Skóla- og menntamál

Skóla- og menntamál

Fréttir af skóla- og menntamálum á Íslandi.

Fréttamynd

Kaldir og blautir eftir svaðil­för við Elliða­vatn

Betur fór en á horfðist í gær þegar tíu og ellefu ára drengir lentu í vandræðum á Elliðavatni þegar þeir fóru út á ísilagt vatnið og ísinn brotnaði undan þeim. Þeir komust í land, kaldir og blautir með aðstoð slökkviliðsins. Varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir aldrei óhætt að fara út á ísilagt vatn.

Innlent
Fréttamynd

Er heils dags leikskóli eina lausnin fyrir ársgömul börn?

„Allir eru farnir út að vinna, karlar og konur, frá eins árs eða yngri börnum og við erum komin í öngstræti að mínu mati. Erum við raunverulega að segja að eina tilboðið sem við viljum gera eins árs gömlum börnum sé heils dags leikskóli?“

Innlent
Fréttamynd

“Kakókot” í Grunnskólanum á Hellu

Sá skemmtilegur siður hefur skapast í Grunnskólanum á Hellu að öllum nemendum er boðið í “Kakókot” á aðventunni þar sem krakkarnir fá heitt kakó og piparkökur. Þau launa svo boðið með fallegum jólasöng.

Innlent
Fréttamynd

Brugðist við halla­rekstri borgarinnar: Færri sýningar og boðsmiðar en meiri tími í beðunum

Ráðast á í margvíslegar aðgerðir til að bregðast við miklum hallarekstri A-hluta Reykjavíkurborgar. Þar á meðal á að ráðast í 92 hagræðingaraðgerðir sem fela meðal annars í sér færri sýningar á Listasafni Reykjavíkur og færri boðsmiða á safnið. Skoða á mögulega sölu á bílastæðahúsum auk þess sem að útlit er fyrir að unglingar í Vinnuskólanum þurfi að eyða meiri tímum í beðum borgarinnar en fyrri sumur.

Innlent
Fréttamynd

Réðst á konu með öxi fyrir framan grunn­skóla

Maður réðst á fyrrverandi konu sína með öxi fyrir framan Dalskóla seinni partinn í gær. Mörg vitni urðu að árásinni, þar á meðal börn. Konan var flutt á spítala, talsvert slösuð en er ekki talin í lífshættu. Lögreglan hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir manninum.

Innlent
Fréttamynd

Fóru hörðum orðum um MR

Fjallað var um stöðu íslenskra framhaldsskóla í Íslandi í dag sem sjá má hér að ofan, en þar lýstu Verzlingar ætluðum yfirburðum síns skóla samanborið við Menntaskólann í Reykjavík. Sögulega séð hafa þessir tveir skólar í vissum skilningi notið stöðu turnanna tveggja í íslenskum framhaldsskólum, en á síðari árum hefur Verzló reynst margfalt eftirsóttari.

Lífið
Fréttamynd

Leik­skóla­málin á Al­þingi

Á dögunum óskaði ég eftir sérstakri umræðu við mennta- og barnamálaráðherra um stöðu leikskólamála á Íslandi. Áhersla umræðunnar var á misjafna stöðu barna þegar kemur að menntun á fyrsta skólastiginu eftir sveitarfélögum.

Skoðun
Fréttamynd

Vill ekki að kirkju­heim­sóknir leggist af

Þingkona Sjálfstæðisflokksins segir kirkjuna ekki senda góð skilaboð nú í aðdraganda jólanna, en sumir söfnuðir á höfuðborgarsvæðinu hafa skrúfað fyrir heimsóknir barna á skólatíma þessa aðventuna. 

Innlent
Fréttamynd

Þórir Snær Sigurðs­son vann Rímna­flæði 2022

Sigurvegari Rímnaflæði 2022 er Þórir Snær Sigurðsson, Lil Hailo frá félagsmiðstöðinni Gleðibankinn í Reykjavík sem sló í gegn með lagið sitt „Úlpa“. Í öðru sæti var Bjartmar Elí frá félagsmiðstöðinni Bólið í Mosfellsbæ með lagið „Fullorðnir menn“. Valur Rúnarsson Bridde úr félagsmiðstöðinni Kúlan í Kópavogi tók þriðja sætið með lagið „Auðmjúkur“.

Tónlist
Fréttamynd

Um þrjú hundruð flugmenn vantar á næstunni

Um þrjú hundruð flugmenn mun vanta til starfa á Íslandi á næstu tveimur til þremur árum, og því er mikill áhugi á að læra flug hjá Flugakademíu Íslands hjá Keili á Keflavíkurflugvelli þar sem framtíðar atvinnuflugmenn eru þjálfaðir.

Innlent
Fréttamynd

Undirbúa leiðtoga framtíðarinnar

„AFS, alþjóðlegu friðar- og fræðslusamtökin, bjóða upp á skiptinám, ungmennaskipti og tungumálaskóla. Samtökin starfa í um 60 löndum og eiga rætur sínar að rekja til ársins 1915 sem sjálfboðaliðasamtök. Það var svo árið 1947 að samtökin hófu að senda ungt fólk milli landa í skiptinám og var tilgangurinn að byggja brýr á milli mismunandi menningarheima og taka þannig skerf í átt að friðsælli og skilningsríkari heimi. Kjarni starfseminnar er að gefa nemendum og öðrum þátttakendum tækifæri til að kynnast heiminum og öðlast menningarlæsi en eitt helsta meginstarf AFS felst í því að undirbúa og efla leiðtoga framtíðarinnar og gera þá að alþjóðlegum virkum borgurum,“ segir Ingunn Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri AFS á Íslandi.

Samstarf