Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar 29. júlí 2025 22:01 „Þetta var auðvitað rosalega mikil truflun, partí og mikil læti. Þess vegna ætlum við ekki að gera þetta aftur. En í raun og veru voru engin vandræði, engin slagsmál og ekki neitt.” Þessi orð lét eigandi tjaldsvæðisins að Hraunborgum falla í samtali við blaðamann Vísis í kjölfar árlegrar útilegu nemenda við Verzlunarskóla Íslands, sem haldin var á svæðinu. Í þessari útilegu voru um 400 ungmenni sem komu saman í þeim tilgangi að hafa gaman, skemmta sér og hittast í sumarfríinu. Auðvitað má búast við að svona samkomum fylgi hávaði, enda um stóran hóp af fólki að ræða. Eigandi tjaldsvæðisins sagðist sjálfur hafa látið aðra gesti vita af fyrirhugaðri samkomu ungmennanna. Það var búið að sjá fyrir öllu, hvort sem það var gæsla eða afmarkað svæði. Eigandinn hyggst ekki ætla að leigja svæðið aftur vegna hávaða sem fylgdi gleði og lífi. Hvers konar skilaboð eru það að refsa ungmennum fyrir það sem er gert vel? Ég get sagt sjálfur frá því þegar ég fór í þessa útilegu, tvisvar sinnum, þá gekk allt mjög vel. Það var gæsla á svæðinu, svæðið var vel afmarkað og við fengum skýr fyrirmæli um það sem ekki mátti gera. Það er auðvitað smá hávaði sem fylgir svona stórum viðburði en við hlýddum og fórum eftir fyrirmælum. Það var ekkert vesen og engin vandræði, en hávaðinn fylgdi gleði og góðri stemningu. Verzlingum var treystandi fyrir því að koma aftur á næsta ári. En nú þurfa nemendur að leita að nýju tjaldsvæði þar sem má vonandi hafa gaman. Nýlega birtist frétt þess efnis að börn mættu ekki leika sér í boltaleik eftir klukkan 22 við Hlíðaskóla og þetta er staðan víðar, væntanlega vegna hávaða sem þessum leikjum kann að fylgja. Það liggur í hlutarins eðli að þegar börn og ungmenni eru að leika sér úti eru læti. Þegar ég var yngri skemmtum við okkur krakkarnir konunglega upp á sparkvelli, körfuboltavelli eða á skólalóðinni, og það var stundum eftir klukkan 22. Ég man ekki eftir að hafa séð nein skilti sem bönnuðu okkur að hittast eftir ákveðinn tíma. Það fylgdu okkur auðvitað einhver læti og hávaði, en það er einmitt með því að hittast og leika sér saman sem tengslin myndast, sem vináttan fær að blómstra á réttum forsendum. Af hverju þurfum við alltaf að vera setja ungmennum óþarfa skorður? Eru þær ekki settar af sama fólki sem finnst ungmenni vera einmana og grilluð í hausnum af skjátíma? Af hverju fá börn í dag ekki að njóta þess að vera ung eins og eldri kynslóðir? Það hefur tíðkast í umræðunni að segja að ungmenni séu ekki á góðum stað, að þau séu of mikið í símanum og þau séu ekki nógu dugleg að vera með jafnöldrum sínum utan skóla. Svo loks þegar þau ætla sér að fara út, hittast og hafa gaman, til dæmis í boltaleik er það bannað, eða þegar allt gengur vel og ekkert vesen en það fylgir hávaði þá er það ekki leyft aftur. Það er kominn tími á að leyfa börnum og ungmennum að lifa lífinu. Í stað þess að tala þau niður fyrir það hversu ósjálfstæð og óábyrg þau eru, hrósum þeim fyrir það sem er vel gert. Ég tel það mjög gott að 400 manna hópur hafi komið saman án þess valda vandræðum eða veseni. Það sýnir það að þau eru að gera eitthvað rétt, þau eru að passa upp á hvort annað og þau eru á réttri leið. Höfundur er fyrrum nemandi Verzlunarskóla Íslands og framhaldsskólafulltrúi Ungs jafnaðarfólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
„Þetta var auðvitað rosalega mikil truflun, partí og mikil læti. Þess vegna ætlum við ekki að gera þetta aftur. En í raun og veru voru engin vandræði, engin slagsmál og ekki neitt.” Þessi orð lét eigandi tjaldsvæðisins að Hraunborgum falla í samtali við blaðamann Vísis í kjölfar árlegrar útilegu nemenda við Verzlunarskóla Íslands, sem haldin var á svæðinu. Í þessari útilegu voru um 400 ungmenni sem komu saman í þeim tilgangi að hafa gaman, skemmta sér og hittast í sumarfríinu. Auðvitað má búast við að svona samkomum fylgi hávaði, enda um stóran hóp af fólki að ræða. Eigandi tjaldsvæðisins sagðist sjálfur hafa látið aðra gesti vita af fyrirhugaðri samkomu ungmennanna. Það var búið að sjá fyrir öllu, hvort sem það var gæsla eða afmarkað svæði. Eigandinn hyggst ekki ætla að leigja svæðið aftur vegna hávaða sem fylgdi gleði og lífi. Hvers konar skilaboð eru það að refsa ungmennum fyrir það sem er gert vel? Ég get sagt sjálfur frá því þegar ég fór í þessa útilegu, tvisvar sinnum, þá gekk allt mjög vel. Það var gæsla á svæðinu, svæðið var vel afmarkað og við fengum skýr fyrirmæli um það sem ekki mátti gera. Það er auðvitað smá hávaði sem fylgir svona stórum viðburði en við hlýddum og fórum eftir fyrirmælum. Það var ekkert vesen og engin vandræði, en hávaðinn fylgdi gleði og góðri stemningu. Verzlingum var treystandi fyrir því að koma aftur á næsta ári. En nú þurfa nemendur að leita að nýju tjaldsvæði þar sem má vonandi hafa gaman. Nýlega birtist frétt þess efnis að börn mættu ekki leika sér í boltaleik eftir klukkan 22 við Hlíðaskóla og þetta er staðan víðar, væntanlega vegna hávaða sem þessum leikjum kann að fylgja. Það liggur í hlutarins eðli að þegar börn og ungmenni eru að leika sér úti eru læti. Þegar ég var yngri skemmtum við okkur krakkarnir konunglega upp á sparkvelli, körfuboltavelli eða á skólalóðinni, og það var stundum eftir klukkan 22. Ég man ekki eftir að hafa séð nein skilti sem bönnuðu okkur að hittast eftir ákveðinn tíma. Það fylgdu okkur auðvitað einhver læti og hávaði, en það er einmitt með því að hittast og leika sér saman sem tengslin myndast, sem vináttan fær að blómstra á réttum forsendum. Af hverju þurfum við alltaf að vera setja ungmennum óþarfa skorður? Eru þær ekki settar af sama fólki sem finnst ungmenni vera einmana og grilluð í hausnum af skjátíma? Af hverju fá börn í dag ekki að njóta þess að vera ung eins og eldri kynslóðir? Það hefur tíðkast í umræðunni að segja að ungmenni séu ekki á góðum stað, að þau séu of mikið í símanum og þau séu ekki nógu dugleg að vera með jafnöldrum sínum utan skóla. Svo loks þegar þau ætla sér að fara út, hittast og hafa gaman, til dæmis í boltaleik er það bannað, eða þegar allt gengur vel og ekkert vesen en það fylgir hávaði þá er það ekki leyft aftur. Það er kominn tími á að leyfa börnum og ungmennum að lifa lífinu. Í stað þess að tala þau niður fyrir það hversu ósjálfstæð og óábyrg þau eru, hrósum þeim fyrir það sem er vel gert. Ég tel það mjög gott að 400 manna hópur hafi komið saman án þess valda vandræðum eða veseni. Það sýnir það að þau eru að gera eitthvað rétt, þau eru að passa upp á hvort annað og þau eru á réttri leið. Höfundur er fyrrum nemandi Verzlunarskóla Íslands og framhaldsskólafulltrúi Ungs jafnaðarfólks.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun