Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. nóvember 2025 08:20 Það er afstaða Framsóknar að með tilmælunum sé of langt gengið í afskiptum af einkalífi fjölskyldna. Getty Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar samþykkti í síðustu viku að vísa tillögu fulltrúa Framsóknarflokksins vegna tilmæla borgarinnar um barnaafmæli til umsagnar mannréttindaskrifstofu. Tilmælin rötuðu í fjölmiðla í október síðastliðnum eftir umræðu á samfélagsmiðlum en hefur verið aðgengilegt á heimasíðu borgarinnar í nokkur ár. Þar er mælt gegn því að skipa í afmælishópa út frá kyni og hvatt til að haldin séu bekkjarafmæli eða bekkjum skipt í afmælishópa. Magnea Gná Jóhannsdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins í Mannréttindaráði, lagði til á fundi 16. október síðastliðinn að tilmælin yrðu endurskoðuð. Umfjöllun um málið var frestað en tillagan tekin aftur til umfjöllunar á fundi ráðsins í síðustu viku. Í tillögunni segir að Framsóknarflokkurinn telji það ekki hlutverk Reykjavíkurborgar að setja einhliða reglur um það hverjum megi eða eigi að bjóða í barnaafmæli. Með slíkum reglum sé gengið of langt í afskiptum af einkalífi fjölskyldna og þær séu til þess fallnar að skapa togstreitu milli skóla og heimila. „Þess í stað ættu leiðbeiningar borgarinnar að vera almenns eðlis og miða að því að hvetja foreldra, kennara og börn til að ræða þessi mál saman. Eðlilegt er að kennarar ræði afmælisboð við foreldra umsjónarnemenda sinna á fyrsta foreldrafundi hvers skólaárs og fari yfir mikilvægi þess að ekkert barn upplifi sig skilið útundan. Í þeim samtölum er einnig mikilvægt að ræða breytur sem geta haft áhrif, svo sem kyn, kynhneigð, fötlun, fjárhagslega stöðu foreldra og uppruna,“ segir í tillögunni. Sem fyrr segir samþykkti ráðið að vísa tillögu Framsóknarflokksins til umsagnar mannréttindaskrifstofu, sem gaf út tilmælin. Þá bókuðu fulltrúar Samfylkingar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands eftirfarandi: „Fulltrúar samstarfsflokkana finnst mikilvægt að öll börn fái boð í afmæli óháð kyni, uppruna, fötlun eða öðrum breytum. Þá er sérstaklega mikilvægt að tryggja að foreldrar sem eru með annað móðurmál en íslensku séu upplýstir um hvar og hvenær afmæli fara fram og hvaða hefðir eða viðmið séu viðhöfð í bekknum eða skólanum varðandi afmæli. Er tillögu Framsóknarflokksins því vísað til umsagnar mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar.“ Reykjavík Börn og uppeldi Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Sjá meira
Tilmælin rötuðu í fjölmiðla í október síðastliðnum eftir umræðu á samfélagsmiðlum en hefur verið aðgengilegt á heimasíðu borgarinnar í nokkur ár. Þar er mælt gegn því að skipa í afmælishópa út frá kyni og hvatt til að haldin séu bekkjarafmæli eða bekkjum skipt í afmælishópa. Magnea Gná Jóhannsdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins í Mannréttindaráði, lagði til á fundi 16. október síðastliðinn að tilmælin yrðu endurskoðuð. Umfjöllun um málið var frestað en tillagan tekin aftur til umfjöllunar á fundi ráðsins í síðustu viku. Í tillögunni segir að Framsóknarflokkurinn telji það ekki hlutverk Reykjavíkurborgar að setja einhliða reglur um það hverjum megi eða eigi að bjóða í barnaafmæli. Með slíkum reglum sé gengið of langt í afskiptum af einkalífi fjölskyldna og þær séu til þess fallnar að skapa togstreitu milli skóla og heimila. „Þess í stað ættu leiðbeiningar borgarinnar að vera almenns eðlis og miða að því að hvetja foreldra, kennara og börn til að ræða þessi mál saman. Eðlilegt er að kennarar ræði afmælisboð við foreldra umsjónarnemenda sinna á fyrsta foreldrafundi hvers skólaárs og fari yfir mikilvægi þess að ekkert barn upplifi sig skilið útundan. Í þeim samtölum er einnig mikilvægt að ræða breytur sem geta haft áhrif, svo sem kyn, kynhneigð, fötlun, fjárhagslega stöðu foreldra og uppruna,“ segir í tillögunni. Sem fyrr segir samþykkti ráðið að vísa tillögu Framsóknarflokksins til umsagnar mannréttindaskrifstofu, sem gaf út tilmælin. Þá bókuðu fulltrúar Samfylkingar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands eftirfarandi: „Fulltrúar samstarfsflokkana finnst mikilvægt að öll börn fái boð í afmæli óháð kyni, uppruna, fötlun eða öðrum breytum. Þá er sérstaklega mikilvægt að tryggja að foreldrar sem eru með annað móðurmál en íslensku séu upplýstir um hvar og hvenær afmæli fara fram og hvaða hefðir eða viðmið séu viðhöfð í bekknum eða skólanum varðandi afmæli. Er tillögu Framsóknarflokksins því vísað til umsagnar mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar.“
Reykjavík Börn og uppeldi Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent