„Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. september 2025 20:57 Guðlaugur Þór ræddi við Sýn í kvöld. Vísir Fyrrverandi utanríkisráðherra segir það óskiljanlegt með öllu að ekki sé búið að kalla saman þjóðaröryggisráð Íslands í ljósi drónaumferðar yfir flugvöllum í Danmörku. Núverandi utanríkisráðherra segist sýna því skilning en bendir á að kalla eigi þjóðröryggisráð af „yfirvegun en ekki einhverri einhverri pólitískri tækifærismennsku.“ Drónabrölt yfir Danmörku heldur áfram en síðast sáust drónar á sveimi yfir dönskum herflugvelli á Jótlandi í gærkvöld. Fyrst varð vart við dróna við Kastrup flugvöll á mánudag og svo á fjórum flugvöllum á Jótlandi og herflugvelli fyrir nokkrum dögum. Enn er á huldu hvaðan drónarnir koma og er búið að koma fyrir sérstökum radar fyrir dróna á Kastrup-flugvelli. Forsætisráðherra hefur ekki tekið ákvörðun um hvort kalla skuli saman þjóðaröryggisráð þrátt fyrir ákall stjórnarandstöðunnar þess efnis og þó að utanríkisráðherra telji tilefni til þess. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, gagnrýnir það harðlega. „Það er ótrúlegt að þjóðaröryggisráð hefur bara verið kallað saman tvisvar eftir að þessi ríkisstjórn tók við. Það þarf ekki að útskýra fyrir neinum hve alvarlegt ástandið er. Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt. Það er til að samhæfa öryggi okkar og varnir. Þú verður að vinna heimavinnuna þína. Þú verður alltaf að vera viðbúinn. Ef það er logn þá á að búa sig undir vindinn.“ Mikil umræða ríkisstjórnarinnar um öryggis og varnarmál skjóti að hans mati skökku við. „En þegar á hólminn kemur, virðast þetta fyrst og fremst vera orð. Við sjáum mjög lítið ef nokkuð í fjárlagafrumvarpinu. Þjóðaröryggisráð kemur ekki saman og reyndar virðist helsta áherslan vera það að tengja þetta einhvern veginn við Evrópusambandsmál en þetta eru algjörlega óskyld mál.“ Forsætisráðherra og utanríkisráðherra hafa verið staddar á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Til að mynda voru þær báðar þar í byrjun vikunnar og var þá Inga Sæland starfandi forsætisráðherra. Hefði Inga Sæland átt að ráðast til atlögu og kalla saman þjóðaröryggisráð að þínu mati? „Að sjálfsögðu. Þetta snýst ekki um einstaklinga. Auðvitað getur komið upp sú staða að forystumenn þjóðarinnar séu ekki heima. Við getum ekki bara beðið eftir því að forsætis- og utanríkisráðherra komi út úr fríhöfninni og ætlað þá að funda.“ Er að einhverju leyti eðlilegt að bíða aðeins átekta og sjá fyrst hver ber ábyrgð á þessum drónaárásum áður en þjóðaröryggisráð er kallað saman? „Ég myndi telja að það væri mjög mikilvægt fyrir þjóðaröryggisráðið að fá allar þær upplýsingar sem við erum með núna.“ Þurfi að vera gert á grunni gagna Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði í kvöldfréttum Sýnar í kvöld að hún sýndi því skilning að Guðlaugur Þór vilji að þjóðaröryggisráð komi saman. „En auðvitað þarf þetta að byggja líka á upplýsingum. Það er ekki komið í ljós nákvæmlega hefur átt sér stað [í Damörku],“ sagði hún í samtali við fréttaþul. „[Ég] tel ekkert óeðlilegt að þóðaröryggisráð komi fyrr en síðar saman en það þarf að vera gert á grunni gagna, af yfirvegun en ekki einhverri einhverri pólitískri tækifærismennsku.“ Drónaumferð á dönskum flugvöllum Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Sjá meira
Drónabrölt yfir Danmörku heldur áfram en síðast sáust drónar á sveimi yfir dönskum herflugvelli á Jótlandi í gærkvöld. Fyrst varð vart við dróna við Kastrup flugvöll á mánudag og svo á fjórum flugvöllum á Jótlandi og herflugvelli fyrir nokkrum dögum. Enn er á huldu hvaðan drónarnir koma og er búið að koma fyrir sérstökum radar fyrir dróna á Kastrup-flugvelli. Forsætisráðherra hefur ekki tekið ákvörðun um hvort kalla skuli saman þjóðaröryggisráð þrátt fyrir ákall stjórnarandstöðunnar þess efnis og þó að utanríkisráðherra telji tilefni til þess. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, gagnrýnir það harðlega. „Það er ótrúlegt að þjóðaröryggisráð hefur bara verið kallað saman tvisvar eftir að þessi ríkisstjórn tók við. Það þarf ekki að útskýra fyrir neinum hve alvarlegt ástandið er. Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt. Það er til að samhæfa öryggi okkar og varnir. Þú verður að vinna heimavinnuna þína. Þú verður alltaf að vera viðbúinn. Ef það er logn þá á að búa sig undir vindinn.“ Mikil umræða ríkisstjórnarinnar um öryggis og varnarmál skjóti að hans mati skökku við. „En þegar á hólminn kemur, virðast þetta fyrst og fremst vera orð. Við sjáum mjög lítið ef nokkuð í fjárlagafrumvarpinu. Þjóðaröryggisráð kemur ekki saman og reyndar virðist helsta áherslan vera það að tengja þetta einhvern veginn við Evrópusambandsmál en þetta eru algjörlega óskyld mál.“ Forsætisráðherra og utanríkisráðherra hafa verið staddar á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Til að mynda voru þær báðar þar í byrjun vikunnar og var þá Inga Sæland starfandi forsætisráðherra. Hefði Inga Sæland átt að ráðast til atlögu og kalla saman þjóðaröryggisráð að þínu mati? „Að sjálfsögðu. Þetta snýst ekki um einstaklinga. Auðvitað getur komið upp sú staða að forystumenn þjóðarinnar séu ekki heima. Við getum ekki bara beðið eftir því að forsætis- og utanríkisráðherra komi út úr fríhöfninni og ætlað þá að funda.“ Er að einhverju leyti eðlilegt að bíða aðeins átekta og sjá fyrst hver ber ábyrgð á þessum drónaárásum áður en þjóðaröryggisráð er kallað saman? „Ég myndi telja að það væri mjög mikilvægt fyrir þjóðaröryggisráðið að fá allar þær upplýsingar sem við erum með núna.“ Þurfi að vera gert á grunni gagna Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði í kvöldfréttum Sýnar í kvöld að hún sýndi því skilning að Guðlaugur Þór vilji að þjóðaröryggisráð komi saman. „En auðvitað þarf þetta að byggja líka á upplýsingum. Það er ekki komið í ljós nákvæmlega hefur átt sér stað [í Damörku],“ sagði hún í samtali við fréttaþul. „[Ég] tel ekkert óeðlilegt að þóðaröryggisráð komi fyrr en síðar saman en það þarf að vera gert á grunni gagna, af yfirvegun en ekki einhverri einhverri pólitískri tækifærismennsku.“
Drónaumferð á dönskum flugvöllum Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Sjá meira