Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. desember 2025 21:01 Ríkisstjórnin áformar að hagræða í ríkisrekstri um hundrað og sjö milljarða króna næstu fimm ár. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra telur að aldrei hafi verið áformað að hagræða um svo háa fjárhæð. Vísir/Vilhelm Stjórnvöld ætla að ráðast í metnaðarfyllstu hagræðingaraðgerðir í ríkisrekstri í langan tíma að mati fjármálaráðherra. Aldrei hafi verið ákveðið að spara aðra eins fjármuni eins og næstu ár eða um hundrað og sjö milljarða króna. Búist sé við að starfsfólki fækki. Stjórnvöld kölluðu eftir hagræðingartillögum frá almenningi og stofnunum í upphafi árs og bárust tíu þúsund tillögur. Hagræðingarhópur fór yfir þær og lagði til sextíu tillögur. Ríkistjórnin hefur svo fallist á tillögu vinnuhóps um að helmingur þeirra verði að veruleika næstu fimm ár og ætlar að spara samtals 107 milljarða króna í ríkisrekstri á tímabilinu. Meðal þess sem felst í áformunum er að fækka á ríkisstofnunum um 20. Þar undir er sameining HMS og skipulagsstofnunar, sameiningar í heilbrigðiskerfinu, samruni menningar- og listasafna og sameining á MAST, Fískistofu og verðlagsstofu skiptaverðs. Þá færist þjónusta og stjórnsýsla um 35 framhaldsskóla til fjögurra til sex svæðisskrifstofa. Sameina á 20 sýslumannsembætti í eitt. Loks á að samræma á innkaup ríkisins til dæmis með því sameiginlegum innkaupum á lyfjum í heilbrigðiskerfinu. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra telur að breytingarnar muni þýða einhverja fækkun starfsfólks. „Einhver fækkun mun að sjálfsögðu eiga sér stað. Það er líka starfsmannavelta hjá ríkinu þannig að við gerum kannski ekki ráð fyrir beinar uppsagnir í þessu en við gerum ráð fyrir einhverjar tilfærslur og einhverjar áherslubreytingar,“ segir Daði. Fjármálamarkaður hafi veitt árangri stjórnvalda athygli Ýmsar hagræðingartillögur sem eru þegar fram komnar hafa verið gagnrýndar. Til að mynda studdu skólameistarar framhaldsskóla ekki boðaðar breytingar í yfirlýsingu í haust. Daði er hins vegar sannfærður um áformin verði að veruleika. Árangur á þessu ári hafi til dæmis verið betri en gert hafði verið ráð fyrir. „Við erum farin af stað og árangurinn á þessu ári sem hagræðingaraðgerðirnar náðu alls ekki til bendir til þess að þetta muni ganga mjög vel. Okkur hefur tekist nú þegar náð að draga úr kostnaði um ellefu milljarða króna. Það kom til vegna bættra innkaupa ríkisins. Við höfum lagt áherslu á að ríkið njóti betur stærðar sinnar í innkaupum. Þá hefur fjármagnsþörf ríkisins verið stýrt betur,“ segir Daði. „Það er dýrt að vera stöðugt að fjármagna sig með lántöku og við höfum reynt eftir fremsta megni að stilla því í hóf. Það hefur gengið svo vel að það er eftir því tekið á markaði.“ Hagræðingamet Aðspurður um hvort hann muni eftir öðrum eins niðurskurði svara Daði: „Þetta eru mjög metnaðarfullar tillögur og þær metnaðarfyllstu sem hafa komið fram síðustu ár,“ segir Daði. Þá telur hann að þetta sé í fyrsta skipti sem ráðgert sé að skera niður svo háa upphæð hjá hinu opinbera eða samtals um hundrað og sjö milljarða króna næstu fimm ár. „Það hefur ekki verið gert áður,“ segir Daði. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Viðreisn Samfylkingin Flokkur fólksins Stjórnsýsla Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Stjórnvöld kölluðu eftir hagræðingartillögum frá almenningi og stofnunum í upphafi árs og bárust tíu þúsund tillögur. Hagræðingarhópur fór yfir þær og lagði til sextíu tillögur. Ríkistjórnin hefur svo fallist á tillögu vinnuhóps um að helmingur þeirra verði að veruleika næstu fimm ár og ætlar að spara samtals 107 milljarða króna í ríkisrekstri á tímabilinu. Meðal þess sem felst í áformunum er að fækka á ríkisstofnunum um 20. Þar undir er sameining HMS og skipulagsstofnunar, sameiningar í heilbrigðiskerfinu, samruni menningar- og listasafna og sameining á MAST, Fískistofu og verðlagsstofu skiptaverðs. Þá færist þjónusta og stjórnsýsla um 35 framhaldsskóla til fjögurra til sex svæðisskrifstofa. Sameina á 20 sýslumannsembætti í eitt. Loks á að samræma á innkaup ríkisins til dæmis með því sameiginlegum innkaupum á lyfjum í heilbrigðiskerfinu. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra telur að breytingarnar muni þýða einhverja fækkun starfsfólks. „Einhver fækkun mun að sjálfsögðu eiga sér stað. Það er líka starfsmannavelta hjá ríkinu þannig að við gerum kannski ekki ráð fyrir beinar uppsagnir í þessu en við gerum ráð fyrir einhverjar tilfærslur og einhverjar áherslubreytingar,“ segir Daði. Fjármálamarkaður hafi veitt árangri stjórnvalda athygli Ýmsar hagræðingartillögur sem eru þegar fram komnar hafa verið gagnrýndar. Til að mynda studdu skólameistarar framhaldsskóla ekki boðaðar breytingar í yfirlýsingu í haust. Daði er hins vegar sannfærður um áformin verði að veruleika. Árangur á þessu ári hafi til dæmis verið betri en gert hafði verið ráð fyrir. „Við erum farin af stað og árangurinn á þessu ári sem hagræðingaraðgerðirnar náðu alls ekki til bendir til þess að þetta muni ganga mjög vel. Okkur hefur tekist nú þegar náð að draga úr kostnaði um ellefu milljarða króna. Það kom til vegna bættra innkaupa ríkisins. Við höfum lagt áherslu á að ríkið njóti betur stærðar sinnar í innkaupum. Þá hefur fjármagnsþörf ríkisins verið stýrt betur,“ segir Daði. „Það er dýrt að vera stöðugt að fjármagna sig með lántöku og við höfum reynt eftir fremsta megni að stilla því í hóf. Það hefur gengið svo vel að það er eftir því tekið á markaði.“ Hagræðingamet Aðspurður um hvort hann muni eftir öðrum eins niðurskurði svara Daði: „Þetta eru mjög metnaðarfullar tillögur og þær metnaðarfyllstu sem hafa komið fram síðustu ár,“ segir Daði. Þá telur hann að þetta sé í fyrsta skipti sem ráðgert sé að skera niður svo háa upphæð hjá hinu opinbera eða samtals um hundrað og sjö milljarða króna næstu fimm ár. „Það hefur ekki verið gert áður,“ segir Daði.
„Það er dýrt að vera stöðugt að fjármagna sig með lántöku og við höfum reynt eftir fremsta megni að stilla því í hóf. Það hefur gengið svo vel að það er eftir því tekið á markaði.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Viðreisn Samfylkingin Flokkur fólksins Stjórnsýsla Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira