Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Jesus inn fyrir Antony

Gabriel Jesus, framherji Arsenal, kemur inn í brasilíska landsliðshópinn í stað vængmannsins Antony sem hefur verið sendur heim vegna ásakana fyrrverandi kærustu hans.

Enski boltinn
Fréttamynd

Mál Mor­ten Beck ekki lengur á borði ÍSÍ

Mál Mor­ten Beck, fyrrum leik­manns FH hefur verið vísað frá af áfrýjunardómstóli Íþróttasambands Íslands, ÍSÍ. Beck var að áfrýja ákvörðun Knattspyrnusambands Íslands að aflétta félagaskiptabanni FH en félagið hafði upprunalega verið dæmt í slíkt bann þar sem það skuldaði Morten laun.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Suðurlandsslagurinn getur fellt Selfyssinga

Suðurlandsslagur ÍBV og Selfoss sem fram fer í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í dag er líklega einn sá mikilvægasti í áraraðir. Mistakist stelpunum frá Selfossi að vinna er liðið fallið úr deildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Greinir frá á­stæðu þess að hann fór frá Liver­pool

Jordan Hender­son, fyrrum fyrir­liði Liver­pool, hefur greint frá á­stæðu þess að hann skipti yfir til sádi-arabíska liðsins Al-Ettifaq fyrir yfir­standandi tíma­bil. Það gerir hann í ítar­legu við­tali við The At­hletic en fé­lags­skiptin ollu miklu fjaðra­foki á sínum tíma.

Enski boltinn
Fréttamynd

Við ætlum ekkert að fara að vorkenna okkur

Gunnleifur Gunnleifsson, fyrrum landsliðsmarkvörður, stýrði sínum fyrsta leik sem aðalþjálfari Breiðabliks eftir að Ásmundur Arnarsson lét af störfum fyrir skömmu. Frumraun hans gekk ekki að óskum en leiknum leik með 4-0 tapi gegn Þrótti.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Gala­tasaray sækir leik­menn sem Totten­ham hefur ekki not fyrir

Þó félagaskiptaglugginn á Englandi sé lokaður þá er hann enn opinn í Tyrklandi og það hefur tyrkneska knattspyrnuliðið Galatasaray nýtt sér til hins ítrasta. Í dag sótti liðið tvo leikmenn sem eiga ekki upp á pallborðið hjá Ange Postecoglou, þjálfara Tottenham Hotspur.

Fótbolti
Fréttamynd

Juan Mata skrifar undir í Japan

Knattspyrnumaðurinn Juan Mata, fyrrverandi leikmaður Chelsea, Manchester United og spænska landsliðsins, er genginn í raðir Vissel Kobe í Japan.

Fótbolti