Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar 12. ágúst 2025 13:45 Nýverið fékk ég símtal frá fjölmiðli þar sem vísað var í grein þar sem stór orð voru höfð um miklar raunir sem væru runnar undan rifjum illkvittinna einkaaðila. Einkaaðila sem væru í því að bregða fæti fyrir fólk víða um land í þeirri villta vesturs stemmningu sem ríkti í þessari atvinnugrein. Og í framhaldi var atvinnumálaráðherra mættur í viðtal út af stöðunni. Þetta er alvarlegt mál, sagði blaðamaðurinn, sem vildi fá mig í viðtal, en ég yrði þó að lesa greinina sem fyrst. Það gerði ég samviskusamlega – og varð enn meira hissa en áður. Hvað var það sem hafði gerst? Jú, fjölskylda úr Grafarvogi ók inn á gjaldskylt einkabílastæði við vinsælan ferðamannastað og greiddi ekki fyrir að leggja bílnum. Í framhaldi sendi eigandinn þeim reikning, þau urðu að borga slugsagjald, samkvæmt fyrirliggjandi verðskrá. Hvað gerir ráðherra í svona málum? Ráðherra míns geira, íslenskrar nýsköpunar, sem og ráðherra ferðaþjónustunnar, hæstvirtur atvinnumálaráðherra. Jú, ráðherra fer með þetta mál á opinberan vettvang og brigslar viðkomandi um ólöglega gjaldtöku. Ekki orð um að fjölskyldan hafi ekki greitt fyrir þjónustuna, heldur verður stormur vegna þess að mögulega hafi gjaldskylduskilti ekki verið alveg nægilega áberandi. Mögulega. Sönn saga! Ég hef fullan skilning á að það er sárt að borga slugsagjald, ég þoli það ekki sjálfur frekar en flestir aðrir. Það er líklega einhver ástæða fyrir því að stöðumælaverðir hafa ekki náð hátt til þessa í keppninni um mann ársins. Hvers vegna gera eigendurnir þá þetta? Er þetta svona gráðugt og vont fólk? Illvkittið og fégjarnt sem gerir allt til að hafa síðustu krónuna af saklausum bíleigendum? Nei. Það er hins vegar þannig að þegar búið er að leggja í kostnað við uppbyggingu á bílastæðum, t.d. við vinsæla ferðamannastaði þar sem þörf er á slíku, með tilheyrandi viðhaldi og öðrum kostnaði, þá vilja eigendurnir gjarnan að þeir sem nota þjónustuna greiði fyrir veruna og engin slugsagjöld séu nauðsynleg. En… rétt eins og við vitum, ef engir stöðumælaverðir hefðu gengið um götur við gjaldskyld stæði, þá hefðu líklega fleiri fallið í freistni og sleppt því að borga í stöðumælinn. Það er ástæða fyrir því að um allan heim er málum svona fyrir komið, virk eftirfylgni. Rétt er að taka fram að þetta tiltekna mál tengist Parka ekki neitt, fyrir utan að ég svaraði símtalinu góða frá fjölmiðli og sá viðbrögð atvinnumálaráðherra. Ég vona annars að við sem vinnum að uppbyggingu í íslenskri nýsköpun og ferðaþjónustu njótum áfram athygli hæstvirts atvinnumálaráðherra, þó vonandi á uppbyggilegri nótum. Kæra Hanna Katrín Friðriksson, hér með býð ég þér til spjalls varðandi hvað betur mætti fara og eflir Ísland!Höfundur er framkvæmdastjóri íslenska nýsköpunarfyritækisins Parka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bílastæði Neytendur Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Sjá meira
Nýverið fékk ég símtal frá fjölmiðli þar sem vísað var í grein þar sem stór orð voru höfð um miklar raunir sem væru runnar undan rifjum illkvittinna einkaaðila. Einkaaðila sem væru í því að bregða fæti fyrir fólk víða um land í þeirri villta vesturs stemmningu sem ríkti í þessari atvinnugrein. Og í framhaldi var atvinnumálaráðherra mættur í viðtal út af stöðunni. Þetta er alvarlegt mál, sagði blaðamaðurinn, sem vildi fá mig í viðtal, en ég yrði þó að lesa greinina sem fyrst. Það gerði ég samviskusamlega – og varð enn meira hissa en áður. Hvað var það sem hafði gerst? Jú, fjölskylda úr Grafarvogi ók inn á gjaldskylt einkabílastæði við vinsælan ferðamannastað og greiddi ekki fyrir að leggja bílnum. Í framhaldi sendi eigandinn þeim reikning, þau urðu að borga slugsagjald, samkvæmt fyrirliggjandi verðskrá. Hvað gerir ráðherra í svona málum? Ráðherra míns geira, íslenskrar nýsköpunar, sem og ráðherra ferðaþjónustunnar, hæstvirtur atvinnumálaráðherra. Jú, ráðherra fer með þetta mál á opinberan vettvang og brigslar viðkomandi um ólöglega gjaldtöku. Ekki orð um að fjölskyldan hafi ekki greitt fyrir þjónustuna, heldur verður stormur vegna þess að mögulega hafi gjaldskylduskilti ekki verið alveg nægilega áberandi. Mögulega. Sönn saga! Ég hef fullan skilning á að það er sárt að borga slugsagjald, ég þoli það ekki sjálfur frekar en flestir aðrir. Það er líklega einhver ástæða fyrir því að stöðumælaverðir hafa ekki náð hátt til þessa í keppninni um mann ársins. Hvers vegna gera eigendurnir þá þetta? Er þetta svona gráðugt og vont fólk? Illvkittið og fégjarnt sem gerir allt til að hafa síðustu krónuna af saklausum bíleigendum? Nei. Það er hins vegar þannig að þegar búið er að leggja í kostnað við uppbyggingu á bílastæðum, t.d. við vinsæla ferðamannastaði þar sem þörf er á slíku, með tilheyrandi viðhaldi og öðrum kostnaði, þá vilja eigendurnir gjarnan að þeir sem nota þjónustuna greiði fyrir veruna og engin slugsagjöld séu nauðsynleg. En… rétt eins og við vitum, ef engir stöðumælaverðir hefðu gengið um götur við gjaldskyld stæði, þá hefðu líklega fleiri fallið í freistni og sleppt því að borga í stöðumælinn. Það er ástæða fyrir því að um allan heim er málum svona fyrir komið, virk eftirfylgni. Rétt er að taka fram að þetta tiltekna mál tengist Parka ekki neitt, fyrir utan að ég svaraði símtalinu góða frá fjölmiðli og sá viðbrögð atvinnumálaráðherra. Ég vona annars að við sem vinnum að uppbyggingu í íslenskri nýsköpun og ferðaþjónustu njótum áfram athygli hæstvirts atvinnumálaráðherra, þó vonandi á uppbyggilegri nótum. Kæra Hanna Katrín Friðriksson, hér með býð ég þér til spjalls varðandi hvað betur mætti fara og eflir Ísland!Höfundur er framkvæmdastjóri íslenska nýsköpunarfyritækisins Parka.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar