Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar 12. desember 2025 08:31 EES-samningurinn er eitt mikilvægasta verkfæri íslenskrar efnahagsstjórnar. Hann tryggir Íslandi aðgang að stærsta innri markaði í heimi, samræmir reglur sem auðvelda viðskipti og gerir fyrirtækjum okkar kleift að starfa á jafnréttisgrundvelli við evrópska samkeppnisaðila. Fyrir smáríki eins og Ísland hefur þessi samningur skapað stöðugleika og tækifæri sem við hefðum annars átt erfitt með að byggja upp sjálf. EES-samningurinn og innflytjendamál tengjast verulega vegna þess að samningurinn tryggir frjálsa för fólks á vinnumarkaði milli ríkja innan EES, öll aðildaríki ESB ásamt Íslandi, Noregi og Liechtenstein. Þetta þýðir að fólk frá Evrópu getur flutt til Íslands til starfa á sama hátt og Íslendingar geta unnið víðs vegar um Evrópu. Fyrirtæki á Íslandi hafa þannig getað mannað störf sem annars hefðu staðið opin, og innflytjendur sem koma til starfa starfa eru bein afleiðing af því samstarfi sem Ísland kaus að vera hluti af. Þeir eru hluti af því hagkerfi sem EES hefur hjálpað til við að byggja á Íslandi. Umræðan um EES hefur hins vegar breyst á síðustu misserum. Í stað þess að snúast um efnahagslegar staðreyndir hefur hún í auknum mæli orðið vettvangur tilfinninga og tortryggni. Þá heyrast raddir sem halda því fram að fjölgun útlendinga sé „ógn“ við samfélagið eða jafnvel fullveldið. Þessi frásögn endurspeglar fremur tilfinningar frekar en gagnreynda greiningu á stöðunni. Þegar ótti fær að ráða orðræðunni verða gögnin undir, þótt þau segi allt aðra sögu. Til að nálgast umræðuna af heiðarleika er mikilvægt að greina skýrt á milli ólíkra hópa. Flóttafólk kemur hingað vegna neyðar og þörf fyrir vernd. Innflytjendur sem koma til starfa, náms eða fjölskyldulífs standa hins vegar frammi fyrir allt öðrum hvötum. Meirihluti þeirra sem flytja til Íslands á síðustu árum er í leit að tækifærum, ekki vernd, og taka virkan þátt í íslensku samfélagi frá fyrsta degi. Innflytjendur eru nú stór og vaxandi hluti samfélagsins. Samkvæmt Hagstofu Íslands voru þeir 18,2 prósent íbúa landsins 1. janúar 2024, og hlutfallið hefur nær tvöfaldast á síðasta áratug. Þessi þróun getur vakið spurningar og jafnvel óöryggi, en það er mikilvægt að horfa á heildarmyndina. Gögnin sýna skýrt að þessi hópur er ekki byrði; hann er virkur þátttakandi. Atvinnuþátttaka innflytjenda á Íslandi er ein sú hæsta meðal OECD-ríkja, um 83 prósent. Flestir þeirra koma til að starfa, afla tekna og greiða skatta. Þeir fylla störf sem íslenskt vinnuafl ræður ekki við í nægjanlegu magni og stuðla að því að atvinnugreinar vaxi hraðar og þróist betur. Þeir eru því ekki aðeins hluti af efnahagslífinu, þeir eru hluti af því að gera okkur samkeppnishæfari og sveigjanlegri sem samfélag. Það skiptir þó máli að við séum skýr í orðræðunni. Flóttafólk þarf stuðning á meðan það aðlagast. Innflytjendur sem koma til starfa standa í allt öðrum sporum. Þegar þessir hópar eru settir undir sama hatt verður umræðan villandi og gefur ranga mynd af því hverjir leggja hvað til samfélagsins. Málflutningur sem byggir á ótta, hér við erlenda ríkisborgara, einfaldar flókin mál niður í tilfinningalegar skýringar sem standast ekki endilega samanburð við gögn. Slík nálgun getur hljómað sannfærandi í fyrstu, en hún gerir umræðuna þrengri og dregur athyglina frá raunverulegum áskorunum: hvernig við búum til innviði, húsnæði, þjónustu og tækifæri í síbreytilegu samfélagi. Það er fullkomlega eðlilegt að spyrja spurninga um framtíðina. Það er eðlilegt að ræða áhrif fjölbreytni. En til að sú umræða verði farsæl þarf hún að byggja á staðreyndum, ekki á tilfinningum og ógn. Við getum verið sanngjörn og raunhæf í einu og sama andartaki: styðja fólk sem þarf vernd, en líka tryggja að atvinnulíf og samfélag geti tekið á móti þeim sem vilja leggja sitt af mörkum. Auðvitað koma fyrir einstaklingar sem reyna að nýta kerfið sér til ágóða. Slíkt gerist í öllum samfélögum og kallar á skýrar reglur og skilvirkar stofnanir. En það er ekki ástæða til að loka dyrunum fyrir heiðarlegt fólk sem vill starfa, skapa verðmæti og byggja framtíð sína á Íslandi. Ástæður fyrir áframhaldandi þátttöku Íslands í EES-samstarfinu liggja því fyrir: þetta samstarf gerir samfélaginu kleift að þróast hraðar, nýta betur þau tækifæri sem bjóðast og byggja upp fjölbreytt og sterkt atvinnulíf sem heldur áfram að skapa verðmæti fyrir allt landið. Það sem vantar í málflutning þeirra sem mála fjölgun innflytjenda sem ógn er heildarmyndin. Raddir sem tala eingöngu út frá eigin skoðunum en ekki gögnum gefa frá sér aðeins hálfan sannleikann. Hinn helmingurinn, sá sem byggir á staðreyndum, sýnir að innflytjendur eru ekki ógn heldur þátttakendur í framtíð Íslands. Við eigum að treysta okkur sjálfum til að ræða þetta af yfirvegun. Við eigum að skoða tölurnar, meta heildarmyndina og halda áfram samtalinu á málefnalegum og uppbyggilegum grunni. Íslendingar hafa alltaf verið þjóð sem byggir á skynsemi og réttlætiskennd. Það eigum við að halda í. Höfundur er háskólanemi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
EES-samningurinn er eitt mikilvægasta verkfæri íslenskrar efnahagsstjórnar. Hann tryggir Íslandi aðgang að stærsta innri markaði í heimi, samræmir reglur sem auðvelda viðskipti og gerir fyrirtækjum okkar kleift að starfa á jafnréttisgrundvelli við evrópska samkeppnisaðila. Fyrir smáríki eins og Ísland hefur þessi samningur skapað stöðugleika og tækifæri sem við hefðum annars átt erfitt með að byggja upp sjálf. EES-samningurinn og innflytjendamál tengjast verulega vegna þess að samningurinn tryggir frjálsa för fólks á vinnumarkaði milli ríkja innan EES, öll aðildaríki ESB ásamt Íslandi, Noregi og Liechtenstein. Þetta þýðir að fólk frá Evrópu getur flutt til Íslands til starfa á sama hátt og Íslendingar geta unnið víðs vegar um Evrópu. Fyrirtæki á Íslandi hafa þannig getað mannað störf sem annars hefðu staðið opin, og innflytjendur sem koma til starfa starfa eru bein afleiðing af því samstarfi sem Ísland kaus að vera hluti af. Þeir eru hluti af því hagkerfi sem EES hefur hjálpað til við að byggja á Íslandi. Umræðan um EES hefur hins vegar breyst á síðustu misserum. Í stað þess að snúast um efnahagslegar staðreyndir hefur hún í auknum mæli orðið vettvangur tilfinninga og tortryggni. Þá heyrast raddir sem halda því fram að fjölgun útlendinga sé „ógn“ við samfélagið eða jafnvel fullveldið. Þessi frásögn endurspeglar fremur tilfinningar frekar en gagnreynda greiningu á stöðunni. Þegar ótti fær að ráða orðræðunni verða gögnin undir, þótt þau segi allt aðra sögu. Til að nálgast umræðuna af heiðarleika er mikilvægt að greina skýrt á milli ólíkra hópa. Flóttafólk kemur hingað vegna neyðar og þörf fyrir vernd. Innflytjendur sem koma til starfa, náms eða fjölskyldulífs standa hins vegar frammi fyrir allt öðrum hvötum. Meirihluti þeirra sem flytja til Íslands á síðustu árum er í leit að tækifærum, ekki vernd, og taka virkan þátt í íslensku samfélagi frá fyrsta degi. Innflytjendur eru nú stór og vaxandi hluti samfélagsins. Samkvæmt Hagstofu Íslands voru þeir 18,2 prósent íbúa landsins 1. janúar 2024, og hlutfallið hefur nær tvöfaldast á síðasta áratug. Þessi þróun getur vakið spurningar og jafnvel óöryggi, en það er mikilvægt að horfa á heildarmyndina. Gögnin sýna skýrt að þessi hópur er ekki byrði; hann er virkur þátttakandi. Atvinnuþátttaka innflytjenda á Íslandi er ein sú hæsta meðal OECD-ríkja, um 83 prósent. Flestir þeirra koma til að starfa, afla tekna og greiða skatta. Þeir fylla störf sem íslenskt vinnuafl ræður ekki við í nægjanlegu magni og stuðla að því að atvinnugreinar vaxi hraðar og þróist betur. Þeir eru því ekki aðeins hluti af efnahagslífinu, þeir eru hluti af því að gera okkur samkeppnishæfari og sveigjanlegri sem samfélag. Það skiptir þó máli að við séum skýr í orðræðunni. Flóttafólk þarf stuðning á meðan það aðlagast. Innflytjendur sem koma til starfa standa í allt öðrum sporum. Þegar þessir hópar eru settir undir sama hatt verður umræðan villandi og gefur ranga mynd af því hverjir leggja hvað til samfélagsins. Málflutningur sem byggir á ótta, hér við erlenda ríkisborgara, einfaldar flókin mál niður í tilfinningalegar skýringar sem standast ekki endilega samanburð við gögn. Slík nálgun getur hljómað sannfærandi í fyrstu, en hún gerir umræðuna þrengri og dregur athyglina frá raunverulegum áskorunum: hvernig við búum til innviði, húsnæði, þjónustu og tækifæri í síbreytilegu samfélagi. Það er fullkomlega eðlilegt að spyrja spurninga um framtíðina. Það er eðlilegt að ræða áhrif fjölbreytni. En til að sú umræða verði farsæl þarf hún að byggja á staðreyndum, ekki á tilfinningum og ógn. Við getum verið sanngjörn og raunhæf í einu og sama andartaki: styðja fólk sem þarf vernd, en líka tryggja að atvinnulíf og samfélag geti tekið á móti þeim sem vilja leggja sitt af mörkum. Auðvitað koma fyrir einstaklingar sem reyna að nýta kerfið sér til ágóða. Slíkt gerist í öllum samfélögum og kallar á skýrar reglur og skilvirkar stofnanir. En það er ekki ástæða til að loka dyrunum fyrir heiðarlegt fólk sem vill starfa, skapa verðmæti og byggja framtíð sína á Íslandi. Ástæður fyrir áframhaldandi þátttöku Íslands í EES-samstarfinu liggja því fyrir: þetta samstarf gerir samfélaginu kleift að þróast hraðar, nýta betur þau tækifæri sem bjóðast og byggja upp fjölbreytt og sterkt atvinnulíf sem heldur áfram að skapa verðmæti fyrir allt landið. Það sem vantar í málflutning þeirra sem mála fjölgun innflytjenda sem ógn er heildarmyndin. Raddir sem tala eingöngu út frá eigin skoðunum en ekki gögnum gefa frá sér aðeins hálfan sannleikann. Hinn helmingurinn, sá sem byggir á staðreyndum, sýnir að innflytjendur eru ekki ógn heldur þátttakendur í framtíð Íslands. Við eigum að treysta okkur sjálfum til að ræða þetta af yfirvegun. Við eigum að skoða tölurnar, meta heildarmyndina og halda áfram samtalinu á málefnalegum og uppbyggilegum grunni. Íslendingar hafa alltaf verið þjóð sem byggir á skynsemi og réttlætiskennd. Það eigum við að halda í. Höfundur er háskólanemi
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun