Stjórnarandstaða í grímulausri sérhagsmunagæzlu Ólafur Stephensen skrifar 18. júní 2025 14:30 Frá löggjafarsamkundunni við Austurvöll berast þær fregnir að stjórnarandstöðuflokkarnir þrír reyni með öllum ráðum að koma í veg fyrir samþykkt frumvarps atvinnuvegaráðherra um að afnema þær breytingar, sem gerðar voru á búvörulögum í fyrravor. Með þeirri lagasetningu var afurðastöðvum í kjötiðnaði veitt víðtæk undanþága frá samkeppnislögum, meðal annars til að sameinast hver annarri eins og þeim sýnist án nokkurs atbeina samkeppnisyfirvalda. Vond vinnubrögð við lagasetningu Full ástæða er til að rifja upp vinnubrögðin við lagasetninguna í marz 2024. Þáverandi meirihluti atvinnuveganefndar gjörbreytti upprunalegu frumvarpi matvælaráðherra, sem gekk út frá að félögum í eigu og undir stjórn bænda yrðu veittar ákveðnar undanþágur. Hið nýja frumvarp gekk miklu lengra og veitti öllum afurðastöðvum víðtæka undanþágu frá samkeppnislögunum, alveg óháð stjórn og eignarhaldi. Þeim ósannindum hefur ítrekað verið haldið fram af hálfu stuðningsmanna löggjafarinnar að með þessu hafi íslenzk lög eingöngu verið færð til samræmis við það sem gerist í nágrannalöndunum. Það er alrangt; gengið er miklu lengra og t.d. samrunaeftirlit samkeppnisyfirvalda tekið úr sambandi, sem nágrannaríkjunum hefur skiljanlega ekki dottið í hug. Fjöldi dæma - sumra nýlegra - er um að samkeppnisyfirvöld í ESB-ríkjunum og Noregi stöðvi eða setji skilyrði fyrir samrunum fyrirtækja í landbúnaði, m.a. til að vernda hagsmuni neytenda og bænda. Þáverandi stjórnarmeirihluti tók ekkert mál á andmælum Samkeppniseftirlitsins, samtaka fyrirtækja í verzlun, Neytendasamtakanna og verkalýðshreyfingannar, sem vöruðu við samþykkt frumvarpsins og töldu að afleiðingarnar fyrir samkeppni á matvörumarkaði og hagsmuni neytenda yrðu alvarlegar. Meirihlutinn hlustaði ekki heldur á starfsmenn Alþingis, sem lögðu til að lagt yrði fram nýtt frumvarp, sem færi í nýtt samráðsferli enda væri málið gjörbreytt. Eini hagsmunaaðilinn sem haft var samráð við voru Samtök fyrirtækja í landbúnaði (SAFL) en þáverandi formaður atvinnuveganefndar staðfesti opinberlega að lögmenn þeirra hefðu aðstoðað nefndarmeirihlutann við að semja nýja frumvarpstextann, sem síðan var keyrður í gegnum Alþingi á nokkrum dögum án þess að hlustað væri eftir öðrum sjónarmiðum. Hræsnisfullur og hlægilegur málflutningur stjórnarandstöðuflokka Ekkert mat var unnið á áhrifum hins nýja frumvarps. Hversu óvönduð vinnubrögðin voru má ráða af því að talsmenn þriggja af fjórum flokkum, sem studdu lagasetninguna, hafa síðan viðurkennt að möguleg áhrif hennar hafi komið þeim á óvart og mögulega hafi verið gengið of langt. Það breytir ekki því að þeir þrír af þessum flokkum sem enn eru innan þings, vilja nú endilega að löggjöfin fái að standa óbreytt og það sé „óeðlilegt“ að afgreiða frumvarp atvinnuvegaráðherra fyrir þinglok. Talsmönnum stjórnarandstöðunnar verður tíðrætt um það þessa dagana að tafaleikir þeirra í þingstörfunum séu nú bara til að tryggja að mál séu almennilega unnin, áhrif þeirra greind o.s.frv. Í samhengi þessa máls er sá málflutningur alveg sérstaklega hræsnisfullur og hlægilegur, eins og af ofangreindu má ráða. Kapphlaup um að klára sameiningar Ef löggjöfin fær að standa óbreytt um sinn mun það án nokkurs vafa þýða að afurðastöðvarnar munu leggja ofurkapp á að klára alls konar sameiningar og samstarfssamninga áður en þing getur komið saman að nýju til að loka þeim glugga. Afleiðingarnar fyrir samkeppni á matvörumarkaðnum og buddu neytenda geta orðið alvarlegar og óafturkræfar. Hvar yrði það til dæmis látið gerast - eins og er fyllilega mögulegt að óbreyttum lögum - að fyrirtæki í eigu tveggja sterkefnaðra fjölskyldna á höfuðborgarsvæðinu, sem í sameiningu eru með meirihluta bæði innlendrar svínakjötsframleiðslu og innflutnings svínakjöts, fengju að renna saman án atbeina samkeppnisyfirvalda? Ábyrgð þingmanna Erinda slíkra þröngra sérhagsmuna ganga stjórnarandstöðuflokkarnir þrír nú alveg grímulaust og neita að hlusta á sameiginleg tilmæli samtaka verzlunarfyrirtækja, verkalýðshreyfingarinnar og Neytendasamtakanna um að Alþingi samþykki frumvarp atvinnuvegaráðherra hið fyrsta. Ábyrgð stjórnarmeirihlutans í þessu máli er líka mikil. Það má ekki gerast að samþykkt þessa máls verði gefin eftir í samningum við stjórnarandstöðuna um þinglok. Með því væri almannahagsmunum unninn mikill skaði, en sérhagsmunum hampað. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Búvörusamningar Alþingi Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Frá löggjafarsamkundunni við Austurvöll berast þær fregnir að stjórnarandstöðuflokkarnir þrír reyni með öllum ráðum að koma í veg fyrir samþykkt frumvarps atvinnuvegaráðherra um að afnema þær breytingar, sem gerðar voru á búvörulögum í fyrravor. Með þeirri lagasetningu var afurðastöðvum í kjötiðnaði veitt víðtæk undanþága frá samkeppnislögum, meðal annars til að sameinast hver annarri eins og þeim sýnist án nokkurs atbeina samkeppnisyfirvalda. Vond vinnubrögð við lagasetningu Full ástæða er til að rifja upp vinnubrögðin við lagasetninguna í marz 2024. Þáverandi meirihluti atvinnuveganefndar gjörbreytti upprunalegu frumvarpi matvælaráðherra, sem gekk út frá að félögum í eigu og undir stjórn bænda yrðu veittar ákveðnar undanþágur. Hið nýja frumvarp gekk miklu lengra og veitti öllum afurðastöðvum víðtæka undanþágu frá samkeppnislögunum, alveg óháð stjórn og eignarhaldi. Þeim ósannindum hefur ítrekað verið haldið fram af hálfu stuðningsmanna löggjafarinnar að með þessu hafi íslenzk lög eingöngu verið færð til samræmis við það sem gerist í nágrannalöndunum. Það er alrangt; gengið er miklu lengra og t.d. samrunaeftirlit samkeppnisyfirvalda tekið úr sambandi, sem nágrannaríkjunum hefur skiljanlega ekki dottið í hug. Fjöldi dæma - sumra nýlegra - er um að samkeppnisyfirvöld í ESB-ríkjunum og Noregi stöðvi eða setji skilyrði fyrir samrunum fyrirtækja í landbúnaði, m.a. til að vernda hagsmuni neytenda og bænda. Þáverandi stjórnarmeirihluti tók ekkert mál á andmælum Samkeppniseftirlitsins, samtaka fyrirtækja í verzlun, Neytendasamtakanna og verkalýðshreyfingannar, sem vöruðu við samþykkt frumvarpsins og töldu að afleiðingarnar fyrir samkeppni á matvörumarkaði og hagsmuni neytenda yrðu alvarlegar. Meirihlutinn hlustaði ekki heldur á starfsmenn Alþingis, sem lögðu til að lagt yrði fram nýtt frumvarp, sem færi í nýtt samráðsferli enda væri málið gjörbreytt. Eini hagsmunaaðilinn sem haft var samráð við voru Samtök fyrirtækja í landbúnaði (SAFL) en þáverandi formaður atvinnuveganefndar staðfesti opinberlega að lögmenn þeirra hefðu aðstoðað nefndarmeirihlutann við að semja nýja frumvarpstextann, sem síðan var keyrður í gegnum Alþingi á nokkrum dögum án þess að hlustað væri eftir öðrum sjónarmiðum. Hræsnisfullur og hlægilegur málflutningur stjórnarandstöðuflokka Ekkert mat var unnið á áhrifum hins nýja frumvarps. Hversu óvönduð vinnubrögðin voru má ráða af því að talsmenn þriggja af fjórum flokkum, sem studdu lagasetninguna, hafa síðan viðurkennt að möguleg áhrif hennar hafi komið þeim á óvart og mögulega hafi verið gengið of langt. Það breytir ekki því að þeir þrír af þessum flokkum sem enn eru innan þings, vilja nú endilega að löggjöfin fái að standa óbreytt og það sé „óeðlilegt“ að afgreiða frumvarp atvinnuvegaráðherra fyrir þinglok. Talsmönnum stjórnarandstöðunnar verður tíðrætt um það þessa dagana að tafaleikir þeirra í þingstörfunum séu nú bara til að tryggja að mál séu almennilega unnin, áhrif þeirra greind o.s.frv. Í samhengi þessa máls er sá málflutningur alveg sérstaklega hræsnisfullur og hlægilegur, eins og af ofangreindu má ráða. Kapphlaup um að klára sameiningar Ef löggjöfin fær að standa óbreytt um sinn mun það án nokkurs vafa þýða að afurðastöðvarnar munu leggja ofurkapp á að klára alls konar sameiningar og samstarfssamninga áður en þing getur komið saman að nýju til að loka þeim glugga. Afleiðingarnar fyrir samkeppni á matvörumarkaðnum og buddu neytenda geta orðið alvarlegar og óafturkræfar. Hvar yrði það til dæmis látið gerast - eins og er fyllilega mögulegt að óbreyttum lögum - að fyrirtæki í eigu tveggja sterkefnaðra fjölskyldna á höfuðborgarsvæðinu, sem í sameiningu eru með meirihluta bæði innlendrar svínakjötsframleiðslu og innflutnings svínakjöts, fengju að renna saman án atbeina samkeppnisyfirvalda? Ábyrgð þingmanna Erinda slíkra þröngra sérhagsmuna ganga stjórnarandstöðuflokkarnir þrír nú alveg grímulaust og neita að hlusta á sameiginleg tilmæli samtaka verzlunarfyrirtækja, verkalýðshreyfingarinnar og Neytendasamtakanna um að Alþingi samþykki frumvarp atvinnuvegaráðherra hið fyrsta. Ábyrgð stjórnarmeirihlutans í þessu máli er líka mikil. Það má ekki gerast að samþykkt þessa máls verði gefin eftir í samningum við stjórnarandstöðuna um þinglok. Með því væri almannahagsmunum unninn mikill skaði, en sérhagsmunum hampað. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun