Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Atli Ísleifsson skrifar 30. október 2025 14:47 Áætlað er að um 28 prósent fullorðinna búi í leiguhúsnæði, eða um 85 þúsund manns. Vísir/Vilhelm Gera má ráð fyrir að um 50 þúsund heimili séu á leigumarkaði hér á landi og má ætla að þeim gæti fjölgað um fjögur til sex þúsund á næstu fimm árum. Þetta kemur fram í frétt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, en spá stofnunarinnar tekur tillit til stöðu aðfluttra á leigumarkaði og byggir á mannfjöldaspá Hagstofu Íslands. Áætlað er að um 28 prósent fullorðinna búi í leiguhúsnæði, eða um 85 þúsund manns. Á vef HMS segir að stærð leigumarkaðar hér á landi hafi verið verulega vanmetin þar sem búsetumælingar hafi ekki náð til aðfluttra íbúa nema að takmörkuðu leyti. „Nýlega lét HMS framkvæma sérstaka búsetumælingu meðal aðfluttra félagsmanna þriggja stéttarfélaga og í ljós kom að um 74% aðfluttra eru á leigumarkaði hér á landi samanborið við um 15% innfæddra íbúa. Að teknu tilliti til búsetu aðfluttra íbúa má ætla að um 28% fullorðinna búi í leiguhúsnæði, eða um 85 þúsund manns. Miðað við niðurstöður úr ársfjórðungslegum búsetumælingum má ætla að um 23% barna búi í leiguhúsnæði en um 76% búi í eignarhúsnæði. Heildarfjöldi íbúa á leigumarkaði gæti því verið í kringum 105 þúsund manns í ár. Samkvæmt árlegri leigumarkaðskönnun HMS fyrir árið 2025 bjuggu að meðaltali 2,1 einstaklingur í hverri leiguíbúð. Þar af leiðandi má gera ráð fyrir að um það bil 50 þúsund heimili séu á leigumarkaði hér á landi í ár. Fyrra mat HMS á fjölda heimila á leigumarkaði hljóðaði upp á u.þ.b. 35 þúsund íbúðir, en fjölgunin skýrist einna helst af því að fleiri eru á leigumarkaði en áður var talið. Þá er einnig rétt að nefna að fjöldi heimila á leigumarkaði stendur ekki endilega í beinu sambandi við opinbera talningu á fjölda íbúða. Þetta er vegna þess að í sumum tilvikum er verið að leigja húsnæði sem ekki er skráð sem íbúðarhúsnæði auk þess sem í öðrum tilfellum er einungis verið að leigja hluta úr fasteign,“ segir á vef HMS. Gætu orðið allt að 56 þúsund árið 2030 Miðað við nýja mannfjöldaspá Hagstofu Íslands áætlar HMS að heimilum á leigumarkaði gæti fjölgað um 4.400 til sex þúsund á næstu fimm árum. HMS „Spáin byggir á óbreyttu hlutfalli fullorðinna einstaklinga á leigumarkaði eftir aldursbilum út spátímabilið auk þess sem miðað er við óbreytta meðalheimilisstærð á leigumarkaði og að búseta barna dreifist með sambærilegum hætti á milli leigu- og eignarhúsnæðis og í dag. Hagstofa Íslands gefur út háspá, miðspá og lágspá fyrir mannfjöldaþróun sem leiðir af sér háspá, miðspá og lágspá HMS um stærð leigumarkaðar fram til ársins 2030,“ segir á vef HMS. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Leigumarkaður Tengdar fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Fólk fær áfram að ráðstafa séreignarsparnaði sínum skattfrjálst inn á fasteignalán með 10 ára nýtingartímabili, samkvæmt áformum ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. Annar húsnæðispakki verður kynntur á nýju ári, að sögn ríkisstjórnarinnar. 29. október 2025 21:42 Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Forsætisráðherra segir fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar sýna að hún þori og framkvæmi. Gengið sé í verk og gripið til aðgerða sem talað hafi verið um svo árum skipti. 29. október 2025 16:47 Mest lesið Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, en spá stofnunarinnar tekur tillit til stöðu aðfluttra á leigumarkaði og byggir á mannfjöldaspá Hagstofu Íslands. Áætlað er að um 28 prósent fullorðinna búi í leiguhúsnæði, eða um 85 þúsund manns. Á vef HMS segir að stærð leigumarkaðar hér á landi hafi verið verulega vanmetin þar sem búsetumælingar hafi ekki náð til aðfluttra íbúa nema að takmörkuðu leyti. „Nýlega lét HMS framkvæma sérstaka búsetumælingu meðal aðfluttra félagsmanna þriggja stéttarfélaga og í ljós kom að um 74% aðfluttra eru á leigumarkaði hér á landi samanborið við um 15% innfæddra íbúa. Að teknu tilliti til búsetu aðfluttra íbúa má ætla að um 28% fullorðinna búi í leiguhúsnæði, eða um 85 þúsund manns. Miðað við niðurstöður úr ársfjórðungslegum búsetumælingum má ætla að um 23% barna búi í leiguhúsnæði en um 76% búi í eignarhúsnæði. Heildarfjöldi íbúa á leigumarkaði gæti því verið í kringum 105 þúsund manns í ár. Samkvæmt árlegri leigumarkaðskönnun HMS fyrir árið 2025 bjuggu að meðaltali 2,1 einstaklingur í hverri leiguíbúð. Þar af leiðandi má gera ráð fyrir að um það bil 50 þúsund heimili séu á leigumarkaði hér á landi í ár. Fyrra mat HMS á fjölda heimila á leigumarkaði hljóðaði upp á u.þ.b. 35 þúsund íbúðir, en fjölgunin skýrist einna helst af því að fleiri eru á leigumarkaði en áður var talið. Þá er einnig rétt að nefna að fjöldi heimila á leigumarkaði stendur ekki endilega í beinu sambandi við opinbera talningu á fjölda íbúða. Þetta er vegna þess að í sumum tilvikum er verið að leigja húsnæði sem ekki er skráð sem íbúðarhúsnæði auk þess sem í öðrum tilfellum er einungis verið að leigja hluta úr fasteign,“ segir á vef HMS. Gætu orðið allt að 56 þúsund árið 2030 Miðað við nýja mannfjöldaspá Hagstofu Íslands áætlar HMS að heimilum á leigumarkaði gæti fjölgað um 4.400 til sex þúsund á næstu fimm árum. HMS „Spáin byggir á óbreyttu hlutfalli fullorðinna einstaklinga á leigumarkaði eftir aldursbilum út spátímabilið auk þess sem miðað er við óbreytta meðalheimilisstærð á leigumarkaði og að búseta barna dreifist með sambærilegum hætti á milli leigu- og eignarhúsnæðis og í dag. Hagstofa Íslands gefur út háspá, miðspá og lágspá fyrir mannfjöldaþróun sem leiðir af sér háspá, miðspá og lágspá HMS um stærð leigumarkaðar fram til ársins 2030,“ segir á vef HMS.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Leigumarkaður Tengdar fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Fólk fær áfram að ráðstafa séreignarsparnaði sínum skattfrjálst inn á fasteignalán með 10 ára nýtingartímabili, samkvæmt áformum ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. Annar húsnæðispakki verður kynntur á nýju ári, að sögn ríkisstjórnarinnar. 29. október 2025 21:42 Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Forsætisráðherra segir fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar sýna að hún þori og framkvæmi. Gengið sé í verk og gripið til aðgerða sem talað hafi verið um svo árum skipti. 29. október 2025 16:47 Mest lesið Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Sjá meira
Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Fólk fær áfram að ráðstafa séreignarsparnaði sínum skattfrjálst inn á fasteignalán með 10 ára nýtingartímabili, samkvæmt áformum ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. Annar húsnæðispakki verður kynntur á nýju ári, að sögn ríkisstjórnarinnar. 29. október 2025 21:42
Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Forsætisráðherra segir fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar sýna að hún þori og framkvæmi. Gengið sé í verk og gripið til aðgerða sem talað hafi verið um svo árum skipti. 29. október 2025 16:47
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Viðskipti innlent
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Viðskipti innlent