Þjóðkirkja á réttri leið Þórður Guðmundsson skrifar 22. júní 2025 13:01 Af því að það hefur gustað nokkuð um þjóðkirkjuna að undanförnu þá langar mig til þess að varpa fram einni spurningu og koma um leið kirkjunni aðeins til varnar: Hvort er kirkjan fyrir fólkið eða fólkið fyrir kirkjuna? Þetta er svipuð spurning eins og þegar Jesús er að tala um hvíldardaginn í Biblíunni, hvort er fólkið fyrir hvíldardaginn eða hvíldardagurinn fyrir fólkið..? Ef fólkið er fyrir kirkjuna þá er hún fastheldin, íhaldssöm og ósveigjanleg, það eina sem hana vantar þá, er bara fólk til þess halda öllu gangandi. Fólk sem þarf ekkert að velta hlutunum mikið fyrir sér þannig, helst bara vera með og segja að svona hafi þetta alltaf verið og hefðin sjálf hver svo sem hún er, verður að óhagganlegu skurðgoði. Þó svo að breytt form á ýmsu sé síðan aðkallandi þá má hér helst engu breyta né koma með nokkuð nýtt hversu ómerkilegt sem það kann að virðast án þess að einhver verði allt í einu öskuvondur og reiður í hið óendanlega. En svo er það kirkjan fyrir fólkið, sem gerir sér grein fyrir nútímanum, sem býður allt fólk velkomið og vill opna dyrnar fyrir mér og þér og þá skipti engu máli hver ég er. Þar með væri kirkjan óhrædd við að vera sveigjanleg og brjóta þess vegna reglur og hefðir til auðvelda aðgengi fólks að kirkjunni. Kærleiksrík kirkja ætti alltaf að vera til í að hjálpa, en þarf líka að geta viðurkennt þegar hún getur það ekki. Einlæg, heiðarleg og kærleiksrík kirkja er eftirsóknarverð kirkja. Ef við fylgjum þeirri sýn, að umfaðmandi kærleiksrík kirkja eigi mun stærra erindi við íslenskt þjóðfélag heldur en íhaldssöm kirkja (sem vill síður laga sig að ört vaxandi þjóðfélagi í allar áttir), þá getur hvaðeina gott gerst, eins og t.d. vaxandi einlæg kirkja. Talandi svo um það hvort villutrú sé að eiga sér stað núna innan þessa stóra samneytis þá er hægt að svara því neitandi. Þannig tal átti sér oft stað á miðöldum og kom iðulega af einskærum ótta. Af ótta við að eitthvað eyðilegði hefðir og niðurnjörvaðan karlægan heim. Allt villutrúartal tilheyrir þess vegna aldagamalli óttasleginni kirkju sem hefur ekki kjark til þess að horfast í augu við og viðurkenna málfarslegar breytingar í nokkurri handbók eða öðruvísi sálma á öðrum tungumálum. Þess vegna er alveg óþarfi að eyða tíma í argaþras og segja að kirkjan sé á rangri leið vegna þess að hún bara er það ekki. Hún er alltaf á réttri leið þegar hún opnar dyrnar og býður allt fólk velkomið til sín, af hvaða þjóðerni og kyni sem er, hvort sem það er trans eða eitthvað annað. Ef hún gerir það ekki þá hverfur hún okkur og verður með tímanum að engu. Höfundur er guðfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Af því að það hefur gustað nokkuð um þjóðkirkjuna að undanförnu þá langar mig til þess að varpa fram einni spurningu og koma um leið kirkjunni aðeins til varnar: Hvort er kirkjan fyrir fólkið eða fólkið fyrir kirkjuna? Þetta er svipuð spurning eins og þegar Jesús er að tala um hvíldardaginn í Biblíunni, hvort er fólkið fyrir hvíldardaginn eða hvíldardagurinn fyrir fólkið..? Ef fólkið er fyrir kirkjuna þá er hún fastheldin, íhaldssöm og ósveigjanleg, það eina sem hana vantar þá, er bara fólk til þess halda öllu gangandi. Fólk sem þarf ekkert að velta hlutunum mikið fyrir sér þannig, helst bara vera með og segja að svona hafi þetta alltaf verið og hefðin sjálf hver svo sem hún er, verður að óhagganlegu skurðgoði. Þó svo að breytt form á ýmsu sé síðan aðkallandi þá má hér helst engu breyta né koma með nokkuð nýtt hversu ómerkilegt sem það kann að virðast án þess að einhver verði allt í einu öskuvondur og reiður í hið óendanlega. En svo er það kirkjan fyrir fólkið, sem gerir sér grein fyrir nútímanum, sem býður allt fólk velkomið og vill opna dyrnar fyrir mér og þér og þá skipti engu máli hver ég er. Þar með væri kirkjan óhrædd við að vera sveigjanleg og brjóta þess vegna reglur og hefðir til auðvelda aðgengi fólks að kirkjunni. Kærleiksrík kirkja ætti alltaf að vera til í að hjálpa, en þarf líka að geta viðurkennt þegar hún getur það ekki. Einlæg, heiðarleg og kærleiksrík kirkja er eftirsóknarverð kirkja. Ef við fylgjum þeirri sýn, að umfaðmandi kærleiksrík kirkja eigi mun stærra erindi við íslenskt þjóðfélag heldur en íhaldssöm kirkja (sem vill síður laga sig að ört vaxandi þjóðfélagi í allar áttir), þá getur hvaðeina gott gerst, eins og t.d. vaxandi einlæg kirkja. Talandi svo um það hvort villutrú sé að eiga sér stað núna innan þessa stóra samneytis þá er hægt að svara því neitandi. Þannig tal átti sér oft stað á miðöldum og kom iðulega af einskærum ótta. Af ótta við að eitthvað eyðilegði hefðir og niðurnjörvaðan karlægan heim. Allt villutrúartal tilheyrir þess vegna aldagamalli óttasleginni kirkju sem hefur ekki kjark til þess að horfast í augu við og viðurkenna málfarslegar breytingar í nokkurri handbók eða öðruvísi sálma á öðrum tungumálum. Þess vegna er alveg óþarfi að eyða tíma í argaþras og segja að kirkjan sé á rangri leið vegna þess að hún bara er það ekki. Hún er alltaf á réttri leið þegar hún opnar dyrnar og býður allt fólk velkomið til sín, af hvaða þjóðerni og kyni sem er, hvort sem það er trans eða eitthvað annað. Ef hún gerir það ekki þá hverfur hún okkur og verður með tímanum að engu. Höfundur er guðfræðingur
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun