Dóra Björt hætt við formannsframboðið Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 12. nóvember 2025 10:36 Dóra BJört er oddviti Pírata í Reykjavíkurborg. Vísir/Anton Brink Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavíkurborg, hefur dregið framboð sitt sem formaður Pírata til baka. Hennar hugmyndir um breytingar á stefnu flokksins stuðli að óeiningu innan flokksins og dregur hún framboðið til baka til að stuðla að samstöðu. „Ég steig fram og ákvað að vera fullkomlega heiðarleg með þær hugmyndir sem ég hef talið vera bestu leiðina áfram til uppbyggingar, því ég get aðeins leitt flokkinn í átt sem ég trúi á. Meðal þeirra eru samtal um nafnbreytingu og að vera áfram opin fyrir lausnum frá hægri og vinstri,“ skrifar Dóra Björt í færslu á Facebook þar sem hún greinir frá tíðindunum. Dóra Björt upplifir að flokkurinn hafi stefnt meira til vinstri síðustu ár í stað þess að halda sig á miðjunni. Hún segir stefnu sína á miðjuna hafa valdið meiri skjálfta innan flokksins en hún hefði viljað og hafa nokkrir sagt úr flokknum vegna þessa. Í samtali við fréttastofu segir Dóra Björt að henni hafi fundist fegurðin við Pírata vera að þeir væru opnir fyrir fjölbreyttum lausnum, bæði frá hægri og vinstri væng stjórnmála. Hún hafi verið heiðarleg með þá stefnu en runnu á hana tvær grímur þar sem flokkurinn væri á viðkvæmum stað. „Mér þykir það miður. Ég ætlaði ekki að skapa óeiningu og sundrungu í flokknum og þvert á móti. Ég held ekki að það sé það sem flokkurinn þarfnast á þessum viðkvæma tímapunkti,“ segir Dóra Björt. „Mér hugnast ekki að taka við formennsku í flokknum með breytingu að leiðarljósi við þessar aðstæður. Vegna þess að farsæl skref breytinga krefjast samstöðu og að fólk rói í sömu átt.“ Henni þyki vænt um hreyfinguna og þar sem að tveir aðrir frambjóðendur hafi boðið fram krafta sína telur hún ekki þörf á sínum kröftum. Hún dragi framboð sitt því til baka til að stuðla að einingu og samstöðu innan flokksins en líka af virðingu við sín eigin gildi. „Þetta gefur mér aukið svigrúm til að veita störfum mínum í borgarstjórn óskipta athygli en þar eru verkin bæði brýn og mörg.“ Dóra Björt segir þessa ákvörðun ekki hafa áhrif á framboð hennar í sveitarstjórnarkosningum og hyggst hún bjóða sig fram að öllu óbreyttu. „Ég fann fyrir metnaði til að halda áfram, þannig að það er óbreytt. Ég stefni að öllu óbreyttu á að halda áfram en ætla samt að gefa mér tíma til að hugsa stöðuna í ljósi aðstæðna.“ Kosið í lok nóvember Kjósa átti um formann þann 30. október og voru Dóra Björt, Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, og Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns, varaborgarfulltrúi Pírata, boðið sig fram til formanns. Vegna formgalla í fundarboði aðalfundarins þurfti að fresta kosningunni og boða til aukaaðalfundar þann 29. nóvember. Þetta er í fyrsta skipti sem Píratar hyggjast kjósa formann en hingað til hefur flokkurinn verið formannslaus, hugmynd sem hann fékk í arf frá Borgarahreyfingunni. Fréttin hefur verið uppfærð. Píratar Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
„Ég steig fram og ákvað að vera fullkomlega heiðarleg með þær hugmyndir sem ég hef talið vera bestu leiðina áfram til uppbyggingar, því ég get aðeins leitt flokkinn í átt sem ég trúi á. Meðal þeirra eru samtal um nafnbreytingu og að vera áfram opin fyrir lausnum frá hægri og vinstri,“ skrifar Dóra Björt í færslu á Facebook þar sem hún greinir frá tíðindunum. Dóra Björt upplifir að flokkurinn hafi stefnt meira til vinstri síðustu ár í stað þess að halda sig á miðjunni. Hún segir stefnu sína á miðjuna hafa valdið meiri skjálfta innan flokksins en hún hefði viljað og hafa nokkrir sagt úr flokknum vegna þessa. Í samtali við fréttastofu segir Dóra Björt að henni hafi fundist fegurðin við Pírata vera að þeir væru opnir fyrir fjölbreyttum lausnum, bæði frá hægri og vinstri væng stjórnmála. Hún hafi verið heiðarleg með þá stefnu en runnu á hana tvær grímur þar sem flokkurinn væri á viðkvæmum stað. „Mér þykir það miður. Ég ætlaði ekki að skapa óeiningu og sundrungu í flokknum og þvert á móti. Ég held ekki að það sé það sem flokkurinn þarfnast á þessum viðkvæma tímapunkti,“ segir Dóra Björt. „Mér hugnast ekki að taka við formennsku í flokknum með breytingu að leiðarljósi við þessar aðstæður. Vegna þess að farsæl skref breytinga krefjast samstöðu og að fólk rói í sömu átt.“ Henni þyki vænt um hreyfinguna og þar sem að tveir aðrir frambjóðendur hafi boðið fram krafta sína telur hún ekki þörf á sínum kröftum. Hún dragi framboð sitt því til baka til að stuðla að einingu og samstöðu innan flokksins en líka af virðingu við sín eigin gildi. „Þetta gefur mér aukið svigrúm til að veita störfum mínum í borgarstjórn óskipta athygli en þar eru verkin bæði brýn og mörg.“ Dóra Björt segir þessa ákvörðun ekki hafa áhrif á framboð hennar í sveitarstjórnarkosningum og hyggst hún bjóða sig fram að öllu óbreyttu. „Ég fann fyrir metnaði til að halda áfram, þannig að það er óbreytt. Ég stefni að öllu óbreyttu á að halda áfram en ætla samt að gefa mér tíma til að hugsa stöðuna í ljósi aðstæðna.“ Kosið í lok nóvember Kjósa átti um formann þann 30. október og voru Dóra Björt, Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, og Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns, varaborgarfulltrúi Pírata, boðið sig fram til formanns. Vegna formgalla í fundarboði aðalfundarins þurfti að fresta kosningunni og boða til aukaaðalfundar þann 29. nóvember. Þetta er í fyrsta skipti sem Píratar hyggjast kjósa formann en hingað til hefur flokkurinn verið formannslaus, hugmynd sem hann fékk í arf frá Borgarahreyfingunni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Píratar Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira