Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar 10. júlí 2025 17:03 Vegna margumtalaðs atburðar sem átti sér stað í gærkvöldi þegar Hildur Sverrisdóttir, varaforseti Alþingis, sleit þingfundi, vil ég sem 1. varaforseti Alþingis halda eftirfarandi til haga: 1. Það er í höndum hvers forseta eða varaforseta sem situr í forsetastól hverju sinni að stýra fundi og eftir atvikum að slíta fundi. 2. Þann 6. júní tók forseti Alþingis, Þórunn Sveinbjarnardóttir, starfsáætlun þingsins úr sambandi. Fram að því hafði lengd funda verið með hefðbundnu sniði, eða til kl. 20 nema að greitt hafi verið atkvæði um annað (á þriðjudögum er þó heimild til að halda þingfundi til miðnættis án sérstakrar atkvæðagreiðslu). 3. Í vinnureglum forseta Alþingis við stjórn þingfunda er skýrt kveðið á um að forsetar skuli huga að því hvenær sé heppilegt að slíta fundi svo honum sé lokið fyrir settan tíma. Þarf þá að gera ráð fyrir þeim tíma sem það tæki síðasta ræðumann að fullnýta ræðutíma sinn og að hann fái full andsvör – áður en að þingfundi skal ljúka. 4. Eftir að starfsáætlun er tekin úr sambandi er forseta þingsins frjálst að ráða lengd þingfunda, án þess að fá til þess sérstaka heimild. Vegna þessa hafa verið haldnir þingfundir inn í nóttina, á laugardögum og nær fordæmalaus fundur haldinn á sunnudegi – allt undantekningar frá þingskapavenjum. 5. Það er venja og hefð fyrir því að varaforsetar minni hlutans manni ekki vaktir í forsetastól eftir miðnætti þegar starfsáætlun hefur verið slitin úr sambandi. 6. Forseti Alþingis hefur ekki boðað fund í forsætisnefnd síðan 1. júlí. Þá hafði hún ekki deilt því með varaforsetum minni hlutans hve lengi hún hefur ætlað að halda þingfundi inn í nóttina. 7. Þegar Hildur sat sína síðustu vakt kvöldsins í gær hafði hún ekki fengið nein fyrirmæli eða skilaboð um það að þingfundur ætti að standa lengur en til miðnættis. 8. Háttaði þannig til að þegar klukkan var orðin 23:40 var Þorsteinn Sæmundsson, varaþingmaður Miðflokksins næstur á mælendaskrá, var hann að fara í sína 3. ræðu í annarri umræðu um veiðigjöld. Þýðir það 5 mínútna ræðutíma og full andsvör við ræðuna væru í heild 16 mínútur. Hefði því full ræða með fullum andsvörum farið umfram hefðbundna lengd á þingfundi. Sleit því Hildur þingfundi. 9. Ákvörðun Hildar um að slíta þingfundi var því í fullu samræmi við vinnureglur forseta Alþingis og því er ekki við hana að sakast í því máli. Þess má geta að undanfarna daga hafa þingfundir að jafnaði ekki staðið mikið lengur en til kl. 01:00. Gífuryrði um „valdarán“ og „orrustuna um Ísland“ hverfast því í raun einungis um þessa einu mögulegu klukkustund í umræðum um veiðigjöld, sem aldrei varð. Höfundur er 1. varaforseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Skoðun Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Vegna margumtalaðs atburðar sem átti sér stað í gærkvöldi þegar Hildur Sverrisdóttir, varaforseti Alþingis, sleit þingfundi, vil ég sem 1. varaforseti Alþingis halda eftirfarandi til haga: 1. Það er í höndum hvers forseta eða varaforseta sem situr í forsetastól hverju sinni að stýra fundi og eftir atvikum að slíta fundi. 2. Þann 6. júní tók forseti Alþingis, Þórunn Sveinbjarnardóttir, starfsáætlun þingsins úr sambandi. Fram að því hafði lengd funda verið með hefðbundnu sniði, eða til kl. 20 nema að greitt hafi verið atkvæði um annað (á þriðjudögum er þó heimild til að halda þingfundi til miðnættis án sérstakrar atkvæðagreiðslu). 3. Í vinnureglum forseta Alþingis við stjórn þingfunda er skýrt kveðið á um að forsetar skuli huga að því hvenær sé heppilegt að slíta fundi svo honum sé lokið fyrir settan tíma. Þarf þá að gera ráð fyrir þeim tíma sem það tæki síðasta ræðumann að fullnýta ræðutíma sinn og að hann fái full andsvör – áður en að þingfundi skal ljúka. 4. Eftir að starfsáætlun er tekin úr sambandi er forseta þingsins frjálst að ráða lengd þingfunda, án þess að fá til þess sérstaka heimild. Vegna þessa hafa verið haldnir þingfundir inn í nóttina, á laugardögum og nær fordæmalaus fundur haldinn á sunnudegi – allt undantekningar frá þingskapavenjum. 5. Það er venja og hefð fyrir því að varaforsetar minni hlutans manni ekki vaktir í forsetastól eftir miðnætti þegar starfsáætlun hefur verið slitin úr sambandi. 6. Forseti Alþingis hefur ekki boðað fund í forsætisnefnd síðan 1. júlí. Þá hafði hún ekki deilt því með varaforsetum minni hlutans hve lengi hún hefur ætlað að halda þingfundi inn í nóttina. 7. Þegar Hildur sat sína síðustu vakt kvöldsins í gær hafði hún ekki fengið nein fyrirmæli eða skilaboð um það að þingfundur ætti að standa lengur en til miðnættis. 8. Háttaði þannig til að þegar klukkan var orðin 23:40 var Þorsteinn Sæmundsson, varaþingmaður Miðflokksins næstur á mælendaskrá, var hann að fara í sína 3. ræðu í annarri umræðu um veiðigjöld. Þýðir það 5 mínútna ræðutíma og full andsvör við ræðuna væru í heild 16 mínútur. Hefði því full ræða með fullum andsvörum farið umfram hefðbundna lengd á þingfundi. Sleit því Hildur þingfundi. 9. Ákvörðun Hildar um að slíta þingfundi var því í fullu samræmi við vinnureglur forseta Alþingis og því er ekki við hana að sakast í því máli. Þess má geta að undanfarna daga hafa þingfundir að jafnaði ekki staðið mikið lengur en til kl. 01:00. Gífuryrði um „valdarán“ og „orrustuna um Ísland“ hverfast því í raun einungis um þessa einu mögulegu klukkustund í umræðum um veiðigjöld, sem aldrei varð. Höfundur er 1. varaforseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun