Valdhafar sem óttast þjóð sína eiga ekki skilið völdin Ágústa Árnadóttir skrifar 14. júní 2025 19:00 Þeir sem fara með völdin eiga að þjóna þjóð sinni af ábyrgð, skýra ákvarðanir sínar og standa fyrir stefnu sinni. En þegar borgarar leyfa sér að spyrja krefjandi spurninga um stefnu stjórnvalda, bregðast ráðamenn ítrekað við með stimplun, ásökunum og þöggun í stað heiðarlegra svara. Spurningum mætt með skömm Við höfum veitt stjórnvöldum umboð okkar til að stýra fjármunum, þjónustu og öryggi samfélagsins. Þegar við spyrjum hvort þessari ábyrgð sé sinnt með sóma, fáum við ekki svör heldur stimplun. Við spyrjum: Af hverju molnar heilbrigðiskerfið? Af hverju á ungt fólk erfitt með að eignast heimili? Hvers vegna hækka skattar þrátt fyrir versnandi þjónustu? Hvers vegna er lögum ekki framfylgt gagnvart glæpagengjum, mansali og brottvísunum? Af hverju fara tugir milljarða í stríðsrekstur sem þjóðin hefur aldrei samþykkt? Í stað málefnalegra svara fáum við á okkur ásakanir: Rasistar. Hægri öfgamenn. Illmenni. Popúlískur áróður. Nasistar. Þetta eru ekki svör. Þetta eru orð sem eiga að kæfa umræðuna. Við erum að ræða um kerfið — ekki einstaklingana Við gerum okkur grein fyrir því að fólk í neyð sækist eftir öryggi. En stjórnvöld hafa ekkert umboð til að keyra velferðarkerfið fram af bjargbrún án þess að þjóðin fái nokkuð að segja. Því það erum við sem borgum. Við eigum rétt á að ræða hvar mörk kerfisins liggja: Hversu mikið álag ræður heilbrigðiskerfið við? Hversu margir eiga raunhæfan möguleika á að komast inn á húsnæðismarkaðinn? Hvað mikið álag ræður félagsþjónustan við? Hvernig ætlum við að bregðast við vaxandi ofbeldi og skipulagðri glæpastarfsemi erlendra glæpagengja sem hafa fest sig í sessi í samfélaginu? Niðurstaðan blasir við: Kerfin eru sprungin. Fjölskyldur kikna undan verðbólgu og skuldum. Erlend glæpagengi festa sig í sessi. Skattar hækka — þjónustan hrynur. Skýrar kröfur um ábyrgð og jafnvægi Við höfum ekki aðeins bent á vandann, heldur lagt fram skýrar kröfur sem snúast um ábyrgð, jafnvægi og raunhæfa stjórnun á hælisleitenda- og innflytjendamálum: Að hælisleitendur verði vistaðir í lokuðu úrræði eða sendir úr landi á meðan bakgrunnsrannsókn stendur, og þeir sem koma án skilríkja verði vistaðir eða vísað til baka. Afturköllun dvalarleyfa eða ríkisborgararéttar við alvarlegt brot eða rangar upplýsingar. Afnám fjölskyldusameiningar í núverandi mynd. Fimm ára hlé á nýjum hælisumsóknum á meðan kerfið er endurskoðað frá grunni. Að stuðningur við fólk í neyð sé veittur heima fyrir, þar sem hjálpin nýtist fleirum og betur. Erlendum brotamönnum afpláni í heimalandi sínu með milliríkjasamningum; slíkt fyrirkomulag er ódýrara og mannúðlegra. Þetta eru ekki kröfur um útilokun heldur skynsamlegar tillögur sem taka mið af mannúð og getu samfélagsins til að sinna bæði eigin borgurum og þeim sem leita hingað. En í stað þess að stjórnvöld svari þessum málefnalegu kröfum með rökum, svara þau með stimplun. Ábyrgðin er sameiginleg Þetta er ekki eingöngu á ábyrgð núverandi stjórnvalda. Ábyrgðin liggur hjá stjórnmálastéttinni í heild, hjá þeim sem hafa mótað stefnuna undanfarin ár og áratugi. Ákvörðunum hefur verið frestað, málum sópað undir teppi og stefnumótun oftar en ekki byggð á vinsældaleik frekar en raunhæfri langtímahugsun. Allir sem setið hafa við stjórnvöll landsins bera ábyrgð á þeirri stöðu sem nú blasir við. Spurning þjóðarinnar er einföld: Af hverju horfðu stjórnvöld áhugalaus á meðan kerfin hrundu smám saman? Af hverju var ekki gripið inn í áður en allt var komið í óefni? Það má ræða burðargetu velferðarkerfisins Við stöndum frammi fyrir spurningu sem fáir þora að ræða: Er burðargeta velferðarkerfisins óendanleg? Svarið er nei. Við eigum skýlausan rétt á heiðarlegri stefnumótun: Hvað er raunhæft? Hvernig tryggjum við þjónustu við þá sem hér búa og hafa byggt upp kerfið með sínum skattgreiðslum? Hverjir bera ábyrgð á þeirri stöðu sem komin er upp? Að spyrja þessara spurninga er ekki mannvonska. Það er samfélagsleg ábyrgð. Virðing fyrir þjóðinni Við eigum öll skýlausan rétt á því að stjórnvöld starfi í okkar þágu, en ekki í þágu elítunnar eða Evrópusambandsins. Við eigum að njóta virðingar í umræðunni og hafa rödd í samfélaginu sem við höfum byggt með vinnu, sköttum og fórnum. Við erum ekki vandamálið. Við erum þjóðin. Enginn hefur rétt til að svipta okkur þeirri reisn. Lýðræði byggir á ábyrgð Lýðræði er ekki aðeins kosningar á fjögurra ára fresti. Lýðræði krefst daglegrar ábyrgðar stjórnvalda gagnvart þjóðinni. Það krefst þess að þeir sem fara með völdin muni ávallt hverra hagsmuna þeir þjóna — og fyrir hvern þeir starfa. Í heilbrigðu lýðræði gilda einföld en ófrávíkjanleg viðmið: Gagnsæi: Ákvörðunartaka á sér stað fyrir opnum tjöldum, ekki bak við luktar dyr. Borgarar eiga rétt á að vita hverjir taka ákvarðanir, á hvaða forsendum og undir hvaða áhrifum. Samráð við þjóðina: Stór álitamál sem varða framtíð þjóðfélagsins skuli tekin í samráði við þjóðina sjálfa. Svör með rökum, ekki stimplum: Þegar borgarar spyrja málefnalegra spurninga eiga stjórnvöld að svara með skýrum rökum og gögnum — ekki með stimplun, sleggjudómum eða persónulegum árásum. Forgangsröðun: Á að snúast um hagsmuni þjóðarinnar til framtíðar, ekki skammtímagróða þrýstihópa, alþjóðlegra stofnana eða stjórnmálalegra leikja. Réttur borgaranna til að tjá sig: Allir eiga rétt á að spyrja, tjá sig, gagnrýna og krefjast svara — án þess að vera útskúfaðir, brennimerktir eða smánaðir. Lýðræði án þessara þátta er aðeins skuggamynd af sjálfu sér. Blekkingarleikur stjórnvalda Í stað þess að horfast í augu við vandann snúa stjórnvöld umræðunni yfir á upplifun fólks. Þau vilja frekar ræða hvernig fólk upplifir stöðuna heldur en að leysa vandann sjálfan. Fólki er sagt að það upplifi hlutina á „rangan hátt“ — að það skorti innsæi, skilning eða samhengi. Þannig er ábyrgðin flutt frá þeim sem stjórna yfir á almenning sjálfan, sem á að draga í efa eigin skilning á veruleikanum. Þetta er ekki stjórnsýsla í þágu fólksins. Þetta er kerfisbundin blekkingartækni, hönnuð til að verja stjórnvöld gegn réttmætum spurningum og kröfum um ábyrgð. Gaslýsing, blekkingarleikur og siðferðileg kúgun Í stað heiðarlegra svara mæta borgarar gaslýsingu: „Þetta er ekki raunverulegt vandamál.“ „Þetta er bara upplifun ykkar.“ Stjórnvöld beina athyglinni frá eigin ábyrgð og snúa umræðunni að því hvernig fólk upplifir hlutina — ekki hvort kerfið virki í raun. Þannig er ábyrgðin smám saman færð frá stjórnendum og yfir á almenning sjálfan: Vandinn er ekki brotnir innviðir — heldur skortur borgaranna á réttri sýn. Á meðan: Fólk bíður mánuðum saman eftir læknisaðstoð. Ungt fólk sér enga leið inn á húsnæðismarkaðinn. Fjölskyldur kafna í skuldum og verðbólgu. Velferðarþjónustan molnar og nær ekki lengur að sinna eigin borgurum. Að neita þessum staðreyndum er ekki stjórnsýsla heldur kerfisbundin þöggun — og markviss blekkingartækni sem ver stjórnvöld gegn gagnrýni og ábyrgð. Hvað óttast þau? Ef stefnan er traust, hvers vegna óttast stjórnvöld gagnrýni? Ef kerfin virka, hvers vegna þessi grimma og miskunnarlausa stimplun á þá sem spyrja? Hvað er verið að fela? Þau óttast að þjóðin átti sig á því að ákvarðanir eru teknar án hennar samþykkis — og oft gegn vilja þjóðarinnar. Þau hafa gleymt hverjum þau þjónuðu. Vald kjörinna fulltrúa byggir ekki á forréttindum heldur umboði. Það umboð er aðeins í gildi svo lengi sem þeir sem stjórna starfa í þágu þjóðarinnar — ekki gegn henni. Og þegar þjóðin spyr — er þeirra skylda að svara: Ekki gaslýsa. Ekki smána. Ekki útskúfa. Við munum ekki þegja Við látum ekki gaslýsa okkur. Við látum ekki útskúfa okkur. Við erum ekki í ofbeldissambandi. Við höldum áfram að spyrja: Hver ákvað? Hver ber ábyrgð? Af hverju fær þjóðin ekki rödd? Þau sem þola ekki að svara eigin þjóð eiga ekki skilið að stjórna henni. Höfundur er lýðræðissinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Þeir sem fara með völdin eiga að þjóna þjóð sinni af ábyrgð, skýra ákvarðanir sínar og standa fyrir stefnu sinni. En þegar borgarar leyfa sér að spyrja krefjandi spurninga um stefnu stjórnvalda, bregðast ráðamenn ítrekað við með stimplun, ásökunum og þöggun í stað heiðarlegra svara. Spurningum mætt með skömm Við höfum veitt stjórnvöldum umboð okkar til að stýra fjármunum, þjónustu og öryggi samfélagsins. Þegar við spyrjum hvort þessari ábyrgð sé sinnt með sóma, fáum við ekki svör heldur stimplun. Við spyrjum: Af hverju molnar heilbrigðiskerfið? Af hverju á ungt fólk erfitt með að eignast heimili? Hvers vegna hækka skattar þrátt fyrir versnandi þjónustu? Hvers vegna er lögum ekki framfylgt gagnvart glæpagengjum, mansali og brottvísunum? Af hverju fara tugir milljarða í stríðsrekstur sem þjóðin hefur aldrei samþykkt? Í stað málefnalegra svara fáum við á okkur ásakanir: Rasistar. Hægri öfgamenn. Illmenni. Popúlískur áróður. Nasistar. Þetta eru ekki svör. Þetta eru orð sem eiga að kæfa umræðuna. Við erum að ræða um kerfið — ekki einstaklingana Við gerum okkur grein fyrir því að fólk í neyð sækist eftir öryggi. En stjórnvöld hafa ekkert umboð til að keyra velferðarkerfið fram af bjargbrún án þess að þjóðin fái nokkuð að segja. Því það erum við sem borgum. Við eigum rétt á að ræða hvar mörk kerfisins liggja: Hversu mikið álag ræður heilbrigðiskerfið við? Hversu margir eiga raunhæfan möguleika á að komast inn á húsnæðismarkaðinn? Hvað mikið álag ræður félagsþjónustan við? Hvernig ætlum við að bregðast við vaxandi ofbeldi og skipulagðri glæpastarfsemi erlendra glæpagengja sem hafa fest sig í sessi í samfélaginu? Niðurstaðan blasir við: Kerfin eru sprungin. Fjölskyldur kikna undan verðbólgu og skuldum. Erlend glæpagengi festa sig í sessi. Skattar hækka — þjónustan hrynur. Skýrar kröfur um ábyrgð og jafnvægi Við höfum ekki aðeins bent á vandann, heldur lagt fram skýrar kröfur sem snúast um ábyrgð, jafnvægi og raunhæfa stjórnun á hælisleitenda- og innflytjendamálum: Að hælisleitendur verði vistaðir í lokuðu úrræði eða sendir úr landi á meðan bakgrunnsrannsókn stendur, og þeir sem koma án skilríkja verði vistaðir eða vísað til baka. Afturköllun dvalarleyfa eða ríkisborgararéttar við alvarlegt brot eða rangar upplýsingar. Afnám fjölskyldusameiningar í núverandi mynd. Fimm ára hlé á nýjum hælisumsóknum á meðan kerfið er endurskoðað frá grunni. Að stuðningur við fólk í neyð sé veittur heima fyrir, þar sem hjálpin nýtist fleirum og betur. Erlendum brotamönnum afpláni í heimalandi sínu með milliríkjasamningum; slíkt fyrirkomulag er ódýrara og mannúðlegra. Þetta eru ekki kröfur um útilokun heldur skynsamlegar tillögur sem taka mið af mannúð og getu samfélagsins til að sinna bæði eigin borgurum og þeim sem leita hingað. En í stað þess að stjórnvöld svari þessum málefnalegu kröfum með rökum, svara þau með stimplun. Ábyrgðin er sameiginleg Þetta er ekki eingöngu á ábyrgð núverandi stjórnvalda. Ábyrgðin liggur hjá stjórnmálastéttinni í heild, hjá þeim sem hafa mótað stefnuna undanfarin ár og áratugi. Ákvörðunum hefur verið frestað, málum sópað undir teppi og stefnumótun oftar en ekki byggð á vinsældaleik frekar en raunhæfri langtímahugsun. Allir sem setið hafa við stjórnvöll landsins bera ábyrgð á þeirri stöðu sem nú blasir við. Spurning þjóðarinnar er einföld: Af hverju horfðu stjórnvöld áhugalaus á meðan kerfin hrundu smám saman? Af hverju var ekki gripið inn í áður en allt var komið í óefni? Það má ræða burðargetu velferðarkerfisins Við stöndum frammi fyrir spurningu sem fáir þora að ræða: Er burðargeta velferðarkerfisins óendanleg? Svarið er nei. Við eigum skýlausan rétt á heiðarlegri stefnumótun: Hvað er raunhæft? Hvernig tryggjum við þjónustu við þá sem hér búa og hafa byggt upp kerfið með sínum skattgreiðslum? Hverjir bera ábyrgð á þeirri stöðu sem komin er upp? Að spyrja þessara spurninga er ekki mannvonska. Það er samfélagsleg ábyrgð. Virðing fyrir þjóðinni Við eigum öll skýlausan rétt á því að stjórnvöld starfi í okkar þágu, en ekki í þágu elítunnar eða Evrópusambandsins. Við eigum að njóta virðingar í umræðunni og hafa rödd í samfélaginu sem við höfum byggt með vinnu, sköttum og fórnum. Við erum ekki vandamálið. Við erum þjóðin. Enginn hefur rétt til að svipta okkur þeirri reisn. Lýðræði byggir á ábyrgð Lýðræði er ekki aðeins kosningar á fjögurra ára fresti. Lýðræði krefst daglegrar ábyrgðar stjórnvalda gagnvart þjóðinni. Það krefst þess að þeir sem fara með völdin muni ávallt hverra hagsmuna þeir þjóna — og fyrir hvern þeir starfa. Í heilbrigðu lýðræði gilda einföld en ófrávíkjanleg viðmið: Gagnsæi: Ákvörðunartaka á sér stað fyrir opnum tjöldum, ekki bak við luktar dyr. Borgarar eiga rétt á að vita hverjir taka ákvarðanir, á hvaða forsendum og undir hvaða áhrifum. Samráð við þjóðina: Stór álitamál sem varða framtíð þjóðfélagsins skuli tekin í samráði við þjóðina sjálfa. Svör með rökum, ekki stimplum: Þegar borgarar spyrja málefnalegra spurninga eiga stjórnvöld að svara með skýrum rökum og gögnum — ekki með stimplun, sleggjudómum eða persónulegum árásum. Forgangsröðun: Á að snúast um hagsmuni þjóðarinnar til framtíðar, ekki skammtímagróða þrýstihópa, alþjóðlegra stofnana eða stjórnmálalegra leikja. Réttur borgaranna til að tjá sig: Allir eiga rétt á að spyrja, tjá sig, gagnrýna og krefjast svara — án þess að vera útskúfaðir, brennimerktir eða smánaðir. Lýðræði án þessara þátta er aðeins skuggamynd af sjálfu sér. Blekkingarleikur stjórnvalda Í stað þess að horfast í augu við vandann snúa stjórnvöld umræðunni yfir á upplifun fólks. Þau vilja frekar ræða hvernig fólk upplifir stöðuna heldur en að leysa vandann sjálfan. Fólki er sagt að það upplifi hlutina á „rangan hátt“ — að það skorti innsæi, skilning eða samhengi. Þannig er ábyrgðin flutt frá þeim sem stjórna yfir á almenning sjálfan, sem á að draga í efa eigin skilning á veruleikanum. Þetta er ekki stjórnsýsla í þágu fólksins. Þetta er kerfisbundin blekkingartækni, hönnuð til að verja stjórnvöld gegn réttmætum spurningum og kröfum um ábyrgð. Gaslýsing, blekkingarleikur og siðferðileg kúgun Í stað heiðarlegra svara mæta borgarar gaslýsingu: „Þetta er ekki raunverulegt vandamál.“ „Þetta er bara upplifun ykkar.“ Stjórnvöld beina athyglinni frá eigin ábyrgð og snúa umræðunni að því hvernig fólk upplifir hlutina — ekki hvort kerfið virki í raun. Þannig er ábyrgðin smám saman færð frá stjórnendum og yfir á almenning sjálfan: Vandinn er ekki brotnir innviðir — heldur skortur borgaranna á réttri sýn. Á meðan: Fólk bíður mánuðum saman eftir læknisaðstoð. Ungt fólk sér enga leið inn á húsnæðismarkaðinn. Fjölskyldur kafna í skuldum og verðbólgu. Velferðarþjónustan molnar og nær ekki lengur að sinna eigin borgurum. Að neita þessum staðreyndum er ekki stjórnsýsla heldur kerfisbundin þöggun — og markviss blekkingartækni sem ver stjórnvöld gegn gagnrýni og ábyrgð. Hvað óttast þau? Ef stefnan er traust, hvers vegna óttast stjórnvöld gagnrýni? Ef kerfin virka, hvers vegna þessi grimma og miskunnarlausa stimplun á þá sem spyrja? Hvað er verið að fela? Þau óttast að þjóðin átti sig á því að ákvarðanir eru teknar án hennar samþykkis — og oft gegn vilja þjóðarinnar. Þau hafa gleymt hverjum þau þjónuðu. Vald kjörinna fulltrúa byggir ekki á forréttindum heldur umboði. Það umboð er aðeins í gildi svo lengi sem þeir sem stjórna starfa í þágu þjóðarinnar — ekki gegn henni. Og þegar þjóðin spyr — er þeirra skylda að svara: Ekki gaslýsa. Ekki smána. Ekki útskúfa. Við munum ekki þegja Við látum ekki gaslýsa okkur. Við látum ekki útskúfa okkur. Við erum ekki í ofbeldissambandi. Við höldum áfram að spyrja: Hver ákvað? Hver ber ábyrgð? Af hverju fær þjóðin ekki rödd? Þau sem þola ekki að svara eigin þjóð eiga ekki skilið að stjórna henni. Höfundur er lýðræðissinni
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun