Geta ekki sagt hvort Óskari hafi verið boðið starfið eða ekki Jón Þór Stefánsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 12. júlí 2024 15:08 Óskar Steinn er allt annað en sáttur við framvindu mála hjá Hafnarfjarðarbæ, og segir bæinn ekki geta afturkallað ráðningu hans án nokkurra eftirmála. Hafnarfjarðarbær segist ekki geta tjáð sig um mál einstaka starfsmanna, og því ekki geta staðfest eða hafnað því að Óskari Steini Ómarssyni hafi verið boðið starf deildarstjóra í grunnskóla í bænum. Sjálfur segir Óskar að svo hafi verið, en ráðningin dregið til baka. Hann telur að pólitísk afskipti hafi spilað inn í. Í svari við fyrirspurn fréttastofu, um hvort pólitísk afskipti hafi haft áhrif á ráðningu Óskars, segir Hafnafjarðarbær að áhersla bæjarins sé að fylgja vönduðum stjórnsýsluháttum. „Markmiðið er ávallt að standa faglega að auglýsingum, ráðningum og mannauðsmálum innan sveitarfélagsins og á því er engin undantekning gerð. Áhersla er lögð á að ráða hæfasta fólkið hverju sinni og vönduðum stjórnsýsluháttum fylgt við allar ráðningar.“ „Það var búið að ráða mig“ Óskar sagði í samtali við fréttastofu í gær að hann hafi sótt um stöðu deildarstjóra tómstundamiðstöðvar Hraunvallaskóla. Hann hafi fengið starfið og verið tilkynnt að ráðningarsamningur myndi berast rafrænt innan tíðar. Skömmu síðar hafi Óskar tjáð sig opinberlega um óskylt mál, ákvörðun meirihlutans í Hafnarfirði að loka Hamrinum, ungmennahús fyrir fólk á aldrinum 16 til 25 ára. Hann gagnrýndi ákvörðunina. Daginn eftir að hann lét þessa skoðun sína í ljós var honum tilkynnt af stjórnendum Hraunvallaskóla að í ljós hefði komið að hann stæðist ekki menntunarkröfur til starfsins, og því þyrfti að falla frá ráðningu hans og auglýsa starfið upp á nýtt. „Það var búið að ráða mig. Öll gögn um mig voru komin inn í kerfið hjá bænum, að ég sé að taka við sem deildarstjóri tómstundarmiðstöðvar,“ sagði Óskar, sem benti á meginregluna um að munnlegir samningar séu jafngildir skriflegum. Líkt og áður segir vill hann meina að um pólitíska ákvörðun hafi verið að ræða, vegna skrifa sinna um Hamarinn. Honum var tjáð að ákvörðunin hafi verið tekin vegna þess að hann stæðist ekki menntunarkröfur. „Það blasir við fyrir mér. Ég sé ekki að sú skýring sem þau gefa geti staðist. Það eru starfandi í dag deildarstjórar í tómstundarmiðstöðvum, nákvæmlega sömu stöðu, sem eru með menntun í allt öðru en tómsundar- eða menntunarfræði.“ Fordæmi fyrir undantekningum Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Hafnarfjarðarbær að það sé rétt hjá Óskari að í skólakerfinu í bænum starfi fólk sem hafi ekki nákvæmlega þá menntun sem krafist er í auglýsingu. „Viðmiðið er alltaf viðeigandi menntun en fordæmi eru fyrir undantekningum þannig að hægt sé að manna lausar stöður. Stífari kröfur ríkja þegar um stjórnendastöður er að ræða og alltaf leitast við að ráða aðila sem uppfyllir hæfniskröfurnar. Stundum þarf að falla frá ráðningu og auglýsa aftur ef ekki sækir um aðili sem uppfylli hæfniskröfur.“ Hafnarfjörður Skóla- og menntamál Grunnskólar Vinnumarkaður Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Í svari við fyrirspurn fréttastofu, um hvort pólitísk afskipti hafi haft áhrif á ráðningu Óskars, segir Hafnafjarðarbær að áhersla bæjarins sé að fylgja vönduðum stjórnsýsluháttum. „Markmiðið er ávallt að standa faglega að auglýsingum, ráðningum og mannauðsmálum innan sveitarfélagsins og á því er engin undantekning gerð. Áhersla er lögð á að ráða hæfasta fólkið hverju sinni og vönduðum stjórnsýsluháttum fylgt við allar ráðningar.“ „Það var búið að ráða mig“ Óskar sagði í samtali við fréttastofu í gær að hann hafi sótt um stöðu deildarstjóra tómstundamiðstöðvar Hraunvallaskóla. Hann hafi fengið starfið og verið tilkynnt að ráðningarsamningur myndi berast rafrænt innan tíðar. Skömmu síðar hafi Óskar tjáð sig opinberlega um óskylt mál, ákvörðun meirihlutans í Hafnarfirði að loka Hamrinum, ungmennahús fyrir fólk á aldrinum 16 til 25 ára. Hann gagnrýndi ákvörðunina. Daginn eftir að hann lét þessa skoðun sína í ljós var honum tilkynnt af stjórnendum Hraunvallaskóla að í ljós hefði komið að hann stæðist ekki menntunarkröfur til starfsins, og því þyrfti að falla frá ráðningu hans og auglýsa starfið upp á nýtt. „Það var búið að ráða mig. Öll gögn um mig voru komin inn í kerfið hjá bænum, að ég sé að taka við sem deildarstjóri tómstundarmiðstöðvar,“ sagði Óskar, sem benti á meginregluna um að munnlegir samningar séu jafngildir skriflegum. Líkt og áður segir vill hann meina að um pólitíska ákvörðun hafi verið að ræða, vegna skrifa sinna um Hamarinn. Honum var tjáð að ákvörðunin hafi verið tekin vegna þess að hann stæðist ekki menntunarkröfur. „Það blasir við fyrir mér. Ég sé ekki að sú skýring sem þau gefa geti staðist. Það eru starfandi í dag deildarstjórar í tómstundarmiðstöðvum, nákvæmlega sömu stöðu, sem eru með menntun í allt öðru en tómsundar- eða menntunarfræði.“ Fordæmi fyrir undantekningum Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Hafnarfjarðarbær að það sé rétt hjá Óskari að í skólakerfinu í bænum starfi fólk sem hafi ekki nákvæmlega þá menntun sem krafist er í auglýsingu. „Viðmiðið er alltaf viðeigandi menntun en fordæmi eru fyrir undantekningum þannig að hægt sé að manna lausar stöður. Stífari kröfur ríkja þegar um stjórnendastöður er að ræða og alltaf leitast við að ráða aðila sem uppfyllir hæfniskröfurnar. Stundum þarf að falla frá ráðningu og auglýsa aftur ef ekki sækir um aðili sem uppfylli hæfniskröfur.“
Hafnarfjörður Skóla- og menntamál Grunnskólar Vinnumarkaður Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira