Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. september 2025 14:26 Ása Berglind nýtti eigin reynslu til að ræða vanda barna og unglinga hér á landi. Vísir/Arnar Ása Berglind Hjálmasdóttir þingkona Samfylkingarinnar segir bráðnauðsynlegt að ólík börn hafi ólíka valmöguleika sem gefi þeim færi til að blómstra. Harmsaga úr fjölskyldu hennar sé alls ekkert einsdæmi. Ása Berglind kvaddi sér hljóðs í störfum þingsins á Alþingi í dag. „Ég þekki hvernig það er að alast upp með bróður með fjölþættan vanda. Ég veit að þó það sé barnið sjálft sem á í mestum erfiðleikum þá þjáist öll fjölskyldan,“ sagði Ása Berglind. Kunnuglegt mynstur „Það er lamandi tilfinning að eiga barn sem þú upplifir að þú getir alls ekki hjálpað, að þú getir ekki sinnt þínum helsta tilgangi að vernda barnið þitt.“ Hún sagði ferlið langt og átakanlegt. Byrja snemma í grunnskólum með endurteknum árekstrum, fundum, góðum vilja en fáum úrræðum. „Í tilfelli bróður míns og svo margra annarra þróast vandinn yfir í neyslu, afbrot, fangelsisvist og ótímabært andlát.“ Klár og hæfileikarík eins og önnur börn Ása Berglind, sem hefur setið á þingi fyrir Samfylkinguna síðan í nóvember, spurðu hvers vegna Ísland væri enn á þessum stað. „Þetta er ekki bara saga hans og minnar fjölskyldu heldur ótal annarra í okkar ríka landi.“ Af hverju værum við ekki búin að finna leiðir til að mæta vanda þessara barna. „Af hverju erum við ekki búin að finna út úr því hvers konar jarðveg við þurfum að búa til svo þau börn sem þurfa annars konar ræktun fái líka að blómstra. Þau eru nefnilega klár, hæfileikarík og góð. Þau þurfa einfaldlega aðra nálgun svo þeirra góðu eiginleikar fái að njóta sín. Ef það tekst þá finna þessir krakkar að þau eru ekki gagnslaus, þau eru mikilvæg.“ Opnun, ekki þykjustuopnun Ása Berglind fagnar opnun stuðningsheimilisins Blönduhlíð í Mosfellsbæ í vikunni. „Sem fyrrum ráðherra þykjustuopnaði fyrir síðustu kosningar,“ sagði Ása Berglind og skaut á Ásmund Einar Daðason, fyrrverandi barna- og menntamálaráðherra úr röðum Framsóknar. Um áramótin verði svo meðferðarheimilið Gunnarsholti opnað með langtímameðferð fyrir drengi. Þetta séu góðar fréttir en betur megi ef duga skal. „Það verða að vera til úrræði fyrir börn sem eru ekki í neyslu en eru með skólaforðun eða erfiðleika í hefðbundnu skólaumhverfi. Ég tel að það hafi verið slæmt þegar ólíkum meðferðarheimilum var skellt í lás. Við þurfum ólíka valmöguleika fyrir ólík börn en að sjálfsögðu á faglegum forsendum. Við hreinlega verðum að finna leiðir til að byrgja þessa brunna áður en börnin detta ofan í þá, hratt og vel.“ Alþingi Samfylkingin Börn og uppeldi Fíkn Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Sjá meira
Ása Berglind kvaddi sér hljóðs í störfum þingsins á Alþingi í dag. „Ég þekki hvernig það er að alast upp með bróður með fjölþættan vanda. Ég veit að þó það sé barnið sjálft sem á í mestum erfiðleikum þá þjáist öll fjölskyldan,“ sagði Ása Berglind. Kunnuglegt mynstur „Það er lamandi tilfinning að eiga barn sem þú upplifir að þú getir alls ekki hjálpað, að þú getir ekki sinnt þínum helsta tilgangi að vernda barnið þitt.“ Hún sagði ferlið langt og átakanlegt. Byrja snemma í grunnskólum með endurteknum árekstrum, fundum, góðum vilja en fáum úrræðum. „Í tilfelli bróður míns og svo margra annarra þróast vandinn yfir í neyslu, afbrot, fangelsisvist og ótímabært andlát.“ Klár og hæfileikarík eins og önnur börn Ása Berglind, sem hefur setið á þingi fyrir Samfylkinguna síðan í nóvember, spurðu hvers vegna Ísland væri enn á þessum stað. „Þetta er ekki bara saga hans og minnar fjölskyldu heldur ótal annarra í okkar ríka landi.“ Af hverju værum við ekki búin að finna leiðir til að mæta vanda þessara barna. „Af hverju erum við ekki búin að finna út úr því hvers konar jarðveg við þurfum að búa til svo þau börn sem þurfa annars konar ræktun fái líka að blómstra. Þau eru nefnilega klár, hæfileikarík og góð. Þau þurfa einfaldlega aðra nálgun svo þeirra góðu eiginleikar fái að njóta sín. Ef það tekst þá finna þessir krakkar að þau eru ekki gagnslaus, þau eru mikilvæg.“ Opnun, ekki þykjustuopnun Ása Berglind fagnar opnun stuðningsheimilisins Blönduhlíð í Mosfellsbæ í vikunni. „Sem fyrrum ráðherra þykjustuopnaði fyrir síðustu kosningar,“ sagði Ása Berglind og skaut á Ásmund Einar Daðason, fyrrverandi barna- og menntamálaráðherra úr röðum Framsóknar. Um áramótin verði svo meðferðarheimilið Gunnarsholti opnað með langtímameðferð fyrir drengi. Þetta séu góðar fréttir en betur megi ef duga skal. „Það verða að vera til úrræði fyrir börn sem eru ekki í neyslu en eru með skólaforðun eða erfiðleika í hefðbundnu skólaumhverfi. Ég tel að það hafi verið slæmt þegar ólíkum meðferðarheimilum var skellt í lás. Við þurfum ólíka valmöguleika fyrir ólík börn en að sjálfsögðu á faglegum forsendum. Við hreinlega verðum að finna leiðir til að byrgja þessa brunna áður en börnin detta ofan í þá, hratt og vel.“
Alþingi Samfylkingin Börn og uppeldi Fíkn Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Sjá meira