Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar 26. ágúst 2025 18:00 Hugmyndin um skóla án aðgreiningar er ein sú fallegasta sem menntakerfið okkar hefur tekið að sér. Hún byggir á þeirri einföldu en djúpu hugsjón að öll börn eigi rétt á því að ganga í skóla og njóta þar jafns aðgengis að menntun, óháð færni, bakgrunni eða þörfum. Á blaði er þetta ótrúlega mannúðleg sýn og í takt við hugmyndir um jafnrétti og félagslega þátttöku. En þegar horft er til daglegs veruleika innan skólanna blasir önnur mynd við, mynd sem einkennist af brotakenndri framkvæmd, misjöfnum vinnubrögðum og skorti á samræmdri eftirfylgni. Fögur orð en lítið um verkfæri Það er ekki hægt að ætlast til þess að hugmyndir um skóla án aðgreiningar blómstri án þess að kennarar hafi skýrar leiðbeiningar, stuðning og verkfæri til að mæta ólíkum þörfum nemenda. Umsjónarkennari er í dag oft settur í ómögulega stöðu, hann ber hitann og þungann af því að tryggja að allir nemendur í bekknun fái þá einstaklingsmiðuðu kennslu sem þeir þurfa, án þess að hafa nægan tíma, mannskap eða sérhæfð úrræði sér við hlið. Þegar nemandi þarf meiri aðlögun en kennarinn ræður við, hver á þá að grípa boltann? Á umsjónarkennari að bera alla ábyrgðina? Eða ætti að vera innan skólanna, teymi sérfræðinga sem taka við þegar umstangið verður of mikið?Hugmyndafræðin um skóla án aðgreiningar krefst þess í raun að slíkt stuðningsnet sé til staðar, annars er hætt við að hún verði aðeins fögur orð á blaði. Ábyrgð og eftirfylgni Stóra spurningin sem brennur á mörgum er: hver ber ábyrgð á því að lögum og stefnum um skóla án aðgreiningar sé fylgt eftir? Er það sveitarfélagið, menntamálaráðuneytið, skólarnir sjálfir eða hver og einn kennari? Í dag virðist ábyrgðin oft dreifast svo mikið að hún hverfur. Það vantar skýra verkferla sem tryggja að öll börn fái þann stuðning sem þeir eiga rétt á, óháð því í hvaða skóla þau ganga í. Á meðan er það kennarinn sem stendur einn í framlínunni og reynir sitt besta. Dómharka setur mark sitt Það sem gerir þetta enn flóknara er dómharkan sem margir nemendur mæta. Þeir sem fá stuðning eru stundum stimplaðir sem ,,erfiðir‘‘ eða ,,óhæfir‘‘ og jafnvel meðal samnemenda myndast fordómar. Þetta hefur bein áhrif á líðan barnanna og þar með námsframvindu þeirra. Í skóla án aðgreiningar á dómharka ekki að öðlast rými, en til að vinna gegn henni þarf markvissa fræðslu, jákvæða menningu innan skólanna og samstillt átak allra sem koma að menntun barna. Hvar stöndum við í dag? Við stöndum frammi fyrir þeirri staðreynd að hugmyndafræðin um skóla án aðgreiningar er í senn stórkostlega falleg en jafnframt mjög krefjandi. Hún getur skapað skólaumhverfi þar sem fjölbreytileiki er fagnaðarefni og öll börn fá að blómstra á eigin forsendum. En til þess þarf að byggja upp raunverulega verkfærakistu fyrir kennara, tryggja sérfræðinga innan skólanna sem styðja við bakið á þeim og skapa skýra ábyrgðarkeðju þar sem öllum er ljóst hver á að grípa inn í og hvenær.Án slíks stuðnings hættir hugmyndin um skóla án aðgreiningar að vera lifandi veruleiki og verður í staðinn hálfgerð sýndarmennska, stefna sem allir segjast styðja en fæstir hafa raunhæfar aðstæður til að framfylgja. Samantekt Skóli án aðgreiningar er ekki aðeins stefna, þetta er loforð til barnanna okkar. Loforð um að þau skipti öll máli, að þú eigi öll skilið að vera hluti af samfélagi þar sem þau eru metin að verðleikum. En loforð eru lítils virði nema þau séu efnd. Ef við ætlum að standa undir þessari hugsjón verðum við að færa hana úr orðræðu yfir í framkvæmd, með samstilltu átaki, raunverulegum stuðningi og ábyrgð sem ekki er hægt að víkja sér undan. Höfundur er meistaranemi í grunnskólakennslu yngri barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Hugmyndin um skóla án aðgreiningar er ein sú fallegasta sem menntakerfið okkar hefur tekið að sér. Hún byggir á þeirri einföldu en djúpu hugsjón að öll börn eigi rétt á því að ganga í skóla og njóta þar jafns aðgengis að menntun, óháð færni, bakgrunni eða þörfum. Á blaði er þetta ótrúlega mannúðleg sýn og í takt við hugmyndir um jafnrétti og félagslega þátttöku. En þegar horft er til daglegs veruleika innan skólanna blasir önnur mynd við, mynd sem einkennist af brotakenndri framkvæmd, misjöfnum vinnubrögðum og skorti á samræmdri eftirfylgni. Fögur orð en lítið um verkfæri Það er ekki hægt að ætlast til þess að hugmyndir um skóla án aðgreiningar blómstri án þess að kennarar hafi skýrar leiðbeiningar, stuðning og verkfæri til að mæta ólíkum þörfum nemenda. Umsjónarkennari er í dag oft settur í ómögulega stöðu, hann ber hitann og þungann af því að tryggja að allir nemendur í bekknun fái þá einstaklingsmiðuðu kennslu sem þeir þurfa, án þess að hafa nægan tíma, mannskap eða sérhæfð úrræði sér við hlið. Þegar nemandi þarf meiri aðlögun en kennarinn ræður við, hver á þá að grípa boltann? Á umsjónarkennari að bera alla ábyrgðina? Eða ætti að vera innan skólanna, teymi sérfræðinga sem taka við þegar umstangið verður of mikið?Hugmyndafræðin um skóla án aðgreiningar krefst þess í raun að slíkt stuðningsnet sé til staðar, annars er hætt við að hún verði aðeins fögur orð á blaði. Ábyrgð og eftirfylgni Stóra spurningin sem brennur á mörgum er: hver ber ábyrgð á því að lögum og stefnum um skóla án aðgreiningar sé fylgt eftir? Er það sveitarfélagið, menntamálaráðuneytið, skólarnir sjálfir eða hver og einn kennari? Í dag virðist ábyrgðin oft dreifast svo mikið að hún hverfur. Það vantar skýra verkferla sem tryggja að öll börn fái þann stuðning sem þeir eiga rétt á, óháð því í hvaða skóla þau ganga í. Á meðan er það kennarinn sem stendur einn í framlínunni og reynir sitt besta. Dómharka setur mark sitt Það sem gerir þetta enn flóknara er dómharkan sem margir nemendur mæta. Þeir sem fá stuðning eru stundum stimplaðir sem ,,erfiðir‘‘ eða ,,óhæfir‘‘ og jafnvel meðal samnemenda myndast fordómar. Þetta hefur bein áhrif á líðan barnanna og þar með námsframvindu þeirra. Í skóla án aðgreiningar á dómharka ekki að öðlast rými, en til að vinna gegn henni þarf markvissa fræðslu, jákvæða menningu innan skólanna og samstillt átak allra sem koma að menntun barna. Hvar stöndum við í dag? Við stöndum frammi fyrir þeirri staðreynd að hugmyndafræðin um skóla án aðgreiningar er í senn stórkostlega falleg en jafnframt mjög krefjandi. Hún getur skapað skólaumhverfi þar sem fjölbreytileiki er fagnaðarefni og öll börn fá að blómstra á eigin forsendum. En til þess þarf að byggja upp raunverulega verkfærakistu fyrir kennara, tryggja sérfræðinga innan skólanna sem styðja við bakið á þeim og skapa skýra ábyrgðarkeðju þar sem öllum er ljóst hver á að grípa inn í og hvenær.Án slíks stuðnings hættir hugmyndin um skóla án aðgreiningar að vera lifandi veruleiki og verður í staðinn hálfgerð sýndarmennska, stefna sem allir segjast styðja en fæstir hafa raunhæfar aðstæður til að framfylgja. Samantekt Skóli án aðgreiningar er ekki aðeins stefna, þetta er loforð til barnanna okkar. Loforð um að þau skipti öll máli, að þú eigi öll skilið að vera hluti af samfélagi þar sem þau eru metin að verðleikum. En loforð eru lítils virði nema þau séu efnd. Ef við ætlum að standa undir þessari hugsjón verðum við að færa hana úr orðræðu yfir í framkvæmd, með samstilltu átaki, raunverulegum stuðningi og ábyrgð sem ekki er hægt að víkja sér undan. Höfundur er meistaranemi í grunnskólakennslu yngri barna.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun