„Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2025 14:38 Katrín Júlíusdóttir hefur skilið við stjórnmálin. Foreldrahlutverkið og bókaskrif eiga hug hennar allan. Vísir/Vilhelm Katrín Júlíusdóttir fyrrverandi ráðherra Samfylkingarinnar og rithöfundur segir af og frá að hún íhugi framboð í komandi sveitarstjórnarkosningum. Framboðstankur hennar sé tómur og hugur hennar sé við glæpasagnaskrif. Katrín var þingmaður Samfylkingarinnar árin 2003 til 2016, iðnaðarráðherra frá 2009 til 2012 og fjármála- og efnahagsráðherra eitt ár til. Eftir skilin við stjórnmálin gegndi hún starfi framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu í sex ár en hefur síðan sinnt ráðgjafaverkefnum og skrifað glæpabækur. Því var slegið upp í frétt á Mbl.is í dag að sá orðrómur gengi fjöllunum hærri að Katrín íhugaði að bjóða sig fram til oddvita Samfylkingarinnar gegn Heiðu Björgu Hilmisdóttur. Katrín hló þegar blaðamaður Vísis heyrði í henni hljóðið. Býr í Garðabæ og hjartað í Kópavogi „Þetta er svo mikið kast,“ segir Katrín. Hún svarar því heiðarlega að enginn hafi komið að máli við sig, eins og svo algengt er. Þá sé hún ekki einu sinni Reykvíkingur. „Ég bý í Garðabæ og hjartað er í Kópavogi svo líkurnar á þessu eru engar. Minn framboðstankur er tómur.“ Hún sé ekki á leið í nokkurt framboð. Eðlilegt sé að fólk velti ýmsu fyrir sér og hún hafi heyrt umræddan orðróm úr einni átt. En það sé allt og sumt. „Ég er bara mamma í Garðabæ sem er að gefa út bók fyrir jólin. Ég er með hugann þar.“ Alls enginn komið að máli við sig Sá frasi er algengur þegar fólk er orðað við hitt og þetta í íslensku samfélagi, meðal annars framboð, að fólk svari því til að það geti ekki neitað því að komið hafi verið að máli við það. „Ég er þakklát fyrir að einhver muni eftir mér en það hefur ekki verið komið beint að máli við mig,“ segir Katrín og bætir svo við: „Bara alls ekki!“ Mjög ánægð með Heiðu Hún segir von á spennandi sveitarstjórnarkosningum í mörgum sveitarfélögum. „Ég ætla að vona að það verði stuð og stemmning og fólk gefi sig í pólitíkina almennt. Það er rosalega mikilvægt að það sé góð þátttaka,“ segir Katrín. Hún hvetur öflugt fólk sem íhugi framboð til að láta vaða. „En ekkert endilega gegn Heiðu (Björgu Hilmisdóttur borgarstjóra). Bara almennt í pólitík. Mér finnst Heiða hafa staðið sig rosalega vel og dytti aldrei í hug að bjóða mig fram gegn henni.“ Samfylkingin Bókmenntir Sveitarstjórnarkosningar 2026 Garðabær Reykjavík Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Katrín var þingmaður Samfylkingarinnar árin 2003 til 2016, iðnaðarráðherra frá 2009 til 2012 og fjármála- og efnahagsráðherra eitt ár til. Eftir skilin við stjórnmálin gegndi hún starfi framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu í sex ár en hefur síðan sinnt ráðgjafaverkefnum og skrifað glæpabækur. Því var slegið upp í frétt á Mbl.is í dag að sá orðrómur gengi fjöllunum hærri að Katrín íhugaði að bjóða sig fram til oddvita Samfylkingarinnar gegn Heiðu Björgu Hilmisdóttur. Katrín hló þegar blaðamaður Vísis heyrði í henni hljóðið. Býr í Garðabæ og hjartað í Kópavogi „Þetta er svo mikið kast,“ segir Katrín. Hún svarar því heiðarlega að enginn hafi komið að máli við sig, eins og svo algengt er. Þá sé hún ekki einu sinni Reykvíkingur. „Ég bý í Garðabæ og hjartað er í Kópavogi svo líkurnar á þessu eru engar. Minn framboðstankur er tómur.“ Hún sé ekki á leið í nokkurt framboð. Eðlilegt sé að fólk velti ýmsu fyrir sér og hún hafi heyrt umræddan orðróm úr einni átt. En það sé allt og sumt. „Ég er bara mamma í Garðabæ sem er að gefa út bók fyrir jólin. Ég er með hugann þar.“ Alls enginn komið að máli við sig Sá frasi er algengur þegar fólk er orðað við hitt og þetta í íslensku samfélagi, meðal annars framboð, að fólk svari því til að það geti ekki neitað því að komið hafi verið að máli við það. „Ég er þakklát fyrir að einhver muni eftir mér en það hefur ekki verið komið beint að máli við mig,“ segir Katrín og bætir svo við: „Bara alls ekki!“ Mjög ánægð með Heiðu Hún segir von á spennandi sveitarstjórnarkosningum í mörgum sveitarfélögum. „Ég ætla að vona að það verði stuð og stemmning og fólk gefi sig í pólitíkina almennt. Það er rosalega mikilvægt að það sé góð þátttaka,“ segir Katrín. Hún hvetur öflugt fólk sem íhugi framboð til að láta vaða. „En ekkert endilega gegn Heiðu (Björgu Hilmisdóttur borgarstjóra). Bara almennt í pólitík. Mér finnst Heiða hafa staðið sig rosalega vel og dytti aldrei í hug að bjóða mig fram gegn henni.“
Samfylkingin Bókmenntir Sveitarstjórnarkosningar 2026 Garðabær Reykjavík Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent