum)? Þá er klárlega ódýrast að vera með leikskólabörn í Kópavogi. Kópavogsmódelið er vænleg lausn á stórkostlegum vanda sem steðjar að fyrsta skólastiginu og hefur verið hampað meðal annars vegna þess að ekki hefur verið gripið til lokunar vegna fáliðunar. Ég fagna Kópavogsmódelinu óháð því hvort grípa þurfi til fáliðunar eða ekki. Það er skortur á kennurum á öllum skólastigum og þeim fjölgar ekki á einni nóttu þrátt fyrir góða kjarasamninga. Komi til þess að þurfi að loka deild í Kópavogi vegna veikinda starfsfólks er það til þess eins að tryggja öryggi barna og starfsfólks. Ónefnd sveitarfélög hafa hins vegar úthlutað fjölda leikskólaplássa óháð mönnun leikskóla og munu eflaust þurfa að skerða sína þjónustu töluvert með litlum fyrirvara, það er dýrt fyrir foreldra. Útsvarsgreiðendur í Kópavogi tryggja öllum leikskólabörnum 30 klukkustunda gjaldfrjálsa menntun í hverri viku (jafnrétti til náms) og greiða að mestu kostnað fyrir umfram dvalartíma barna í leikskólanum (hlutur foreldra er einungis um 10-15% af raunkostnaði við hvert leikskólapláss). Ég tel það vera á ábyrgð foreldra, sem hafa valið að eignast börnin (ekki annarra útsvarsgreiðenda) að borga að fyrir umönnun barna sinna, þegar þeir hafa mikilvægari erindum að sinna. Verði framtíðar pólitísk öfl þess valdandi að horfið verði frá Kópavogsmódelinu í núverandi mynd, get ég fullyrt að ég er ekki eini kennarinn sem mun leita í önnur störf. Fögnum því sem vel er gert, óháð pólitískum skoðunum og sameinumst um velferð barna, gæði og stöðuleika menntunar á fyrsta skólastiginu. Höfundur er aðstoðarleikskólastjóri í leikskólanum Álfaheiði í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Leikskólar Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Einhverjir vilja meina að Kópavogur sé dýrasta sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu fyrir foreldra ungra barna. Ég er alls ekki sammála því! Leikskólagjöld í Kópavogi umfram 30 gjaldfrjálsar klukkustundir á viku fyrir öll börn, eru tekjutengd og tekjulágir foreldrar hafa kost á að fá 10-50 % afslátt af dvalargjaldinu. Systkinaafsláttur af leikskólagjöldum reiknast ofan á tekjutengda afslætti, 30% ef leikskólabarn á eitt yngra systkini og 100% ef yngri systkini eru tvö. Um 30 prósent foreldra leikskólabarna í Kópavogi, kjósa eða hafa tök á að nýta einungis 30 gjaldfrjálsar klukkustundir í leikskólanum hverja viku. Um 70 prósent foreldra borga misháar upphæðir fyrir þann tíma sem barnið dvelur í leikskólanum umfram gjaldfrjálsa tímann. Upphæðin sem foreldrar greiða er háð lengd þess tíma sem barnið dvelur í leikskólanum og tekjum viðkomandi foreldra. Kópavogsmódelið (30 klst.gjaldfrjálsar og hækkandi gjaldskrá umfram gjaldfrjálsa tímann) er dýrmæt fjárfesting í velferð og hagsmunum barna og blés lífi í annars deyjandi starfsemi leikskólanna. Kópavogsmódelið hefur stórbætt stöðuleika, fagmennsku og gæði starfseminnar, starfsumhverfi allra barna og starfsfólks í leikskólum Kópavogs. Meðaldvalartími barna í leikskólum Kópavogs hefur styst verulega með tilkomu módelsins, í janúar 2023 var meðaldvalartími barna 8,1 klukkustund en er nú í mars 2025 7,3 klukkustundir. Það er staðreynd að flestir foreldrar í Kópavogi leggja sig nú fram við að stytta erilsama leikskóladaga, forgangsraða því að eyða tíma með börnum sínum og draga þannig úr útgjöldum heimilisins. Stytting vinnuvikunnar er loksins að skila sér til okkar mikilvægustu þegna sem í mörg ár hafa unnið alltof langa vinnudaga. Dvalartími barna í leikskólum Kópavogs er nú nokkurn veginn á pari við daglegan vinnutíma þeirra, sem annast uppeldi og menntun barna í leikskólunum. Gagnrýnisraddir bera saman gjöld í Kópavogi og öðrum sveitarfélögum, þar sem 8 tíma dvalargjald er dýrara í Kópavogi. Hvað með að bera saman 6 tíma dvöl á milli sveitarfélaga (sem er nær því að vera hæfilegur vinnutími fyrir ung börn, fjarri foreldrum sínum)? Þá er klárlega ódýrast að vera með leikskólabörn í Kópavogi. Kópavogsmódelið er vænleg lausn á stórkostlegum vanda sem steðjar að fyrsta skólastiginu og hefur verið hampað meðal annars vegna þess að ekki hefur verið gripið til lokunar vegna fáliðunar. Ég fagna Kópavogsmódelinu óháð því hvort grípa þurfi til fáliðunar eða ekki. Það er skortur á kennurum á öllum skólastigum og þeim fjölgar ekki á einni nóttu þrátt fyrir góða kjarasamninga. Komi til þess að þurfi að loka deild í Kópavogi vegna veikinda starfsfólks er það til þess eins að tryggja öryggi barna og starfsfólks. Ónefnd sveitarfélög hafa hins vegar úthlutað fjölda leikskólaplássa óháð mönnun leikskóla og munu eflaust þurfa að skerða sína þjónustu töluvert með litlum fyrirvara, það er dýrt fyrir foreldra. Útsvarsgreiðendur í Kópavogi tryggja öllum leikskólabörnum 30 klukkustunda gjaldfrjálsa menntun í hverri viku (jafnrétti til náms) og greiða að mestu kostnað fyrir umfram dvalartíma barna í leikskólanum (hlutur foreldra er einungis um 10-15% af raunkostnaði við hvert leikskólapláss). Ég tel það vera á ábyrgð foreldra, sem hafa valið að eignast börnin (ekki annarra útsvarsgreiðenda) að borga að fyrir umönnun barna sinna, þegar þeir hafa mikilvægari erindum að sinna. Verði framtíðar pólitísk öfl þess valdandi að horfið verði frá Kópavogsmódelinu í núverandi mynd, get ég fullyrt að ég er ekki eini kennarinn sem mun leita í önnur störf. Fögnum því sem vel er gert, óháð pólitískum skoðunum og sameinumst um velferð barna, gæði og stöðuleika menntunar á fyrsta skólastiginu. Höfundur er aðstoðarleikskólastjóri í leikskólanum Álfaheiði í Kópavogi.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun