

Sjávarútvegur

Bein útsending: Tekist á um laxeldi á opnum umræðufundi
Opinn umræðufundur um laxeldi á verður á veitingastaðnum Sólon (2. hæð) í kvöld klukkan 20. Þar munu takast á, þeir Ólafur I. Sigurgeirsson, lektor við Hólaskóla, og Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur.

Opinn fundur um laxeldi og áhrif þess á villta laxastofna
Opinn umræðufundur um laxeldi á verður á veitingastaðnum Sólon (2. hæð) í kvöld 5. mars, klukkan 20.

Aldrei leitað eins mikið af loðnu frá áramótum og í ár
Rannsóknarskip Hafrónnsóknarstofnunar hófu í gær og fyrrakvöld leit að loðnu við suðurströndina. Engin loðna hefur fundist en sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að ennþá eigi eftir að leita á talsverðu svæði og þá skýrist ástandið betur. Hann segir að frá áramótum hafi aldrei verið leitað eins mikið af loðnu en breytingar á stofnstærð skýrist fyrst og fremst af umhverfisþáttum

Sameining við Þórshöfn reynst dýrkeypt að mati Bakkfirðinga
Bakkfirðingar, sem sjá eftir að hafa sameinast Þórshöfn, segja skrítið að um leið og ríkið hvetji til sameiningar sveitarfélaga séu engin verkfæri til að láta hana ganga til baka.

Meta áhrifin af loðnubresti
Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur falið fjármálastjóra bæjarins að meta hvort loðnubrestur yrði forsendubrestur fyrir tekjuáætlun fjárhagsáætlunar.

Rúmar heimildir til að setja lög um makrílinn
Starfshópur, sem sjávarútvegsráðherra skipaði eftir dóm Hæstaréttar um bótaskyldu vegna úthlutunar makrílkvóta, segir lög sem fælu í sér hóflega skerðingu á kvóta ekki fallin til að skapa bótaskyldu gagnvart kvótahöfum.

Kolmunnaveiðar fyrr vegna loðnubrests
Uppsjávarskipið Huginn VE er á heimleið til Vestmannaeyja með fullfermi af kolmunna sem veiddist á miðunum suðvestur af Írlandi. Guðmundur Huginn Guðmundsson skipstjóri segir að íslenski flotinn hafi verið við kolmunnaveiðar á þessum slóðum í um mánuð, nokkru fyrr en áður þar sem engin loðnuveiði hefur verið við Ísland.

Fráfarandi forstjóri fékk 88 milljónir
Laun og kostnaður vegna starfsloka fyrrverandi forstjóra HB Granda á síðasta ári námu rúmum 88 milljónum króna.

Mikilvægt að halda loðnuvöktun áfram
Mikilvægt er að halda vöktun loðnu áfram næstu vikur þótt tíminn til loðnuleitar sé að renna út, segir þingmaður Framsóknarflokksins. Loðnubrestur muni hafa gífurleg áhrif á uppsjávarfyrirtæki og því þurfi að stunda markvissar rannsóknir til framtíðar.

Ísland klagað fyrir eftirlitsnefnd Árósasamningsins vegna fiskeldislaga
Kvartað undan hraða afgreiðslu Alþingis á lögum sem heimila bráðabirgðarekstrarleyfi til fiskeldisfyrirtækja en lögin útiloka aðkomu almennings og umhverfisverndarsamtaka að ákvörðunum er varða auðlindir landsins.

LSR bætir við sig í HB Granda en Lífeyrissjóður verslunarmanna selur
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins hefur á undanförnum sex mánuðum bætt við sig í HB Granda með kaupum á samanlagt ríflega 0,9 prósenta hlut í útgerðinni, samkvæmt nýjum lista yfir stærstu hluthafa hennar.

Endurskoða stjórnsýslu sína eftir Samherjamál
Ekki verður hjá því komist að ráðast í heildarendurskoðun á allri stjórnsýslu Seðlabanka Íslands, meðferð mála innan bankans og með hvaða hætti bankinn hefur á umliðnum árum farið með það opinbera vald sem honum hefur verið falið lögum samkvæmt.

Óumdeilt að fiskur sleppur úr sjókvíum
Kröfum náttúruverndarsamtaka og veiðifélaga hafnað í tveimur málum sem varða samtals 1.700 tonna seiðaeldi í kerum á landi á Árskógssandi og í Þorlákshöfn.

Kristján Þór segir reglugerðarbreytinguna ekki óeðlilega
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, breytti reglugerð um vinnslu og heilbrigðiseftirlit með hvalaafurðum tíu dögum eftir að Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf. sendi ráðherranum tölvupóst þar sem þess var óskað.

Bað um og fékk breytingar á reglugerð
Tölvupóstur sem Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., sendi Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, þann 15. maí 2018 sýnir að forstjórinn óskaði eftir því að ráðherrann myndi breyta reglugerð um vinnslu og heilbrigðiseftirlit með hvalaafurðum.

Kallar eftir lagasetningu til verndar uppljóstrurum
Helgi Seljan sjónvapsmaður segir enga vernd fyrir uppljóstarara vera í lögum hér á landi.

Arnarlax tapaði 405 milljónum
Tap fyrirtækisins minnkaði á milli ára en það nam 134 milljónum norskra króna á árinu 2017, sem jafngildir um 1,9 milljörðum íslenskra króna.

Eiga von á átta til tíu metra ölduhæð
Veðurstofan hefur varað við að von sé á óvenjulega mikilli ölduhæð vegna hinnar djúpu læðgar sem nálgast nú landið.

Maritech fjárfestir í Sea Data Center
Norska hugbúnaðarfyrirtækið Maritech hefur keypt um helmings hlut í íslenska sprotafyrirtækinu Sea Data Center.

Yfir 50 prósenta ávöxtun
Fjárfesting TM í Arnarlaxi skilaði tryggingafélaginu árlegri ávöxtun upp á ríflega fimmtíu prósent.

Segir langreyðarstofninn hafa þrefaldast frá 1987
Íslendingar halda áfram hvalveiðum og verður heimilt að veiða allt að 209 langreyðar og allt að 217 hrefnur á ári næstu fimm ár, samkvæmt ákvörðun sjávarútvegsráðherra.

Ný reglugerð heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu til ársins 2023
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í dag gefið út reglugerð sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu árin 2019 til 2023.

Vonar að fiskeldisfrumvörp fæðist fyrir febrúarlok
Sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra vonast til að geta lagt fram lagafrumvörp um fiskeldi innan tveggja vikna.

Öllu tjaldað til við leit að loðnu austur fyrir landi
Búið er að finna um 300 þúsund tonn af loðnu. Fimm skip eru við loðnuleit, þar af eitt grænlenskt og tvö norsk fyrir austan land. Ekki enn búið að finna nægilegt magn til að hægt sé að gefa út kvóta. Vertíðin gæti því orðið sn

Segir áhættumat gefa færi á verulegum vexti laxeldis
Tekjur þjóðarbúsins af laxeldi gætu margfaldast á næstu árum, miðað við það svigrúm sem áhættumat vísindamanna gefur á auknu sjókvíaeldi.

Segir löngu tímabært að setja lög og reglur um fiskeldi
Áætlað er að tekjur ríkissjóðs af fiskeldi verði einn milljarður króna árið 2023 samkvæmt frumvarpsdrögum sjávarútvegsráðherra. Hátt í tuttugu umsagnir eru um frumvarpið í Samráðsgátt stjórnvalda meðal annars frá Arnarlaxi sem gerir athugasemdir við gjaldið og segir það íþyngjandi og ótímabært. Varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir löngu tímabært að setja lög og reglur um fiskeldi hér á landi.

Arnarlax 20 milljarða virði 6 árum eftir að Matthías mætti á Bíldudal
Arnarlax er komið í flokk verðmætustu fyrirtækja landsins og telst yfir tuttugu milljarða króna virði, miðað við yfirtökutilboð sem norska félagið Salmar þarf að gera öðrum eigendum Arnarlax.

Segir stjórnvöld færa norskum auðjöfrum landsins gæði á silfurfati
Jón Kaldal segir söluvöruna í milljarða viðskiptum aðgang að íslenskri náttúru.

Salmar eykur hlut sinn í Arnarlaxi um 2,5 milljarða króna
Norðmenn gera yfirtökutilboð í Arnarlax. Miklir fjármunir undir.

Reiknar með frekari skærum veiðirétthafa þrátt fyrir málalok í Landsrétti
Landsréttur staðfesti í síðustu viku niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur og vísaði frá kröfu veiðirétthafa í Haffjarðará um að ógilda eigi starfs- og rekstrarleyfi fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax.