Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar 6. desember 2025 12:32 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur nú lagt fram sín fyrstu fjárlög hvar þau hefðu getað skilað afgangi af rekstri ríkissjóðs hefði viljinn verið fyrir hendi. Fyrir rúmu ári síðan, þegar fjárlög yfirstandandi árs voru kynnt, var ljóst að mögulegt yrði að ná afgangi af fjárlögum árið 2026 en til þess þyrfti þó styrka stjórn efnahagsmál. Áhersla ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur á stöðugleika og hallalaus fjárlög er ekki meiri en svo að í fjárlögum er stefnt að 27 milljarðar króna halla af rekstri. Boðaðar hagræðingaraðgerðir, sem þó eru trommaðar upp með látum, nema aðeins 0,9% af útgjöldum ríkissjóðs árið 2026 og hluti þeirra felst í að fresta verkefnum eða tæma varasjóði ráðuneyta, ekkert alvöru hagræði þar. Hallinn væri svo líka enn meiri ef ekki væri fyrir 30 milljarða skattahækkanir sem boðaðar eru á fólkið í landinu. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur er nefnilega ekki tilbúin að leggja á sig það sem til þarf, kýs frekar að nýta tekjuauka frá öflugum efnahagsumsvifum í aukin útgjöld, og þegar hann dugir ekki til þá hækkar hún skatta á heimilin og fyrirtækin í landinu - sama ríkisstjórnin og lofaði fyrir rétt rúmu ári síðan að hækka ekki skatta á venjulegt fólk. Til þess að standa undir útgjaldaflaum þeim sem leiðir af kosningaloforðum ríkisstjórnarflokkanna, þá kannski helst Flokks fólksins, stendur til að afnema samsköttun hjóna og sambúðarfólks, hækka vörugjöld á bíla, hækka skatta á leigutekjur, innheimta kílómetragjald af bensín og dísilbílum, svo eitthvað sé nefnt, en allt á það sammerkt að bitna hvað verst á þeim sem minnst hafa milli handanna. Ráðherrum og þingmönnum Viðreisnar hlýtur hið minnsta að vera þetta margt þvert um geð standi þeir raunverulega undir meintri hægri mennsku sinni. En þetta þarf ekki að vera svona. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram tillögur að breytingum á fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem myndu skila rekstri ríkissjóðs í plús samhliða umfangsmiklum skattalækkunum til handa heimilum og fyrirtækjum. Auk þess að leggjast gegn öllum skattahækkunartillögum ríkisstjórnarinnar leggur Sjálfstæðisflokkurinn til að útvarpsgjald verði lækkað samhliða niðurskurði í rekstri RÚV, stimpilgjöld verði afnumin á kaupum einstaklinga á íbúðarhúsnæði, endurgreiðsla VSK við vinnu á byggingarstað verði aukin á ný og kolefnisgjöld verði lækkuð. Tillögurnar fela einnig í sér sölu ríkiseigna sem engin þörf er á að séu til staðar í eignasafni hins opinbera. Tillögurnar létta raunverulega undir með heimilum í landinu, skilja meira eftir af sjálfsafla fé þeirra í eigin vasa, gefur atvinnulífinu meira svigrúm til vaxtar og verðmætasköpunar öllum til heilla og taka á þeim vanda sem byggst hefur upp á húsnæðismarkaði. Það er það sem við þurfum núna þegar hægja hefur tekið á í hagkerfinu, ekki umfangsmeira ríkisbákn sem dregur sífellt meira til sín. Fjárlög fyrir árið 2026 eru ekki fjárlög stöðugleika og framþróunar heldur fjárlög skattahækkana og aukinna útgjalda. Þau hvetja ekki til nýsköpunar, framleiðni eða fjárfestinga heldur draga úr þeim. Ef markmiðið er að stækka kökuna þarf að hætta að taka stærri sneið af henni og færa ríkinu. Við þurfum ábyrgð, raunverulegt aðhald og sanngjarnt skattkerfi sem hvetur til verðmætasköpunar. Það er leiðin til að tryggja vöxt, stöðugleika og velferð. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjárlagafrumvarp 2026 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur nú lagt fram sín fyrstu fjárlög hvar þau hefðu getað skilað afgangi af rekstri ríkissjóðs hefði viljinn verið fyrir hendi. Fyrir rúmu ári síðan, þegar fjárlög yfirstandandi árs voru kynnt, var ljóst að mögulegt yrði að ná afgangi af fjárlögum árið 2026 en til þess þyrfti þó styrka stjórn efnahagsmál. Áhersla ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur á stöðugleika og hallalaus fjárlög er ekki meiri en svo að í fjárlögum er stefnt að 27 milljarðar króna halla af rekstri. Boðaðar hagræðingaraðgerðir, sem þó eru trommaðar upp með látum, nema aðeins 0,9% af útgjöldum ríkissjóðs árið 2026 og hluti þeirra felst í að fresta verkefnum eða tæma varasjóði ráðuneyta, ekkert alvöru hagræði þar. Hallinn væri svo líka enn meiri ef ekki væri fyrir 30 milljarða skattahækkanir sem boðaðar eru á fólkið í landinu. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur er nefnilega ekki tilbúin að leggja á sig það sem til þarf, kýs frekar að nýta tekjuauka frá öflugum efnahagsumsvifum í aukin útgjöld, og þegar hann dugir ekki til þá hækkar hún skatta á heimilin og fyrirtækin í landinu - sama ríkisstjórnin og lofaði fyrir rétt rúmu ári síðan að hækka ekki skatta á venjulegt fólk. Til þess að standa undir útgjaldaflaum þeim sem leiðir af kosningaloforðum ríkisstjórnarflokkanna, þá kannski helst Flokks fólksins, stendur til að afnema samsköttun hjóna og sambúðarfólks, hækka vörugjöld á bíla, hækka skatta á leigutekjur, innheimta kílómetragjald af bensín og dísilbílum, svo eitthvað sé nefnt, en allt á það sammerkt að bitna hvað verst á þeim sem minnst hafa milli handanna. Ráðherrum og þingmönnum Viðreisnar hlýtur hið minnsta að vera þetta margt þvert um geð standi þeir raunverulega undir meintri hægri mennsku sinni. En þetta þarf ekki að vera svona. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram tillögur að breytingum á fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem myndu skila rekstri ríkissjóðs í plús samhliða umfangsmiklum skattalækkunum til handa heimilum og fyrirtækjum. Auk þess að leggjast gegn öllum skattahækkunartillögum ríkisstjórnarinnar leggur Sjálfstæðisflokkurinn til að útvarpsgjald verði lækkað samhliða niðurskurði í rekstri RÚV, stimpilgjöld verði afnumin á kaupum einstaklinga á íbúðarhúsnæði, endurgreiðsla VSK við vinnu á byggingarstað verði aukin á ný og kolefnisgjöld verði lækkuð. Tillögurnar fela einnig í sér sölu ríkiseigna sem engin þörf er á að séu til staðar í eignasafni hins opinbera. Tillögurnar létta raunverulega undir með heimilum í landinu, skilja meira eftir af sjálfsafla fé þeirra í eigin vasa, gefur atvinnulífinu meira svigrúm til vaxtar og verðmætasköpunar öllum til heilla og taka á þeim vanda sem byggst hefur upp á húsnæðismarkaði. Það er það sem við þurfum núna þegar hægja hefur tekið á í hagkerfinu, ekki umfangsmeira ríkisbákn sem dregur sífellt meira til sín. Fjárlög fyrir árið 2026 eru ekki fjárlög stöðugleika og framþróunar heldur fjárlög skattahækkana og aukinna útgjalda. Þau hvetja ekki til nýsköpunar, framleiðni eða fjárfestinga heldur draga úr þeim. Ef markmiðið er að stækka kökuna þarf að hætta að taka stærri sneið af henni og færa ríkinu. Við þurfum ábyrgð, raunverulegt aðhald og sanngjarnt skattkerfi sem hvetur til verðmætasköpunar. Það er leiðin til að tryggja vöxt, stöðugleika og velferð. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun