Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. október 2025 14:37 Framkvæmdir hafa staðið yfir í lengri tíma við Brákarborg eftir að í ljós kom að þak á skólanum var vanhannað. Stefnt var á að leikskólastarf hæfist í skólanum í október. Vísir/Anton Brink Leikskólastarfsmaður sem var handtekinn í síðustu viku grunaður um kynferðisbrot gegn barni er starfsmaður á leikskólanum Brákarborg við Kleppsveg í Reykjavík. Foreldrar hafa verið boðaðir til fundar með fulltrúum lögreglu síðdegis. RÚV greinir frá og segir foreldra ekki hafa upplýsta um málið fyrr en eftir fréttaflutning miðilsins af málinu í hádeginu í dag. Þá fyrst hafi Reykjavíkurborg sent tölvupóst á foreldra barna við skólann. Þar segir að málið hafi verið á borði Reykjavíkurborgar síðan í lok september. Hinn grunaði hafi ekki komið til starfa síðan hann var handtekinn af lögreglu. Honum var sleppt að lokinni yfirheyrslu og þótti lögreglu ekki tilefni til að fara fram á gæsluvarðhald. María Björnsdóttir, leikskólastjóri á Brákarborg, vildi ekki tjá sig um málið í samtali við fréttastofu. Brákarborg hefur verið töluvert til umfjöllunar undanfarin ár vegna tilfærslu á starfsemi skólans úr Brákarsundi í húsnæði við Kleppsveg þar sem kynlífstækjabúðin Adam og Eva var áður til húsa. Málin flæktust þegar í ljós kom að þak á skólanum var ekki nógu vel hannað. Starfsemin er nú öll sem stendur í Brákarsundi. Starfsmaður á leikskólanum Múlaborg, sem einnig stendur við Ármúla, er grunaður um að hafa brotið kynferðislega á fleiri en tíu börnum. Hann sætir gæsluvarðhaldi og hefur gert í sjö vikur. Sögðu ekkert að beiðni lögreglu „Við skiljum mjög vel að fréttir eins og bárust ykkur rétt í þessu séu mikið áfall fyrir ykkur að lesa og það er eðlilegt að upplifa áhyggjur og hræðslu,“ segir í tölvupósti til foreldra. Þar er vísað á bækling með stuðningi við aðstandendur barns þegar grunur kviknar um kynferðisofbeldi eða áreitni. Bæði er varðað algeng viðbrögð og líðan en einnig ráð sem gott er að hafa í huga áður en rætt sé við börn sín. „Við viljum ítreka að viðkomandi starfsmaður er ekki í haldi lögreglu og er og verður ekki að störfum á meðan rannsókn málsins stendur. Að beiðni lögreglu sendum við ekki upplýsingar um málið með rannsóknarhagsmuni að leiðarljósi en mál af þessu tagi eru mjög viðkvæm. Málin flækjast þegar þau birtast í fjölmiðlum og því töldum við rétt að upplýsa ykkur um málið áður en það birtist frétt um það á RÚV. Við biðjum ykkur að hafa í huga að við höfum engar frekari upplýsingar um málið og höfum heldur ekki heimild til að upplýsa vegna rannsóknarhagsmuna.“ Aðilar frá skóla- og frístundaviði verða í leikskólanum eftir hádegi í dag til að styðja við leikskólann og svara spurningum foreldra. Foreldrum er boðað til fundar klukkan 17 í dag þar sem fulltrúar lögreglu mæta ásamt fulltrúum frá skóla og frístundasviði. Lögreglumál Reykjavík Ofbeldi gegn börnum Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
RÚV greinir frá og segir foreldra ekki hafa upplýsta um málið fyrr en eftir fréttaflutning miðilsins af málinu í hádeginu í dag. Þá fyrst hafi Reykjavíkurborg sent tölvupóst á foreldra barna við skólann. Þar segir að málið hafi verið á borði Reykjavíkurborgar síðan í lok september. Hinn grunaði hafi ekki komið til starfa síðan hann var handtekinn af lögreglu. Honum var sleppt að lokinni yfirheyrslu og þótti lögreglu ekki tilefni til að fara fram á gæsluvarðhald. María Björnsdóttir, leikskólastjóri á Brákarborg, vildi ekki tjá sig um málið í samtali við fréttastofu. Brákarborg hefur verið töluvert til umfjöllunar undanfarin ár vegna tilfærslu á starfsemi skólans úr Brákarsundi í húsnæði við Kleppsveg þar sem kynlífstækjabúðin Adam og Eva var áður til húsa. Málin flæktust þegar í ljós kom að þak á skólanum var ekki nógu vel hannað. Starfsemin er nú öll sem stendur í Brákarsundi. Starfsmaður á leikskólanum Múlaborg, sem einnig stendur við Ármúla, er grunaður um að hafa brotið kynferðislega á fleiri en tíu börnum. Hann sætir gæsluvarðhaldi og hefur gert í sjö vikur. Sögðu ekkert að beiðni lögreglu „Við skiljum mjög vel að fréttir eins og bárust ykkur rétt í þessu séu mikið áfall fyrir ykkur að lesa og það er eðlilegt að upplifa áhyggjur og hræðslu,“ segir í tölvupósti til foreldra. Þar er vísað á bækling með stuðningi við aðstandendur barns þegar grunur kviknar um kynferðisofbeldi eða áreitni. Bæði er varðað algeng viðbrögð og líðan en einnig ráð sem gott er að hafa í huga áður en rætt sé við börn sín. „Við viljum ítreka að viðkomandi starfsmaður er ekki í haldi lögreglu og er og verður ekki að störfum á meðan rannsókn málsins stendur. Að beiðni lögreglu sendum við ekki upplýsingar um málið með rannsóknarhagsmuni að leiðarljósi en mál af þessu tagi eru mjög viðkvæm. Málin flækjast þegar þau birtast í fjölmiðlum og því töldum við rétt að upplýsa ykkur um málið áður en það birtist frétt um það á RÚV. Við biðjum ykkur að hafa í huga að við höfum engar frekari upplýsingar um málið og höfum heldur ekki heimild til að upplýsa vegna rannsóknarhagsmuna.“ Aðilar frá skóla- og frístundaviði verða í leikskólanum eftir hádegi í dag til að styðja við leikskólann og svara spurningum foreldra. Foreldrum er boðað til fundar klukkan 17 í dag þar sem fulltrúar lögreglu mæta ásamt fulltrúum frá skóla og frístundasviði.
Lögreglumál Reykjavík Ofbeldi gegn börnum Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent