Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar 12. desember 2025 13:33 Í september síðastliðnum tilkynnti Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra áform um að sameina ætti Hljóðbókasafn Íslands, Kvikmyndasafn Íslands og Landsbókasafn-Háskólabókasafn. Markmið sameiningarinnar eru sett fram í sex liðum, þar sem fyrirferðamestu liðirnir eru á grundvelli faglegrar styrkingar þessara stofnana og aukning á þjónustustigi þeirra gagnvart notendum. Þann áttunda þessa mánuðar birtist svo í samráðsgátt stjórnvalda frumvarp til laga um breytingu á lögum um þessi þrjú söfn. Við lestur á inngangi frumvarpsins í samráðsgáttinni kemur í ljós að áðurtalin markmið eru ekki megin forsendan fyrir ákvörðuninni, heldur „hagkvæmni í rekstri“, eins og segir í einum af sex markmiðsliðunum. Í inngangnum er því haldið fram að undir ráðuneytinu séu margar „örstofnanir“ og að því fylgi mikil „umsýsla“ fyrir ráðuneytið að hafa með þeim eftirlit. Ráðuneytið ályktar því sem svo að best sé að fækka þessum stofnunum með sameiningum og vísar til tillagna Ríkisendurskoðunar frá 2021 um slíkt sem segir m.a. að „ætla“ megi „að fjöldi smárra stofnana sé óhagstæður í rekstrarlegu og faglegu tilliti en líkur eru einnig á að einhverjar þeirra gætu hæglega rúmast innan stærri skipulagsheilda hins opinbera.“ Þessi innleiðing á frumvarpinu er á skjön við megin áherslurnar fyrir sameiningu stofnana. En hér er ráðuneytið að kveinka sér undan vinnu og gerir tillögur Ríkisendurskoðunar að því að „skoða“ þessi mál sem röksemd fyrir því að ráðast í sameiningu stofnanana. Það er auðvitað góðra gjalda vert að stjórnsýslan eigi sér sína drauma um einfaldari heim og leiti leiða til að láta þá verða að veruleika. En það er mikið ábyrgðarhlutur að kasta til höndunum eins og virðist eiga sér stað í þessu máli. Forsvarsmenn Hljóðbókasafnsins hafa eindregið mótmælt þessum áformum, eins og komið hefur fram í fréttum. Og fyrir þá sem þekkja til starfsemi Kvikmyndasafns Íslands, blasir við eyðilegging á þeirri áratuga gömlu stofnun með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Kvikmyndasafnið hefur á undanförnum árum verið á miklu flugi og rækt skyldur sínar sem safnastofnun af miklum myndarbrag - þrátt fyrir þröngan fjárhagsramma miðað við tilgang og markmið safnsins. Tekin hafa verið stökk í söfnun og skráningu heimilda og kvikmynda (listaverka!), varðveisluþátturinn hefur færst yfir á stafrænt svið, rannsóknum hefur aldrei verið betur sinnt, og miðlun á gersemum kvikmynda hefur hitt þjóðina í hjartastað með auknu aðgengi í gegnum netið og með þáttagerð á RÚV. Þessu starfi og möguleikum safnsins til að vaxa enn frekar á þessum sviðum á nú að pakka saman í deild innan Landbókasafns Íslands-Háskólabókasafns og eyðileggja. Sú deild mun þurfa að berjast við aðrar deildir um athygli, eins og tónlistarsafnið og leikminjasafnið, sem horfið hafa af yfirborði jarðar við innlimun þeirra í bókasafnið. Að lokum er svo vert að minnast á einn anga þessa máls, en í frumvarpsgögnunum kemur fram að sameiningin eigi ekki að kosta krónu meira en þessar stofnanir eru að fá nú á fjárlögum. Á sama tíma blasir við að kosta þurfi tugum eða hundruðum milljóna við breytingar á húsnæði Landsbókasafns Íslands-Háskólabókasafns vegna sameiningarinnar. Og hið sama má segja um aðrar fjárfestingar eins og í tækni til miðlunar og notkunar, svo dæmi sé tekið. Þetta og annað í frumvarpsgögnunum dregur sannarlega úr trúverðugleika hugmyndarinnar og vinnubragðana um gagnsemi sameiningarinnar. Höfundur er prófessor og fyrrverandi forstöðumaður Kvikmyndasafns Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann skrifar Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar Skoðun Réttarkerfið sem vinnur gegn börnum Theodóra Líf Aradóttir skrifar Skoðun Fíkn er ekki skömm – hún er sjúkdómur Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ert þú ekki bara pólitíkus? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Æskan er okkar fjársjóður Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Af hverju opinbert heilbrigðiskerfi? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Umræðan um bólusetningar barna á algjörum villigötum Júlíus Valsson skrifar Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson skrifar Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Í september síðastliðnum tilkynnti Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra áform um að sameina ætti Hljóðbókasafn Íslands, Kvikmyndasafn Íslands og Landsbókasafn-Háskólabókasafn. Markmið sameiningarinnar eru sett fram í sex liðum, þar sem fyrirferðamestu liðirnir eru á grundvelli faglegrar styrkingar þessara stofnana og aukning á þjónustustigi þeirra gagnvart notendum. Þann áttunda þessa mánuðar birtist svo í samráðsgátt stjórnvalda frumvarp til laga um breytingu á lögum um þessi þrjú söfn. Við lestur á inngangi frumvarpsins í samráðsgáttinni kemur í ljós að áðurtalin markmið eru ekki megin forsendan fyrir ákvörðuninni, heldur „hagkvæmni í rekstri“, eins og segir í einum af sex markmiðsliðunum. Í inngangnum er því haldið fram að undir ráðuneytinu séu margar „örstofnanir“ og að því fylgi mikil „umsýsla“ fyrir ráðuneytið að hafa með þeim eftirlit. Ráðuneytið ályktar því sem svo að best sé að fækka þessum stofnunum með sameiningum og vísar til tillagna Ríkisendurskoðunar frá 2021 um slíkt sem segir m.a. að „ætla“ megi „að fjöldi smárra stofnana sé óhagstæður í rekstrarlegu og faglegu tilliti en líkur eru einnig á að einhverjar þeirra gætu hæglega rúmast innan stærri skipulagsheilda hins opinbera.“ Þessi innleiðing á frumvarpinu er á skjön við megin áherslurnar fyrir sameiningu stofnana. En hér er ráðuneytið að kveinka sér undan vinnu og gerir tillögur Ríkisendurskoðunar að því að „skoða“ þessi mál sem röksemd fyrir því að ráðast í sameiningu stofnanana. Það er auðvitað góðra gjalda vert að stjórnsýslan eigi sér sína drauma um einfaldari heim og leiti leiða til að láta þá verða að veruleika. En það er mikið ábyrgðarhlutur að kasta til höndunum eins og virðist eiga sér stað í þessu máli. Forsvarsmenn Hljóðbókasafnsins hafa eindregið mótmælt þessum áformum, eins og komið hefur fram í fréttum. Og fyrir þá sem þekkja til starfsemi Kvikmyndasafns Íslands, blasir við eyðilegging á þeirri áratuga gömlu stofnun með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Kvikmyndasafnið hefur á undanförnum árum verið á miklu flugi og rækt skyldur sínar sem safnastofnun af miklum myndarbrag - þrátt fyrir þröngan fjárhagsramma miðað við tilgang og markmið safnsins. Tekin hafa verið stökk í söfnun og skráningu heimilda og kvikmynda (listaverka!), varðveisluþátturinn hefur færst yfir á stafrænt svið, rannsóknum hefur aldrei verið betur sinnt, og miðlun á gersemum kvikmynda hefur hitt þjóðina í hjartastað með auknu aðgengi í gegnum netið og með þáttagerð á RÚV. Þessu starfi og möguleikum safnsins til að vaxa enn frekar á þessum sviðum á nú að pakka saman í deild innan Landbókasafns Íslands-Háskólabókasafns og eyðileggja. Sú deild mun þurfa að berjast við aðrar deildir um athygli, eins og tónlistarsafnið og leikminjasafnið, sem horfið hafa af yfirborði jarðar við innlimun þeirra í bókasafnið. Að lokum er svo vert að minnast á einn anga þessa máls, en í frumvarpsgögnunum kemur fram að sameiningin eigi ekki að kosta krónu meira en þessar stofnanir eru að fá nú á fjárlögum. Á sama tíma blasir við að kosta þurfi tugum eða hundruðum milljóna við breytingar á húsnæði Landsbókasafns Íslands-Háskólabókasafns vegna sameiningarinnar. Og hið sama má segja um aðrar fjárfestingar eins og í tækni til miðlunar og notkunar, svo dæmi sé tekið. Þetta og annað í frumvarpsgögnunum dregur sannarlega úr trúverðugleika hugmyndarinnar og vinnubragðana um gagnsemi sameiningarinnar. Höfundur er prófessor og fyrrverandi forstöðumaður Kvikmyndasafns Íslands.
Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun
Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar
Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar
Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun