Verða boðaðar kjarabætur örorkulífeyristaka að veruleika eða ekki? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 16. júní 2025 16:31 Hinn 1. september nk. tekur gildi breytt örorkulífeyriskerfi sem ætlað er að færa flestum örorkulífeyristökum á Íslandi bætt kjör. Hjá stórum hópi lífeyristaka mun þó ekki verða nein kjarabót þar sem nauðsynlegar breytingar á greiðslum örorkulífeyris frá lífeyrissjóðum hafa ekki verið gerðar. Hópurinn sem um ræðir eru einstaklingar sem eiga bæði rétt á örorkulífeyri frá almannatryggingum og lífeyrissjóðum. Vegna þess sem kallað hefur verið „víxlverkun“ á milli þessara tveggja kerfa munu greiðslur frá lífeyrissjóðum í fjölmörgum tilvikum lækka um jafnháa upphæð og örorkulífeyrir almannatrygginga hækkar 1. september nk. Hið sama mun eiga sér stað til framtíðar þegar greiðslur úr öðru hvoru kerfinu hækka vegna vísitölutenginga þar sem greiðslur úr hinu kerfinu lækka á móti. Frá því árið 2011 hefur verið komið í veg fyrir þessar lækkanir á víxl með bráðabirgðaákvæðum í lögum en þau ákvæði munu óhjákvæmilega falla úr gildi 1. september nk. Á Alþingi liggur fyrir frumvarp sem miðar að því að koma í veg fyrir að víxlverkunin fari aftur af stað. Í frumvarpinu segir „að kveðið verði á um að lífeyrissjóðum verði við útreikning á tekjuskerðingu sjóðfélaga, sem öðlast hefur rétt til örorkulífeyris, óheimilt að láta greiðslur almannatrygginga vegna örorkulífeyris, hlutaörorkulífeyris og sjúkra- og endurhæfingargreiðslur og tengdar greiðslur, samkvæmt lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð, lækka lífeyri sjóðfélaga við útreikning á tekjum sjóðfélaga vegna orkutaps.“ ÖBÍ réttindasamtök fagna því að frumvarp um þetta efni sé komið fram og sömuleiðis því að unnið sé að því að leysa vandann. Samkvæmt greinargerð með því frumvarpi sem nú hefur verið lagt fram um lausn á víxlverkuninni er áætlað að heildargreiðslur lífeyrissjóða til örorkulífeyristaka muni lækka verulega eða um 4 milljarða á ársgrundvelli ef ekki verður brugðist við til að koma í veg fyrir víxlverkunina. Sem fyrr segir er fyrirséð að margir munu ekki fá þær hækkanir sem hafa verið boðaðar og samkvæmt frumvarpinu kunna heildargreiðslur til sumra jafnvel lækka þegar hið breytta kerfi tekur gildi. Auk þess að skerða kjör örorkulífeyristaka veldur víxlverkun verulegri röskun á fjármálum þeirra sem óboðlegt er að þau búi lengur við. Það er nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir að þær kjarabætur sem unnið hefur verið að í þágu örorkulífeyristaka, sem alla jafna er tekjulægsti hópur samfélagsins, verði að engu. Þá er löngu orðið tímabært að finna viðeigandi lausn á víxlverkuninni til framtíðar til að koma í veg fyrir áframhaldandi kjararýrnun og röskun á högum örorkulífeyristaka. Fram til þessa hafa lífeyristakar hvað eftir annað verið sviknir um kjarabætur þeim til handa. Í umsögn sinni um málið fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hafa Landssamtök eldri borgara lagt áherslu á að ekki megi etja saman öryrkjum og eldri borgurum. Undir það tekur ÖBÍ heilshugar. ÖBÍ ákallar ríkið og lífeyrissjóðina að axla ábyrgð sína gagnvart lífeyristökum og tryggja lausn á þessu máli hið fyrsta. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tryggingar Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Hinn 1. september nk. tekur gildi breytt örorkulífeyriskerfi sem ætlað er að færa flestum örorkulífeyristökum á Íslandi bætt kjör. Hjá stórum hópi lífeyristaka mun þó ekki verða nein kjarabót þar sem nauðsynlegar breytingar á greiðslum örorkulífeyris frá lífeyrissjóðum hafa ekki verið gerðar. Hópurinn sem um ræðir eru einstaklingar sem eiga bæði rétt á örorkulífeyri frá almannatryggingum og lífeyrissjóðum. Vegna þess sem kallað hefur verið „víxlverkun“ á milli þessara tveggja kerfa munu greiðslur frá lífeyrissjóðum í fjölmörgum tilvikum lækka um jafnháa upphæð og örorkulífeyrir almannatrygginga hækkar 1. september nk. Hið sama mun eiga sér stað til framtíðar þegar greiðslur úr öðru hvoru kerfinu hækka vegna vísitölutenginga þar sem greiðslur úr hinu kerfinu lækka á móti. Frá því árið 2011 hefur verið komið í veg fyrir þessar lækkanir á víxl með bráðabirgðaákvæðum í lögum en þau ákvæði munu óhjákvæmilega falla úr gildi 1. september nk. Á Alþingi liggur fyrir frumvarp sem miðar að því að koma í veg fyrir að víxlverkunin fari aftur af stað. Í frumvarpinu segir „að kveðið verði á um að lífeyrissjóðum verði við útreikning á tekjuskerðingu sjóðfélaga, sem öðlast hefur rétt til örorkulífeyris, óheimilt að láta greiðslur almannatrygginga vegna örorkulífeyris, hlutaörorkulífeyris og sjúkra- og endurhæfingargreiðslur og tengdar greiðslur, samkvæmt lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð, lækka lífeyri sjóðfélaga við útreikning á tekjum sjóðfélaga vegna orkutaps.“ ÖBÍ réttindasamtök fagna því að frumvarp um þetta efni sé komið fram og sömuleiðis því að unnið sé að því að leysa vandann. Samkvæmt greinargerð með því frumvarpi sem nú hefur verið lagt fram um lausn á víxlverkuninni er áætlað að heildargreiðslur lífeyrissjóða til örorkulífeyristaka muni lækka verulega eða um 4 milljarða á ársgrundvelli ef ekki verður brugðist við til að koma í veg fyrir víxlverkunina. Sem fyrr segir er fyrirséð að margir munu ekki fá þær hækkanir sem hafa verið boðaðar og samkvæmt frumvarpinu kunna heildargreiðslur til sumra jafnvel lækka þegar hið breytta kerfi tekur gildi. Auk þess að skerða kjör örorkulífeyristaka veldur víxlverkun verulegri röskun á fjármálum þeirra sem óboðlegt er að þau búi lengur við. Það er nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir að þær kjarabætur sem unnið hefur verið að í þágu örorkulífeyristaka, sem alla jafna er tekjulægsti hópur samfélagsins, verði að engu. Þá er löngu orðið tímabært að finna viðeigandi lausn á víxlverkuninni til framtíðar til að koma í veg fyrir áframhaldandi kjararýrnun og röskun á högum örorkulífeyristaka. Fram til þessa hafa lífeyristakar hvað eftir annað verið sviknir um kjarabætur þeim til handa. Í umsögn sinni um málið fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hafa Landssamtök eldri borgara lagt áherslu á að ekki megi etja saman öryrkjum og eldri borgurum. Undir það tekur ÖBÍ heilshugar. ÖBÍ ákallar ríkið og lífeyrissjóðina að axla ábyrgð sína gagnvart lífeyristökum og tryggja lausn á þessu máli hið fyrsta. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar