Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar 12. júlí 2025 16:01 Ég hugsa að þegar sú umræða ber á góma um 40 % drengjanna sem geta ekki lesið sér til gagns í skólakerfinu þá súmmi margir út. Ég gæti líka trúað því að það sé erfitt að gera sér það í hugarlund hvernig það er nema að hafa staðið í þeim sporum sjálfur og þekkja tilfinninguna að geta ekki verið samferða bekkjasystkinum sínum námslega og koma svo út í lífið með miklu verri forgjöf, það er dauðans alvara. Ég hugsa að það séu ekki margir hérna sem eru að lesa þessa pistla sem eru að gera sér almennilega grein fyrir því hvernig sú tilfinning eins og það að finnast að maður jafnvel sé heimskur og geti ekkert en það fjallar kannski bara um sértæka námserfiðleika sem er ekki hægt að sinna innan skólakerfisins. Hvernig haldið þið að það sé þá að koma úr ólíkum menningarheimi og vera mállaus að auki og það er ætlast til þess að þú sért jafnfætis samnemendum þínum námslega? Og áður en þú komst að hafa jafnvel verið í flóttamannabúðum meirihluta ævinnar og búa ekki yfir góðri félagsfærni vegna þess að úrræðin skortir þar? En verður að gjöra svo vel að vera samkeppnishæft að loknum grunnskóla að fara í framhaldsskóla eða út á vinnumarkaðinn. En eitt veit ég að sú tilfinning að vera taparinn er sú sama í dag í skóla eins og þegar ég var í grunnskóla. Ég hef séð það í starfinu mínu síðustu 30 ár því ég fór hinum megin við borðið árið 1994 og fór að vinna með olnbogabörnum skólakerfisins. Ég hef séð hræðilegar afleiðingar þess þegar það er ekki tekið á málum þeirra af alvöru. Þannig að geta ekki lesið sér til gagns í skóla er dauðans alvara og það er ekki tilviljun að þeir sem eiga við erfiðleika við að stríða í skóla deyi oftar ótímabærum dauða, lenda á bak við lás og slá og hafa minni lífsgæði almennt. Mig langar að gefa þér, ágæti lesandi, tækifæri til að gæjast inn í hugarheim barns og í þá veröld þess sem gat ekki lesið sér til gagns í skólakerfinu. Ég tek það fram að þetta var á áttunda áratugnum og þetta er mín saga sem olnbogabarn í skólakerfinu. Tekið úr bókinni sem ég er með í skrifum: „Bókin er minn óvinur“ smá úrdráttur úr kaflanum „Sviðsljósið“ Hann stendur við gluggann, alvarlegur í bragði og er að horfa út í sortann, er þungt hugsi og er kominn langt aftur í tímann. Í huganum er hann staddur í skólastofunni níu ára gamall, er stressaður og er að reyna að fylgja eftir textanum í lestrarbókinni sem krakkarnir eru að lesa; það er lestrartími. Þetta atvik sem hann er að rifja upp hefur setið í honum alla tíð þótt hann hafi verið ungur að árum. Hann man þetta svo ljóslifandi, eins og þetta hafi gerst í gær. Eins man hann að þegar hann sat þarna við borðið fann hann svitann spretta fram á enninu á sér og hvernig hann varð þvalur í lófanum af taugaspennu. Innst inni vissi hann allan tímann að það væri engin undankomuleið frá þessu. Í minningunni magnaðist hjartslátturinn með hverri mínútu í brjóstkassanum og eftir því sem fleiri lásu, því það mundi koma að honum að lesa. Óttinn við þetta var búinn að vera slíkur að nóttina áður svaf hann ekkert. Honum fannst stundum eins og allir bókstafirnir rynnu saman í eitt eða færu í bylgjum líkt og öldur hafsins. Hann reyndi samt eftir fremsta megni að hlusta eftir því hvar hinir voru staddir í lestrinum. Aðferðin sem hann beitti til að fylgjast með var að styðja fingur fyrir neðan þá línu þar sem lesandinn var staddur hverju sinni sem verið var að lesa og síðan dró hann fingurinn eftir þeirri línu. Það þurfti ekki nema litla húsflugu til að hann fibbaðist við lesturinn, þegar flugan flaug hjá með tilheyrandi suði frá vængjunum og við það hvarf athyglin jafnskjótt. Eins var hann líka búinn að þróa aðra aðferð til að reyna finna út hvar lesturinn væri staddur eftir að hann var búinn að týna línunni; þá hlustaði hann eftir því hvort það væri verið að fletta blaðsíðum eða hvaða orð var lesið síðast, svo reyndi hann í dauðans ofboði að finna það orð. Við þetta gat hann alveg tapað þræðinum endanlega. Þessi eltingarleikur var búinn að standa yfir alveg síðan fyrsti nemandinn byrjaði að lesa, stundum kom fyrir að hann gat fundið hvar þau voru stödd með þessari aðferð en sá tími stóð yfirleitt stutt yfir. Því sama orðið gat líka komið oft fyrir í sömu setningunni eða hann hafði flett yfir á vitlausa blaðsíðu og þá fór allt í steik hjá honum. Hann vissi samt allan tímann að hann myndi fara í sviðsljósið fyrir framan skólasystkini sín fyrir vangetu sína þennan dag. Hann myndi upplifa enn einn ósigurinn í skólanum og enn eina niðurlæginguna fyrir framan skólasystkini sín þegar kennarinn kallar hann upp að borði sínu og hann verður látinn lesa upphátt fyrir bekkinn sinn við hliðina á skrifborði kennarans sem stóð uppi á palli í skólastofunni. Kennarinn mun éta hvert orðið sem kemur upp eftir honum sem hann les vitlaust. Hjartslátturinn var orðinn svo öflugur á tímabili að honum var farið að líða eins og lítilli mús sem var innikróuð úti í horni af ketti. Það síðasta sem hann langaði var að upplifa enn eina niðurlæginguna fyrir framan skólasystkini sín og hann hafði passað sig á því að vera ekki að fylgjast með klukkunni í þessum lestrartíma, heldur reyndi í staðinn að sökkva sér ofan í bókina sem lá á borðinu. Eltingaleikurinn við að finna hvar lesandinn væri staddur gerði það að verkum að fætur hans fóru að skjálfa undir borðinu, af taugaspennu og þarna var hann alveg týndur og það voru ekki margir eftir að lesa. Honum er það líka minnisstætt að það voru tveir gluggar sem stóðu opnir í kennslustofunni og nælon-íþróttatreyjan hans klesstist við hörundið því hann var á hlaupum áður en hann fór í tímann og hafði svitnað við það þannig að kuldinn sem kom að utan nísti inn að beini. Hann var alveg farinn að sjá fyrir sér þegar hann yrði kallaður upp af töflunni og þegar kallinn myndi éta upp eftir honum orðin sem hann las vitlaust. Hann vissi allan tímann að þetta myndi gerast því það hafði gerst oft áður sem var ekkert annað en algjört niðurbrot og niðurlæging fyrir hann. Hann gleymdi því líka seint að rétt áður en hann var kallaður upp að borðinu hans reyndi hann láta sem minnst fyrir sér fara og hrjúfði sig einhvern veginn niður í borðið, þá endanlega búinn að týna þræðinum. Á þeirri stundu var hann fullur af vanmáttarkennd og sú tilhugsun þegar hann kallar hann upp að töflunni til sín og fer að skamma hann fyrir það að vita ekki hvar síðasti lesandinn var staddur. Þetta yfirtók hugann hans allan á þessari stundu þannig að hann gat ekki með nokkru móti haldið einbeitingunni. Eftir því sem leið á kennslustundina og flestir voru búnir að lesa kviknaði sú von hjá honum að kannski yrði hann heppinn í þetta sinn og slyppi. Það gat gerst að kennarinn sleppti nemendum að lesa vegna þess að tíminn var búinn og það vannst ekki tími til þess að láta alla lesa. Hann fór því að fylgjast með klukkunni upp á vegg sem var fyrir ofan töfluna. Þegar tíminn var alveg að verða búinn, hugsaði hann sigri hrósandi: Hann ætlar að sleppa honum í dag. Hann heyrði skrjáfið í nestispokunum þegar krakkarnir voru að teygja sig eftir nestinu sínu. Þarna gerði hann ráð fyrir því að vera sloppinn. Skólabjallan hringdi, sem staðfesti að það væri kominn nestistími. Hann ætlaði að fara að teygja sig eftir nestinu í skólatöskunni sinni þegar kennarinn sagði nafnið hans. Hann man það eins og þetta hafi gerst áðan að hann fann hrollinn um líkamann, eins og ískalt vatn rynni niður milli herðablaðanna, á sér og leið eins og tíminn hefði stöðvast. Enn og aftur kominn í sviðsljósið, drengurinn sem getur ekki lesið. Óttinn gagntók hann á þessari stundu og hann vissi að hann myndi upplifa enn einn ósigurinn í skólanum þennan daginn fyrir augum allra í bekknum. Þessi kennari geymdi ávallt pennann sinn bak við annað eyrað og sló honum iðulega í borðið til að fá þögn í bekknum til að ná athygli nemenda sinna. Það var óttablandin virðing borin fyrir honum og það var hægt að lesa úr augnaráðinu að þeir sem færu ekki að fyrirmælum hans fengju að kenna á því. Alltaf á morgnana áður en kennsla hófst þurftu allir að standa bak við stól og syngja einhver ættjarðarsönglög. Kennarinn var eins og klipptur úr bíómynd eins og maður getur ímyndað sér hvernig kennarar voru í seinni heimsstyrjöldinni. Hann átti það til að rífa í strákana og gat misst algjörlega stjórn á sér. Hann var með freknur, í andliti og á höndunum. Það var tvennt við kennarann sem hann gleymir aldrei. Stóru freknóttu krumlurnar hans og hversu andfúll karlinn var. Hann lyktaði eins og loðnubræðsla. Hvað hann var að éta sem gaf til þessa fýlu var honum hulin ráðgáta. Þegar kominn var friður í stofunni sagði kennarinn hátt og skýrt. „Davíð, núna lest þú þar sem síðasti nemandi endaði. Þegar þú ert búinn ætla ég að halda áfram að lesa framhaldssöguna sem við höfum verið að lesa í nestistímanum.“ Höfundur er áhuga maður um betra samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Davíð Bergmann Mest lesið Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Blóðrautt norðanáhlaup Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Ég hugsa að þegar sú umræða ber á góma um 40 % drengjanna sem geta ekki lesið sér til gagns í skólakerfinu þá súmmi margir út. Ég gæti líka trúað því að það sé erfitt að gera sér það í hugarlund hvernig það er nema að hafa staðið í þeim sporum sjálfur og þekkja tilfinninguna að geta ekki verið samferða bekkjasystkinum sínum námslega og koma svo út í lífið með miklu verri forgjöf, það er dauðans alvara. Ég hugsa að það séu ekki margir hérna sem eru að lesa þessa pistla sem eru að gera sér almennilega grein fyrir því hvernig sú tilfinning eins og það að finnast að maður jafnvel sé heimskur og geti ekkert en það fjallar kannski bara um sértæka námserfiðleika sem er ekki hægt að sinna innan skólakerfisins. Hvernig haldið þið að það sé þá að koma úr ólíkum menningarheimi og vera mállaus að auki og það er ætlast til þess að þú sért jafnfætis samnemendum þínum námslega? Og áður en þú komst að hafa jafnvel verið í flóttamannabúðum meirihluta ævinnar og búa ekki yfir góðri félagsfærni vegna þess að úrræðin skortir þar? En verður að gjöra svo vel að vera samkeppnishæft að loknum grunnskóla að fara í framhaldsskóla eða út á vinnumarkaðinn. En eitt veit ég að sú tilfinning að vera taparinn er sú sama í dag í skóla eins og þegar ég var í grunnskóla. Ég hef séð það í starfinu mínu síðustu 30 ár því ég fór hinum megin við borðið árið 1994 og fór að vinna með olnbogabörnum skólakerfisins. Ég hef séð hræðilegar afleiðingar þess þegar það er ekki tekið á málum þeirra af alvöru. Þannig að geta ekki lesið sér til gagns í skóla er dauðans alvara og það er ekki tilviljun að þeir sem eiga við erfiðleika við að stríða í skóla deyi oftar ótímabærum dauða, lenda á bak við lás og slá og hafa minni lífsgæði almennt. Mig langar að gefa þér, ágæti lesandi, tækifæri til að gæjast inn í hugarheim barns og í þá veröld þess sem gat ekki lesið sér til gagns í skólakerfinu. Ég tek það fram að þetta var á áttunda áratugnum og þetta er mín saga sem olnbogabarn í skólakerfinu. Tekið úr bókinni sem ég er með í skrifum: „Bókin er minn óvinur“ smá úrdráttur úr kaflanum „Sviðsljósið“ Hann stendur við gluggann, alvarlegur í bragði og er að horfa út í sortann, er þungt hugsi og er kominn langt aftur í tímann. Í huganum er hann staddur í skólastofunni níu ára gamall, er stressaður og er að reyna að fylgja eftir textanum í lestrarbókinni sem krakkarnir eru að lesa; það er lestrartími. Þetta atvik sem hann er að rifja upp hefur setið í honum alla tíð þótt hann hafi verið ungur að árum. Hann man þetta svo ljóslifandi, eins og þetta hafi gerst í gær. Eins man hann að þegar hann sat þarna við borðið fann hann svitann spretta fram á enninu á sér og hvernig hann varð þvalur í lófanum af taugaspennu. Innst inni vissi hann allan tímann að það væri engin undankomuleið frá þessu. Í minningunni magnaðist hjartslátturinn með hverri mínútu í brjóstkassanum og eftir því sem fleiri lásu, því það mundi koma að honum að lesa. Óttinn við þetta var búinn að vera slíkur að nóttina áður svaf hann ekkert. Honum fannst stundum eins og allir bókstafirnir rynnu saman í eitt eða færu í bylgjum líkt og öldur hafsins. Hann reyndi samt eftir fremsta megni að hlusta eftir því hvar hinir voru staddir í lestrinum. Aðferðin sem hann beitti til að fylgjast með var að styðja fingur fyrir neðan þá línu þar sem lesandinn var staddur hverju sinni sem verið var að lesa og síðan dró hann fingurinn eftir þeirri línu. Það þurfti ekki nema litla húsflugu til að hann fibbaðist við lesturinn, þegar flugan flaug hjá með tilheyrandi suði frá vængjunum og við það hvarf athyglin jafnskjótt. Eins var hann líka búinn að þróa aðra aðferð til að reyna finna út hvar lesturinn væri staddur eftir að hann var búinn að týna línunni; þá hlustaði hann eftir því hvort það væri verið að fletta blaðsíðum eða hvaða orð var lesið síðast, svo reyndi hann í dauðans ofboði að finna það orð. Við þetta gat hann alveg tapað þræðinum endanlega. Þessi eltingarleikur var búinn að standa yfir alveg síðan fyrsti nemandinn byrjaði að lesa, stundum kom fyrir að hann gat fundið hvar þau voru stödd með þessari aðferð en sá tími stóð yfirleitt stutt yfir. Því sama orðið gat líka komið oft fyrir í sömu setningunni eða hann hafði flett yfir á vitlausa blaðsíðu og þá fór allt í steik hjá honum. Hann vissi samt allan tímann að hann myndi fara í sviðsljósið fyrir framan skólasystkini sín fyrir vangetu sína þennan dag. Hann myndi upplifa enn einn ósigurinn í skólanum og enn eina niðurlæginguna fyrir framan skólasystkini sín þegar kennarinn kallar hann upp að borði sínu og hann verður látinn lesa upphátt fyrir bekkinn sinn við hliðina á skrifborði kennarans sem stóð uppi á palli í skólastofunni. Kennarinn mun éta hvert orðið sem kemur upp eftir honum sem hann les vitlaust. Hjartslátturinn var orðinn svo öflugur á tímabili að honum var farið að líða eins og lítilli mús sem var innikróuð úti í horni af ketti. Það síðasta sem hann langaði var að upplifa enn eina niðurlæginguna fyrir framan skólasystkini sín og hann hafði passað sig á því að vera ekki að fylgjast með klukkunni í þessum lestrartíma, heldur reyndi í staðinn að sökkva sér ofan í bókina sem lá á borðinu. Eltingaleikurinn við að finna hvar lesandinn væri staddur gerði það að verkum að fætur hans fóru að skjálfa undir borðinu, af taugaspennu og þarna var hann alveg týndur og það voru ekki margir eftir að lesa. Honum er það líka minnisstætt að það voru tveir gluggar sem stóðu opnir í kennslustofunni og nælon-íþróttatreyjan hans klesstist við hörundið því hann var á hlaupum áður en hann fór í tímann og hafði svitnað við það þannig að kuldinn sem kom að utan nísti inn að beini. Hann var alveg farinn að sjá fyrir sér þegar hann yrði kallaður upp af töflunni og þegar kallinn myndi éta upp eftir honum orðin sem hann las vitlaust. Hann vissi allan tímann að þetta myndi gerast því það hafði gerst oft áður sem var ekkert annað en algjört niðurbrot og niðurlæging fyrir hann. Hann gleymdi því líka seint að rétt áður en hann var kallaður upp að borðinu hans reyndi hann láta sem minnst fyrir sér fara og hrjúfði sig einhvern veginn niður í borðið, þá endanlega búinn að týna þræðinum. Á þeirri stundu var hann fullur af vanmáttarkennd og sú tilhugsun þegar hann kallar hann upp að töflunni til sín og fer að skamma hann fyrir það að vita ekki hvar síðasti lesandinn var staddur. Þetta yfirtók hugann hans allan á þessari stundu þannig að hann gat ekki með nokkru móti haldið einbeitingunni. Eftir því sem leið á kennslustundina og flestir voru búnir að lesa kviknaði sú von hjá honum að kannski yrði hann heppinn í þetta sinn og slyppi. Það gat gerst að kennarinn sleppti nemendum að lesa vegna þess að tíminn var búinn og það vannst ekki tími til þess að láta alla lesa. Hann fór því að fylgjast með klukkunni upp á vegg sem var fyrir ofan töfluna. Þegar tíminn var alveg að verða búinn, hugsaði hann sigri hrósandi: Hann ætlar að sleppa honum í dag. Hann heyrði skrjáfið í nestispokunum þegar krakkarnir voru að teygja sig eftir nestinu sínu. Þarna gerði hann ráð fyrir því að vera sloppinn. Skólabjallan hringdi, sem staðfesti að það væri kominn nestistími. Hann ætlaði að fara að teygja sig eftir nestinu í skólatöskunni sinni þegar kennarinn sagði nafnið hans. Hann man það eins og þetta hafi gerst áðan að hann fann hrollinn um líkamann, eins og ískalt vatn rynni niður milli herðablaðanna, á sér og leið eins og tíminn hefði stöðvast. Enn og aftur kominn í sviðsljósið, drengurinn sem getur ekki lesið. Óttinn gagntók hann á þessari stundu og hann vissi að hann myndi upplifa enn einn ósigurinn í skólanum þennan daginn fyrir augum allra í bekknum. Þessi kennari geymdi ávallt pennann sinn bak við annað eyrað og sló honum iðulega í borðið til að fá þögn í bekknum til að ná athygli nemenda sinna. Það var óttablandin virðing borin fyrir honum og það var hægt að lesa úr augnaráðinu að þeir sem færu ekki að fyrirmælum hans fengju að kenna á því. Alltaf á morgnana áður en kennsla hófst þurftu allir að standa bak við stól og syngja einhver ættjarðarsönglög. Kennarinn var eins og klipptur úr bíómynd eins og maður getur ímyndað sér hvernig kennarar voru í seinni heimsstyrjöldinni. Hann átti það til að rífa í strákana og gat misst algjörlega stjórn á sér. Hann var með freknur, í andliti og á höndunum. Það var tvennt við kennarann sem hann gleymir aldrei. Stóru freknóttu krumlurnar hans og hversu andfúll karlinn var. Hann lyktaði eins og loðnubræðsla. Hvað hann var að éta sem gaf til þessa fýlu var honum hulin ráðgáta. Þegar kominn var friður í stofunni sagði kennarinn hátt og skýrt. „Davíð, núna lest þú þar sem síðasti nemandi endaði. Þegar þú ert búinn ætla ég að halda áfram að lesa framhaldssöguna sem við höfum verið að lesa í nestistímanum.“ Höfundur er áhuga maður um betra samfélag.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun