Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar 1. september 2025 08:31 Umræða um skólamál hefur síðustu vikur einkennst af ofuráherslu á einkunnir og samræmt námsmat. Fjallað er um samræmd próf, vöntun á þeim eða upp er máluð mynd af ómögulegri stöðu íslenskra nemenda á hinum og þessum sviðum. Tölum og prósentum er kastað fram. Á meðan tölurnar fá athygli gleymist umræðan um þá hlið náms sem skiptir hvað mestu máli: sköpun, hugmyndaauðgi, félagslega færni og gagnrýna hugsun. Nemendur eru nefnilega ekki tölur í kerfi heldur einstaklingar með fjölbreytta hæfileika sem skólinn á að rækta, en ekki þröngva inn í staðlað form. Kennarar vita þetta best. Þeir sjá á hverjum degi að neistinn kviknar ekki við bókstaf á blaði heldur þegar barn finnur svör við eigin spurningum, lærir af mistökum sínum eða tekst á við þrautir og skapar eitthvað nýtt. Þá verður til sjálfstraust og gleði sem knýr áfram allt annað nám. Þessir mikilvægu þættir verða ekki mældir á stöðluðum prófum. Sköpun er ekki aukaefni í námi heldur grunnfærni. Börn fæðast forvitin, spyrja endalaust og hafa óþrjótandi áhuga á að kanna umhverfi sitt en áherslan á próf getur sannarlega kæft forvitnina. Þegar börnin hætta að spyrja og forvitnast minnkar viljinn til að þora og þá tapast krafturinn sem knýr framfarirnar. Við megum ekki mæla bara til að mæla. Niðurstöður námsmats verða að nýtast til framþróunar. Við verðum auðvitað að fylgjast með lestri og stærðfræði en próf mega ekki verða aðalviðmið náms. Þau ná ekki utan um eiginleika sem skipta sköpum fyrir framtíðina. Þar má nefna samkennd, seiglu, siðferðilega dómgreind, hæfileikann til að vinna með öðrum, gagnrýna hugsun, hugmyndaauðgi og sköpun. Ef skólinn nærir ekki þessa hæfni er hættan sú að við séum að undirbúa nemendur fyrir fortíðina í stað framtíðarinnar. Nemendur sem hefja skólagöngu núna stíga út á vinnumarkað eftir tíu til tuttugu ár. Við vitum ekki hvernig heimsmyndin verður þá. Það sem við vitum þó er að hún mun krefjast sveigjanleika, hugmyndaauðgi og hæfileika til að takast á við óvissu. Verkefni skólans er ekki að festa börnin í fyrir fram mótað box heldur að styðja þau til að móta sinn eigin ramma sem má stíga út fyrir og endurbyggja aftur og aftur. Þar felst raunveruleg menntun til framtíðar. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Bryngeir Valdimarsson Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Umræða um skólamál hefur síðustu vikur einkennst af ofuráherslu á einkunnir og samræmt námsmat. Fjallað er um samræmd próf, vöntun á þeim eða upp er máluð mynd af ómögulegri stöðu íslenskra nemenda á hinum og þessum sviðum. Tölum og prósentum er kastað fram. Á meðan tölurnar fá athygli gleymist umræðan um þá hlið náms sem skiptir hvað mestu máli: sköpun, hugmyndaauðgi, félagslega færni og gagnrýna hugsun. Nemendur eru nefnilega ekki tölur í kerfi heldur einstaklingar með fjölbreytta hæfileika sem skólinn á að rækta, en ekki þröngva inn í staðlað form. Kennarar vita þetta best. Þeir sjá á hverjum degi að neistinn kviknar ekki við bókstaf á blaði heldur þegar barn finnur svör við eigin spurningum, lærir af mistökum sínum eða tekst á við þrautir og skapar eitthvað nýtt. Þá verður til sjálfstraust og gleði sem knýr áfram allt annað nám. Þessir mikilvægu þættir verða ekki mældir á stöðluðum prófum. Sköpun er ekki aukaefni í námi heldur grunnfærni. Börn fæðast forvitin, spyrja endalaust og hafa óþrjótandi áhuga á að kanna umhverfi sitt en áherslan á próf getur sannarlega kæft forvitnina. Þegar börnin hætta að spyrja og forvitnast minnkar viljinn til að þora og þá tapast krafturinn sem knýr framfarirnar. Við megum ekki mæla bara til að mæla. Niðurstöður námsmats verða að nýtast til framþróunar. Við verðum auðvitað að fylgjast með lestri og stærðfræði en próf mega ekki verða aðalviðmið náms. Þau ná ekki utan um eiginleika sem skipta sköpum fyrir framtíðina. Þar má nefna samkennd, seiglu, siðferðilega dómgreind, hæfileikann til að vinna með öðrum, gagnrýna hugsun, hugmyndaauðgi og sköpun. Ef skólinn nærir ekki þessa hæfni er hættan sú að við séum að undirbúa nemendur fyrir fortíðina í stað framtíðarinnar. Nemendur sem hefja skólagöngu núna stíga út á vinnumarkað eftir tíu til tuttugu ár. Við vitum ekki hvernig heimsmyndin verður þá. Það sem við vitum þó er að hún mun krefjast sveigjanleika, hugmyndaauðgi og hæfileika til að takast á við óvissu. Verkefni skólans er ekki að festa börnin í fyrir fram mótað box heldur að styðja þau til að móta sinn eigin ramma sem má stíga út fyrir og endurbyggja aftur og aftur. Þar felst raunveruleg menntun til framtíðar. Höfundur er kennari.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun