Telur pólitísk afskipti hafa ráðið því að ráðningin var dregin til baka Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. júlí 2024 15:40 Óskar Steinn er allt annað en sáttur við framvindu mála hjá Hafnarfjarðarbæ, og segir bæinn ekki geta afturkallað ráðningu hans án nokkurra eftirmála. Vísir/Samsett Óskar Steinn Ómarsson stjórnmálafræðingur telur pólitísk afskipti af ráðningarferli Hafnarfjarðarbæjar vera ástæðu þess að ráðning hans í starf deildarstjóra í grunnskóla í bænum hafi verið dregin til baka. Hann segist ætla með málið eins langt og hægt er. Í Facebook-færslu sem Óskar birti í dag segist hann á vormánuðum hafa sótt um stöðu deildarstjóra tómstundamiðstöðvar Hraunvallaskóla, sem hann hafi fengið. Í kjölfarið hafi honum verið tjáð að ráðningarsamningur myndi innan tíðar berast rafrænt. Hann hafi því greint þáverandi vinnuveitanda frá ráðningunni og sagt upp störfum. „Ég ákvað að segja engum frá strax nema yfirmanni mínum í leikskólanum sem ég hringdi í til að segja starfi mínu lausu. Dagana á eftir fór ég að fá skilaboð úr ýmsum áttum, m.a. frá fólki sem ég þekki innan Hraunvallaskóla og úr stjórnsýslu Hafnarfjarðar sem vildi óska mér til hamingju með starfið,“ skrifar Óskar. Skömmu eftir að hann hafi tjáð sig um alls óskylt mál hafi hann hins vegar fengið þau skilaboð frá stjórnendum Hraunvallaskóla að í ljós hefði komið að hann stæðist ekki menntunarkröfur til starfsins, og því þyrfti að falla frá ráðningu hans og auglýsa starfið upp á nýtt. Fékk símtal daginn eftir að gagnrýnin birtist Óskar liggur ekki á skoðun sinni um hver sé raunveruleg ástæða þess að fallið hafi verið frá ráðningunni, það séu pólitísk afskipti vegna ummæla hans um ákvarðanir bæjarstjórnarmeirihlutans. Viku eftir að Óskar hafi verið ráðinn hafi meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðarbæjar tekið ákvörðun um að loka ungmennahúsinu Hamrinum, þar sem Óskar hefur starfað í hlutastarfi um árabil. Í samtali við Vísi segir Óskar að eins og málið hafi verið vaxið hafi honum ekki fundist sér stætt á öðru en að tjá sig um málið, sem hann gerði í aðsendri grein á Vísi: „Ég hugsaði alveg þegar ég var að skrifa þetta og birta, af því að ég var ekki búinn að skrifa undir ráðningarsamning, „Vá hvað það væri týpískt ef ég fengi ekki starfið út af einhverri pólitík, af því ég er að tjá mig,““ segir Óskar. Hann hafi engu að síður afráðið að slá ekki af skrifum sínum, vera heiðarlegur og tjá hug sinn. „Það hvarflaði ekki að mér að ef einhver myndi beita sér gegn því að ég fengi starfið að það myndi gerast í alvöru,“ segir Óskar, og ljóst að hann telur skýringar um skort á viðeigandi menntun ekki halda. „Skólastjórinn hringir í mig daginn eftir að grein eftir mig birtist á Vísi, og segir mér að við nánari athugun hefði komið í ljós að ég stæðist ekki menntunarkröfur. Síðan fæ ég bara staðlaðan póst þar sem er þakkað fyrir umsóknina og sagt að þar sem enginn hefði staðist hæfnikröfur þá væri fallið frá ráðningu og starfið auglýst aftur.“ Munnlegir samningar skuli standa Óskar segist hafa verið í samskiptum við Lars J. Imsland, skólastjóra Hraunvallaskóla, vegna málsins, og segir að skólanum sé ekki stætt á því að falla einfaldlega frá ráðningunni, þar sem honum hafi þegar verið tjáð munnlega að hann hafi fengið starfið. Þar skipti engu þó rafrænn samningur hafi ekki borist honum enn. „Það var búið að ráða mig. Öll gögn um mig voru komin inn í kerfið hjá bænum, að ég sé að taka við sem deildarstjóri tómstundarmiðstöðvar,“ segir Óskar og bendir á meginregluna um að munnlegir samningar séu jafngildir skriflegum. Stéttarfélag hans sé nú með málið til skoðunar, en þar sé það í einskonar hægagangi, enda mikið um sumarleyfi á þessum tíma árs. Nefnir norðlenskt fordæmi Óskar telur einsýnt að skoðanir hans á ákvörðunum bæjarmeirihlutans varðandi Hamarinn hafi haft áhrif á málið. „Það blasir við fyrir mér. Ég sé ekki að sú skýring sem þau gefa geti staðist. Það eru starfandi í dag deildarstjórar í tómstundarmiðstöðvum, nákvæmlega sömu stöðu, sem eru með menntun í allt öðru en tómsundar- eða menntunarfræði,“ segir Óskar. Allt að einu telji hann það ekki forsvaranleg vinnubrögð að tilkynna honum að hann hafi fengið starfið, en falla svo frá ráðningunni með þeim hætti sem gert hafi verið. Vísar hann þar meðal annars til niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis í sambærilegu máli á Akureyri, um að Akureyrarbæ hafi ekki verið heimilt að afturkalla ráðningu konu í starf verkefnastjóra upplýsingamiðlunar hjá bænum eftir að henni hafði verið tilkynnt um ráðninguna, vegna þess að háskólapróf hennar hafi verið annars eðlis en gengið hafi verið út frá við mat á starfsumsóknum. „Það hljóta að vera lögfræðingar starfandi hjá bænum sem sjá það að þessi vinnubrögð standast ekki. Þú vinnur ekki svona. Mér finnst mjög einkennilegt að koma svona fram, ef þetta er bara spurning um þessa menntun sem hangir á spýtunni.“ Sótti um aftur, og þá var framlengt Í kjölfar þess að Óskari var tjáð að fallið yrði frá ráðningunni hafi hann óskað eftir rökstuðningi. „Mér var sagt að við mat á menntun sé litið til þess hversu skyld menntunin er , ef menntunin er önnur en sú sem tilgreind er í auglýsingunni. Niðurstaðan hafi bara verið sú, að mín menntun sé ekki nógu skyld. Að fögin í stjórnmálafræði séu ekki nógu skyld fögum í tómstunda- eða menntunarfræði.“ Í kjölfarið var staðan auglýst aftur, og kröfur um menntun umsækjenda orðaðar með sama hætti og áður: „Bakkalár háskólapróf s.s. á sviði uppeldis og menntunarfræða, tómstundarfræði eða annað háskólanám sem nýtist í starfi.“ Óskar hafi því ákveðið að sækja um starfið öðru sinni. „Ég vildi bara sjá hvað kæmi út úr því. Þá var fresturinn framlengdur. Þau vilja greinilega bara fá einhvern annan en mig,“ segir Óskar. Segir lögin með sér í liði „Nú er þetta komið til stéttarfélagsins. Þau eru búin að óska eftir skýringum frá bænum, og ég ætla að sjá hvað kemur út úr því,“ segir Óskar. Hann kunni að fara með málið lengra, eftir því hvað kemur út úr könnun stéttarfélagsins. „Miðað við málið á Akureyri og niðurstöðu Umboðsmanns þá held ég að ég sé alveg með lögin á bak við mig. Ég veit ekki hvort það eru einhverjar bætur í þessu, mér er alveg sama um það. Maður veit bara að pólitísk afskipti eru til staðar. Þau hafa verið hjá ríkinu og sveitarfélögum. Ég vil bara að sveitarfélögin fái þau skýru skilaboð að þau komist ekki upp með þetta.“ Lars J. Imsland, skólastjóri Hraunvallaskóla, sagðist í samtali við fréttastofu ekki ætla að tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Hann vísaði á samskiptastjóra bæjarins, sem ku vera með málið til skoðunar. Hafnarfjörður Skóla- og menntamál Grunnskólar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ísland orðið „pínkulítið lélegra og leiðinlegra“ Stefán Pálsson segir algjörlega ömurlegt að heyra að Hafnarfjarðarbær „slátri Hamrinum með pennastriki.“ Greint var frá því á dögunum að Hafnarfjarðarbær hygðist binda enda á starfsemi ungmennahússins Hamarsins og segja öllum starfsmönnum þess upp. 14. júní 2024 09:00 Lokun ungmennahúss blaut tuska í andlit hafnfirskra ungmenna Á miðvikudaginn síðastliðinn var samþykkt á fundi fræðsluráðs Hafnarfjarðarbæjar að leggja niður starfsemi ungmennahússins Hamarsins og segja öllum starfsmönnum þess upp. Óskar Steinn Ómarsson starfsmaður Hamarsins segir vinnubrögð bæjaryfirvalda í málinu bæði óvönduð og ólýðræðisleg. 3. júní 2024 23:41 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gosið gætið varið í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Sjá meira
Í Facebook-færslu sem Óskar birti í dag segist hann á vormánuðum hafa sótt um stöðu deildarstjóra tómstundamiðstöðvar Hraunvallaskóla, sem hann hafi fengið. Í kjölfarið hafi honum verið tjáð að ráðningarsamningur myndi innan tíðar berast rafrænt. Hann hafi því greint þáverandi vinnuveitanda frá ráðningunni og sagt upp störfum. „Ég ákvað að segja engum frá strax nema yfirmanni mínum í leikskólanum sem ég hringdi í til að segja starfi mínu lausu. Dagana á eftir fór ég að fá skilaboð úr ýmsum áttum, m.a. frá fólki sem ég þekki innan Hraunvallaskóla og úr stjórnsýslu Hafnarfjarðar sem vildi óska mér til hamingju með starfið,“ skrifar Óskar. Skömmu eftir að hann hafi tjáð sig um alls óskylt mál hafi hann hins vegar fengið þau skilaboð frá stjórnendum Hraunvallaskóla að í ljós hefði komið að hann stæðist ekki menntunarkröfur til starfsins, og því þyrfti að falla frá ráðningu hans og auglýsa starfið upp á nýtt. Fékk símtal daginn eftir að gagnrýnin birtist Óskar liggur ekki á skoðun sinni um hver sé raunveruleg ástæða þess að fallið hafi verið frá ráðningunni, það séu pólitísk afskipti vegna ummæla hans um ákvarðanir bæjarstjórnarmeirihlutans. Viku eftir að Óskar hafi verið ráðinn hafi meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðarbæjar tekið ákvörðun um að loka ungmennahúsinu Hamrinum, þar sem Óskar hefur starfað í hlutastarfi um árabil. Í samtali við Vísi segir Óskar að eins og málið hafi verið vaxið hafi honum ekki fundist sér stætt á öðru en að tjá sig um málið, sem hann gerði í aðsendri grein á Vísi: „Ég hugsaði alveg þegar ég var að skrifa þetta og birta, af því að ég var ekki búinn að skrifa undir ráðningarsamning, „Vá hvað það væri týpískt ef ég fengi ekki starfið út af einhverri pólitík, af því ég er að tjá mig,““ segir Óskar. Hann hafi engu að síður afráðið að slá ekki af skrifum sínum, vera heiðarlegur og tjá hug sinn. „Það hvarflaði ekki að mér að ef einhver myndi beita sér gegn því að ég fengi starfið að það myndi gerast í alvöru,“ segir Óskar, og ljóst að hann telur skýringar um skort á viðeigandi menntun ekki halda. „Skólastjórinn hringir í mig daginn eftir að grein eftir mig birtist á Vísi, og segir mér að við nánari athugun hefði komið í ljós að ég stæðist ekki menntunarkröfur. Síðan fæ ég bara staðlaðan póst þar sem er þakkað fyrir umsóknina og sagt að þar sem enginn hefði staðist hæfnikröfur þá væri fallið frá ráðningu og starfið auglýst aftur.“ Munnlegir samningar skuli standa Óskar segist hafa verið í samskiptum við Lars J. Imsland, skólastjóra Hraunvallaskóla, vegna málsins, og segir að skólanum sé ekki stætt á því að falla einfaldlega frá ráðningunni, þar sem honum hafi þegar verið tjáð munnlega að hann hafi fengið starfið. Þar skipti engu þó rafrænn samningur hafi ekki borist honum enn. „Það var búið að ráða mig. Öll gögn um mig voru komin inn í kerfið hjá bænum, að ég sé að taka við sem deildarstjóri tómstundarmiðstöðvar,“ segir Óskar og bendir á meginregluna um að munnlegir samningar séu jafngildir skriflegum. Stéttarfélag hans sé nú með málið til skoðunar, en þar sé það í einskonar hægagangi, enda mikið um sumarleyfi á þessum tíma árs. Nefnir norðlenskt fordæmi Óskar telur einsýnt að skoðanir hans á ákvörðunum bæjarmeirihlutans varðandi Hamarinn hafi haft áhrif á málið. „Það blasir við fyrir mér. Ég sé ekki að sú skýring sem þau gefa geti staðist. Það eru starfandi í dag deildarstjórar í tómstundarmiðstöðvum, nákvæmlega sömu stöðu, sem eru með menntun í allt öðru en tómsundar- eða menntunarfræði,“ segir Óskar. Allt að einu telji hann það ekki forsvaranleg vinnubrögð að tilkynna honum að hann hafi fengið starfið, en falla svo frá ráðningunni með þeim hætti sem gert hafi verið. Vísar hann þar meðal annars til niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis í sambærilegu máli á Akureyri, um að Akureyrarbæ hafi ekki verið heimilt að afturkalla ráðningu konu í starf verkefnastjóra upplýsingamiðlunar hjá bænum eftir að henni hafði verið tilkynnt um ráðninguna, vegna þess að háskólapróf hennar hafi verið annars eðlis en gengið hafi verið út frá við mat á starfsumsóknum. „Það hljóta að vera lögfræðingar starfandi hjá bænum sem sjá það að þessi vinnubrögð standast ekki. Þú vinnur ekki svona. Mér finnst mjög einkennilegt að koma svona fram, ef þetta er bara spurning um þessa menntun sem hangir á spýtunni.“ Sótti um aftur, og þá var framlengt Í kjölfar þess að Óskari var tjáð að fallið yrði frá ráðningunni hafi hann óskað eftir rökstuðningi. „Mér var sagt að við mat á menntun sé litið til þess hversu skyld menntunin er , ef menntunin er önnur en sú sem tilgreind er í auglýsingunni. Niðurstaðan hafi bara verið sú, að mín menntun sé ekki nógu skyld. Að fögin í stjórnmálafræði séu ekki nógu skyld fögum í tómstunda- eða menntunarfræði.“ Í kjölfarið var staðan auglýst aftur, og kröfur um menntun umsækjenda orðaðar með sama hætti og áður: „Bakkalár háskólapróf s.s. á sviði uppeldis og menntunarfræða, tómstundarfræði eða annað háskólanám sem nýtist í starfi.“ Óskar hafi því ákveðið að sækja um starfið öðru sinni. „Ég vildi bara sjá hvað kæmi út úr því. Þá var fresturinn framlengdur. Þau vilja greinilega bara fá einhvern annan en mig,“ segir Óskar. Segir lögin með sér í liði „Nú er þetta komið til stéttarfélagsins. Þau eru búin að óska eftir skýringum frá bænum, og ég ætla að sjá hvað kemur út úr því,“ segir Óskar. Hann kunni að fara með málið lengra, eftir því hvað kemur út úr könnun stéttarfélagsins. „Miðað við málið á Akureyri og niðurstöðu Umboðsmanns þá held ég að ég sé alveg með lögin á bak við mig. Ég veit ekki hvort það eru einhverjar bætur í þessu, mér er alveg sama um það. Maður veit bara að pólitísk afskipti eru til staðar. Þau hafa verið hjá ríkinu og sveitarfélögum. Ég vil bara að sveitarfélögin fái þau skýru skilaboð að þau komist ekki upp með þetta.“ Lars J. Imsland, skólastjóri Hraunvallaskóla, sagðist í samtali við fréttastofu ekki ætla að tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Hann vísaði á samskiptastjóra bæjarins, sem ku vera með málið til skoðunar.
Hafnarfjörður Skóla- og menntamál Grunnskólar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ísland orðið „pínkulítið lélegra og leiðinlegra“ Stefán Pálsson segir algjörlega ömurlegt að heyra að Hafnarfjarðarbær „slátri Hamrinum með pennastriki.“ Greint var frá því á dögunum að Hafnarfjarðarbær hygðist binda enda á starfsemi ungmennahússins Hamarsins og segja öllum starfsmönnum þess upp. 14. júní 2024 09:00 Lokun ungmennahúss blaut tuska í andlit hafnfirskra ungmenna Á miðvikudaginn síðastliðinn var samþykkt á fundi fræðsluráðs Hafnarfjarðarbæjar að leggja niður starfsemi ungmennahússins Hamarsins og segja öllum starfsmönnum þess upp. Óskar Steinn Ómarsson starfsmaður Hamarsins segir vinnubrögð bæjaryfirvalda í málinu bæði óvönduð og ólýðræðisleg. 3. júní 2024 23:41 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gosið gætið varið í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Sjá meira
Ísland orðið „pínkulítið lélegra og leiðinlegra“ Stefán Pálsson segir algjörlega ömurlegt að heyra að Hafnarfjarðarbær „slátri Hamrinum með pennastriki.“ Greint var frá því á dögunum að Hafnarfjarðarbær hygðist binda enda á starfsemi ungmennahússins Hamarsins og segja öllum starfsmönnum þess upp. 14. júní 2024 09:00
Lokun ungmennahúss blaut tuska í andlit hafnfirskra ungmenna Á miðvikudaginn síðastliðinn var samþykkt á fundi fræðsluráðs Hafnarfjarðarbæjar að leggja niður starfsemi ungmennahússins Hamarsins og segja öllum starfsmönnum þess upp. Óskar Steinn Ómarsson starfsmaður Hamarsins segir vinnubrögð bæjaryfirvalda í málinu bæði óvönduð og ólýðræðisleg. 3. júní 2024 23:41