„Þau eru að herja á börnin okkar“ Bjarki Sigurðsson skrifar 25. september 2025 21:33 Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir er þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Sigurjón Þingmaður kallar eftir breytingum á lögum um veðmál á erlendum vefsíðum. Óbreytt ástand verði til þess að fleiri lendi í vandræðum með spilafíkn og að ungir karlmenn séu í mestri hættu. Á þingi í dag var sérstök umræða um ólöglega veðmálastarfsemi á Íslandi. Umræðurnar snerust að öllu leyti að erlendum veðmálasíðum, sem mega lögum samkvæmt ekki starfa hér á landi. Samt sem áður er áætlað að Íslendingar veðji fyrir tæpa níu milljarða á ári hverju á þessum síðum. Erlendu fyrirtækin greiða ekki skatt á Íslandi og því fer allur peningurinn úr landi. Þá spila 86 prósent þeirra sem leita sér aðstoðar vegna spilafíknar, á netinu. Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og málshefjandi umræðunnar, segir það þurfa að hafa varann á, sérstaklega þegar ungt fólk er farið sækja síðurnar í auknu mæli. „Fólk hefur áhyggjur af þessu og áttar sig á því að þessu fer vaxandi. Meginmálið er að þessar síður fúnkera þannig að markaðselementið er svo ótrúlega sterkt og þau eru ótrúlega góð í því sem þau gera, en þau eru að herja á börnin okkar,“ segir Sigurþóra. Ósammála um hvað skal gera Þingmenn allra flokka nema Framsóknar létu í sér kveða í umræðunum og voru allir sammála um að það þurfi að bregðast við stöðunni. Þó var lítil samstaða með hvaða aðgerðir á að fara í. Engar breytingar hafa verið gerðar á lögum um fjárhættuspil síðan 2011. „Auðvitað er fólk með örlítið mismunandi áherslur. Við getum farið að leyfa, reyna að skattleggja og slíkt eða farið að banna allt. Ég held að lausnin sé þarna í miðjunni eins og Norðurlöndin hafa gert,“ segir Sigurþóra. Ungir karlmenn viðkvæmari Óbreytt ástand hafi slæm áhrif. „Ég hef áhyggjur af því að þetta vaxi og vaxi. Ungir karlmenn eru langstærsti hópurinn sem lendir í vandræðum með þessa spilun. Bæði því þeir spila meira en aðrir hópar og að það virðist sem svo að þeir séu viðkvæmari fyrir því að lenda í spilavanda,“ segir Sigurþóra. Fjárhættuspil Samfylkingin Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Börn og uppeldi Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Fleiri fréttir Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Sjá meira
Á þingi í dag var sérstök umræða um ólöglega veðmálastarfsemi á Íslandi. Umræðurnar snerust að öllu leyti að erlendum veðmálasíðum, sem mega lögum samkvæmt ekki starfa hér á landi. Samt sem áður er áætlað að Íslendingar veðji fyrir tæpa níu milljarða á ári hverju á þessum síðum. Erlendu fyrirtækin greiða ekki skatt á Íslandi og því fer allur peningurinn úr landi. Þá spila 86 prósent þeirra sem leita sér aðstoðar vegna spilafíknar, á netinu. Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og málshefjandi umræðunnar, segir það þurfa að hafa varann á, sérstaklega þegar ungt fólk er farið sækja síðurnar í auknu mæli. „Fólk hefur áhyggjur af þessu og áttar sig á því að þessu fer vaxandi. Meginmálið er að þessar síður fúnkera þannig að markaðselementið er svo ótrúlega sterkt og þau eru ótrúlega góð í því sem þau gera, en þau eru að herja á börnin okkar,“ segir Sigurþóra. Ósammála um hvað skal gera Þingmenn allra flokka nema Framsóknar létu í sér kveða í umræðunum og voru allir sammála um að það þurfi að bregðast við stöðunni. Þó var lítil samstaða með hvaða aðgerðir á að fara í. Engar breytingar hafa verið gerðar á lögum um fjárhættuspil síðan 2011. „Auðvitað er fólk með örlítið mismunandi áherslur. Við getum farið að leyfa, reyna að skattleggja og slíkt eða farið að banna allt. Ég held að lausnin sé þarna í miðjunni eins og Norðurlöndin hafa gert,“ segir Sigurþóra. Ungir karlmenn viðkvæmari Óbreytt ástand hafi slæm áhrif. „Ég hef áhyggjur af því að þetta vaxi og vaxi. Ungir karlmenn eru langstærsti hópurinn sem lendir í vandræðum með þessa spilun. Bæði því þeir spila meira en aðrir hópar og að það virðist sem svo að þeir séu viðkvæmari fyrir því að lenda í spilavanda,“ segir Sigurþóra.
Fjárhættuspil Samfylkingin Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Börn og uppeldi Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Fleiri fréttir Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Sjá meira