Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar 28. ágúst 2025 06:02 Menntamál hafa mikið verið til umræðu upp á síðkastið til að mynda á þessu fyrsta þingi nýrrar ríkisstjórnar. Þau hafa verið mjög áberandi á samfélagsmiðlum en ekki síst í fréttum, þar sem kennarar og alþingismenn koma fram og fjalla um þá stöðu sem hefur skapast í málaflokknum. Málflutningur ákveðinna þingmanna hefur verið mjög umhugsunarverður þar sem þeir setja út á nýja ríkisstjórn fyrir hafa ekki áhuga á þessum málaflokki. Samt hefur hún lagt fram og náð í gegn frumvarpi um grunnskóla sem hefur það að leiðarljósi að auka skilvirkni, gagnsæi og innleiða nýtt samræmt námsmat, sem er einmitt það sem þessir sömu gagnrýnu þingmenn hafa kallað eftir. Það er ekki sama hvort það er Jón eða séra Jón Einn af nýliðum Sjálfstæðisflokksins á þingi, Jón Pétur Zimsen hefur farið hörðum orðum um þau áform sem ríkisstjórnin er með. Fyrir þau sem ekki vita var Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn síðustu 12 ár samfleytt og verið með ráðuneyti menntamála í 22 ár frá 1991. Einnig er vert að taka fram að Jón Pétur var aðstoðarmaður menntamálaráðherra 2018-2019 og kom þar m.a. með beinum hætti að innleiðingu núgildandi menntastefnu. Nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn er kominn í stjórnarandstöðu finna þingmenn flokksins sig knúna til að gagnrýna það sem á að breyta og laga, þar er Jón Pétur Zimsen í broddi fylkingar, eftir að hafa verið sofandi við stýrið með málaflokkinn. Ég spyr, af hverju bar Jón Pétur ekki fram einhverjar af hugmyndunum sem hann er með þegar hann hafði raunverulegt tækifæri til að ná fram breytingum sem aðstoðarmaður ráðherra. Eitt er víst, hann var algjörlega sofandi á verðinum ef hann er bara núna að átta sig á stöðunni. Stolnar fjaðrir Nýlega birtist frétt á Vísi þar sem bæjarstjóri Kópavogs hélt því fram að Kópavogsbær væri eina sveitarfélagið á landinu sem væri að innleiða samræmd próf aftur í alla grunnskóla bæjarins. Það er alls ekki staðan, það er verið að innleiða stöðupróf í grunnskóla Kópavogsbæjar, sem og alla grunnskóla landsins, en þau eru hluti af Matsferli. Matsferill er nýtt fyrirhugað námsmat fyrir grunnskóla landsins sem á að leysa gömlu samræmdu könnunarprófin af hólmi og hefur það markmið að leggja mat á kunnáttu og hæfni á einstaklingsmiðaðan og fjölbreyttan hátt. Kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins halda því fram að samræmd próf sé eina tólið sem metur getu og kunnáttu hvers og eins. Það hefur marg sinnis sýnt sig í umræðunni, bæði frá fagfólki, aðstandendum og nemendum að samræmd próf ýta undir stress, kvíða og henta einfaldlega ekki öllum, meðal annars vegna þeirrar pressu sem fylgir því að taka prófið. Ásamt því að prófa bara hluta af þeirri færni sem að ætlast er til að þau tileinki sér á skólaferlinum. Það verður samt að segjast alveg eins og er, maður finnur svolítið til með Sjálfstæðismönnum. Eftir að hafa verið með stjórnartaumana í rúman áratug var þeim algjörlega hafnað af þjóðinni og gengi flokksins er í frjálsu falli, könnunn eftir könnunn. Flokkurinn neyðist til að leita nýrra leiða til að byggja upp fylgið sitt aftur, og hann þarf að finna þær fljótt, fyrir sveitarstjórnarkosningar á næsta ári. Þannig það er svo sem ekki skrýtið að þeir séu að láta eins og þeir hafi fundið upp hjólið snúa sér núna af fullum krafti að málaflokki sem verður eflaust ofarlega á baugi í næstu kosningum. Höfundur er framhaldsskólafulltrúi Ungs Jafnaðarfólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skóla- og menntamál Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Sjá meira
Menntamál hafa mikið verið til umræðu upp á síðkastið til að mynda á þessu fyrsta þingi nýrrar ríkisstjórnar. Þau hafa verið mjög áberandi á samfélagsmiðlum en ekki síst í fréttum, þar sem kennarar og alþingismenn koma fram og fjalla um þá stöðu sem hefur skapast í málaflokknum. Málflutningur ákveðinna þingmanna hefur verið mjög umhugsunarverður þar sem þeir setja út á nýja ríkisstjórn fyrir hafa ekki áhuga á þessum málaflokki. Samt hefur hún lagt fram og náð í gegn frumvarpi um grunnskóla sem hefur það að leiðarljósi að auka skilvirkni, gagnsæi og innleiða nýtt samræmt námsmat, sem er einmitt það sem þessir sömu gagnrýnu þingmenn hafa kallað eftir. Það er ekki sama hvort það er Jón eða séra Jón Einn af nýliðum Sjálfstæðisflokksins á þingi, Jón Pétur Zimsen hefur farið hörðum orðum um þau áform sem ríkisstjórnin er með. Fyrir þau sem ekki vita var Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn síðustu 12 ár samfleytt og verið með ráðuneyti menntamála í 22 ár frá 1991. Einnig er vert að taka fram að Jón Pétur var aðstoðarmaður menntamálaráðherra 2018-2019 og kom þar m.a. með beinum hætti að innleiðingu núgildandi menntastefnu. Nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn er kominn í stjórnarandstöðu finna þingmenn flokksins sig knúna til að gagnrýna það sem á að breyta og laga, þar er Jón Pétur Zimsen í broddi fylkingar, eftir að hafa verið sofandi við stýrið með málaflokkinn. Ég spyr, af hverju bar Jón Pétur ekki fram einhverjar af hugmyndunum sem hann er með þegar hann hafði raunverulegt tækifæri til að ná fram breytingum sem aðstoðarmaður ráðherra. Eitt er víst, hann var algjörlega sofandi á verðinum ef hann er bara núna að átta sig á stöðunni. Stolnar fjaðrir Nýlega birtist frétt á Vísi þar sem bæjarstjóri Kópavogs hélt því fram að Kópavogsbær væri eina sveitarfélagið á landinu sem væri að innleiða samræmd próf aftur í alla grunnskóla bæjarins. Það er alls ekki staðan, það er verið að innleiða stöðupróf í grunnskóla Kópavogsbæjar, sem og alla grunnskóla landsins, en þau eru hluti af Matsferli. Matsferill er nýtt fyrirhugað námsmat fyrir grunnskóla landsins sem á að leysa gömlu samræmdu könnunarprófin af hólmi og hefur það markmið að leggja mat á kunnáttu og hæfni á einstaklingsmiðaðan og fjölbreyttan hátt. Kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins halda því fram að samræmd próf sé eina tólið sem metur getu og kunnáttu hvers og eins. Það hefur marg sinnis sýnt sig í umræðunni, bæði frá fagfólki, aðstandendum og nemendum að samræmd próf ýta undir stress, kvíða og henta einfaldlega ekki öllum, meðal annars vegna þeirrar pressu sem fylgir því að taka prófið. Ásamt því að prófa bara hluta af þeirri færni sem að ætlast er til að þau tileinki sér á skólaferlinum. Það verður samt að segjast alveg eins og er, maður finnur svolítið til með Sjálfstæðismönnum. Eftir að hafa verið með stjórnartaumana í rúman áratug var þeim algjörlega hafnað af þjóðinni og gengi flokksins er í frjálsu falli, könnunn eftir könnunn. Flokkurinn neyðist til að leita nýrra leiða til að byggja upp fylgið sitt aftur, og hann þarf að finna þær fljótt, fyrir sveitarstjórnarkosningar á næsta ári. Þannig það er svo sem ekki skrýtið að þeir séu að láta eins og þeir hafi fundið upp hjólið snúa sér núna af fullum krafti að málaflokki sem verður eflaust ofarlega á baugi í næstu kosningum. Höfundur er framhaldsskólafulltrúi Ungs Jafnaðarfólks.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun