Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar 18. nóvember 2025 19:01 Atvinnustefna stjórnvalda er nú til kynningar en markmiðið er að tryggja kröftugan vöxt útflutnings sem byggir á atvinnugreinum með háa framleiðni og sjálfbæra nýtingu auðlinda. Þannig verður hægt að auka útflutningstekjur, stykja áfallaþol hagkerfisins og verja lífskjör þjóðarinnar. Þegar farið er yfir helstu áherslur atvinnustefnunnar kemur í ljós að Vestfirðir geta leikið viðamikið hlutverk í þessari mikilvægu vegferð. Stjórnvöld vilja leggja sérstaka áherslu á vöxt í matvælaframleiðslu, orkusæknum iðnaði, upplifun, heilsu og loftslagsmál. Allt eru þetta greinar sem standa sterkar á Vestfjörðum og geta vaxið enn frekar. Á Vestfjörðum verða til hágæða matvæli í rótgrónum sjávarútvegi, öflugu laxeldi og mjólkurframleiðslu. Útflutningstekjur þessara greina hlaupa á tugum milljarða á hverju ári og þegar hefur verið fjárfest fyrir tugi milljarða í uppbyggingunni. Og það er hægt að gera meira. Með betri samgöngum, hófsemi í gjaldtöku og skynsamlegri auðlindanýtingu er raunhæft að auka útflutningsverðmæti þessara greina um tugi milljarða á næstu árum. Þetta eru greinar sem skila að jafnaði hárri framleiðni og falla því vel að markmiðum atvinnustefnu stjórnvalda. Næstu ár gætu markað upphaf nýs vaxtarskeiðs í orkuframleiðslu á Vestfjörðum. Ef áætlanir orkufyrirtækja ganga eftir verður hafist handa við tvær vatnsaflsvirkjanir og eitt vindorkuver á næstu þremur til fimm árum en þetta eru Kvíslatunguvirkjun, Hvalárvirkjun og vindorkuverið í Garpsdal. Samanlagt gæti þessi uppbygging skilað allt að 175 MW af nýrri grænni orku inn á kerfið og kallað á fjárfestingar sem nema 40–50 milljörðum, auk nauðsynlegra framkvæmda í flutningskerfinu. Með þessu skapast raunhæfir möguleikar á að byggja upp orkufrekan iðnað í fjórðungnum. Sem dæmi má nefna að verið er að skoða fýsileika þess að koma upp gagnaveri í Bolungarvík sem myndi nýta glatvarma til húshitunar. Það gæti losað dýrmæta raforku sem annars væri notuð til húshitunar og hún gæti þá nýst í verðmætasköpun, lækkað húshitunarkostnað almennings og niðurgreiðsluþörf ríkisins. Á sama tíma eru tækifæri til uppbyggingar á iðnaði með nýtingu jarðhita á Gálmaströnd, Reykhólum, Drangsnesi og víðar. Þetta talar beint inn í áhersluna um ný atvinnutækifæri og jákvæða byggðaþróun. Á sviði upplifunar og heilsu standa Vestfirðir sterkt. Uppbygging Kerecis hefur sýnt hvað hugvit, þrautseigja og fullnýting sjávarafurða getur skilað miklum verðmætum. Félagið heldur áfram að byggja upp starfsemi sína og á sama tíma eru mikil tækifæri til að finna og þróa lífvirk efni úr hliðarafurðum sjávarútvegs og fiskeldis. Þessi starfsemi og þessi tækifæri falla vel að áherslunni um öflugan lífvísindaiðnað og vöxt þekkingargreina. Vestfirðir hafa einnig fest sig í sessi sem einn vinsælasti viðkomustaður skemmtiferðaskipa og nú heimsækja fjórðunginn um tvö hundruð skip árlega. Búið er að fjárfesta töluvert í innviðum sem tengjast ferðaþjónustu og í pípunum eru stórar fjárfestingar á borð við baðlón, kláf, gistingu og aukna afþreyingu. Á sviði loftslagsmála hefur verið unnið mikilvægt starf þar sem Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Orkustofnun og Orkubú Vestfjarða hafa leitað að og fundið jarðhita sem mun draga verulega úr notkun jarðefnaeldsneytis. Vestfirsk laxeldisfyrirtæki hafa einnig tekið stór skref í að draga úr losun með innleiðingu á landtengingum og rafhlöðum í starfsemi sinni með mikilvægum stuðningi frá Orkusjóði. Töluverð tækifæri liggja svo í landtengingum skemmtiferðaskipa á Ísafirði og með því að koma á beinum siglingum milli Ísafjarðar og Norður- Ameríku væri hægt að draga úr losun, lækka kostnað útflutningsfyrirtækja og minnka slit á vegum. Einn af styrkleikum Íslands er kraftmikið samfélag og öflugt atvinnulíf á Vestfjörðum. Fjórðungurinn er í stakk búinn til leggja sitt af mörkum til aukinnar verðmætasköpunar sem byggir á nýsköpun, hugviti og skynsamlegri nýtingu auðlinda. Höfundur er framkvæmdastjóri Bláma Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Orkumál Matvælaframleiðsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Atvinnustefna stjórnvalda er nú til kynningar en markmiðið er að tryggja kröftugan vöxt útflutnings sem byggir á atvinnugreinum með háa framleiðni og sjálfbæra nýtingu auðlinda. Þannig verður hægt að auka útflutningstekjur, stykja áfallaþol hagkerfisins og verja lífskjör þjóðarinnar. Þegar farið er yfir helstu áherslur atvinnustefnunnar kemur í ljós að Vestfirðir geta leikið viðamikið hlutverk í þessari mikilvægu vegferð. Stjórnvöld vilja leggja sérstaka áherslu á vöxt í matvælaframleiðslu, orkusæknum iðnaði, upplifun, heilsu og loftslagsmál. Allt eru þetta greinar sem standa sterkar á Vestfjörðum og geta vaxið enn frekar. Á Vestfjörðum verða til hágæða matvæli í rótgrónum sjávarútvegi, öflugu laxeldi og mjólkurframleiðslu. Útflutningstekjur þessara greina hlaupa á tugum milljarða á hverju ári og þegar hefur verið fjárfest fyrir tugi milljarða í uppbyggingunni. Og það er hægt að gera meira. Með betri samgöngum, hófsemi í gjaldtöku og skynsamlegri auðlindanýtingu er raunhæft að auka útflutningsverðmæti þessara greina um tugi milljarða á næstu árum. Þetta eru greinar sem skila að jafnaði hárri framleiðni og falla því vel að markmiðum atvinnustefnu stjórnvalda. Næstu ár gætu markað upphaf nýs vaxtarskeiðs í orkuframleiðslu á Vestfjörðum. Ef áætlanir orkufyrirtækja ganga eftir verður hafist handa við tvær vatnsaflsvirkjanir og eitt vindorkuver á næstu þremur til fimm árum en þetta eru Kvíslatunguvirkjun, Hvalárvirkjun og vindorkuverið í Garpsdal. Samanlagt gæti þessi uppbygging skilað allt að 175 MW af nýrri grænni orku inn á kerfið og kallað á fjárfestingar sem nema 40–50 milljörðum, auk nauðsynlegra framkvæmda í flutningskerfinu. Með þessu skapast raunhæfir möguleikar á að byggja upp orkufrekan iðnað í fjórðungnum. Sem dæmi má nefna að verið er að skoða fýsileika þess að koma upp gagnaveri í Bolungarvík sem myndi nýta glatvarma til húshitunar. Það gæti losað dýrmæta raforku sem annars væri notuð til húshitunar og hún gæti þá nýst í verðmætasköpun, lækkað húshitunarkostnað almennings og niðurgreiðsluþörf ríkisins. Á sama tíma eru tækifæri til uppbyggingar á iðnaði með nýtingu jarðhita á Gálmaströnd, Reykhólum, Drangsnesi og víðar. Þetta talar beint inn í áhersluna um ný atvinnutækifæri og jákvæða byggðaþróun. Á sviði upplifunar og heilsu standa Vestfirðir sterkt. Uppbygging Kerecis hefur sýnt hvað hugvit, þrautseigja og fullnýting sjávarafurða getur skilað miklum verðmætum. Félagið heldur áfram að byggja upp starfsemi sína og á sama tíma eru mikil tækifæri til að finna og þróa lífvirk efni úr hliðarafurðum sjávarútvegs og fiskeldis. Þessi starfsemi og þessi tækifæri falla vel að áherslunni um öflugan lífvísindaiðnað og vöxt þekkingargreina. Vestfirðir hafa einnig fest sig í sessi sem einn vinsælasti viðkomustaður skemmtiferðaskipa og nú heimsækja fjórðunginn um tvö hundruð skip árlega. Búið er að fjárfesta töluvert í innviðum sem tengjast ferðaþjónustu og í pípunum eru stórar fjárfestingar á borð við baðlón, kláf, gistingu og aukna afþreyingu. Á sviði loftslagsmála hefur verið unnið mikilvægt starf þar sem Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Orkustofnun og Orkubú Vestfjarða hafa leitað að og fundið jarðhita sem mun draga verulega úr notkun jarðefnaeldsneytis. Vestfirsk laxeldisfyrirtæki hafa einnig tekið stór skref í að draga úr losun með innleiðingu á landtengingum og rafhlöðum í starfsemi sinni með mikilvægum stuðningi frá Orkusjóði. Töluverð tækifæri liggja svo í landtengingum skemmtiferðaskipa á Ísafirði og með því að koma á beinum siglingum milli Ísafjarðar og Norður- Ameríku væri hægt að draga úr losun, lækka kostnað útflutningsfyrirtækja og minnka slit á vegum. Einn af styrkleikum Íslands er kraftmikið samfélag og öflugt atvinnulíf á Vestfjörðum. Fjórðungurinn er í stakk búinn til leggja sitt af mörkum til aukinnar verðmætasköpunar sem byggir á nýsköpun, hugviti og skynsamlegri nýtingu auðlinda. Höfundur er framkvæmdastjóri Bláma
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun