Aðlögun á Austurvelli Heiða Ingimarsdóttir skrifar 14. júní 2025 14:17 „Hvernig er svo dvölin á leikskólanum við Austurvöll?“ var ég spurð í grænmetiskælinum í Bónus þegar ég skrapp heim í helgarfrí. Það er ekki nema von að fólk spyrji enda minnir sú mynd sem gjarnan er dregin upp á samskipti í hópi leikskólabarna. Þarna var ég búin að vera á þingi í þrjár vikur, búin að flytja jómfrúarræðu, mæta í útvarpsviðtal, skrifa grein og fannst ég vera búin að átta mig á hvernig starfið virkaði. Ég brosti því og sagði á móti „Mér finnst þetta rosalega gaman.“ Fyrir manneskju sem er vön því að vera með mörg járn í eldinum, vilja vera í miklum samskiptum við fólk og lifir frekar hratt, á umhverfið á þingi vel við. Síðan er liðin vika og setningin hefur fylgt mér. Fengið mig til að brosa á stundum en líka hugsa. Stundum er upplifunin hér ekki ólík því að vera á leikskóla eða eiga við leikskólabörn. Ég hef átt þau nokkur og unnið á þremur leikskólum svo ég ætti að þekkja það! Núna á sér stað málþóf á Alþingi. Þar eru hagsmunaöfl að störfum sem eiga fullt í fangi við að koma í veg fyrir að frumvörp sem meirihluti þjóðarinnar vill sjá að komist í gegn. Á meðan minnihlutinn stundar þessa iðju stendur hann í vegi fyrir svo mörgum góðum málum, ekki bara þessu eina stóra sanngirnismáli. Þetta minnir mig samt óneitanlega á það þegar tveggja ára sonur minn vill ekki fara að sofa eða sjá eftir fólki, þá neitar hann að segja ,,góða nótt“ eða kveðja. Hann heldur nefnilega að hann geti tafið hið óumflýjanlega með slíkri hegðun en það kemur að því að hann þarf að fara að sofa eða gestirnir fara og sama mun gerast í þinginu, málin munu fara í gegn. Munurinn er sá að þetta er krúttlegt þegar tveggja ára barnið gerir þetta en þegar fullorðið fólk sem á að starfa í þágu þjóðar fer svona með tíma og peninga er það ekki bara taktlaust heldur alvarlegt mál. Því eins og Grímur, kollegi minn, sagði í ræðustól alþingis á dögunum og við kennum börnunum strax á leikskólastigi þá er það meirihlutinn sem ræður. Það er lýðræði. Ég skil samt að vissu leyti að auðvitað hljóti að svíða að sjá meirihluta sem lætur hlutina gerast með öryggi og fagmennsku að leiðarljósi. Hluti sem fyrri ríkisstjórn talaði um, sumt í mörg ár, en gerði aldrei. Þá er líka örugglega erfitt að sjá öfl sem þau höfðu mikið fyrir að verja þurfa að lúta sanngjörnum reglum sem hagnast íbúum og innviðum landsins. „Ég er ekki þreytt/ur...“ heyrist trekk í trekk rétt áður en barnahópurinn á leikskóladeildinni fer í hvíld eftir hádegismat. Það breytir því þó ekki að sannleikurinn er sá að þau eru dauðþreytt og sofna flest á innan við 10 mínútum. Maður veltir fyrir sér hvort stjórnarandstaðan trúi því, líkt og börnin, að ef þau segja að ríkistjórnin sé ósamstíga, innan hennar ríki sundrung og svo framvegis að þá verði það satt. Málið er nefnilega að það er jafn fjarri sannleikanum og að börnin finni ekki fyrir þreytu. Eftir að ég byrjaði á þingi hef ég einmitt dáðst að þeirri gleði og hreinlega þeim kærleika sem ríkir innan ríkistjórnarinnar. Fólk vinnur vel saman og í sömu átt. Samstaðan er áþreifanleg og ég er stolt af því að vera hluti af slíkum hópi. Ég held einmitt að samfélagið skynji þessa samstöðu og útskýrir það fylgi ríkistjórnarinnar. Ég var spurð út í þetta um daginn og hafði einmitt orð á því að stjórnin væri frábær blanda fólks sem er með allar tölur, lög og reglur, venjur og ramma á hreinu og svo fólki sem hefði alls konar lífsreynslu og væri tilbúið að berskjalda sig og ræða erfið en mannleg málefni. Þessi ríkisstjórn væri nefnilega þrælklár og með risastórt hjarta. Þá fannst mér það minna ótrúlega á samtal leikskólabarna þegar fjölmiðlamaður hér á göngunum hvíslaði „Þú veist náttúrulega alveg með hverjum ég held....“. Þetta minnti mig á þegar börn eru að setja ofan í við hvert annað og reyna að halda stjórninni innan hópsins og segja hluti eins og „þér er ekki boðið í afmælið mitt“ eða „ég er ekki vinur þinn lengur“. Þetta útskýrir þó skrif og nálgun hjá ákveðnum miðlum og segir manni að sumir mæta langt því frá hlutlausir til leiks í sinni umfjöllun. En ef ég dreg þetta allt saman þá er heilt yfir upplifun mín af þingi góð. Starfið er fjölbreytt og getur verið gefandi. Tafarleikir eru þreytandi, sérstaklega því maður veit að málin komast að lokum í gegn, það er bara leiðinlegt að sjá tímanum svona illa varið því á meðan sitja svo mörg góð mál á hakanum, eins og til dæmis leiðrétting kjara öryrkja, vegaframkvæmdir, úrbætur gagnvart framhaldsskólanemum bæði frí námsgögn og framkvæmdir við verkmenntaskóla og svo mætti lengi telja. Minnihlutinn segir að við þurfum bara að forgangsraða, þetta eru allt mikilvæg mál og ef við bara brettum upp ermarnar og höldum áfram að vinna og hættum þessum leikskólaleikjum þá er vel hægt að klára þetta og almenningur þessa lands fær það sem hann kaus; breytingar og tækifæri fyrir öll. Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Heiða Ingimarsdóttir Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
„Hvernig er svo dvölin á leikskólanum við Austurvöll?“ var ég spurð í grænmetiskælinum í Bónus þegar ég skrapp heim í helgarfrí. Það er ekki nema von að fólk spyrji enda minnir sú mynd sem gjarnan er dregin upp á samskipti í hópi leikskólabarna. Þarna var ég búin að vera á þingi í þrjár vikur, búin að flytja jómfrúarræðu, mæta í útvarpsviðtal, skrifa grein og fannst ég vera búin að átta mig á hvernig starfið virkaði. Ég brosti því og sagði á móti „Mér finnst þetta rosalega gaman.“ Fyrir manneskju sem er vön því að vera með mörg járn í eldinum, vilja vera í miklum samskiptum við fólk og lifir frekar hratt, á umhverfið á þingi vel við. Síðan er liðin vika og setningin hefur fylgt mér. Fengið mig til að brosa á stundum en líka hugsa. Stundum er upplifunin hér ekki ólík því að vera á leikskóla eða eiga við leikskólabörn. Ég hef átt þau nokkur og unnið á þremur leikskólum svo ég ætti að þekkja það! Núna á sér stað málþóf á Alþingi. Þar eru hagsmunaöfl að störfum sem eiga fullt í fangi við að koma í veg fyrir að frumvörp sem meirihluti þjóðarinnar vill sjá að komist í gegn. Á meðan minnihlutinn stundar þessa iðju stendur hann í vegi fyrir svo mörgum góðum málum, ekki bara þessu eina stóra sanngirnismáli. Þetta minnir mig samt óneitanlega á það þegar tveggja ára sonur minn vill ekki fara að sofa eða sjá eftir fólki, þá neitar hann að segja ,,góða nótt“ eða kveðja. Hann heldur nefnilega að hann geti tafið hið óumflýjanlega með slíkri hegðun en það kemur að því að hann þarf að fara að sofa eða gestirnir fara og sama mun gerast í þinginu, málin munu fara í gegn. Munurinn er sá að þetta er krúttlegt þegar tveggja ára barnið gerir þetta en þegar fullorðið fólk sem á að starfa í þágu þjóðar fer svona með tíma og peninga er það ekki bara taktlaust heldur alvarlegt mál. Því eins og Grímur, kollegi minn, sagði í ræðustól alþingis á dögunum og við kennum börnunum strax á leikskólastigi þá er það meirihlutinn sem ræður. Það er lýðræði. Ég skil samt að vissu leyti að auðvitað hljóti að svíða að sjá meirihluta sem lætur hlutina gerast með öryggi og fagmennsku að leiðarljósi. Hluti sem fyrri ríkisstjórn talaði um, sumt í mörg ár, en gerði aldrei. Þá er líka örugglega erfitt að sjá öfl sem þau höfðu mikið fyrir að verja þurfa að lúta sanngjörnum reglum sem hagnast íbúum og innviðum landsins. „Ég er ekki þreytt/ur...“ heyrist trekk í trekk rétt áður en barnahópurinn á leikskóladeildinni fer í hvíld eftir hádegismat. Það breytir því þó ekki að sannleikurinn er sá að þau eru dauðþreytt og sofna flest á innan við 10 mínútum. Maður veltir fyrir sér hvort stjórnarandstaðan trúi því, líkt og börnin, að ef þau segja að ríkistjórnin sé ósamstíga, innan hennar ríki sundrung og svo framvegis að þá verði það satt. Málið er nefnilega að það er jafn fjarri sannleikanum og að börnin finni ekki fyrir þreytu. Eftir að ég byrjaði á þingi hef ég einmitt dáðst að þeirri gleði og hreinlega þeim kærleika sem ríkir innan ríkistjórnarinnar. Fólk vinnur vel saman og í sömu átt. Samstaðan er áþreifanleg og ég er stolt af því að vera hluti af slíkum hópi. Ég held einmitt að samfélagið skynji þessa samstöðu og útskýrir það fylgi ríkistjórnarinnar. Ég var spurð út í þetta um daginn og hafði einmitt orð á því að stjórnin væri frábær blanda fólks sem er með allar tölur, lög og reglur, venjur og ramma á hreinu og svo fólki sem hefði alls konar lífsreynslu og væri tilbúið að berskjalda sig og ræða erfið en mannleg málefni. Þessi ríkisstjórn væri nefnilega þrælklár og með risastórt hjarta. Þá fannst mér það minna ótrúlega á samtal leikskólabarna þegar fjölmiðlamaður hér á göngunum hvíslaði „Þú veist náttúrulega alveg með hverjum ég held....“. Þetta minnti mig á þegar börn eru að setja ofan í við hvert annað og reyna að halda stjórninni innan hópsins og segja hluti eins og „þér er ekki boðið í afmælið mitt“ eða „ég er ekki vinur þinn lengur“. Þetta útskýrir þó skrif og nálgun hjá ákveðnum miðlum og segir manni að sumir mæta langt því frá hlutlausir til leiks í sinni umfjöllun. En ef ég dreg þetta allt saman þá er heilt yfir upplifun mín af þingi góð. Starfið er fjölbreytt og getur verið gefandi. Tafarleikir eru þreytandi, sérstaklega því maður veit að málin komast að lokum í gegn, það er bara leiðinlegt að sjá tímanum svona illa varið því á meðan sitja svo mörg góð mál á hakanum, eins og til dæmis leiðrétting kjara öryrkja, vegaframkvæmdir, úrbætur gagnvart framhaldsskólanemum bæði frí námsgögn og framkvæmdir við verkmenntaskóla og svo mætti lengi telja. Minnihlutinn segir að við þurfum bara að forgangsraða, þetta eru allt mikilvæg mál og ef við bara brettum upp ermarnar og höldum áfram að vinna og hættum þessum leikskólaleikjum þá er vel hægt að klára þetta og almenningur þessa lands fær það sem hann kaus; breytingar og tækifæri fyrir öll. Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar