Opið bréf til ráðherra Flokks fólksins, vegna vanda söngnáms Aileen Soffía Svensdóttir skrifar 17. júní 2025 07:02 Vorið 2023 útskrifaðist ég með burtfararpróf frá Söngskóla Sigurðar Demetz. Þar fékk ég tækifæri til að stunda söngnám, sem mig hafði alltaf langað til, á mínum forsendum án þess þó að slegið væri af námskröfum. Þetta hefur reynst mér afar dýrmætt þar sem ég bý við fötlun sem lýsir sér i kvíðaröskun og einbeitingarskorti. Að sigrast á öllu þeim þröskuldum sem fólust í náminu hefur nýst mér beint og óbeint við að takast á við önnur verkefni. Að frétta nú af því að Söngskóli Sigurðar Demetz þurfi að selja flygil skólans til þess að eiga fyrir sumarlaunum kennara er alveg fáránlegt. Skólinn festi kaup á þessu flygli árið 2018, en hann hafði áður verið eigu Jórunnar Viðar tónskálds. Að ríkið komi ekki til móts við skólann til þess að standa undir umsömdum hækkunum á launum kennara við síðustu kjarasamninga stuðlar hægt og bítandi að því að starfsemi hans hætti. Það er vanvirðing við kennara og skólastjórnendur sem hafa helgað sér þennan starfsvettvang að þurfa að búa við síendurtekið óöryggi um það hvernig eigi að fjármagna skólann. Svarið er ekki að hækka skólagjöld endalaust til að mæta kostnaði. Með því er sér í lagi fólki með einhverfu, ADHD og aðrar raskanir svipt möguleikum á að þroska sína hæfileika eins og mér auðnaðist. Það eiga allir að eiga jöfn tækifæri til þess að stunda það nám sem hugur þeirra stendur til. Nú er líka í umræðunni að stofna Þjóðaróperu, en hvert er þá hugsað að sækja söngvara ef söngskólarnir sem eru grasrótin að slíkri starfsemi eru sveltir. Ég skora á menntamálaráðherra og félagsmálaráðherra úr Flokki fólksins, þeim flokki sem vill stuðla á jafnræði, að svara neyðarkalli Söngskóla Sigurðar Demetz svo flygillinn fái að vera þar sem hann a heima. Höfundur er félagsliði og annar stjórnandi hlaðvarpsins Mannréttindi fatlaðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlist Skóla- og menntamál Tónlistarnám Flokkur fólksins Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Vorið 2023 útskrifaðist ég með burtfararpróf frá Söngskóla Sigurðar Demetz. Þar fékk ég tækifæri til að stunda söngnám, sem mig hafði alltaf langað til, á mínum forsendum án þess þó að slegið væri af námskröfum. Þetta hefur reynst mér afar dýrmætt þar sem ég bý við fötlun sem lýsir sér i kvíðaröskun og einbeitingarskorti. Að sigrast á öllu þeim þröskuldum sem fólust í náminu hefur nýst mér beint og óbeint við að takast á við önnur verkefni. Að frétta nú af því að Söngskóli Sigurðar Demetz þurfi að selja flygil skólans til þess að eiga fyrir sumarlaunum kennara er alveg fáránlegt. Skólinn festi kaup á þessu flygli árið 2018, en hann hafði áður verið eigu Jórunnar Viðar tónskálds. Að ríkið komi ekki til móts við skólann til þess að standa undir umsömdum hækkunum á launum kennara við síðustu kjarasamninga stuðlar hægt og bítandi að því að starfsemi hans hætti. Það er vanvirðing við kennara og skólastjórnendur sem hafa helgað sér þennan starfsvettvang að þurfa að búa við síendurtekið óöryggi um það hvernig eigi að fjármagna skólann. Svarið er ekki að hækka skólagjöld endalaust til að mæta kostnaði. Með því er sér í lagi fólki með einhverfu, ADHD og aðrar raskanir svipt möguleikum á að þroska sína hæfileika eins og mér auðnaðist. Það eiga allir að eiga jöfn tækifæri til þess að stunda það nám sem hugur þeirra stendur til. Nú er líka í umræðunni að stofna Þjóðaróperu, en hvert er þá hugsað að sækja söngvara ef söngskólarnir sem eru grasrótin að slíkri starfsemi eru sveltir. Ég skora á menntamálaráðherra og félagsmálaráðherra úr Flokki fólksins, þeim flokki sem vill stuðla á jafnræði, að svara neyðarkalli Söngskóla Sigurðar Demetz svo flygillinn fái að vera þar sem hann a heima. Höfundur er félagsliði og annar stjórnandi hlaðvarpsins Mannréttindi fatlaðra.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar