Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir og Bjarni Karlsson skrifa 8. desember 2025 07:46 Við sem hér pikkum grein á lyklaborðið erum af þeirri kynslóð sem þrýsti tveimur ungum fingrum í einu á Play og Rec til þess að ná Júróvisjónlögunum á kasettu. Vorið var þá komið eftir langan vetur, jól og páskar að baki, lóan lent á klakanum og nú settist fjölskyldan við svart hvítan skjáinn til að sjá og heyra sönginn handan hafsins. Með kökumylsnu í munnvikum og glýju í augum opnaðist nýr heimur fyrir ungum sálum á 8. áratugnum. Það var til svo ólíkt fólk, allskyns tónlist, hispurslaus framkoma, stolt og gleði ásamt djörfum klæðnaði sem fullorðna fólkinu gat blöskrað. Ekki dró það úr spenningnum að sjá og heyra alla þessa útlendinga úti í hinum stóra heimi. Þegar kom að stigagjöfinni sem enginn skildi neitt í hvernig féll, heyrðist fullorðna fólkið tala um heimspólitíkina og augljós hagsmunamunstur stórþjóða. Jóna Hrönn vandist því að faðir hennar horfði ekki á keppnina sjálfa, en þegar kom að stigagjöfinni settist hann við og lék sér að því að spá fyrir hvaða þjóðir sýndu hver annari rausn og hverjar ekki. Hvað sem allri heimspólitík leið var Júróvissjón bernskunnar þó alltaf óbilandi fiðringur og framandi stemmning. Líklega hafa fæstir Evrópubúar tekið sérstaklega til þess þegar Pálmi Gunnarsson, Helga Möller og Eiríkur Hauksson fluttu Gleðibankann 1986. Hér heima var þátttaka Íslands í Júróvisjón hins vegar staðfesting á því að nýir tímar voru gengnir í garð. Litasjónvarp var komið á öll heimili svo glimmerbúningarnir nutu sín á túpu-skjánum og Gleðibankinn varð að þjóðareign sem enn er kveðin við raust í partýum og réttum. Stóra breytingin var hins vegar sú að ný sjálfsmynd hafði fæðst. Við sem áður höfðum verið fjarlægir viðtakendur handan hafs vorum orðnir virkir þátttakendur í veröldinni með alveg splunkunýjum hætti. Þegar Lóan tekur að syngja næsta vor verða fjörutíu ár liðin frá því Gleðibankinn var fluttur og íslenskar raddir blönduðu sér í hinn mikla víðóm evrópskrar dægurmenningar. Júróvisjón vekur sem fyrr fiðring og gleði. Sérleiki ólíkra menninga birtist með stolti og virðingu. Hver þjóð á sína rödd sem send er með skilaboð á þennan stóra fund. Hvort heldur sungið er um gleði eða sorgir, ástir eða reiði, fögnuð, ótta, vonir eða bara um gagn og gæði sánubaða, þá eru skilaboðin alltaf þessi: Við elskum lífið og hvert annað. Júróvisjón er um ástina á lífinu og náunganum. Hún er gleði- og friðarhátíð þar sem við sameinumst í litadýrð og fjölbreytni. En nú er ber skugga á. Harmiskyggð augu barna lífs og látinna horfa á okkur frá Gaza. Varist að forsmá nokkurn þessara smælingja, mælti Jesús fyrir hönd barna á öllum öldum. Ég segi yður að englar þeirra á himnum njóta jafnan návistar míns himneska föður.[1] Með öðrum orðum: Ekki svívirða börn. Þegar þú horfir í augu barns er höfundur lífsins að horfa á þig. Í þessum dómsjúka heimi þar sem ásakanir ganga á víxl og sakir eru bornar víða stendur Jesús frá Nasaret og biður okkur að staðnæmast og taka við þeim einfalda sannleika að það eru börnin sem dæma heiminn. Þú ert bara það sem þú ert í augum þeirra barna sem eru dæmd til að treysta þér. Þannig dæmir Guð heiminn. Nú væri ósvinna að undirbúa hátíð með fulltrúum Ísraelsmanna til þess að fagna lífinu og ástinni á öllu fólki. Það væri sturluð synd í augum barnanna á Gaza. Gleðibankinn er tómur. Við tökum undir með því fólki sem vill sjá gleði- og friðarhátíð haldna á Íslandi á komandi vori. Þar skal lífinu fagnað með virðingu og ástin staðfest í hjartans þrá eftir friði og réttlæti. Ísraelsmenn og Palestínumenn munu þurfa að búa saman um ókomna tíð. Þeir munu þurfa að finna leiðina saman. Það verður erfitt. Samfélag þjóðanna þarf að styðja þessar tvær þjóðir. Það verður ekki gert með leiknum fagnaðarlátum, gervimennsku og þjónkun. Við hvetjum útvarpsráð til þess að draga Rúv út úr keppninni á komandi vori. Höfundar eru prestar. [1] Matteusarguðspjall 18.10 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Hrönn Bolladóttir Bjarni Karlsson Eurovision 2026 Eurovision Ríkisútvarpið Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Sjá meira
Við sem hér pikkum grein á lyklaborðið erum af þeirri kynslóð sem þrýsti tveimur ungum fingrum í einu á Play og Rec til þess að ná Júróvisjónlögunum á kasettu. Vorið var þá komið eftir langan vetur, jól og páskar að baki, lóan lent á klakanum og nú settist fjölskyldan við svart hvítan skjáinn til að sjá og heyra sönginn handan hafsins. Með kökumylsnu í munnvikum og glýju í augum opnaðist nýr heimur fyrir ungum sálum á 8. áratugnum. Það var til svo ólíkt fólk, allskyns tónlist, hispurslaus framkoma, stolt og gleði ásamt djörfum klæðnaði sem fullorðna fólkinu gat blöskrað. Ekki dró það úr spenningnum að sjá og heyra alla þessa útlendinga úti í hinum stóra heimi. Þegar kom að stigagjöfinni sem enginn skildi neitt í hvernig féll, heyrðist fullorðna fólkið tala um heimspólitíkina og augljós hagsmunamunstur stórþjóða. Jóna Hrönn vandist því að faðir hennar horfði ekki á keppnina sjálfa, en þegar kom að stigagjöfinni settist hann við og lék sér að því að spá fyrir hvaða þjóðir sýndu hver annari rausn og hverjar ekki. Hvað sem allri heimspólitík leið var Júróvissjón bernskunnar þó alltaf óbilandi fiðringur og framandi stemmning. Líklega hafa fæstir Evrópubúar tekið sérstaklega til þess þegar Pálmi Gunnarsson, Helga Möller og Eiríkur Hauksson fluttu Gleðibankann 1986. Hér heima var þátttaka Íslands í Júróvisjón hins vegar staðfesting á því að nýir tímar voru gengnir í garð. Litasjónvarp var komið á öll heimili svo glimmerbúningarnir nutu sín á túpu-skjánum og Gleðibankinn varð að þjóðareign sem enn er kveðin við raust í partýum og réttum. Stóra breytingin var hins vegar sú að ný sjálfsmynd hafði fæðst. Við sem áður höfðum verið fjarlægir viðtakendur handan hafs vorum orðnir virkir þátttakendur í veröldinni með alveg splunkunýjum hætti. Þegar Lóan tekur að syngja næsta vor verða fjörutíu ár liðin frá því Gleðibankinn var fluttur og íslenskar raddir blönduðu sér í hinn mikla víðóm evrópskrar dægurmenningar. Júróvisjón vekur sem fyrr fiðring og gleði. Sérleiki ólíkra menninga birtist með stolti og virðingu. Hver þjóð á sína rödd sem send er með skilaboð á þennan stóra fund. Hvort heldur sungið er um gleði eða sorgir, ástir eða reiði, fögnuð, ótta, vonir eða bara um gagn og gæði sánubaða, þá eru skilaboðin alltaf þessi: Við elskum lífið og hvert annað. Júróvisjón er um ástina á lífinu og náunganum. Hún er gleði- og friðarhátíð þar sem við sameinumst í litadýrð og fjölbreytni. En nú er ber skugga á. Harmiskyggð augu barna lífs og látinna horfa á okkur frá Gaza. Varist að forsmá nokkurn þessara smælingja, mælti Jesús fyrir hönd barna á öllum öldum. Ég segi yður að englar þeirra á himnum njóta jafnan návistar míns himneska föður.[1] Með öðrum orðum: Ekki svívirða börn. Þegar þú horfir í augu barns er höfundur lífsins að horfa á þig. Í þessum dómsjúka heimi þar sem ásakanir ganga á víxl og sakir eru bornar víða stendur Jesús frá Nasaret og biður okkur að staðnæmast og taka við þeim einfalda sannleika að það eru börnin sem dæma heiminn. Þú ert bara það sem þú ert í augum þeirra barna sem eru dæmd til að treysta þér. Þannig dæmir Guð heiminn. Nú væri ósvinna að undirbúa hátíð með fulltrúum Ísraelsmanna til þess að fagna lífinu og ástinni á öllu fólki. Það væri sturluð synd í augum barnanna á Gaza. Gleðibankinn er tómur. Við tökum undir með því fólki sem vill sjá gleði- og friðarhátíð haldna á Íslandi á komandi vori. Þar skal lífinu fagnað með virðingu og ástin staðfest í hjartans þrá eftir friði og réttlæti. Ísraelsmenn og Palestínumenn munu þurfa að búa saman um ókomna tíð. Þeir munu þurfa að finna leiðina saman. Það verður erfitt. Samfélag þjóðanna þarf að styðja þessar tvær þjóðir. Það verður ekki gert með leiknum fagnaðarlátum, gervimennsku og þjónkun. Við hvetjum útvarpsráð til þess að draga Rúv út úr keppninni á komandi vori. Höfundar eru prestar. [1] Matteusarguðspjall 18.10
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun