Real í þriðja úrslitaleikinn í röð Real Madrid mun spila til úrslita í Meistaradeild Evrópu þriðja árið í röð og freistar þess að verða fyrsta liðið í sögunni til þess að vinna keppnina þrjú ár í röð eftir að hafa haft betur gegn Bayern München í undanúrslitunum. Fótbolti 1. maí 2018 20:45
Lallana og Mane í hópnum gegn Roma Adam Lallana og Sadio Mane eru í leikmannahóp Liverpool sem mætir Roma í seinni undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu annað kvöld. Fótbolti 1. maí 2018 14:00
Enginn Robben er Bayern þarf að skrifa nýjan kafla í knattspyrnusöguna Annað kvöld bíður leikmanna FC Bayern risaverkefni í Madrid og það verkefni þarf liðið að klára án Arjen Robben. Fótbolti 30. apríl 2018 19:30
Lífshættulegt fyrir stuðningsmenn Liverpool að vera í Róm Stuðningsmenn Liverpool sem ætla að sjá síðari leik sinna manna gegn Róm ytra á miðvikudag eru á leið á mikið hættusvæði. Fótbolti 30. apríl 2018 13:30
Liverpool boðar fund vegna öryggismála í Róm Liverpool hefur beðið forráðamenn Roma, lögregluna í Róm og fulltrúa evrópska knattspyrnusambandsins UEFA um áríðandi fund vegna öryggismála. Fótbolti 26. apríl 2018 16:30
Real með annan fótinn í úrslit eftir sigur í Þýskalandi Real Madrid er í kjörstöðu eftir fyrri leikinn gegn Bayern Munchen í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Leikið var í Þýskalandi og hafði Real betur, 2-1. Fótbolti 25. apríl 2018 20:45
De Rossi: Liverpool sparkaði bara hátt og langt Fyrirliði Rómverja veit að það er hægt að koma til baka eftir tapið í gær. Fótbolti 25. apríl 2018 12:30
Twitter eftir magnaðan leik á Anfield: „Kýldi gaurinn í röðinni fyrir framan mig“ Liverpool stuðningsmenn og fleiri áhugamenn um knattspyrnu heilluðust af leik Mohamed Salah og Liverpool er liðið vann 5-2 sigur á Roma í Meistaradeildinni fyrr í kvöld. Fótbolti 24. apríl 2018 21:15
Sjáðu sýninguna frá Salah og öll mörkin af Anfield Það var boðið upp á markaveislu þegar Liverpool skoraði fimm mörk gegn tveimur mörkum Roma er liðin mættust á Anfield í kvöld. Fótbolti 24. apríl 2018 21:04
Ótrúlegur Salah og Liverpool leiðir með þremur mörkum Liverpool er í ansi góðri stöðu eftir 5-2 sigur á Roma í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu. Liverpool tók Roma í kennslustund lengst af. Fótbolti 24. apríl 2018 20:30
Henderson: Við erum litla liðið Fyrirliði Liverpool segir Rómverja vera stóra liðið í undanúrslitaviðureign liðanna í Meistaradeildinni. Fótbolti 24. apríl 2018 16:00
Eigandi Liverpool taldi sig hafa greitt of mikið fyrir Salah John W. Henry, eigandi Liverpool, var frekar ósáttur eftir að hafa fest kaup á Mohamed Salah frá Roma því hann taldi sig hafa greitt of mikið fyrir Egyptann. Fótbolti 24. apríl 2018 13:37
Grobbelaar er enn á svörtum lista í Róm Þar sem Liverpool og Roma mætast í Meistaradeildinni í kvöld er mikið verið að rifja upp sögulegan úrslitaleik félaganna í Evrópukeppninni árið 1984. Fótbolti 24. apríl 2018 12:00
Klopp segir Liverpool stundum líkjast United-liði Sir Alex Jürgen Klopp og lærisveinar hans taka á móti Roma í Meistaradeildinni í kvöld. Fótbolti 24. apríl 2018 11:30
Klopp vill ekki að rúta Rómverja verði grýtt Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, vill að stuðningsmenn félagsins sýni liði Roma virðingu er það mætir til leiks á Anfield í kvöld. Fótbolti 24. apríl 2018 09:30
Rómverjar mæta á Anfield Liverpool tekur á móti Roma á Anfield í kvöld í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu en seinni leikurinn fer fram í höfuðborg Ítalíu að viku liðinni. Fótbolti 24. apríl 2018 08:30
Stjóri Roma leggur ekki höfuðáherslu á að stoppa Salah Eusebio Di Francesco, þjálfari Roma, segir að Rómverjar þurfa að stoppa Mohamed Salah en marga aðra leikmenn Liverpool er liðin mætast í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar annað kvöld. Fótbolti 23. apríl 2018 20:15
Mark Söru Bjarkar upphafið að endurkomu Wolfsburg Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði fyrsta mark Wolfsburg í sigri á Chelsea í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta kvenna. Fótbolti 22. apríl 2018 19:00
UEFA fordæmir harðlega þá meðferð sem Oliver dómari og kona hans fengu Knattspyrnusamband Evrópu hefur tjáð sig um þá meðferð sem enski dómarinn Michael Oliver og kona hans fengu eftir seinni leik Real Madrid og Juventus í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fótbolti 17. apríl 2018 11:30
Buffon sér ekki eftir einu orði sem hann sagði um Michael Oliver Gianluigi Buffon er ekki runnin reiðin. Hann er ennþá brjálaður út í enska dómarann Michael Oliver sem endaði Meistaradeildarferil ítalska markvarðarins í síðustu viku. Fótbolti 16. apríl 2018 08:30
Buffon stendur við orð sín um Michael Oliver Buffon sagði meðal annars að Oliver væri með ruslapoka fyrir hjarta. Fótbolti 15. apríl 2018 13:30
Eigandi Roma um gosbrunnastökkið sitt: „Ég á það til að fara aðeins of langt“ James Pallotta, eigandi ítalska félagsins Roma, var í það mikili sigurvímu eftir að liðið hans sló Barcelona út úr Meistaradeildinni í vikunni að hann hoppaði út í einn frægasta gosbrunn Rómarborgar. Hann hefur nú beðist afsökunar. Fótbolti 13. apríl 2018 22:30
James Rodriguez derby og Mohamed Salah derby Tveir leikmenn liðanna sem mætast í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í ár þekkja mjög vel til í herbúðum mótherjanna. Þetta eru Egyptinn Mohamed Salah og Kólumbíumaðurinn James Rodriguez. Fótbolti 13. apríl 2018 16:30
Mestar líkur á úrslitaleik milli Liverpool og Real Madrid Liverpool slapp við stórliðin Real Madrid og Bayern München og það eru nú mestar líkur á því að Liverpool komist í úrslitaleikinn á Ólympíuleikvanginum í Kiev ef marka má spænska fótboltastærðfræðinginn Mister Chip. Fótbolti 13. apríl 2018 13:30
Bayern München búið að ráða manninn sem kom í veg fyrir að Ísland kæmist á HM í Brasilíu 2014 FC Bayern München hefur staðfest fréttir gærdagsins að Króatinn Niko Kovac verði næsti þjálfari liðsins. Kovac tekur við 1. júlí næstkomandi. Fótbolti 13. apríl 2018 11:20
Liverpool slapp við risana Liverpool mun spila við AS Roma í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu en dregið var nú fyrir hádegi. Fótbolti 13. apríl 2018 11:15
Liverpool með langflest mörk og langbestu markatöluna í Meistaradeildinni Liverpool var eina liðið sem vann báða leikina sína í átta liða úrslitunum og liðið er líka með yfirburðarforystu á listanum yfir mörk og markatölu í Meistaradeildinni 2017-18. Fótbolti 12. apríl 2018 13:00
Sergio Ramos mætti á hliðarlínuna í lokin og gæti verið á leið í lengra bann Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, tók út leikbann í gær þegar spænska liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Fótbolti 12. apríl 2018 11:00
Buffon stimplaði sig út eins og Zidane fyrir tólf árum Það gleymist seint hvernig Zinedine Zidane endaði frábæran fótboltaferil sinn og það lítur út fyrir að einn endalok eins besta markvarðar allra tíma verði á svipuðum nótunum. Fótbolti 12. apríl 2018 10:00
Króatinn í Liverpool öskraði á liðsfélagana í hálfleik og kveikti í sínum mönnum Það var Dejan Lovren af öllum mönnum sem hafði sig mest í frammi í hálfleik á leik Liverpool og Manchester City í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöldið. Enski boltinn 12. apríl 2018 09:30