„Þetta er pólitísk vakning“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. október 2025 15:06 Sigmundur Davíð fór yfir víðan völl í ræðu sinni á landsþingi Miðflokksins í dag. Vísir/Lýður Valberg Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að ákvarðanataka í stjórnmálum hafi í auknum mæli markast af kerfisrækni, rétttrúnaði og öðrum kreddum í stað almennrar skynsemi. Hann segir mikinn fjölda fólks á öllum aldri hafa gengið til liðs við Miðflokkinn að undanförnu. Um sé að ræða pólitíska vakningu og vinsældir flokksins skýrist af því að hann þori að segja það sem þurfi meðan aðrir þegja. Þetta kom fram í ræðu Sigmundar á landsþingi Miðflokksins fyrr í dag, þar sem fjallað var meðal annars um skynsemi í stjórnmálum, útlendingamál, hringrás vaxta og verðbólgu, tjáningarfrelsi og fullveldi. „Þegar skynsemin víkur fyrir kreddum, gerast hins vegar mistök, og oft eru það fyrirsjáanleg mistök. Verst er þegar menn gera fyrirsjaanleg mistök með opin augum,“ sagði Sigmundur og tiltók ýmis atriði sem hann taldi fyrirsjáanleg mistök á liðnum árum. „Það voru fyrirsjáanleg mistök að setja ný lög um útlendinga og gera aðrar ráðstafanir sem veiktu landamæri Íslands og gerðu innflytjendamál á þessu fámenna landi, stjórnlaus.„ „Það voru fyrirsjáanleg mistök að ætla setja reglur um það hvernig fólk eigi tjá sig, og hugsa, og senda alla landsmenn á innrætingarnámskeið.“ „Og loks eru það sannarlega fyrirsjáanleg mistök, að ætla eyða óendanlega miklum peningum skattgreiðenda, í svokallaða borgarlínu, sem hefur ekki annað hlutverk en að þrengja að umferðinni, og réttlæta bílastæðaleysi, á hinum rándýru þéttingarreitum borgarinnar.“ Velferðarkerfi og opin landamæri ósamrýmanleg Varðandi útlendingamálin sagði Sigmundur að ekkert samfélag fáist þrifist, hafi það ekki vilja til að vernda hópinn. Öflugt velferðarkerfi og opin, eða lek landamæri, séu ósamrýmanleg. Þá hafi straumur hælisleitenda til Vesturlanda margfaldast og eðli hans breyst á liðnum árum, frá því þjóðir komu sér saman um að aðstoða flóttamenn eftir seinni heimsstyrjöldina. „Hugsunin var sú að fólk sem væri að flýja hörmungar stríðs, gæti leitað skjóls í nágrannaríkjunum, og svo vonandi snúið aftur heim.“ „Nú hafa hins vegar hættuleg gengi glæpamanna, gert velvild Vesturlanda að söluvöru. Hafa selt væntingar um betri lífskjör, í móttökulöndunum, og ætlað þeim að uppfylla þær væntingar.“ „Þetta er ekki samsæriskenning, þetta er viðurkennd staðreynd.“ Hægt er að hlusta á ræðuna í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Miðflokkurinn Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Þetta kom fram í ræðu Sigmundar á landsþingi Miðflokksins fyrr í dag, þar sem fjallað var meðal annars um skynsemi í stjórnmálum, útlendingamál, hringrás vaxta og verðbólgu, tjáningarfrelsi og fullveldi. „Þegar skynsemin víkur fyrir kreddum, gerast hins vegar mistök, og oft eru það fyrirsjáanleg mistök. Verst er þegar menn gera fyrirsjaanleg mistök með opin augum,“ sagði Sigmundur og tiltók ýmis atriði sem hann taldi fyrirsjáanleg mistök á liðnum árum. „Það voru fyrirsjáanleg mistök að setja ný lög um útlendinga og gera aðrar ráðstafanir sem veiktu landamæri Íslands og gerðu innflytjendamál á þessu fámenna landi, stjórnlaus.„ „Það voru fyrirsjáanleg mistök að ætla setja reglur um það hvernig fólk eigi tjá sig, og hugsa, og senda alla landsmenn á innrætingarnámskeið.“ „Og loks eru það sannarlega fyrirsjáanleg mistök, að ætla eyða óendanlega miklum peningum skattgreiðenda, í svokallaða borgarlínu, sem hefur ekki annað hlutverk en að þrengja að umferðinni, og réttlæta bílastæðaleysi, á hinum rándýru þéttingarreitum borgarinnar.“ Velferðarkerfi og opin landamæri ósamrýmanleg Varðandi útlendingamálin sagði Sigmundur að ekkert samfélag fáist þrifist, hafi það ekki vilja til að vernda hópinn. Öflugt velferðarkerfi og opin, eða lek landamæri, séu ósamrýmanleg. Þá hafi straumur hælisleitenda til Vesturlanda margfaldast og eðli hans breyst á liðnum árum, frá því þjóðir komu sér saman um að aðstoða flóttamenn eftir seinni heimsstyrjöldina. „Hugsunin var sú að fólk sem væri að flýja hörmungar stríðs, gæti leitað skjóls í nágrannaríkjunum, og svo vonandi snúið aftur heim.“ „Nú hafa hins vegar hættuleg gengi glæpamanna, gert velvild Vesturlanda að söluvöru. Hafa selt væntingar um betri lífskjör, í móttökulöndunum, og ætlað þeim að uppfylla þær væntingar.“ „Þetta er ekki samsæriskenning, þetta er viðurkennd staðreynd.“ Hægt er að hlusta á ræðuna í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Miðflokkurinn Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent