Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar 18. nóvember 2025 19:31 Það dró til tíðinda á Alþingi í síðustu viku þegar samningur Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var loksins lögfestur. Samningurinn var undirritaður árið 2007 og var fullgildur árið 2017. Það liðu heil átta ár frá fullgildingu þar til samningurinn var loksins lögfestur. Inga Sæland, félags og húsnæðismálaráðherra hefur lagt fram þetta frumvarp fjórum sinnum, sem stjórnarandstöðu þingmaður og loksins, loksins hefur þetta frumvarp verið löggilt. Lögfestingin hefur í för með sér að fólki er gert kleift að nýta hann sem fullgilda réttarheimild fyrir dómstólum og öðrum úrskurðaraðilum. Hvað segir samningurinn? Það er hægt að hugsa um þennan samning sem mannréttindasamning fyrir einstaklinga með fötlun. Flestir þekkja vel hvað felst í sjálfsögðum borgarlegum réttindum, svo sem rétt til stjórnmálaþátttöku, atvinnurétt, ákvörðunarrétt og öll þau réttindi sem borgarar eru með. En með réttindum fylgja skyldur - og það er á ábyrgð ríkis og sveitarfélaga að tryggja að ákvæðum samningsins sé framfylgt. 9.gr. samningsins fjallar sem dæmi um aðgengi og hvernig aðildarríki þurfa að tryggja aðgengi til að geta lifað sjálfstæðu lífi. Við erum að stíga skref sem við hefðum átt að taka fyrir áratug. Aðgengi. 1. Til að gera fötluðu fólki kleift að lifa sjálfstæðu lífi og taka fullan þátt á öllum sviðum lífsins skulu aðildarríkin gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja fötluðu fólki aðgengi, til jafns við aðra, að efnislegu umhverfi sínu, samgöngum, upplýsingum og samskiptum þar með talin samskiptatækni og -kerfi og að annarri aðstöðu og þjónustu sem opin er eða veitt almenningi hvort sem er í þéttbýli eða dreifbýli. Ráðstafanir þessar, sem skulu fela í sér að bera kennsl á og útrýma hindrunum og tálmunun aðgengis, skulu meðal annars ná til: a ) bygginga, vega, samgangna og annarrar aðstöðu innan dyra sem utan, þar á meðal skóla, íbúðarhúsnæðis, heilbrigðisstofnana og vinnustaða. Aukin réttarvernd fyrir fatlaða Með því að fullgilda samninginn er verið að gera einstaklingum með fötlun kleift að nota hann sem fullgilda réttarheimild fyrir dómstólum og annars staðar í réttarkerfinu. Þetta kemur til með að einfalda réttindabaráttu þeirra þar sem hægt verður að vísa beint í samninginn og innihalds hans. Samningurinn byggir á virðingu fyrir mannlegri reisn og sjálfræði, bannar mismunun og tryggir jöfn tækifæri, aðgengi og þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu. Með samningnum er tryggt að mismunun á grundvelli fötlunar verði ekki liðin. Það er löngu kominn tími á að fatlaðir einstaklingar fái sín sjálfsögðu mannréttindi og þessi liður í að lögfesta samninginn sýnir að ríkisstjórnin lítur á þessi réttindi sem sjálfsagðan hlut. En af hverju var ekki löngu búið að lögfesta samninginn, hvað stoppaði fyrri ríkisstjórnir? Margir hafa bent á að fyrri ríkisstjórnum skorti bæði forgangsröðun og pólitískan vilja. Samningurinn var settur til hliðar vegna kostnaðar, flókins samspils ríkis og sveitarfélaga og einfaldlega vegna þess að réttindi fatlaðs fólks voru ekki sett í fyrsta sæti. Það vantaði þor til að ganga frá málinu – ekki gögn, ekki rök, heldur vilja. Mikilvægt skref í átt að jöfnu samfélagi Það er gríðarlega mikilvægt fyrir samfélagið í heild sinni að þessi lögfesting hafi farið í gegn, eftir allan þennan tíma, þar sem ávinningurinn er mikill. Það er verið að tryggja það að fatlaðir geti tekið fullan þátt í samfélaginu, hvort sem það er í vinnu, menntun eða öðru sem skiptir máli. Reynslan sýnir að hæfileikar fatlaðra einstaklinga eru stórlega vannýttir í samfélaginu. Með samþykkt sáttmálans er verið að viðurkenna sjálfsögð mannréttindi, en þessi mannréttindi sátu hins vegar á hakanum á síðasta þingi út af málþófi minnihlutans, sem margir urðu varir við. Ég vil hrósa hæstvirtum félags og húsnæðismálaráðherra fyrir þá þrautseigju og elju sem hún hefur sýnt í því að ná þessu frumvarpi í gegn. Þetta er gríðarlega mikilvægt skref fyrir samfélagið í heild sinni en einnig fyrir fatlað fólk. Einnig langar mig að hrósa ÖBÍ, Þroskahjálp og öðrum réttindasamtökum fatlaðs fólks fyrir að halda neistanum á lofti allan þennan tíma og barist fyrir sjálfsögðum réttindum fatlaðra. Höfundur er í miðstjórn Ungs Jafnaðarfólks og á einstaka systur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Það dró til tíðinda á Alþingi í síðustu viku þegar samningur Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var loksins lögfestur. Samningurinn var undirritaður árið 2007 og var fullgildur árið 2017. Það liðu heil átta ár frá fullgildingu þar til samningurinn var loksins lögfestur. Inga Sæland, félags og húsnæðismálaráðherra hefur lagt fram þetta frumvarp fjórum sinnum, sem stjórnarandstöðu þingmaður og loksins, loksins hefur þetta frumvarp verið löggilt. Lögfestingin hefur í för með sér að fólki er gert kleift að nýta hann sem fullgilda réttarheimild fyrir dómstólum og öðrum úrskurðaraðilum. Hvað segir samningurinn? Það er hægt að hugsa um þennan samning sem mannréttindasamning fyrir einstaklinga með fötlun. Flestir þekkja vel hvað felst í sjálfsögðum borgarlegum réttindum, svo sem rétt til stjórnmálaþátttöku, atvinnurétt, ákvörðunarrétt og öll þau réttindi sem borgarar eru með. En með réttindum fylgja skyldur - og það er á ábyrgð ríkis og sveitarfélaga að tryggja að ákvæðum samningsins sé framfylgt. 9.gr. samningsins fjallar sem dæmi um aðgengi og hvernig aðildarríki þurfa að tryggja aðgengi til að geta lifað sjálfstæðu lífi. Við erum að stíga skref sem við hefðum átt að taka fyrir áratug. Aðgengi. 1. Til að gera fötluðu fólki kleift að lifa sjálfstæðu lífi og taka fullan þátt á öllum sviðum lífsins skulu aðildarríkin gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja fötluðu fólki aðgengi, til jafns við aðra, að efnislegu umhverfi sínu, samgöngum, upplýsingum og samskiptum þar með talin samskiptatækni og -kerfi og að annarri aðstöðu og þjónustu sem opin er eða veitt almenningi hvort sem er í þéttbýli eða dreifbýli. Ráðstafanir þessar, sem skulu fela í sér að bera kennsl á og útrýma hindrunum og tálmunun aðgengis, skulu meðal annars ná til: a ) bygginga, vega, samgangna og annarrar aðstöðu innan dyra sem utan, þar á meðal skóla, íbúðarhúsnæðis, heilbrigðisstofnana og vinnustaða. Aukin réttarvernd fyrir fatlaða Með því að fullgilda samninginn er verið að gera einstaklingum með fötlun kleift að nota hann sem fullgilda réttarheimild fyrir dómstólum og annars staðar í réttarkerfinu. Þetta kemur til með að einfalda réttindabaráttu þeirra þar sem hægt verður að vísa beint í samninginn og innihalds hans. Samningurinn byggir á virðingu fyrir mannlegri reisn og sjálfræði, bannar mismunun og tryggir jöfn tækifæri, aðgengi og þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu. Með samningnum er tryggt að mismunun á grundvelli fötlunar verði ekki liðin. Það er löngu kominn tími á að fatlaðir einstaklingar fái sín sjálfsögðu mannréttindi og þessi liður í að lögfesta samninginn sýnir að ríkisstjórnin lítur á þessi réttindi sem sjálfsagðan hlut. En af hverju var ekki löngu búið að lögfesta samninginn, hvað stoppaði fyrri ríkisstjórnir? Margir hafa bent á að fyrri ríkisstjórnum skorti bæði forgangsröðun og pólitískan vilja. Samningurinn var settur til hliðar vegna kostnaðar, flókins samspils ríkis og sveitarfélaga og einfaldlega vegna þess að réttindi fatlaðs fólks voru ekki sett í fyrsta sæti. Það vantaði þor til að ganga frá málinu – ekki gögn, ekki rök, heldur vilja. Mikilvægt skref í átt að jöfnu samfélagi Það er gríðarlega mikilvægt fyrir samfélagið í heild sinni að þessi lögfesting hafi farið í gegn, eftir allan þennan tíma, þar sem ávinningurinn er mikill. Það er verið að tryggja það að fatlaðir geti tekið fullan þátt í samfélaginu, hvort sem það er í vinnu, menntun eða öðru sem skiptir máli. Reynslan sýnir að hæfileikar fatlaðra einstaklinga eru stórlega vannýttir í samfélaginu. Með samþykkt sáttmálans er verið að viðurkenna sjálfsögð mannréttindi, en þessi mannréttindi sátu hins vegar á hakanum á síðasta þingi út af málþófi minnihlutans, sem margir urðu varir við. Ég vil hrósa hæstvirtum félags og húsnæðismálaráðherra fyrir þá þrautseigju og elju sem hún hefur sýnt í því að ná þessu frumvarpi í gegn. Þetta er gríðarlega mikilvægt skref fyrir samfélagið í heild sinni en einnig fyrir fatlað fólk. Einnig langar mig að hrósa ÖBÍ, Þroskahjálp og öðrum réttindasamtökum fatlaðs fólks fyrir að halda neistanum á lofti allan þennan tíma og barist fyrir sjálfsögðum réttindum fatlaðra. Höfundur er í miðstjórn Ungs Jafnaðarfólks og á einstaka systur
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar