Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Samúel Karl Ólason skrifar 8. desember 2025 10:12 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist bera mikla virðingu fyrir forstjóra Netflix en það gæti reynst erfitt að samþykkja kaup fyrirtækisins á stórum hluta Warner Bros. Discovery. AP/Julia Demaree Nikhinson Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að kaup Netflix á stórum hluta Warner Bros. Discovery gætu reynst erfið að samþykkja vegna markaðsstöðu fyrirtækjanna. Samruni fyrirtækjanna gæti gerbreytt stöðunni á markaði streymisveitna en þau eru meðal þeirra tveggja stærstu í heiminum á þeim markaði. WBD rekur sjónvarpsstöðvar eins og CNN, Discovery, TNT HBO og fleiri auk þess sem það rekur kvikmyndatökuver og streymisveituna HBO Max, svo eitthvað sé nefnt. Forsvarsmenn Warner hafa samþykkt 72 milljarða dala (um 9,2 billjónir króna) kauptilboð Netflix í kvikmyndaver og streymisveitu fyrirtækisins. Sjónvarpsstöðvar og fréttastöðvar Warner yrðu ekki með í kaupunum en Netflix fengi meðal annars HBO Max, DC Studios og umfangsmikið safn af sjónvarpsefni og kvikmyndum. Eigendur Paramount höfðu reynt að kaupa WBD í heild sinni en það vildu forsvarsmenn fyrirtækisins ekki samþykkja. Sjá einnig: Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Netflix er með langmesta markaðshlutdeild meðal streymisveita í heiminum. Í lok síðasta árs voru áskrifendur fyrirtækisins um 320 milljónir talsins en þá hættu forsvarsmenn fyrirtækisins að veita upplýsingar um fjölda áskrifenda. Í lok september voru áskrifendur Warner Bros. Discovery um 128 milljónir, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Trump var spurður út í kaupin í gærkvöldi og sagði forsetinn að þau gætu orðið „vandamál“: það væri ekki spurning. Hann sagðist ætla að taka virkan þátt í að taka ákvörðun um það hvort yfirvöld Bandaríkjanna myndu samþykkja kaupin, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þá sagði Trump að kaupin þyrftu að fara gegnum ákveðið ferli og sjá þyrfti hvað kæmi út úr því en hann tók fram að Ted Sarandos, forstjóri Netflix, væri frábær og að þeir hefðu hist í Hvíta húsinu í síðustu viku. Reed Hastings, annar stofnanda Netflix, var ötull stuðningsmaður Kamölu Harris, mótframbjóðanda Trumps í forsetakosningunum í fyrra. Ætla ekki að sameina veiturnar strax Eins og fram kemur í frétt WSJ hafa forsvarsmenn streymisveitna verið að hækka áskriftarverð að undanförnu, samhliða aukningu í útgjöldum vegna framleiðslu sjónvarpsefnis og því að dregið hefur úr fjölgun nýrra áskrifenda. Þetta á bæði við Netflix og HBO Max. Úr höfuðstöðvum Netflix hefur heyrst að ekki standi til að sameina streymisveiturnar strax eftir að kaupin ganga í gegn. Notendur þyrftu því áfram, í það minnsta í einhvern tíma, að halda áfram að greiða fyrir báðar streymisveiturnar. CNBC segir að fjárfestar Netflix virðist ekki hafa tekið fregnum af kaupunum allt of vel, miðað við það að virði hlutabréfa fyrirtækisins lækkaði um 2,89 prósent eftir að tilboðið var samþykkt. Einn greinandi sagði við blaðamann miðilsins að það væri kristaltært að kaupin myndu í fyrstu koma niður á Netflix. Upphæðin væri það mikil. Virði hlutabréfa WBD hækkuðu um 6,3 prósent. Ein af ástæðum þess að forsvarsmenn Warner Bros. Discovery ákváðu að skipta fyrirtækinu upp og leita kaupenda er að reksturinn hefur gengið erfiðlega eftir að Warner Bros. og Discovery Inc. sameinuðust árið 2022. Sameiningin kostaði mikið og fyrirtækið varð mjög skuldsett í kjölfarið. Bandaríkin Donald Trump Streymisveitur Netflix Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Bandaríska framleiðslufyrirtækið Warner Bros hefur hafið viðræður við Netflix um möguleg kaup Netflix á sjónvarps- og kvikmyndaveri fyrirtækisins og streymisveitunni HBO sem er í eigu Warner Bros. Fleiri fyrirtæki hafa lýst áhuga á að eignast myndver og streymisveitu Warner Bros en fyrirtækið er nú sagt aðeins eiga í viðræðum við Netflix sem hafi tekið forskotið í samkeppni við önnur fyrirtæki um kaupin. 5. desember 2025 10:52 Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Forsvarsmenn Warner Bros. Discovery segjast nú tilbúnir til að selja fyrirtækið í heild sinni. Áður höfðu þeir stefnt að því að skipta fyrirtækinu í tvennt en eftir að hafa fengið veður af áhugasömum kaupendum hafa þeir skipt um skoðun. Hlutabréf fyrirtækisins hafa hækkað töluvert í virði eftir tilkynninguna í dag. 21. október 2025 14:11 Paramount ber víurnar í Warner Bros Forsvarsmenn Paramount Skydance hafa í nokkrar vikur reynt að sameina félagið við Warner Bros. Discovery. Sá samruni myndi skapa eitt stærsta og öflugasta skemmtanaafurðafyrirtæki heimsins. 14. október 2025 13:15 Mest lesið Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
WBD rekur sjónvarpsstöðvar eins og CNN, Discovery, TNT HBO og fleiri auk þess sem það rekur kvikmyndatökuver og streymisveituna HBO Max, svo eitthvað sé nefnt. Forsvarsmenn Warner hafa samþykkt 72 milljarða dala (um 9,2 billjónir króna) kauptilboð Netflix í kvikmyndaver og streymisveitu fyrirtækisins. Sjónvarpsstöðvar og fréttastöðvar Warner yrðu ekki með í kaupunum en Netflix fengi meðal annars HBO Max, DC Studios og umfangsmikið safn af sjónvarpsefni og kvikmyndum. Eigendur Paramount höfðu reynt að kaupa WBD í heild sinni en það vildu forsvarsmenn fyrirtækisins ekki samþykkja. Sjá einnig: Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Netflix er með langmesta markaðshlutdeild meðal streymisveita í heiminum. Í lok síðasta árs voru áskrifendur fyrirtækisins um 320 milljónir talsins en þá hættu forsvarsmenn fyrirtækisins að veita upplýsingar um fjölda áskrifenda. Í lok september voru áskrifendur Warner Bros. Discovery um 128 milljónir, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Trump var spurður út í kaupin í gærkvöldi og sagði forsetinn að þau gætu orðið „vandamál“: það væri ekki spurning. Hann sagðist ætla að taka virkan þátt í að taka ákvörðun um það hvort yfirvöld Bandaríkjanna myndu samþykkja kaupin, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þá sagði Trump að kaupin þyrftu að fara gegnum ákveðið ferli og sjá þyrfti hvað kæmi út úr því en hann tók fram að Ted Sarandos, forstjóri Netflix, væri frábær og að þeir hefðu hist í Hvíta húsinu í síðustu viku. Reed Hastings, annar stofnanda Netflix, var ötull stuðningsmaður Kamölu Harris, mótframbjóðanda Trumps í forsetakosningunum í fyrra. Ætla ekki að sameina veiturnar strax Eins og fram kemur í frétt WSJ hafa forsvarsmenn streymisveitna verið að hækka áskriftarverð að undanförnu, samhliða aukningu í útgjöldum vegna framleiðslu sjónvarpsefnis og því að dregið hefur úr fjölgun nýrra áskrifenda. Þetta á bæði við Netflix og HBO Max. Úr höfuðstöðvum Netflix hefur heyrst að ekki standi til að sameina streymisveiturnar strax eftir að kaupin ganga í gegn. Notendur þyrftu því áfram, í það minnsta í einhvern tíma, að halda áfram að greiða fyrir báðar streymisveiturnar. CNBC segir að fjárfestar Netflix virðist ekki hafa tekið fregnum af kaupunum allt of vel, miðað við það að virði hlutabréfa fyrirtækisins lækkaði um 2,89 prósent eftir að tilboðið var samþykkt. Einn greinandi sagði við blaðamann miðilsins að það væri kristaltært að kaupin myndu í fyrstu koma niður á Netflix. Upphæðin væri það mikil. Virði hlutabréfa WBD hækkuðu um 6,3 prósent. Ein af ástæðum þess að forsvarsmenn Warner Bros. Discovery ákváðu að skipta fyrirtækinu upp og leita kaupenda er að reksturinn hefur gengið erfiðlega eftir að Warner Bros. og Discovery Inc. sameinuðust árið 2022. Sameiningin kostaði mikið og fyrirtækið varð mjög skuldsett í kjölfarið.
Bandaríkin Donald Trump Streymisveitur Netflix Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Bandaríska framleiðslufyrirtækið Warner Bros hefur hafið viðræður við Netflix um möguleg kaup Netflix á sjónvarps- og kvikmyndaveri fyrirtækisins og streymisveitunni HBO sem er í eigu Warner Bros. Fleiri fyrirtæki hafa lýst áhuga á að eignast myndver og streymisveitu Warner Bros en fyrirtækið er nú sagt aðeins eiga í viðræðum við Netflix sem hafi tekið forskotið í samkeppni við önnur fyrirtæki um kaupin. 5. desember 2025 10:52 Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Forsvarsmenn Warner Bros. Discovery segjast nú tilbúnir til að selja fyrirtækið í heild sinni. Áður höfðu þeir stefnt að því að skipta fyrirtækinu í tvennt en eftir að hafa fengið veður af áhugasömum kaupendum hafa þeir skipt um skoðun. Hlutabréf fyrirtækisins hafa hækkað töluvert í virði eftir tilkynninguna í dag. 21. október 2025 14:11 Paramount ber víurnar í Warner Bros Forsvarsmenn Paramount Skydance hafa í nokkrar vikur reynt að sameina félagið við Warner Bros. Discovery. Sá samruni myndi skapa eitt stærsta og öflugasta skemmtanaafurðafyrirtæki heimsins. 14. október 2025 13:15 Mest lesið Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Bandaríska framleiðslufyrirtækið Warner Bros hefur hafið viðræður við Netflix um möguleg kaup Netflix á sjónvarps- og kvikmyndaveri fyrirtækisins og streymisveitunni HBO sem er í eigu Warner Bros. Fleiri fyrirtæki hafa lýst áhuga á að eignast myndver og streymisveitu Warner Bros en fyrirtækið er nú sagt aðeins eiga í viðræðum við Netflix sem hafi tekið forskotið í samkeppni við önnur fyrirtæki um kaupin. 5. desember 2025 10:52
Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Forsvarsmenn Warner Bros. Discovery segjast nú tilbúnir til að selja fyrirtækið í heild sinni. Áður höfðu þeir stefnt að því að skipta fyrirtækinu í tvennt en eftir að hafa fengið veður af áhugasömum kaupendum hafa þeir skipt um skoðun. Hlutabréf fyrirtækisins hafa hækkað töluvert í virði eftir tilkynninguna í dag. 21. október 2025 14:11
Paramount ber víurnar í Warner Bros Forsvarsmenn Paramount Skydance hafa í nokkrar vikur reynt að sameina félagið við Warner Bros. Discovery. Sá samruni myndi skapa eitt stærsta og öflugasta skemmtanaafurðafyrirtæki heimsins. 14. október 2025 13:15