Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Sindri Sverrisson skrifar 21. janúar 2026 13:04 Alfreð Gíslason hefur komið Þýskalandi í úrslitaleik Ólympíuleikanna og ætlar sér langt með liðið á EM í ár. Getty/Sina Schuldt Þýski miðillinn Bild grennslaðist fyrir um hvað gengið hefði á hjá þýska handboltalandsliðinu á milli tapsins óvænta gegn Serbum og sigursins frábæra gegn Spánverjum á EM. Niðurstaðan var sú að tilfinningarík ræða Alfreðs Gíslasonar hefði breytt öllu. Miklar væntingar eru gerðar til þýska liðsins á EM en tapið gegn Serbíu gerði að verkum að liðið hefði getað fallið úr leik strax í riðlakeppninni. Sveinar Alfreðs svöruðu hins vegar fyrir sig gegn Spáni og hefja leik í milliriðli I á morgun með tvö stig í farteskinu, og mæta þar Portúgal á morgun klukkan 14:30. Bild segir að markvörðurinn Andreas Wolff og fyrirliðinn Johannes Golla hafi fullyrt að ræða Alfreðs í aðdraganda sigursins á Spáni hafi gert gæfumuninn. Hún hafi komið öllum í rétta gírinn. Miðillinn segir að á fundi sínum hvern leikdag sé Alfreð vanur að sitja með teymi sínu gegnt leikmönnum og ræða við þá. Á mánudaginn hafi hann hins vegar, í fyrsta sinn á EM, staðið á fundinum á meðan að hann flutti ræðu sem sló í gegn. Þar tók Alfreð skýrt fram að hann bæri ábyrgð á þeim mistökum sem voru gerði í seinni hálfleik gegn Serbíu. Leikmenn ættu þar enga sök og það eina sem þeir ættu að gera væri að horfa fram á veginn. Þar að auki sagði Alfreð leikmönnum að láta ekki stressið verða of mikið. Það myndi spilla sköpunargleðinni. Á móti liði sem verst af eins mikilli hörku og Spánverjar þá snerist allt um að leikmenn hefðu fjölbreyttar hugmyndir og hugrekki til að framkvæma þær. Íþróttasálfræðin hefði verið upp á tíu hjá íslenska þjálfaranum og skilað leikmönnum pressulausum út í leikinn, tilbúnum að láta ljós sitt skína. „Svo sannarlega tilfinningarík ræða“ Bild segir að ræðan hafi raunar verið svo góð að í stað þess að leikmenn færu strax í hádegismat eins og vanalega þá hefðu allir staðið upp og klappað. Andrúmsloftið í fundarsalnum á Radisson-hótelinu í Silkeborg hefði verið rafmagnað og skilað sér úti í leikinn. Alfreð vildi sjálfur sem minnst gera úr sínum hlut í sigrinum, hógværðin uppmáluð þegar hann var spurður út í ræðuna. „Ég höfðaði í rauninni bara til styrkleika þeirra og sagði þeim að trúa á sjálfa sig. Sama hvað gerist, þá eiga þær líka að njóta þess að vera einfaldlega saman á svona móti,“ sagði Alfreð. Aðstoðarþjálfarinn Erik Wudtke staðfesti hins vegar að orð Alfreðs hefðu hitt algjörlega í mark: „Þetta var svo sannarlega tilfinningarík ræða. Mér fannst hún mjög, mjög skýr. Þetta var tilfinningaríkt. Hann tók á sig sökina. Áhrifin voru frábær. Hann opnaði sig fyrir liðinu, það var stórkostlegt.“ EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Sjá meira
Miklar væntingar eru gerðar til þýska liðsins á EM en tapið gegn Serbíu gerði að verkum að liðið hefði getað fallið úr leik strax í riðlakeppninni. Sveinar Alfreðs svöruðu hins vegar fyrir sig gegn Spáni og hefja leik í milliriðli I á morgun með tvö stig í farteskinu, og mæta þar Portúgal á morgun klukkan 14:30. Bild segir að markvörðurinn Andreas Wolff og fyrirliðinn Johannes Golla hafi fullyrt að ræða Alfreðs í aðdraganda sigursins á Spáni hafi gert gæfumuninn. Hún hafi komið öllum í rétta gírinn. Miðillinn segir að á fundi sínum hvern leikdag sé Alfreð vanur að sitja með teymi sínu gegnt leikmönnum og ræða við þá. Á mánudaginn hafi hann hins vegar, í fyrsta sinn á EM, staðið á fundinum á meðan að hann flutti ræðu sem sló í gegn. Þar tók Alfreð skýrt fram að hann bæri ábyrgð á þeim mistökum sem voru gerði í seinni hálfleik gegn Serbíu. Leikmenn ættu þar enga sök og það eina sem þeir ættu að gera væri að horfa fram á veginn. Þar að auki sagði Alfreð leikmönnum að láta ekki stressið verða of mikið. Það myndi spilla sköpunargleðinni. Á móti liði sem verst af eins mikilli hörku og Spánverjar þá snerist allt um að leikmenn hefðu fjölbreyttar hugmyndir og hugrekki til að framkvæma þær. Íþróttasálfræðin hefði verið upp á tíu hjá íslenska þjálfaranum og skilað leikmönnum pressulausum út í leikinn, tilbúnum að láta ljós sitt skína. „Svo sannarlega tilfinningarík ræða“ Bild segir að ræðan hafi raunar verið svo góð að í stað þess að leikmenn færu strax í hádegismat eins og vanalega þá hefðu allir staðið upp og klappað. Andrúmsloftið í fundarsalnum á Radisson-hótelinu í Silkeborg hefði verið rafmagnað og skilað sér úti í leikinn. Alfreð vildi sjálfur sem minnst gera úr sínum hlut í sigrinum, hógværðin uppmáluð þegar hann var spurður út í ræðuna. „Ég höfðaði í rauninni bara til styrkleika þeirra og sagði þeim að trúa á sjálfa sig. Sama hvað gerist, þá eiga þær líka að njóta þess að vera einfaldlega saman á svona móti,“ sagði Alfreð. Aðstoðarþjálfarinn Erik Wudtke staðfesti hins vegar að orð Alfreðs hefðu hitt algjörlega í mark: „Þetta var svo sannarlega tilfinningarík ræða. Mér fannst hún mjög, mjög skýr. Þetta var tilfinningaríkt. Hann tók á sig sökina. Áhrifin voru frábær. Hann opnaði sig fyrir liðinu, það var stórkostlegt.“
EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Sjá meira