Eurovision

Eurovision

Fréttir af framlagi Íslendinga og annarra þjóða í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.

Fréttamynd

Líður eins og í framhjáhaldi

Guðrún Eva Mínervudóttir semur texta við tónverk Skúla Sverrissonar sem frumflutt verður af Ólöfu Arnalds á Tectonics-hátíð Sinfóníu Íslands í Hörpu í kvöld.

Lífið
Fréttamynd

Pollapönk áfram

Dönsku- og íslenskukennarinn Reynir Þór Eggertsson býr yfir sérgáfu í Eurovision-söngvakeppninni.

Lífið
Fréttamynd

Blaz fer í buffalo-skónum á Selfoss

Erpur Eyvindarson ætlar að gefa 800 Bar einstaka rommflösku en á staðnum er komið mikið safn með munum úr tónlistarsögunni. Hann kemur fram með nýrri hljómsveit.

Lífið
Fréttamynd

Mikið álag á vef Vodafone þegar myndbandið var frumsýnt

„Nei, hann hrundi nú ekki en það þurfti að loka honum í smá stund til að setja efnið inn á hann,“ segir Hrannar Pétursson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs hjá Vodafone. Frumsýna átti Eurovision-myndbandið við lagið Never Forget á vefsíðu félagsins klukkan tólf í dag en það gekk ekki nógu vel þar sem ekki var hægt að komast inn á vefinn vegna álags.

Lífið
Fréttamynd

Eurovision: Viltu syngja til að hressa okkur við? - myndband

„Syngja bara hérna á planinu?" spurði Friðrik Ómar áður hann að söng fyrir okkur á miðri götu í Osló. Í myndskeiðinu syngur hann fyrir okkur bút úr laginu This is my life sem hann ásamt Regínu Ósk, sungu fyrir Íslands hönd í Eurovision keppninni árið 2008.

Lífið
Fréttamynd

Eurovision: Hæ ég heiti Lena - myndband

„Halló ég heiti Lena, ég er nítján ára og er frá Hannover og ég sigraði Eurovisionkeppnina í dag,“ sagði Lena Mayer á þýsku í byrjun blaðamannafundarins sem haldinn eftir keppnina í Telenor höllinni í gærkvöldi. Þar má sjá óteljandi ljósmyndara mynda þýsku sigurvegarann.

Lífið
Fréttamynd

Eurovision: Þjóðverjar fagna - myndband

Í myndskeiðinu má sjá þýsku 19 ára gömlu Lenu Meyer-Landrut sem sigraði Eurovision keppnina í gærkvöldi fagna með fylgdarliði sínu á blaðamannafundinum sem haldinn var strax að lokinni keppni. Sjá flutning Lenu á sigurlaginu Satellite í Telenor höllinni.

Lífið
Fréttamynd

Eurovision: Auðvitað voru þetta vonbrigði - myndband

„Auðvitað voru þetta vonbrigði en það var samt gleði að hafa komist í úrslitin. Ég held að fólk átti sig ekki á því hvað það er erfitt að komast í úrslitin," svaraði hann. Hvar eru krakkarnir núna? „Krakkarnir eru upp á herbergjunum sínum. Þau taka þessu eins og alvöru keppnisfólk. Ná þau að höndla ósigurinn? „Já þau ná því alveg," sagði hann áður en hann fór upp á hótelherbergi útkeyrður eftir tveggja vikna dvöl í Osló. Hópurinn flýgur heim til Íslands á morgun. Sjá Lenu fagna í myndskeiðinu.

Lífið
Fréttamynd

Eurovision: Við erum í þvílíku hamingjukasti - myndband

Við hittum framkvæmdastjóra íslenska Eurovisionhópsins, Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, systur Heru Bjarkar, eftir æfinguna í dag. „Við erum í þvílíku hamingjukasti hérna," sagði hún ánægð með lokaæfinguna í dag og þakkaði Írisi í Liber, Kolbrúnu í Kow og stelpunum í Kron Kron fyrir ómetanlega aðstoð. „Þetta gefur okkur svakalega mikið," sagði hún.

Lífið
Fréttamynd

Eurovision: Ég er ekkert að stressa mig yfir þessu - myndband

„Ég er ekkert að stressa mig yfir þessu," sagði Örlygur Smári sem er höfundur lagsins Je ne sais quoi ásamt Heru, þegar við hittum hann eftir lokaæfinguna sem fram fór fyrr í dag. Íslenski hópurinn er í þessum töluðu orðum á leiðinni í Telenor höllina í Osló eftir að hafa hvílt sig. Eftir tæpa tvo klukkutíma rennur stóra stundin upp.

Lífið
Fréttamynd

Eurovision: Friðrik Ómar í Osló - myndband

„Ég vona náttúrulega að við vinnum. Engin spurning," segir Friðrik Ómar söngvari þegar við hittum hann í Osló í dag. Eurobandið, þau Friðrik Ómar og Regína Ósk, sungu fyrir fullu húsi í gærkvöldi á næturklúbbnum Latter í miðborg Oslóar Við spurðum hann út í tónleikana og sigurvissa Íslendinga.

Lífið
Fréttamynd

Eurovision: Greinilega ekkert stressuð - myndband

Íslenski Eurovision hópurinn sem staddur er í Osló er greinilega afslappaður þrátt fyrir þá staðreynd að stóra stundin rennur upp í kvöld. Þegar við mynduðum þau yfirgefa rútuna fyrir utan hótelið þeirra fyrir tæpri stundu voru þau skellihlæjandi eins og sjá má í myndskeiðinu.

Lífið
Fréttamynd

Eurovision: Lokaæfingin gekk vel - myndband

Myndskeiðið var tekið fyrir 30 mínútum af íslenska Eurovisionhópnum fyrir utan hótelið sem þau dvelja á í Osló. Nú tekur klukkutíma hvíld við áður en þau leggja aftur af stað í rútu í Telenor höllina þar sem keppnin fer fram. Sjá má að vel liggur á mannskapnum.

Lífið
Fréttamynd

Eurovision: Því miður þú átt ekki bókað viðtal - myndband

Valgeir Magnússon, umboðsmaður Heru í Osló, stendur vörð um söngkonuna. Meðfylgjandi myndskeið sem var tekið daginn áður en Valgeir setti Heru í fjölmiðlabann sýnir þegar hann vísar erlendri sjónvarpsstöð frá. Þá má greinilega sjá að Heru líður ekkert allt of vel með að hann neiti fjölmiðlafólkinu um að ræða við hana líkt og hún sagði við okkur sama dag: „Ég náttúrulega verð alveg rosa meðvirk og finnst svo erfitt þegar hann er að vísa fólki frá."

Lífið