Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Agnar Már Másson skrifar 16. september 2025 17:30 Sanna Magdalena Mörtudóttir segir hvorki af né á um mögulegt framboð sitt fyrir Sósíalistaflokkinn til borgarstjórnar næsta vor. Vísir/Lýður Valberg Framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins hvetur Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, eina kjörna oddvita flokksins, til að segja sig úr flokknum eftir að hún hefur sagst mögulega ætla að bjóða sig fram fyrir annan flokk. Sanna segist fyrst hafa heyrt af þessari áskorun í fjölmiðlum. Formaður stjórnarinnar segir hana ekki sýna nokkurn áhuga á að vinna með flokknum. Borgarfulltrúinn sagði sig frá trúnaðarstörfum innan flokksins eftir að hallarbylting var gerð á aðalfundi flokksins. Framkvæmdastjórnin segir í ályktun að Sanna hafi ítrekað tekið afstöðu gegn flokknum frá því að ný stjórn tók við. Oddvitinn eigi að „koma hreint og heiðarlega fram“ Sæþór Benjamín Randalsson, formaður framkvæmdastjórnarinnar, segir í samtali við Vísi að stjórnin hafi frá fyrsta degi óskað eftir því að vinna með Sönnu. „En hún hefur ekki verið til í að hitta okkur, vinna með okkur eða upplýsa okkur hvað er í gangi í borginni,“ segir Sæþór, sem vísar svo til þess að hún tali nú um sig sem „sósíalískan borgarfulltrúa“ frekar en borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins. Í ályktun sem samþykkt var af framkvæmdastjórn flokksins í dag segir að vegna ummæla oddvitans í frétt Rúv í gær um að bjóða sig mögulega fram í öðrum flokki hvetji framkvæmdastjórn hana til að „koma hreint og heiðarlega fram“ og segja sig úr flokknum. „Sanna Magdalena Mörtudóttir hefur lengst af á sinni starfsævi unnið sem atvinnustjórnmálakona sem kjörinn fulltrúi Sósíalistaflokksins. Af ummælum hennar að dæma um mögulegt framboð með öðrum flokki virðist hún horfa frekar til eigin frama í stjórnmálum en hag síns eigin flokks og framgang félagshyggju á Íslandi,“ segir í ályktun framkvæmdastjórnarinnar. Sæþór Benjamín segir mikilvægt að efla innra starf flokksins. Ný forysta hafi nú það verkefni að sannfæra almenning um að þeim sé treystandi fyrir flokknum. Bylgjan Enn fremur lýsir framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands furðu á ummælum borgarfulltrúans á RÚV um að það sé „ekkert launungarmál“ að ný stjórn Sósíalistaflokksins, sem tók við á aðalfundi í vor eftir dramatíska hallarbyltingu, „hafi ekki staðið heilshugar að baki borgarstjórnarflokknum.“ Framkvæmdastjórnin vísar þessum ummælum á bug og segist hafa þvert á móti ítrekað reynt á samstarf og samtal við Sönnu. „Eftir margra mánaða umleitanir fékkst hún loks á fund með framkvæmdarstjórn en neitaði að hitta framkvæmdarstjórn einsömul líkt og aðrir borgarfulltrúar flokksins höfðu þá þegar gert. Ekki var að merkja nokkurn samstarfsvilja af hálfu Sönnu Magdalenu á þeim fundi,“ segir í ályktun. „Óskar framkvæmdarstjórn Sönnu velfarnaðar í öllu því sem hún ákveður að taka sér fyrir hendur.“ Sanna skrifar á Facebook að hún hafi fyrst heyrt af þessari áskorun á vef Rúv, sem greindi fyrst frá. „Ég hef allavegana ekki fengið tölvupóst, símtal, né sms með þessari áskorun framkvæmdastjórnar,“ skrifar hún í ummæli á Rauða þræðinum, umræðuvettvangi sósíalista á Facebook. Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Formaður stjórnarinnar segir hana ekki sýna nokkurn áhuga á að vinna með flokknum. Borgarfulltrúinn sagði sig frá trúnaðarstörfum innan flokksins eftir að hallarbylting var gerð á aðalfundi flokksins. Framkvæmdastjórnin segir í ályktun að Sanna hafi ítrekað tekið afstöðu gegn flokknum frá því að ný stjórn tók við. Oddvitinn eigi að „koma hreint og heiðarlega fram“ Sæþór Benjamín Randalsson, formaður framkvæmdastjórnarinnar, segir í samtali við Vísi að stjórnin hafi frá fyrsta degi óskað eftir því að vinna með Sönnu. „En hún hefur ekki verið til í að hitta okkur, vinna með okkur eða upplýsa okkur hvað er í gangi í borginni,“ segir Sæþór, sem vísar svo til þess að hún tali nú um sig sem „sósíalískan borgarfulltrúa“ frekar en borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins. Í ályktun sem samþykkt var af framkvæmdastjórn flokksins í dag segir að vegna ummæla oddvitans í frétt Rúv í gær um að bjóða sig mögulega fram í öðrum flokki hvetji framkvæmdastjórn hana til að „koma hreint og heiðarlega fram“ og segja sig úr flokknum. „Sanna Magdalena Mörtudóttir hefur lengst af á sinni starfsævi unnið sem atvinnustjórnmálakona sem kjörinn fulltrúi Sósíalistaflokksins. Af ummælum hennar að dæma um mögulegt framboð með öðrum flokki virðist hún horfa frekar til eigin frama í stjórnmálum en hag síns eigin flokks og framgang félagshyggju á Íslandi,“ segir í ályktun framkvæmdastjórnarinnar. Sæþór Benjamín segir mikilvægt að efla innra starf flokksins. Ný forysta hafi nú það verkefni að sannfæra almenning um að þeim sé treystandi fyrir flokknum. Bylgjan Enn fremur lýsir framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands furðu á ummælum borgarfulltrúans á RÚV um að það sé „ekkert launungarmál“ að ný stjórn Sósíalistaflokksins, sem tók við á aðalfundi í vor eftir dramatíska hallarbyltingu, „hafi ekki staðið heilshugar að baki borgarstjórnarflokknum.“ Framkvæmdastjórnin vísar þessum ummælum á bug og segist hafa þvert á móti ítrekað reynt á samstarf og samtal við Sönnu. „Eftir margra mánaða umleitanir fékkst hún loks á fund með framkvæmdarstjórn en neitaði að hitta framkvæmdarstjórn einsömul líkt og aðrir borgarfulltrúar flokksins höfðu þá þegar gert. Ekki var að merkja nokkurn samstarfsvilja af hálfu Sönnu Magdalenu á þeim fundi,“ segir í ályktun. „Óskar framkvæmdarstjórn Sönnu velfarnaðar í öllu því sem hún ákveður að taka sér fyrir hendur.“ Sanna skrifar á Facebook að hún hafi fyrst heyrt af þessari áskorun á vef Rúv, sem greindi fyrst frá. „Ég hef allavegana ekki fengið tölvupóst, símtal, né sms með þessari áskorun framkvæmdastjórnar,“ skrifar hún í ummæli á Rauða þræðinum, umræðuvettvangi sósíalista á Facebook.
Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira