Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. september 2025 13:04 Aðalsteinn Leifsson formaður nefndarinnar segir segir fjölþættar ógnir stafa að landinu. Vísir/Ívar Fannar Fjórtán lykiláherslur Íslands í öryggis- og varnarmálum voru kynntar í nýrri skýrslu samráðshóps þingmanna í morgun. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir þessi mál hafa setið á hakanum síðustu ár og skortur á rýningu á fjárfestingum erlendra aðila hafa verið ákveðinn akkílesarhæl. Skýrslan var kynnt á opnum fundi í Veröld, húsi Vigdísar í morgun. Í samráðsnefndinni eru fulltrúar allra flokka, utan Miðflokksins, sem sagði sig úr nefndinni. Fram kemur í inngangi skýrslunnar að raunveruleg og aðkallandi öryggisógn steðji að Íslandi sem beri að taka alvarlega. „Það eru bæði þessar hefðbundnu ógnir sem við erum að fjalla um, sem stafa af erlendum herjum eða öflum studd af eða rekin af ríkisvaldinu sem okkur stafar ógn af. Svo eru það þessar fjölþáttaógnir, ógnir sem snúa að okkar innviðum, ógnir sem snúa jafnvel að upplýstri og lýðræðislegri umræðu í landinu og samstöðu,“ segir Aðalsteinn Leifsson, formaður nefndarinnar og aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. Varnar- og öryggisstefna Íslands á alþjóðavettvangi hefur aldrei verið sett fram með formlegum hætti en til stendur að Þorgerður leggi slíka stenu fyrir Alþingi strax í þessum mánuði. Meðal lykiláherlsna er aukið alþjóðasamstarf, styrking innlends varnarviðbúnaðar, þekkingar og getu og að jafnvel verði innleidd sérstök öryggislöggjöf. Bandalagsríki okkar hafa á síðustu árum gert rýningu fjárfestinga erlendra aðila að forgangsmáli en málið setið á hakanum hérlendis. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir vinnu við þetta hafa gengið of hægt. „Við höfum verið að vinna að þessu í of langan tíma en allmörg ár þannig að við erum mjög langt komin. Ég veit að núverandi ríkisstjórn ætlar að leggja fram frumvarp, sem auðvitað þarf að fara í gegn um og það sem þarf að tryggja er að við séum ekki að kaffæra nýsköpun og einhverja verðmætasköpun í leiðinni,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og fulltrúi Sjáflstæðisflokksins í hópnum.Vísir/Ívar Fannar „En þetta er sannarlega verkefni sem við þurfum að klára, það er akkílesarhæll að við séum ekki búin með það. Við vitum það og við þurfum að gera það fyrir okkur sjálf en við þurfum líka að sýna að við séum með þær girðingar og meðvitund sem við þurfum að hafa sem frjálst lýðræðisríki og hluti af Atlantshafsbandalaginu.“ Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Skýrslan var kynnt á opnum fundi í Veröld, húsi Vigdísar í morgun. Í samráðsnefndinni eru fulltrúar allra flokka, utan Miðflokksins, sem sagði sig úr nefndinni. Fram kemur í inngangi skýrslunnar að raunveruleg og aðkallandi öryggisógn steðji að Íslandi sem beri að taka alvarlega. „Það eru bæði þessar hefðbundnu ógnir sem við erum að fjalla um, sem stafa af erlendum herjum eða öflum studd af eða rekin af ríkisvaldinu sem okkur stafar ógn af. Svo eru það þessar fjölþáttaógnir, ógnir sem snúa að okkar innviðum, ógnir sem snúa jafnvel að upplýstri og lýðræðislegri umræðu í landinu og samstöðu,“ segir Aðalsteinn Leifsson, formaður nefndarinnar og aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. Varnar- og öryggisstefna Íslands á alþjóðavettvangi hefur aldrei verið sett fram með formlegum hætti en til stendur að Þorgerður leggi slíka stenu fyrir Alþingi strax í þessum mánuði. Meðal lykiláherlsna er aukið alþjóðasamstarf, styrking innlends varnarviðbúnaðar, þekkingar og getu og að jafnvel verði innleidd sérstök öryggislöggjöf. Bandalagsríki okkar hafa á síðustu árum gert rýningu fjárfestinga erlendra aðila að forgangsmáli en málið setið á hakanum hérlendis. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir vinnu við þetta hafa gengið of hægt. „Við höfum verið að vinna að þessu í of langan tíma en allmörg ár þannig að við erum mjög langt komin. Ég veit að núverandi ríkisstjórn ætlar að leggja fram frumvarp, sem auðvitað þarf að fara í gegn um og það sem þarf að tryggja er að við séum ekki að kaffæra nýsköpun og einhverja verðmætasköpun í leiðinni,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og fulltrúi Sjáflstæðisflokksins í hópnum.Vísir/Ívar Fannar „En þetta er sannarlega verkefni sem við þurfum að klára, það er akkílesarhæll að við séum ekki búin með það. Við vitum það og við þurfum að gera það fyrir okkur sjálf en við þurfum líka að sýna að við séum með þær girðingar og meðvitund sem við þurfum að hafa sem frjálst lýðræðisríki og hluti af Atlantshafsbandalaginu.“
Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira