Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar 16. september 2025 13:03 Ég vildi óska að þessi stund væri ekki runnin upp, að ég þurfi að bera vandamál þess dásamlega staðar, Sólheima í Grímsnesi, á torg. En þar sem ég brenn fyrir réttlæti og er óhrædd við að tjá mig get ég ekki annað, áður en ég kveð þennan frábæra vinnustað. Helst líður mér eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki og geti loks sagt umheiminum hvernig ástandið er þar í raun og veru. Ég hef starfað við félagsþjónustu á Sólheimum, svonefndur stuðningsfulltrúi á heimilissviði, frá því í maí 2024, ætlaði bara að starfa þar yfir sumarið en líkaði svo vel í þessu yndislega samfélagi að ég sagði hiklaust já þegar mér bauðst að halda áfram að vinna þar sem afleysingamanneskja. Eitt af því sem ég tók sérstaklega eftir þegar ég hóf störf á Sólheimum var starfsandinn sem var léttur og skemmtilegur en þegar ég hafði orð á því fékk ég að heyra að þannig hefði þetta nú ekki alltaf verið, það væri eiginlega bara síðasta árið sem hægt hefði nægilega á starfsmannaveltunni til að þar skapaðist betri vinnuandi og meiri samheldni. Það væri helst að þakka nýjum framkvæmdastjóra sem var ákaflega vel liðinn af starfsfólki, þjónustunotendum og aðstandendum þeirra. Til útskýringar: Sólheimar eru sjálfseignarstofnun og félagsþjónustuhlutinn er fjármagnaður með þjónustusamningi við Bergrisann bs., byggðasamlagi 13 sunnlenskra sveitarfélaga. Rekstarformið allt er of flókið til að rekja hér en í stuttu máli er 17 manna fulltrúaráð sem sér um að móta stefnu Sólheima og veita stjórn aðhald. Fulltrúaráðið kýs svo framkvæmdastjórn úr sínum röðum en ekkert þak er á því hversu lengi fulltrúarráðsmeðlimir, þar með taldir stjórnarmeðlimir og stjórnarformaður, mega sitja. Stjórnin ræður svo framkvæmdastjóra sem sér um daglegan rekstur. Þá sjaldan að sæti losnar í fulltrúaráðinu er handvalinn einstaklingur í það af öðrum fulltrúaráðsmeðlimum. Flest þekkjum við sögu Sólheima og hugmyndafræði hinnar einstöku Sesselju Hreindísar Sigmundsdóttur: að veita einstaklingum tækifæri til að vaxa, þroskast og að vera nauðsynlegur og virkur þátttakandi í samfélaginu. Gildi Sólheima eru Virðing, Fagmennska, Kærleikur og Sköpunargleði og byggjast á þeim grunni sem Sesselja lagði, og þótti mér sem þessi gildi væru höfð að leiðarljósi bæði af yfirmönnum og starfsfólki þegar ég hóf störf í fyrra. Því miður breyttist andrúmsloftið á þessum indæla vinnustað snögglega í lok janúar þegar stjórn Sólheima ákvað skyndilega að leggja niður stöðu framkvæmdastjórans og endurráða fyrrverandi framkvæmdastjóra í hlutastarf. Útskýringar voru af skornum skammti, aðallega gefnir í skyn miklir rekstrarörðugleikar og skuldinni skellt á fráfarandi framkvæmdastjóra. Hann er fullfær um að verja sig en látum duga að segja hér að svo illa hefur verið vegið að orðspori hans að mér kæmi ekki á óvart þótt hann sækti sér lögfræðiráðgjöf. Síðan í lok janúar hefur meirihluti starfsfólks – þótt stjórn og stjórnarformaður vilji meina að rúmlega 60% starfsfólks sé einungis lítill „afmarkaður hópur“ – reynt að malda í móinn, fá almennilegar útskýringar, beðið um samráð við starfsfólk og þjónustunotendur og síðast en ekki síst, að þjónustunotendur og aðstandendur þeirra séu upplýstir um slíkar breytingar og fái tækifæri til að koma sínum skoðunum á framfæri. Einnig höfum við sett fram hugmyndir um breytingar til að auka gagnsæi, t.d. um að þjónustunotendur, aðstandendur og starfsfólk fái hverjir sinn fulltrúa í fulltrúaráði. Við höfum þó meira og minna verið hunsuð og gaslýst, áminnt og vöruð við að tjá okkur opinberlega um óánægju okkar, til að skaða ekki orðspor Sólheima. Auðvitað viljum við allra síst skaða starfsemina og er það ástæðan fyrir því að starfsfólk hefur þagað síðustu átta mánuðina en nú er mælirinn að fyllast og hrein bugun að taka yfir. Og þar sem velferð og framtíð þjónustunotenda á Sólheimum ætti að vera miðpunkturinn í rekstri Sólheima get ég ekki orða bundist lengur. Ég hef haft mig í frammi á fundum og tjáð mig fyrir hönd þessa „afmarkaða hóps“ þar sem ég í fyrsta lagi þori og hef reynslu af að koma fram og, í öðru lagi, hafði litlu að tapa þar sem ég leigi ekki húsnæði á Sólheimum og er heimili mitt því ekki háð starfinu. Og nú hef ég alls engu að tapa þar sem búið er að segja mér upp störfum, án tilgreindrar ástæðu, en það sér hver heilvita maður að ég hef þótt óþægur ljár í þúfu. Svo „einkennilega“ vill til að öðrum starfsmönnum, sem einnig hafa haft sig í frammi, hefur verið settar svo þröngar skorður undanfarið að þeir sjá sér vart fært annað en að segja upp störfum. Það er of langt mál að telja upp hér allt sem gerst hefur síðustu átta mánuði en sem fyrrverandi fréttamaður hef ég dregið saman smá „bulletin“. Stjórn Sólheima lagði niður stöðu framkvæmdastjóra sem setið hafði í 18 mánuði af fimm ára ráðningarsamningi (en þar áður hafði hann verið rekstrarstjóri) með þeim orðum að reksturinn stæði ekki nógu vel, annars hafði hann ekkert af sér brotið og því augljóslega ekki hægt að segja honum upp. Þess í stað var fyrrverandi framkvæmdastjóri ráðin í 70% stöðu sem framkvæmdastjóri yfir hluta rekstrarins – aðili sem hafði ekki verið vel liðin af meirihluta starfsfólks Sólheima á sínum tíma – og ástæðan sögð sú að hún væri svo góð í að spara. Stjórnarformaður Sólheima tilkynnti að hann ætlaði jafnframt að gerast framkvæmdastjóri að hluta, þetta sagði hann bæði við starfsfólk og lét hafa eftir sér í frétt á Vísi. Þegar rúmlega 60% starfsmanna sendu stjórn Sólheima undirritaða yfirlýsingu með athugasemdum, og bentu m.a. á að ólöglegt væri fyrir stjórnarformann að ráða sjálfan sig í vinnu, var þeim svarað með gaslýsingu frá stjórn og stjórnarformanni; við hefðum bara misskilið alltsaman, stjórnarformaðurinn hefði aldrei sagst ætla að verða framkvæmdastjóri heldur „starfandi stjórnarformaður“. Stjórnarformaður Sólheima er semsagt allt í einu kominn á launaskrá, þrátt fyrir meinta rekstrarörðugleika staðarins. Við starfsfólkið vitum auðvitað ekki hver laun hans eru eða hvort þau eru sambærileg þeim sem hann fékk sem stjórnarformaður HMS, hlutverks sem vitanlega gekk honum úr greipum eftir ríkisstjórnarskipti um jólin. Við vitum heldur ekki hvert verksvið hans eða starfslýsing er, hann sést sjaldan á Sólheimum nema helst á tyllidögum þegar „merkilegir“ gestir koma í heimsókn og tilefni er til myndatöku. Umsjónarmaður bókhalds og launa sagði upp um leið og breytingarnar voru tilkynntar. Forstöðumaður og þroskaþjálfi á heimilissviði sagði einnig upp í vor. Verkefnastjóra – sem jafnframt er þroskaþjálfi – var kynnt uppsögn á sinni stöðu í lok sumars og honum boðin önnur með minni ábyrgð. Hann samþykkti breytingarnar með semingi, enda háður starfinu hvað varðar húsnæði fyrir sig og fjölskyldu sína. Annar forstöðumaður á heimilissviði fór nýlega í veikindaleyfi vegna álags. Einn stuðningsfulltrúi á heimilissviði óskaði eftir húsnæði á Sólheimum en var tilkynnt að slíkt byðist ekki nema að hann færði sig yfir á dagvaktir í stað vaktavinnu, sem sagt lækkaði í launum, svo hann sá sig knúinn til að segja upp. Enginn hefur verið ráðinn í hans stað þótt ljóst hafi verið fyrir þremur mánuðum að vaktir yrðu undirmannaðar þegar sumarafleysingum sleppti, starfið var ekki auglýst fyrr en 5. september og því er þjónusta við íbúa skert vegna manneklu á meðan. Tveir stuðningsfulltrúar í búsetukjörnum, sem starfað hafa í árafjöld á Sólheimum en búa á höfuðborgarsvæðinu, fengu nýlega tilkynningu um riftingu aksturssamkomulags við þá til og frá Selfossi við upphaf og lok vaktaviku. Viðkomandi starfsmenn eru tilneyddir til að túlka þessa breytingu sem uppsögn þar sem engar almenningssamgöngur ganga til Sólheima. Þriðji stuðningsfulltrúinn í búsetukjörnum skilaði inn uppsagnarbréfi fyrir nokkrum dögum. Þegar núverandi framkvæmdastjóri gerði tilraun til að segja mér upp í júní afhenti hún mér skjal sem innihélt uppskáldaða útskýringu á ráðningarsamningi mínum, sem fól m.a. í sér að ég ætti ekki rétt á þriggja mánaða uppsagnarfresti. Annað hvort reyndi hún vísvitandi að brjóta á réttindum mínum, sem hlýtur að teljast mjög alvarlegt, eða er svo illa að sér í stjórnun að ég velti fyrir mér hversu hæf hún sé í starfið. Eftir talsverða fyrirhöfn og eftirfylgni, með aðstoð tveggja stéttarfélaga og lögfræðinga þeirra, fékk ég loks löglegt uppsagnarbréf og tilgreindan 3 mánaða uppsagnarfrest. En enn enga ástæðu fyrir uppsögninni. Þess má geta að tveir stuðningsfulltrúar sem taldir eru upp hér að ofan, auk mín, ásamt verkefnastjóra, hafa haft sig mest í frammi á fundum og gagnrýnt vinnubrögð stjórnar og núverandi framkvæmdastjóra. Við gerðum okkur þannig greinilega að gangandi skotmörkum og verðum sennilega öðrum starfsmönnum víti til varnaðar. En málið snýst ekki um mig eða annað starfsfólk sem neyðist til að yfirgefa Sólheima, við getum alltaf fengið aðra vinnu. Á Sólheimum býr hins vegar viðkvæmur hópur einstaklinga sem treysta starfsfólki félagsþjónustunnar til að koma inn á heimili sín og sinna einstaklingsmiðaðri þjónustu. Slíkt traust er ekki byggt upp á einni nóttu, þetta er ekki vinnustaður þar sem „maður kemur í manns stað“ því það þarf tíma, lagni og auðmýkt til að kynnast hverjum einstaklingi og eignast traust hans og trúnað. Sólheimar eru fyrst og fremst samfélag fyrir fatlað fólk sem hafa reynt ýmislegt í lífinu, jafnvel orðið fyrir misrétti og misbeitingu fyrr á ævinni, og treysta því að heimili þeirra og samfélagið á Sólheimum sé sá griðastaður sem þau hafa alltaf þráð. Það var fyrst og síðast hugsjón og markmið Sesselju. Stjórn og nýendurráðinn framkvæmdastjóri Sólheima hafa hins vegar sýnt það í orði og verki síðustu átta mánuði að félagsþjónustuhlutverk Sólheima er aukaatriði fyrir þeim, að fólkið sem við erum að sinna sé ekki í fyrirrúmi, að skoðanir þeirra og tilfinningar skipti ekki máli í stóra samhenginu. Yfirstjórn Sólheima sér ekki ástæðu til að upplýsa þau eða hafa samráð við þau, hún lætur sig litlu skipta það tilfinningaumrót sem verður hjá þjónustunotendum þegar þeir sjá á bak vinum sínum, starfsfólkinu, sem koma daglega inn á heimili þeirra og aðstoða þá við heimilishald, útréttingar og jafnvel persónuleg þrif, hlusta á það sem þeim liggur á hjarta og lána stundum öxl til að gráta á. Ég leyfi mér að efast um vegferð stjórnar Sólheima og nýendurráðins framkvæmdastjóra, t.d. það að reka hræðsluáróður meðal starfsfólks um að fjárhagsstaða Sólheima sé svo slæm að mögulega þurfi bara að skella í lás og senda íbúana eitthvert annað, og þrýsta þannig á allra viðkvæmasta blettinn hjá okkur sem getum ekki hugsað okkur að setja „fólkið okkar“ í þvílíkt uppnám sem það hefði í för með sér. Eða að kasta því fram í samtölum við starfsfólk að í raun sé sjálfseignarstofnunin Sólheimar ekki skyldug til að reka félagsþjónustu yfir höfuð. Þess konar skilaboð til okkar starfsfólksins setja að mér ugg um hverjar framtíðaráætlanir núverandi stjórnar Sólheima séu í raun og veru. Ætli það væri í anda Sesselju að reka einvörðungu kaffihús, gistiheimili og tómataræktun á Sólheimum? Ég er jafnframt hugsi yfir því hver eru komin til valda í framkvæmdastjórn Sólheima. Þegar betur er að gáð er t.d. enginn meðlimur fulltrúaráðsins, þar með talin stjórnin, með lögheimili sunnan Hellisheiðar. Fulltrúaráðið er lokaður hópur þar sem meðlimir geta setið ótímabundið, hvort sem þeir hafi einhver tengsl við Sólheima, eða séu fagmenn eða virkir í starfi um málefni fatlaðra eður ei. Eitt af því sem við starfsfólkið höfum lagt til er stofnun Hollvinasamtaka fyrir velunnara Sólheima, þ.á.m. fyrrverandi fulltrúaráðsmeðlimi til að rýma fyrir virkari meðlimum og gera fulltrúaráðið nútímalegra og beittara. En á það hefur ekki verið hlustað frekar en annað. Frá 2017 hefur athafnamaður úr Reykjavík setið í formannssæti stjórnarinnar og þá sjaldan að sæti losnar í fulltrúaráðinu hefur hann verið tilbúinn með félaga sína úr viðskiptalífinu og/eða bæjarfulltrúa af höfuðborgarsvæðinu á kantinum til að fylla í skörðin. Þetta fólk fer svo nánast rakleiðis inn í stjórn og séð utanfrá virðist fulltrúaráðið algerlega máttlaust í aðhaldi sínu við stjórnina. Sólheimar í Grímnesi eru perla á Suðurlandi sem Sunnlendingum hlýtur að þykja sérstaklega vænt um og sunnlensk sveitarfélög treysta á að þar sé nauðsynlegri þjónustu við fatlaða einstaklinga sinnt. Þetta er nokkuð stór sunnlenskur vinnustaður, virkt samfélag sem verslar og sækir þjónustu í heimabyggð og fallegt þorp sem laðar að sér fjölmarga gesti. Það hlýtur því að skjóta nokkuð skökku við að bissnessfólk úr Reykjavík sé með öll tögl og haldir við rekstur staðarins, hversu vel meinandi sem þau eru. Ég sendi því út þetta ákall á Bergrisann og sveitarstjórnir á Suðurlandi, sem og aðstandendur þjónustunotenda – og bara alla velunnara Sólheima – um að láta sig málið varða, rýna almennilega í starfsemi og stefnu Sólheima, hvort reksturinn og þjónustan við fatlaða einstaklinga standi undir væntingum og hvort framtíð þeirra sé örugg. Núverandi yfirstjórn Sólheima er löngu búin að missa klefann og meirihluti starfsfólks ber lítið sem ekkert traust til framkvæmdastjóra og stjórnar, við erum hætt að trúa fögrum fyrirheitum og eftiráskýringum, við erum hætt að trúa því að það séu ekki til peningar til að sinna viðhaldi og bæta húsnæði þjónustunotenda á sama tíma og peningar virðast vera til fyrir öllu öðru. Eftir marga mánuði af depurð og kvíða, til viðbótar við álag vegna vaxandi undirmönnunar, eru komnir slíkir brestir í mannauð félagsþjónustunnar að í algert óefni stefnir og of mörg uppsagnarbréf í farvatninu. Þið í Bergrisanum hljótið að geta krafist þess að núverandi stjórn fari frá, til að tryggja öryggi og ró hjá fötluðum og ófötluðum íbúum og starfsfólki Sólheima. Við þurfum nýtt fólk við stjórnvölinn og mögulega uppstokkun á skipulagi Sólheima, hreinlega til að tryggja að hugsjónastarf Sesselju eigi sér áfram framtíð þar og hægt verði að halda upp á aldarafmælið eftir fimm ár. Einnig skora ég á fólk sem brennur fyrir málefnum fatlaðra, reynslumikla stjórnendur og annað athafnafólk á Suðurlandil að bjóða sig fram í fulltrúaráð og stjórn Sólheima, við þurfum drífandi og heiðarlegt fólk með gott hjartalag við stjórnvölinn þar. Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Stuðningsfulltrúi á Sólheimum, ennþá Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ég vildi óska að þessi stund væri ekki runnin upp, að ég þurfi að bera vandamál þess dásamlega staðar, Sólheima í Grímsnesi, á torg. En þar sem ég brenn fyrir réttlæti og er óhrædd við að tjá mig get ég ekki annað, áður en ég kveð þennan frábæra vinnustað. Helst líður mér eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki og geti loks sagt umheiminum hvernig ástandið er þar í raun og veru. Ég hef starfað við félagsþjónustu á Sólheimum, svonefndur stuðningsfulltrúi á heimilissviði, frá því í maí 2024, ætlaði bara að starfa þar yfir sumarið en líkaði svo vel í þessu yndislega samfélagi að ég sagði hiklaust já þegar mér bauðst að halda áfram að vinna þar sem afleysingamanneskja. Eitt af því sem ég tók sérstaklega eftir þegar ég hóf störf á Sólheimum var starfsandinn sem var léttur og skemmtilegur en þegar ég hafði orð á því fékk ég að heyra að þannig hefði þetta nú ekki alltaf verið, það væri eiginlega bara síðasta árið sem hægt hefði nægilega á starfsmannaveltunni til að þar skapaðist betri vinnuandi og meiri samheldni. Það væri helst að þakka nýjum framkvæmdastjóra sem var ákaflega vel liðinn af starfsfólki, þjónustunotendum og aðstandendum þeirra. Til útskýringar: Sólheimar eru sjálfseignarstofnun og félagsþjónustuhlutinn er fjármagnaður með þjónustusamningi við Bergrisann bs., byggðasamlagi 13 sunnlenskra sveitarfélaga. Rekstarformið allt er of flókið til að rekja hér en í stuttu máli er 17 manna fulltrúaráð sem sér um að móta stefnu Sólheima og veita stjórn aðhald. Fulltrúaráðið kýs svo framkvæmdastjórn úr sínum röðum en ekkert þak er á því hversu lengi fulltrúarráðsmeðlimir, þar með taldir stjórnarmeðlimir og stjórnarformaður, mega sitja. Stjórnin ræður svo framkvæmdastjóra sem sér um daglegan rekstur. Þá sjaldan að sæti losnar í fulltrúaráðinu er handvalinn einstaklingur í það af öðrum fulltrúaráðsmeðlimum. Flest þekkjum við sögu Sólheima og hugmyndafræði hinnar einstöku Sesselju Hreindísar Sigmundsdóttur: að veita einstaklingum tækifæri til að vaxa, þroskast og að vera nauðsynlegur og virkur þátttakandi í samfélaginu. Gildi Sólheima eru Virðing, Fagmennska, Kærleikur og Sköpunargleði og byggjast á þeim grunni sem Sesselja lagði, og þótti mér sem þessi gildi væru höfð að leiðarljósi bæði af yfirmönnum og starfsfólki þegar ég hóf störf í fyrra. Því miður breyttist andrúmsloftið á þessum indæla vinnustað snögglega í lok janúar þegar stjórn Sólheima ákvað skyndilega að leggja niður stöðu framkvæmdastjórans og endurráða fyrrverandi framkvæmdastjóra í hlutastarf. Útskýringar voru af skornum skammti, aðallega gefnir í skyn miklir rekstrarörðugleikar og skuldinni skellt á fráfarandi framkvæmdastjóra. Hann er fullfær um að verja sig en látum duga að segja hér að svo illa hefur verið vegið að orðspori hans að mér kæmi ekki á óvart þótt hann sækti sér lögfræðiráðgjöf. Síðan í lok janúar hefur meirihluti starfsfólks – þótt stjórn og stjórnarformaður vilji meina að rúmlega 60% starfsfólks sé einungis lítill „afmarkaður hópur“ – reynt að malda í móinn, fá almennilegar útskýringar, beðið um samráð við starfsfólk og þjónustunotendur og síðast en ekki síst, að þjónustunotendur og aðstandendur þeirra séu upplýstir um slíkar breytingar og fái tækifæri til að koma sínum skoðunum á framfæri. Einnig höfum við sett fram hugmyndir um breytingar til að auka gagnsæi, t.d. um að þjónustunotendur, aðstandendur og starfsfólk fái hverjir sinn fulltrúa í fulltrúaráði. Við höfum þó meira og minna verið hunsuð og gaslýst, áminnt og vöruð við að tjá okkur opinberlega um óánægju okkar, til að skaða ekki orðspor Sólheima. Auðvitað viljum við allra síst skaða starfsemina og er það ástæðan fyrir því að starfsfólk hefur þagað síðustu átta mánuðina en nú er mælirinn að fyllast og hrein bugun að taka yfir. Og þar sem velferð og framtíð þjónustunotenda á Sólheimum ætti að vera miðpunkturinn í rekstri Sólheima get ég ekki orða bundist lengur. Ég hef haft mig í frammi á fundum og tjáð mig fyrir hönd þessa „afmarkaða hóps“ þar sem ég í fyrsta lagi þori og hef reynslu af að koma fram og, í öðru lagi, hafði litlu að tapa þar sem ég leigi ekki húsnæði á Sólheimum og er heimili mitt því ekki háð starfinu. Og nú hef ég alls engu að tapa þar sem búið er að segja mér upp störfum, án tilgreindrar ástæðu, en það sér hver heilvita maður að ég hef þótt óþægur ljár í þúfu. Svo „einkennilega“ vill til að öðrum starfsmönnum, sem einnig hafa haft sig í frammi, hefur verið settar svo þröngar skorður undanfarið að þeir sjá sér vart fært annað en að segja upp störfum. Það er of langt mál að telja upp hér allt sem gerst hefur síðustu átta mánuði en sem fyrrverandi fréttamaður hef ég dregið saman smá „bulletin“. Stjórn Sólheima lagði niður stöðu framkvæmdastjóra sem setið hafði í 18 mánuði af fimm ára ráðningarsamningi (en þar áður hafði hann verið rekstrarstjóri) með þeim orðum að reksturinn stæði ekki nógu vel, annars hafði hann ekkert af sér brotið og því augljóslega ekki hægt að segja honum upp. Þess í stað var fyrrverandi framkvæmdastjóri ráðin í 70% stöðu sem framkvæmdastjóri yfir hluta rekstrarins – aðili sem hafði ekki verið vel liðin af meirihluta starfsfólks Sólheima á sínum tíma – og ástæðan sögð sú að hún væri svo góð í að spara. Stjórnarformaður Sólheima tilkynnti að hann ætlaði jafnframt að gerast framkvæmdastjóri að hluta, þetta sagði hann bæði við starfsfólk og lét hafa eftir sér í frétt á Vísi. Þegar rúmlega 60% starfsmanna sendu stjórn Sólheima undirritaða yfirlýsingu með athugasemdum, og bentu m.a. á að ólöglegt væri fyrir stjórnarformann að ráða sjálfan sig í vinnu, var þeim svarað með gaslýsingu frá stjórn og stjórnarformanni; við hefðum bara misskilið alltsaman, stjórnarformaðurinn hefði aldrei sagst ætla að verða framkvæmdastjóri heldur „starfandi stjórnarformaður“. Stjórnarformaður Sólheima er semsagt allt í einu kominn á launaskrá, þrátt fyrir meinta rekstrarörðugleika staðarins. Við starfsfólkið vitum auðvitað ekki hver laun hans eru eða hvort þau eru sambærileg þeim sem hann fékk sem stjórnarformaður HMS, hlutverks sem vitanlega gekk honum úr greipum eftir ríkisstjórnarskipti um jólin. Við vitum heldur ekki hvert verksvið hans eða starfslýsing er, hann sést sjaldan á Sólheimum nema helst á tyllidögum þegar „merkilegir“ gestir koma í heimsókn og tilefni er til myndatöku. Umsjónarmaður bókhalds og launa sagði upp um leið og breytingarnar voru tilkynntar. Forstöðumaður og þroskaþjálfi á heimilissviði sagði einnig upp í vor. Verkefnastjóra – sem jafnframt er þroskaþjálfi – var kynnt uppsögn á sinni stöðu í lok sumars og honum boðin önnur með minni ábyrgð. Hann samþykkti breytingarnar með semingi, enda háður starfinu hvað varðar húsnæði fyrir sig og fjölskyldu sína. Annar forstöðumaður á heimilissviði fór nýlega í veikindaleyfi vegna álags. Einn stuðningsfulltrúi á heimilissviði óskaði eftir húsnæði á Sólheimum en var tilkynnt að slíkt byðist ekki nema að hann færði sig yfir á dagvaktir í stað vaktavinnu, sem sagt lækkaði í launum, svo hann sá sig knúinn til að segja upp. Enginn hefur verið ráðinn í hans stað þótt ljóst hafi verið fyrir þremur mánuðum að vaktir yrðu undirmannaðar þegar sumarafleysingum sleppti, starfið var ekki auglýst fyrr en 5. september og því er þjónusta við íbúa skert vegna manneklu á meðan. Tveir stuðningsfulltrúar í búsetukjörnum, sem starfað hafa í árafjöld á Sólheimum en búa á höfuðborgarsvæðinu, fengu nýlega tilkynningu um riftingu aksturssamkomulags við þá til og frá Selfossi við upphaf og lok vaktaviku. Viðkomandi starfsmenn eru tilneyddir til að túlka þessa breytingu sem uppsögn þar sem engar almenningssamgöngur ganga til Sólheima. Þriðji stuðningsfulltrúinn í búsetukjörnum skilaði inn uppsagnarbréfi fyrir nokkrum dögum. Þegar núverandi framkvæmdastjóri gerði tilraun til að segja mér upp í júní afhenti hún mér skjal sem innihélt uppskáldaða útskýringu á ráðningarsamningi mínum, sem fól m.a. í sér að ég ætti ekki rétt á þriggja mánaða uppsagnarfresti. Annað hvort reyndi hún vísvitandi að brjóta á réttindum mínum, sem hlýtur að teljast mjög alvarlegt, eða er svo illa að sér í stjórnun að ég velti fyrir mér hversu hæf hún sé í starfið. Eftir talsverða fyrirhöfn og eftirfylgni, með aðstoð tveggja stéttarfélaga og lögfræðinga þeirra, fékk ég loks löglegt uppsagnarbréf og tilgreindan 3 mánaða uppsagnarfrest. En enn enga ástæðu fyrir uppsögninni. Þess má geta að tveir stuðningsfulltrúar sem taldir eru upp hér að ofan, auk mín, ásamt verkefnastjóra, hafa haft sig mest í frammi á fundum og gagnrýnt vinnubrögð stjórnar og núverandi framkvæmdastjóra. Við gerðum okkur þannig greinilega að gangandi skotmörkum og verðum sennilega öðrum starfsmönnum víti til varnaðar. En málið snýst ekki um mig eða annað starfsfólk sem neyðist til að yfirgefa Sólheima, við getum alltaf fengið aðra vinnu. Á Sólheimum býr hins vegar viðkvæmur hópur einstaklinga sem treysta starfsfólki félagsþjónustunnar til að koma inn á heimili sín og sinna einstaklingsmiðaðri þjónustu. Slíkt traust er ekki byggt upp á einni nóttu, þetta er ekki vinnustaður þar sem „maður kemur í manns stað“ því það þarf tíma, lagni og auðmýkt til að kynnast hverjum einstaklingi og eignast traust hans og trúnað. Sólheimar eru fyrst og fremst samfélag fyrir fatlað fólk sem hafa reynt ýmislegt í lífinu, jafnvel orðið fyrir misrétti og misbeitingu fyrr á ævinni, og treysta því að heimili þeirra og samfélagið á Sólheimum sé sá griðastaður sem þau hafa alltaf þráð. Það var fyrst og síðast hugsjón og markmið Sesselju. Stjórn og nýendurráðinn framkvæmdastjóri Sólheima hafa hins vegar sýnt það í orði og verki síðustu átta mánuði að félagsþjónustuhlutverk Sólheima er aukaatriði fyrir þeim, að fólkið sem við erum að sinna sé ekki í fyrirrúmi, að skoðanir þeirra og tilfinningar skipti ekki máli í stóra samhenginu. Yfirstjórn Sólheima sér ekki ástæðu til að upplýsa þau eða hafa samráð við þau, hún lætur sig litlu skipta það tilfinningaumrót sem verður hjá þjónustunotendum þegar þeir sjá á bak vinum sínum, starfsfólkinu, sem koma daglega inn á heimili þeirra og aðstoða þá við heimilishald, útréttingar og jafnvel persónuleg þrif, hlusta á það sem þeim liggur á hjarta og lána stundum öxl til að gráta á. Ég leyfi mér að efast um vegferð stjórnar Sólheima og nýendurráðins framkvæmdastjóra, t.d. það að reka hræðsluáróður meðal starfsfólks um að fjárhagsstaða Sólheima sé svo slæm að mögulega þurfi bara að skella í lás og senda íbúana eitthvert annað, og þrýsta þannig á allra viðkvæmasta blettinn hjá okkur sem getum ekki hugsað okkur að setja „fólkið okkar“ í þvílíkt uppnám sem það hefði í för með sér. Eða að kasta því fram í samtölum við starfsfólk að í raun sé sjálfseignarstofnunin Sólheimar ekki skyldug til að reka félagsþjónustu yfir höfuð. Þess konar skilaboð til okkar starfsfólksins setja að mér ugg um hverjar framtíðaráætlanir núverandi stjórnar Sólheima séu í raun og veru. Ætli það væri í anda Sesselju að reka einvörðungu kaffihús, gistiheimili og tómataræktun á Sólheimum? Ég er jafnframt hugsi yfir því hver eru komin til valda í framkvæmdastjórn Sólheima. Þegar betur er að gáð er t.d. enginn meðlimur fulltrúaráðsins, þar með talin stjórnin, með lögheimili sunnan Hellisheiðar. Fulltrúaráðið er lokaður hópur þar sem meðlimir geta setið ótímabundið, hvort sem þeir hafi einhver tengsl við Sólheima, eða séu fagmenn eða virkir í starfi um málefni fatlaðra eður ei. Eitt af því sem við starfsfólkið höfum lagt til er stofnun Hollvinasamtaka fyrir velunnara Sólheima, þ.á.m. fyrrverandi fulltrúaráðsmeðlimi til að rýma fyrir virkari meðlimum og gera fulltrúaráðið nútímalegra og beittara. En á það hefur ekki verið hlustað frekar en annað. Frá 2017 hefur athafnamaður úr Reykjavík setið í formannssæti stjórnarinnar og þá sjaldan að sæti losnar í fulltrúaráðinu hefur hann verið tilbúinn með félaga sína úr viðskiptalífinu og/eða bæjarfulltrúa af höfuðborgarsvæðinu á kantinum til að fylla í skörðin. Þetta fólk fer svo nánast rakleiðis inn í stjórn og séð utanfrá virðist fulltrúaráðið algerlega máttlaust í aðhaldi sínu við stjórnina. Sólheimar í Grímnesi eru perla á Suðurlandi sem Sunnlendingum hlýtur að þykja sérstaklega vænt um og sunnlensk sveitarfélög treysta á að þar sé nauðsynlegri þjónustu við fatlaða einstaklinga sinnt. Þetta er nokkuð stór sunnlenskur vinnustaður, virkt samfélag sem verslar og sækir þjónustu í heimabyggð og fallegt þorp sem laðar að sér fjölmarga gesti. Það hlýtur því að skjóta nokkuð skökku við að bissnessfólk úr Reykjavík sé með öll tögl og haldir við rekstur staðarins, hversu vel meinandi sem þau eru. Ég sendi því út þetta ákall á Bergrisann og sveitarstjórnir á Suðurlandi, sem og aðstandendur þjónustunotenda – og bara alla velunnara Sólheima – um að láta sig málið varða, rýna almennilega í starfsemi og stefnu Sólheima, hvort reksturinn og þjónustan við fatlaða einstaklinga standi undir væntingum og hvort framtíð þeirra sé örugg. Núverandi yfirstjórn Sólheima er löngu búin að missa klefann og meirihluti starfsfólks ber lítið sem ekkert traust til framkvæmdastjóra og stjórnar, við erum hætt að trúa fögrum fyrirheitum og eftiráskýringum, við erum hætt að trúa því að það séu ekki til peningar til að sinna viðhaldi og bæta húsnæði þjónustunotenda á sama tíma og peningar virðast vera til fyrir öllu öðru. Eftir marga mánuði af depurð og kvíða, til viðbótar við álag vegna vaxandi undirmönnunar, eru komnir slíkir brestir í mannauð félagsþjónustunnar að í algert óefni stefnir og of mörg uppsagnarbréf í farvatninu. Þið í Bergrisanum hljótið að geta krafist þess að núverandi stjórn fari frá, til að tryggja öryggi og ró hjá fötluðum og ófötluðum íbúum og starfsfólki Sólheima. Við þurfum nýtt fólk við stjórnvölinn og mögulega uppstokkun á skipulagi Sólheima, hreinlega til að tryggja að hugsjónastarf Sesselju eigi sér áfram framtíð þar og hægt verði að halda upp á aldarafmælið eftir fimm ár. Einnig skora ég á fólk sem brennur fyrir málefnum fatlaðra, reynslumikla stjórnendur og annað athafnafólk á Suðurlandil að bjóða sig fram í fulltrúaráð og stjórn Sólheima, við þurfum drífandi og heiðarlegt fólk með gott hjartalag við stjórnvölinn þar. Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Stuðningsfulltrúi á Sólheimum, ennþá
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar