Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar 26. júlí 2025 08:02 Það er óneitanlega stundum undarlegt að fylgjast með vandræðagangi stjórnsýslunnar við að leysa úr litlum verkefnum. Þar má nefna nauðsynlegar úrbætur á flugleiðsögubúnaði á Akureyrarflugvelli með sáralitlum tilkostnaði sem myndu stórbæta rekstraröryggi flugvallarins. Annað mál sem kostar ekkert en væri mikill ávinningur fyrir sjávarþorp hringinn í kringum landið er að tryggja strandveiðar í 48 daga. Tólf veiðidaga á mánuði frá og með maímánuði til og með ágústmánaðar. Eðlilegast væri að veiðiheimildir strandveiðibáta væru fyrir utan alla potta enda magnið lítið miðað við þá gríðarlegu óvissu sem blasir við í mælingum á stærð fiskistofna. Mæling á þorskstofninum árið 2017 var endurmetin fjórum árum síðar og var stofninn þá sagður 240 þúsund tonnum minni en fyrri mæling gaf til kynna. Hafa ber í huga að skekkjan er mun meiri en heildarþorskveiði allra fiskiskipa verður á þessu ári og örugglega mun meiri en allur afli strandveiðibáta frá upphafi. Strandveiðar eiga að vera í forgangi Íslensk stjórnvöld gáfu þau fyrirheit í framhaldi af áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um að kerfið bryti í bága við jafnræðis- og atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar að strandveiðarnar yrðu fyrsta skrefið til að lagfæra kerfið. Þannig að þau 5,3 prósent sem nú er haldið fyrir utan beina úthlutun yrðu notuð til beinna byggðaaðgerða og nýliðunar. Það hefur farið fram hjá fáum að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa einhverra hluta vegna beitt sér að alefli gegn strandveiðum. Þar á bæ telja menn það heilaga skyldu sína að koma í veg fyrir strandveiðar. Færri vita að það skortir verulega á að stóru sjávarútvegsfyrirtækin skili veiðiheimildum í þorskígildum talið inn í 5,3 prósenta byggðapottinn eins og þeim ber sbr. 8. laga um stjórn fiskveiða. Þar munar nokkrum þúsundum tonna árlega í þorskígildum talið. SFS er því að kasta steini úr glerhúsi þegar kvartað er til umboðsmanns Alþingis vegna meintra brota á jafnræði þegar kemur að strandveiðum. Sérstaklega vegna þess að fyrirtæki innan SFS sækja sjálf æ harðar í byggðapottana, bæði í beina úthlutun og óbeina. Víða byggir úthlutun á byggðkvóta á vinnsluskyldu þar sem eina vinnslan á svæðinu er oftar en ekki í eigu stórútgerðar. Ef útgerðarmaður í Fjallabyggð til dæmis fær úthlutað einu tonni af byggðakvóta þarf hann að útvega önnur tvö tonn í mótframlagi, með þeim skilyrðum að landa að minnsta kosti tveimur tonnum á Dalvík. Vinnslan á Dalvík greiðir fyrir bæði tonnin verð sem er um 25 prósentum lægra en markaðsverð. Ákveðinn hluti af 5,3 prósenta pottinum hefur smátt og smátt verið að færast þaðan til stórútgerðarinnar, í nafni svo kallaðara skel -og rækjubóta sem ekki eiga lengur rétt á sér. Þessar svo kölluðu bætur eru í raun að miklu leyti orðnar hluti af veiðiheimildum stærri útgerða og ættu því ekki að dragast frá heimildum í 5,3 prósenta pottinum og þrengja þannig svigrúm stjórnvalda til byggðaaðgerða. Ýmsir þættir ættu að teljast strandveiðum til hagsbóta. Þar má nefna lítið brottkast, áræðanleg viktun, umhverfisvæn veiðarfæri, minna um að fiskur kremjist eða sleppi lífvana í gegnum möskva. Á strandveiðum er einnig verið að veiða staðbundinn fisk á grunnslóð sem annars nýtist ekki. Það er samstaða í ríkisstjórn um að efla strandveiðar. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra mun leiða stefnumótun þar að lútandi á næstu misserum. Það er mikilvægt að allir aðilar nálgist þetta verkefni með jákvæðum og lausnarmiðuðum hætti. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Flokkur fólksins Strandveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Það er óneitanlega stundum undarlegt að fylgjast með vandræðagangi stjórnsýslunnar við að leysa úr litlum verkefnum. Þar má nefna nauðsynlegar úrbætur á flugleiðsögubúnaði á Akureyrarflugvelli með sáralitlum tilkostnaði sem myndu stórbæta rekstraröryggi flugvallarins. Annað mál sem kostar ekkert en væri mikill ávinningur fyrir sjávarþorp hringinn í kringum landið er að tryggja strandveiðar í 48 daga. Tólf veiðidaga á mánuði frá og með maímánuði til og með ágústmánaðar. Eðlilegast væri að veiðiheimildir strandveiðibáta væru fyrir utan alla potta enda magnið lítið miðað við þá gríðarlegu óvissu sem blasir við í mælingum á stærð fiskistofna. Mæling á þorskstofninum árið 2017 var endurmetin fjórum árum síðar og var stofninn þá sagður 240 þúsund tonnum minni en fyrri mæling gaf til kynna. Hafa ber í huga að skekkjan er mun meiri en heildarþorskveiði allra fiskiskipa verður á þessu ári og örugglega mun meiri en allur afli strandveiðibáta frá upphafi. Strandveiðar eiga að vera í forgangi Íslensk stjórnvöld gáfu þau fyrirheit í framhaldi af áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um að kerfið bryti í bága við jafnræðis- og atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar að strandveiðarnar yrðu fyrsta skrefið til að lagfæra kerfið. Þannig að þau 5,3 prósent sem nú er haldið fyrir utan beina úthlutun yrðu notuð til beinna byggðaaðgerða og nýliðunar. Það hefur farið fram hjá fáum að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa einhverra hluta vegna beitt sér að alefli gegn strandveiðum. Þar á bæ telja menn það heilaga skyldu sína að koma í veg fyrir strandveiðar. Færri vita að það skortir verulega á að stóru sjávarútvegsfyrirtækin skili veiðiheimildum í þorskígildum talið inn í 5,3 prósenta byggðapottinn eins og þeim ber sbr. 8. laga um stjórn fiskveiða. Þar munar nokkrum þúsundum tonna árlega í þorskígildum talið. SFS er því að kasta steini úr glerhúsi þegar kvartað er til umboðsmanns Alþingis vegna meintra brota á jafnræði þegar kemur að strandveiðum. Sérstaklega vegna þess að fyrirtæki innan SFS sækja sjálf æ harðar í byggðapottana, bæði í beina úthlutun og óbeina. Víða byggir úthlutun á byggðkvóta á vinnsluskyldu þar sem eina vinnslan á svæðinu er oftar en ekki í eigu stórútgerðar. Ef útgerðarmaður í Fjallabyggð til dæmis fær úthlutað einu tonni af byggðakvóta þarf hann að útvega önnur tvö tonn í mótframlagi, með þeim skilyrðum að landa að minnsta kosti tveimur tonnum á Dalvík. Vinnslan á Dalvík greiðir fyrir bæði tonnin verð sem er um 25 prósentum lægra en markaðsverð. Ákveðinn hluti af 5,3 prósenta pottinum hefur smátt og smátt verið að færast þaðan til stórútgerðarinnar, í nafni svo kallaðara skel -og rækjubóta sem ekki eiga lengur rétt á sér. Þessar svo kölluðu bætur eru í raun að miklu leyti orðnar hluti af veiðiheimildum stærri útgerða og ættu því ekki að dragast frá heimildum í 5,3 prósenta pottinum og þrengja þannig svigrúm stjórnvalda til byggðaaðgerða. Ýmsir þættir ættu að teljast strandveiðum til hagsbóta. Þar má nefna lítið brottkast, áræðanleg viktun, umhverfisvæn veiðarfæri, minna um að fiskur kremjist eða sleppi lífvana í gegnum möskva. Á strandveiðum er einnig verið að veiða staðbundinn fisk á grunnslóð sem annars nýtist ekki. Það er samstaða í ríkisstjórn um að efla strandveiðar. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra mun leiða stefnumótun þar að lútandi á næstu misserum. Það er mikilvægt að allir aðilar nálgist þetta verkefni með jákvæðum og lausnarmiðuðum hætti. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun