„Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Agnar Már Másson skrifar 5. október 2025 18:33 Nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar eru ósáttir við brottflutninginn en þingflokksformaðurinn segir málið ekki á dagskrá þingflokksins. Samsett Mynd Ásu Berglindi Hjálmarsdóttur, þingmanni Samfylkingarinnar, er brugðið vegna brottvísunar ungbarna í vikunni og segir lögin greinilega ekki nægilega mannúðleg. Kurr er innan herbúða Samfylkingarinnar á Alþingi en Guðmundur Ari Sigurjónsson þingflokksformaður segir engan ágreining ríkja við aðra stjórnarflokka um málið. Gremju gætir meðal þingmanna Samfylkingarinnar vegna brottflutnings rússneskra flóttamanna, og tveggja vikna tvíburadætra þeirra, frá Íslandi til Króatíu. „Mér finnst það gefa augaleið að reglurnar okkar séu ekki nógu mannúðlegar ef þetta er útkoman,“ segir Ása Berglind í stuttu samtali við Vísi í kvöld en hún vildi ekki tjá sig frekar um málið. Ása Berglind, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Anton Brink Ekki er útilokað að fjölskyldan endi í Rússlandi, að sögn lögfræðings fjölskyldunnar sem Vísir ræddi við á miðvikudag, en Króatía samþykkti aðeins 0,3 prósent verndarumsókna frá Rússlandi árið 2023 samkvæmt AIDA-gagnagrunninum. Víði Reynissyni þingmanni sagðist einnig brugðið vegna brottflutningsins þegar blaðamaður náði af honum tali í gær og hann lýsti því að fleiri þingmenn hefðu svipaða sögu að segja. Segir engan ágreining við hina stjórnarflokkana Fréttastofa náði á Guðmund Ara Sigurjónsson þingflokksformann og spurði hann út í óánægjuraddirnar innan þingflokksins en hann benti á að flokkurinn væri í kjördæmaviku og því hefði hann ekki hitt alla þingmenn flokksins síðustu daga. Hann kannaðist þó við málið. „Það hefur komið fram að fólk er óánægt með hvernig þetta blasir við í fjölmiðlum en þetta er ekki á borði þingflokksins,“ tók Guðmundur Ari fram, sem vildi lítið tjá sig um málið þegar blaðamaður sló á þráðinn til hans síðdegis í dag. Honum þótti samt líklegt að þingmenn vildu fá upplýsingar um málið og hann útilokaði ekki að málið yrði rætt á fundi þingflokksins í vikunni, þó að það væri ekki formlega á dagskrá. „Á þingflokksfundum eru ýmis mál rædd,“ bætti þingmaðurinn við en ítrekaði þó að slík mál væru fyrst og fremst á borði Útlendingastofnunarinnar. Aðspurður sagði hann að enginn ágreiningur hafi myndast við aðra stjórnarflokka vegna málsins. „Ekki neitt svoleiðis,“ svaraði þingflokksformaður. „Enda hefur þetta ekki verið á borði þingmanna eða ráðherra.“ Fyrrverandi formaður gagnrýnir þingmenn flokksins Málefni útlendinga hafa reynst jafnaðarmönnum erfitt umræðuefni eftir að Kristrún Frostadóttir tók við stjórnartaumum flokksins haustið 2022. Síðan þá hafa þeir sem voru hvað frjálslyndastir í innflytjendamálum sagt sig frá trúnaðarstörfum fyrir flokkinn, til dæmis Helga Vala Helgadóttir fyrrverandi þingmaður, eða hreinlega sagt sig úr flokknum, eins og Þorbjörg Þorvaldsdóttir bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans og Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir fyrrverandi varaþingmaður. Oddný Harðardóttir, fyrrverandi formaður flokksins, birti færslu á Facebook í vikunni þar sem hún hneykslaðist á brottflutningi fjölskyldunnar og spurði: „Hvað segið þið, góðir samfylkingarþingmenn?“ Þórunn Sveinbjarnardóttir þingforseti brást við færslunni með „leiðum kalli“ en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hún lýst óánægju sinni yfir brottflutningnum Alþingi Samfylkingin Innflytjendamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Réttindi barna Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fleiri fréttir Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Sjá meira
Gremju gætir meðal þingmanna Samfylkingarinnar vegna brottflutnings rússneskra flóttamanna, og tveggja vikna tvíburadætra þeirra, frá Íslandi til Króatíu. „Mér finnst það gefa augaleið að reglurnar okkar séu ekki nógu mannúðlegar ef þetta er útkoman,“ segir Ása Berglind í stuttu samtali við Vísi í kvöld en hún vildi ekki tjá sig frekar um málið. Ása Berglind, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Anton Brink Ekki er útilokað að fjölskyldan endi í Rússlandi, að sögn lögfræðings fjölskyldunnar sem Vísir ræddi við á miðvikudag, en Króatía samþykkti aðeins 0,3 prósent verndarumsókna frá Rússlandi árið 2023 samkvæmt AIDA-gagnagrunninum. Víði Reynissyni þingmanni sagðist einnig brugðið vegna brottflutningsins þegar blaðamaður náði af honum tali í gær og hann lýsti því að fleiri þingmenn hefðu svipaða sögu að segja. Segir engan ágreining við hina stjórnarflokkana Fréttastofa náði á Guðmund Ara Sigurjónsson þingflokksformann og spurði hann út í óánægjuraddirnar innan þingflokksins en hann benti á að flokkurinn væri í kjördæmaviku og því hefði hann ekki hitt alla þingmenn flokksins síðustu daga. Hann kannaðist þó við málið. „Það hefur komið fram að fólk er óánægt með hvernig þetta blasir við í fjölmiðlum en þetta er ekki á borði þingflokksins,“ tók Guðmundur Ari fram, sem vildi lítið tjá sig um málið þegar blaðamaður sló á þráðinn til hans síðdegis í dag. Honum þótti samt líklegt að þingmenn vildu fá upplýsingar um málið og hann útilokaði ekki að málið yrði rætt á fundi þingflokksins í vikunni, þó að það væri ekki formlega á dagskrá. „Á þingflokksfundum eru ýmis mál rædd,“ bætti þingmaðurinn við en ítrekaði þó að slík mál væru fyrst og fremst á borði Útlendingastofnunarinnar. Aðspurður sagði hann að enginn ágreiningur hafi myndast við aðra stjórnarflokka vegna málsins. „Ekki neitt svoleiðis,“ svaraði þingflokksformaður. „Enda hefur þetta ekki verið á borði þingmanna eða ráðherra.“ Fyrrverandi formaður gagnrýnir þingmenn flokksins Málefni útlendinga hafa reynst jafnaðarmönnum erfitt umræðuefni eftir að Kristrún Frostadóttir tók við stjórnartaumum flokksins haustið 2022. Síðan þá hafa þeir sem voru hvað frjálslyndastir í innflytjendamálum sagt sig frá trúnaðarstörfum fyrir flokkinn, til dæmis Helga Vala Helgadóttir fyrrverandi þingmaður, eða hreinlega sagt sig úr flokknum, eins og Þorbjörg Þorvaldsdóttir bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans og Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir fyrrverandi varaþingmaður. Oddný Harðardóttir, fyrrverandi formaður flokksins, birti færslu á Facebook í vikunni þar sem hún hneykslaðist á brottflutningi fjölskyldunnar og spurði: „Hvað segið þið, góðir samfylkingarþingmenn?“ Þórunn Sveinbjarnardóttir þingforseti brást við færslunni með „leiðum kalli“ en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hún lýst óánægju sinni yfir brottflutningnum
Alþingi Samfylkingin Innflytjendamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Réttindi barna Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fleiri fréttir Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent