„Komið nóg af áföllum“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 31. júlí 2025 20:30 Ólafur Adolfsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/ívar Fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis segir nóg komið af áföllum fyrir atvinnulífið á Akranesi og biðlar til utanríkisráðherra að beita sér af fullum krafti gegn yfirvofandi verndartollum Evrópusambandsins. Ef úr tollunum verður sé það enn eitt reiðarslagið fyrir samfélagið. Greint var frá því í síðustu viku að Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn, meðal annars frá Íslandi og Noregi, sem tekur gildi að öllu óbreyttu innan þriggja vikna. Elkem á Grundartanga í Hvalfjarðarsveit er eini framleiðandi kísiljárns á Íslandi en sveitarstjórar Akraness og Hvalfjarðarsveitar hafa lýst yfir þungum áhyggjum vegna áforma ESB. Þingmenn Norðvesturkjördæmis funduðu vegna þessa með utanríkisráðherra í dag en samtal fer nú fram á milli ESB og Íslands vegna málsins. Baráttugleðin sé fyrir hendi Fyrsti þingmaður kjördæmisins ítrekar mikilvægi þess að taka stöðuna alvarlega eftir fund dagsins. „Baráttugleðin var fyrir hendi og það skiptir öllu máli en það er enn margt óunnið í málinu. Það er plan til staðar og það er verið að vinna samkvæmt því. Ísland hefur haldið sínum rökum fram í málinu og vonast auðvitað eftir því að þau muni hafa áhrif þannig að þessu verður að minnsta kosti breytt þannig að þetta verði í algjöru lágmarki.“ Ólafur segir að ef úr áformunum verður sé um enn eitt reiðarslagið að ræða fyrir atvinnulíf á Akranesi. „Það þýðir væntanlega samdrátt ef úr þessu verður. Og það eru auðvitað mjög slæm tíðindi fyrir nærsamfélagið. Við skulum segja að það sé komið nóg af áföllum í atvinnulífinu fyrir Akranes sérstaklega. Við megum ekki við meiru þar. HB Grandi (nú Brim) færði vinnsluna sína suður, við misstum mjög öflugt fyrirtæki, Skaginn 3x og fleira reyndar sem hefur á okkur dunið. Þetta væri enn ein viðbótin í það.“ Ákvörðunin sé brot gegn EES-samningnum Hann kveðst vongóður um að ágæt niðurstaða fáist úr samtali ESB og Íslands og segist sáttur við vinnu utanríkisráðherra til þessa. „Ég er mjög ánægður að hún hafi lýst því yfir að þetta sé brot á EES-samningnum sem ég tel að sé rétt. Og halda því til haga á öllum tímapunktum og í öllu samtali. Ég held að það sé mjög mikilvægt að gera það áfram og nota öll þau rök sem hníga að því að þetta eigi ekki við um Ísland.“ Evrópusambandið Skattar og tollar Hvalfjarðarsveit Akranes Stóriðja Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Leystur frá störfum í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Sjá meira
Greint var frá því í síðustu viku að Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn, meðal annars frá Íslandi og Noregi, sem tekur gildi að öllu óbreyttu innan þriggja vikna. Elkem á Grundartanga í Hvalfjarðarsveit er eini framleiðandi kísiljárns á Íslandi en sveitarstjórar Akraness og Hvalfjarðarsveitar hafa lýst yfir þungum áhyggjum vegna áforma ESB. Þingmenn Norðvesturkjördæmis funduðu vegna þessa með utanríkisráðherra í dag en samtal fer nú fram á milli ESB og Íslands vegna málsins. Baráttugleðin sé fyrir hendi Fyrsti þingmaður kjördæmisins ítrekar mikilvægi þess að taka stöðuna alvarlega eftir fund dagsins. „Baráttugleðin var fyrir hendi og það skiptir öllu máli en það er enn margt óunnið í málinu. Það er plan til staðar og það er verið að vinna samkvæmt því. Ísland hefur haldið sínum rökum fram í málinu og vonast auðvitað eftir því að þau muni hafa áhrif þannig að þessu verður að minnsta kosti breytt þannig að þetta verði í algjöru lágmarki.“ Ólafur segir að ef úr áformunum verður sé um enn eitt reiðarslagið að ræða fyrir atvinnulíf á Akranesi. „Það þýðir væntanlega samdrátt ef úr þessu verður. Og það eru auðvitað mjög slæm tíðindi fyrir nærsamfélagið. Við skulum segja að það sé komið nóg af áföllum í atvinnulífinu fyrir Akranes sérstaklega. Við megum ekki við meiru þar. HB Grandi (nú Brim) færði vinnsluna sína suður, við misstum mjög öflugt fyrirtæki, Skaginn 3x og fleira reyndar sem hefur á okkur dunið. Þetta væri enn ein viðbótin í það.“ Ákvörðunin sé brot gegn EES-samningnum Hann kveðst vongóður um að ágæt niðurstaða fáist úr samtali ESB og Íslands og segist sáttur við vinnu utanríkisráðherra til þessa. „Ég er mjög ánægður að hún hafi lýst því yfir að þetta sé brot á EES-samningnum sem ég tel að sé rétt. Og halda því til haga á öllum tímapunktum og í öllu samtali. Ég held að það sé mjög mikilvægt að gera það áfram og nota öll þau rök sem hníga að því að þetta eigi ekki við um Ísland.“
Evrópusambandið Skattar og tollar Hvalfjarðarsveit Akranes Stóriðja Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Leystur frá störfum í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Sjá meira