Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. desember 2025 09:09 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/Anton Brink Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekki vera að hugleiða framboð í komandi borgarstjórnarkosningum. Hann er sem stendur með hugann við störf sín í landsmálapólitíkinni, meðal annars við samgönguáætlun sem kynnt var í gær. Hann segir áætlunina í raun vera „óskalista“ núverandi ríkistjórnar um hvað sú næsta eigi að gera í samgöngumálum. Sigmundur Davíð var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem gott gengi flokksins í skoðanakönnunum og stjórnmálin almennt voru til umræðu. Undir lok viðtalsins var Sigmundur spurður um „háværar sögusagnir“ um að hann væri sjálfur að hugsa um að fara í borgarstjórnarslag. „Ég fæ að taka þátt í borgarstjórnarslagnum eins og frambjóðendur telja heppilegt,“ sagði Sigmundur. Sjálfur sé hann þó ekki hug á að gefa kost á sér. „Nei ég hef engin áform um það,“ svaraði Sigmundur. Telur viðbúið að samgönguáætlun standist ekki Stjórnmálin voru rædd um víðan völl í þættinum, en talið barst meðal annars að samgönguáætlun sem ríkisstjórnin kynnti í gær. Sigmundur segir að glærukynningin sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar kynntu hafi að hans mati litið mjög svipað út og sú sem fyrri ríkisstjórn hafði kynnt. „Þetta fær svona það yfirbragð að þetta sé það sem er að fara að gerast. Af því þetta eru ráðherrar, þetta er ríkisstjórn. En þegar betur er að gáð þá er þessi samgönguáætlun, eins og þær fyrri, í rauninni bara óskalisti um hvernig menn vilja sjá hlutina þróast. Þá er hægt að henda öllu mögulegu þarna til og frá og kynna það eins og ríkisstjórnin sé að fara að gera þetta allt saman. Hversu margt af þessu er þessi ríkisstjórn að fara að gera? Það er mjög takmarkað,“ segir Sigmundur. „Þetta er allt eitthvað sem þessi ríkisstjórn gæti hugsað sér að næstu ríkisstjórnir til ársins 2040 framkvæmi. Og fyrir vikið þá er viðbúið að þessi áætlun standist ekkert frekar en þær fyrri.“ Langtímaáætlanir þurfi að standa tímans tönn Hann tók undir með þáttarstjórnanda að það gæti verið mjög hvimleitt fyrir almenning í landinu að aldrei væri hægt að stóla fyllilega á langtímaáætlanir sem stjórnvöld gera, þar sem hætt sé við að ýmist sé ekki staðið við slíkar áætlanir eða þeim snúið á hvolf þegar ný ríkisstjórn tekur við. Hins vegar verði ákvarðanirnar að vera vel ígrundaðar og útfærðar og standast tímans tönn að sögn Sigmundar. „Þetta má samt ekki verða þannig að ef kerfið er komið af stað með eitthvað, að þá er haldið bara áfram á sömu braut sama hvað kemur í ljós. Því við höfum séð svo mörg slík slys í gegnum tíðina, eins og til dæmis sem mér hefur verið tíðrætt um með Nýja-Landspítalann,“ segir Sigmundur. Það hafi að hans sögn ekki verið búið að taka fyrstu skóflustunguna þegar margir hafi verið búnir að átta sig á því að þar væru mistök í uppsiglingu. „En þá komu þessi rök, ef rök skyldi kalla: „Það er búið að eyða svo miklum tíma í að undirbúa þetta, þetta var ákveðið 1975 eða hvernig sem það var, og svo er búið að setja heilmikla peninga í að undirbúa þetta svo við verðum að fá að klára mistökin.“ Við megum ekki heldur festast í slíku,“ sagði Sigmundur. Miðflokkurinn Samgöngur Sveitarstjórnarkosningar 2026 Bítið Alþingi Samgönguáætlun Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Fleiri fréttir Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Sjá meira
Sigmundur Davíð var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem gott gengi flokksins í skoðanakönnunum og stjórnmálin almennt voru til umræðu. Undir lok viðtalsins var Sigmundur spurður um „háværar sögusagnir“ um að hann væri sjálfur að hugsa um að fara í borgarstjórnarslag. „Ég fæ að taka þátt í borgarstjórnarslagnum eins og frambjóðendur telja heppilegt,“ sagði Sigmundur. Sjálfur sé hann þó ekki hug á að gefa kost á sér. „Nei ég hef engin áform um það,“ svaraði Sigmundur. Telur viðbúið að samgönguáætlun standist ekki Stjórnmálin voru rædd um víðan völl í þættinum, en talið barst meðal annars að samgönguáætlun sem ríkisstjórnin kynnti í gær. Sigmundur segir að glærukynningin sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar kynntu hafi að hans mati litið mjög svipað út og sú sem fyrri ríkisstjórn hafði kynnt. „Þetta fær svona það yfirbragð að þetta sé það sem er að fara að gerast. Af því þetta eru ráðherrar, þetta er ríkisstjórn. En þegar betur er að gáð þá er þessi samgönguáætlun, eins og þær fyrri, í rauninni bara óskalisti um hvernig menn vilja sjá hlutina þróast. Þá er hægt að henda öllu mögulegu þarna til og frá og kynna það eins og ríkisstjórnin sé að fara að gera þetta allt saman. Hversu margt af þessu er þessi ríkisstjórn að fara að gera? Það er mjög takmarkað,“ segir Sigmundur. „Þetta er allt eitthvað sem þessi ríkisstjórn gæti hugsað sér að næstu ríkisstjórnir til ársins 2040 framkvæmi. Og fyrir vikið þá er viðbúið að þessi áætlun standist ekkert frekar en þær fyrri.“ Langtímaáætlanir þurfi að standa tímans tönn Hann tók undir með þáttarstjórnanda að það gæti verið mjög hvimleitt fyrir almenning í landinu að aldrei væri hægt að stóla fyllilega á langtímaáætlanir sem stjórnvöld gera, þar sem hætt sé við að ýmist sé ekki staðið við slíkar áætlanir eða þeim snúið á hvolf þegar ný ríkisstjórn tekur við. Hins vegar verði ákvarðanirnar að vera vel ígrundaðar og útfærðar og standast tímans tönn að sögn Sigmundar. „Þetta má samt ekki verða þannig að ef kerfið er komið af stað með eitthvað, að þá er haldið bara áfram á sömu braut sama hvað kemur í ljós. Því við höfum séð svo mörg slík slys í gegnum tíðina, eins og til dæmis sem mér hefur verið tíðrætt um með Nýja-Landspítalann,“ segir Sigmundur. Það hafi að hans sögn ekki verið búið að taka fyrstu skóflustunguna þegar margir hafi verið búnir að átta sig á því að þar væru mistök í uppsiglingu. „En þá komu þessi rök, ef rök skyldi kalla: „Það er búið að eyða svo miklum tíma í að undirbúa þetta, þetta var ákveðið 1975 eða hvernig sem það var, og svo er búið að setja heilmikla peninga í að undirbúa þetta svo við verðum að fá að klára mistökin.“ Við megum ekki heldur festast í slíku,“ sagði Sigmundur.
Miðflokkurinn Samgöngur Sveitarstjórnarkosningar 2026 Bítið Alþingi Samgönguáætlun Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Fleiri fréttir Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Sjá meira