Páll Óskar stígur út í veitingarekstur: „Aðdáandi sem þróast út í það að verða meðeigandi“ Poppstjarnan Páll Óskar er nú orðinn veitingastaðareigandi. Ást Palla á staðnum Indican hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum síðustu mánuði. Hann hefur nú tekið þá ást skrefinu lengra og gerst meðeigandi í staðnum. Viðskipti innlent 12. janúar 2023 12:01
Humarsúpa Bryggjunnar á lista Condé Nast yfir bestu máltíðirnar Bryggjan Grindavík er á nýjum lista sem birtur hefur verið á síðu Condé Nast Traveler. Ritstjórar síðunnar tóku saman bestu máltíðirnar sem þau höfðu fengið á árinu og humarsúpan frá Bryggjunni komst þar á lista. Matur 11. janúar 2023 22:12
Einskismannsland veitingareksturs Veitingamenn, fjölskyldur þeirra og starfsfólk mæta nýju ári með hnút í maganum. Sumir hafa þegar tekið af sér svuntuna og hætt veitingarekstri en aðrir ætla að halda áfram störfum við fordæmalausar aðstæður. Himinhátt hráefnisverð, hæstu áfengisskatta í heimi, síhækkandi leiguverð, tíföldun stýrivaxta, hæstu álagsgreiðslur í heimi og ein mestu laun í heimi (reiknuð sem hlutfall af veltu). Skoðun 11. janúar 2023 16:59
Hraðlestin opnar í húsnæði CooCoo‘s Nest á Granda „Þegar ljóst var að þau höfðu gert upp hug sinn og að CooCoo's Nest yrði ei meir, þá var það besta í stöðunni að grípa þetta góða tækifæri fyrir okkar veitingahús,“ segir Chandrika Gunnarsson, annar stofnandi og eigandi veitingastaðanna Austur Indíafjelagið og Hraðlestin. Hraðlestin mun opna nýjan stað á Granda í vor, þar sem áður var veitingahúsið CooCoo‘s Nest. Um er að ræða fjórða útibú Hraðlestarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Viðskipti innlent 10. janúar 2023 13:42
Reyndist ekki tilbúinn að hætta: „Núna er vikan mín komin“ Veitingastaðurinn Lauga-ás var opnaður í gær eftir nokkurra vikna lokun. Opnunin er þó ekki með hefðbundnu sniði en allur ágóði rennur nú til góðgerðamála. Lífið 10. janúar 2023 10:03
Fékk brjálæðiskast yfir frönskum kartöflum Viðskiptavinum veitingastaðarins Just Wingin It í Garðabæ brá heldur betur í brún á laugardagskvöld þegar karlmaður á fertugsaldri missti stjórn á skapi sínu eftir að hafa ekki fengið franskar kartöflur með vængjunum sínum. Innlent 9. janúar 2023 19:40
Loka Noma og snúa sér að matvælaframleiðslu Eigendur danska veitingastaðarins Noma hafa ákveðið að loka honum, að minnsta kosti tímabundið og snúa sér að matvælaframleiðslu í staðinn. Noma hefur lengi verið talinn besti eða einn af bestu veitingastöðum heims. Viðskipti erlent 9. janúar 2023 12:27
Ali Baba í Austurstræti lokað Kebabstaðurinn Ali Baba lokar í Austurstræti. Ástæðan er ansi einföld, annar aðili vildi kaupa húsnæðið og hyggst opna bar eða veitingastað. Viðskipti innlent 8. janúar 2023 16:34
Kvöddu reksturinn úr fjarska og vinna að bjórböðum Veitingastaðurinn Smiðjan Brugghús skellti plássi sínu í mathöllinni á Selfossi í lás nú á dögunum. Eigendur staðarins einbeita sér nú alfarið að rekstri staðarins í Vík. Þau hyggjast stækka staðinn og bjóða upp á bjórböð svo eitthvað sé nefnt. Viðskipti innlent 8. janúar 2023 09:36
Krafa um áfengi og tilbúna rétti hafi alltaf legið fyrir Mikla athygli vakti í dag þegar aðstandendur veitingastaðakeðjunnar Joe & The Juice tilkynntu að þeir hefðu dregið sig úr útboðsferli Isavia varðandi veitingasölu á Keflavíkurflugvelli vegna kröfu um áfengissölu og sölu tilbúinna rétta. Í tilkynningu frá Isavia segir að krafan hafi legið fyrir allt frá því að útboðsferlið hófst snemma á síðasta ári. Viðskipti innlent 6. janúar 2023 18:28
Furðar sig á sterkum viðbrögðum og opnar Lauga-Ás aftur Dyr veitingastaðarins Lauga-Áss verða opnaðar að nýju næsta mánudag en áður var tilkynnt að þeim hafi verið lokað fyrir fullt og allt. Í viku munu allar tekjur staðarins renna til Neistans – Styrktarfélags hjartveikra barna. Viðskipti innlent 6. janúar 2023 14:55
Joe & the Juice gefast upp á Leifsstöð Veitingastaðurinn Joe & The Juice hefur dregið sig út úr útboðsferli Isavia varðandi veitingasölu á Keflavíkurflugvelli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Joe & Juice. Fyrirtækið hefur verið með sölustaði á flugvellinum um árabil. Viðskipti innlent 6. janúar 2023 11:03
Kláraði vaktina sárþjáður og veitingastaðurinn tilkynnti ekki slysið Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt skaðabótaábyrgð vinnuveitanda í máli starfsmanns sem varð fyrir vinnuslysi á veitingastað. Innlent 5. janúar 2023 20:00
„Ekki vera huglausir, við verðum að hækka verðin“ Veitingamenn eru farnir að finna fyrir hækkandi hrávöruverði, auknum launakostnaði og hærri áfengisgjöldum á nýju ári og segja rekstrarumhverfi veitingastaða afar slæmt. Veitingamaður skorar á kollega sína að hræðast ekki að hækka verð. Viðskipti innlent 3. janúar 2023 21:30
Domino's hækkar aftur verð á þriðjudagstilboði sínu Domino's á Íslandi hefur hækkað verð á þriðjudagstilboði sínu úr 1.100 krónum í 1.200 krónur. Rúmt ár er síðan fyrirtækið hækkaði verð á tilboðinu úr þúsund krónum í 1.100 eftir að verðið hafði þá haldist óbreytt í ellefu ár. Neytendur 3. janúar 2023 14:56
Sérkjarasamningar nauðsynlegir til að bjarga veitingageiranum Veitingamenn segja rekstrarumhverfið orðið ómögulegt vegna mikilla hrávöruverðs- og launahækkana. Ómögulegt sé að hækka verð í samræmi við útlagðan kostnað vilji veitingamenn fá til sín gesti. Viðskipti innlent 3. janúar 2023 12:31
Sekta fimmtán veitingastaði í mathöllum Fimmtán veitingastaðir í mathöllum landsins hafa verið sektaðir um fimmtíu þúsund krónur fyrir að bregðast ekki við athugasemdum Neytendastofu um ófullnægjandi verðmerkingar. Alls gerði Neytendastofu athugasemd við merkingar hjá 37 af 54 veitingastöðum. Neytendur 2. janúar 2023 17:03
Hugsar daglega hvort hann eigi ekki að leggja árar í bát Gísli Matthías Auðunsson, matreiðslumaður kenndur við Slippinn í Vestmannaeyjum og Næs, segist íhuga það daglega að hætta í veitingarekstri. Rekstrarumhverfið sé orðið yfirþyrmandi lýjandi. Hann spyr hvað sé til bragðs að taka? Viðskipti innlent 2. janúar 2023 16:15
Verður frábært að fá heilt rekstrarár án takmarkana vegna Covid-19 Það verður frábært að fá heilt rekstrarár án takmarkana vegna Covid-19 heimsfaraldursins, segir Hrefna Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri veitingastaðarins ROK við Frakkastíg, um komandi ár. Innherji 2. janúar 2023 11:02
Skella í lás eftir tíu ár í CooCoo's Nest Veitingastaðnum CooCoo's Nest á Granda í Reykjavík verður lokað í dag eftir að hafa framreitt mat fyrir gesti í áratug. Aðrir aðilar opna rekstur í húsnæðinu á nýju ári. Síðasti brönsinn á CooCoo's hefur verið borinn fram. Viðskipti innlent 30. desember 2022 16:26
Árið í ár var eitt það mest krefjandi í 30 ára sögu Domino‘s á Íslandi Árið í ár var eitt það mest krefjandi í 30 ára sögu Domino‘s á Íslandi. Kostnaðarhækkanir voru líklega þær mestu frá því eftir hrun árið 2008, segir Magnús Hafliðason, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. „Áskoranir ársins fólust einna helst í því að finna jafnvægi í rekstri í gegnum mikinn aukinn launakostnað fyrri hluta árs og verulega hækkanir á öllum innkaupum beint í kjölfarið,“ segir hann. Innherji 28. desember 2022 12:00
„Maður er afklæddur í forstofunni“ Þorláksmessa og skötulykt leggur yfir landið að venju, mörgum til ama en ekki þeim sem biðu í röð eftir því að fá að bragða á ilmandi skötunni á Lauga-ás. Í síðasta sinn þar sem staðnum verður formlega lokað eftir daginn í dag. Viðskipti innlent 23. desember 2022 20:31
Paddy's fær að heita Paddy's Barinn Paddy's beach pub í Keflavík þarf ekki að hætta notkun nafnsins Paddy's. Eigandi hins sáluga Paddy's irish pub, sem rekinn var í sama húsnæði, höfðaði dómsmál til að krefjast þess að notkun nafnsins yrði hætt. Viðskipti innlent 22. desember 2022 18:31
Viðskiptafréttir ársins 2022: Skattsvik, klikkaður fasteignamarkaður og úrræðagóðir Akureyringar Árið 2022 í viðskiptalífinu einkenndist af því að í fyrsta sinn frá því snemma árs 2020 komst lífið aftur í venjubundið horft eftir tveggja ára kórónuveirufaraldur. Viðskipti innlent 18. desember 2022 10:00
DJ Sóley og Birna bankastjóri fögnuðu Fröken Reykjavík Nýjasti veitingastaðurinn í fjölbreyttri flóru Reykjavíkur opnaði í gærkvöldi en það er staðurinn Fröken Reykjavík sem staðsettur er í hjarta miðborgarinnar við Lækjargötu 12. Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór mætti og tók að sjálfsögðu lagið Fröken Reykjavík. Lífið 16. desember 2022 17:44
Sumac hrærir upp í jólunum með framandi kryddi „Jólaseðillinn okkar er allt annað en hefðbundinn. Við kryddum upp á jólin í staðinn fyrir hefðirnar og sækjum innblástur frá Norður Afríku til Líbanon. Kryddin þaðan og matreiðsluaðferðirnar skína í gegn í öllum okkar réttum hjá yfirkokkinum okkar Jakobi Baldvinssyni. Þú færð ekki matinn okkar annarsstaðar í bænum,“ segir Þráinn Freyr Vigfússon, eigandi og kokkur á veitingastaðnum Sumac. Lífið samstarf 12. desember 2022 08:49
Carsten og Fjóla taka við rekstri Striksins Hjónin Carsten Tarnow og Fjóla Hermannsdóttir Tarnow hafa formlega tekið við rekstri veitingastaðarins Strikið á Akureyri. Þau reka einnig Centrum Hotel og Centrum Kitchen & Bar á Akureyri. Viðskipti innlent 5. desember 2022 13:44
Veitingastaðurinn Brút blómstrar í miðbænum „Við opnuðum fyrir rétt rúmu ári, eftirminnilega því rafmagnið fór af miðbænum korter í sex það kvöld. Það var smá stressandi en það þýddi ekkert annað en anda rólega,“ segir Ragnar Eiríksson, yfirkokkur veitingastaðarins Brút og eigandi staðarins ásamt Ólafi Erni Ólafssyni og Braga Skaftasyni. Lífið samstarf 5. desember 2022 13:18
Fimm réðust á gest veitingahúss í Kópavogi Veitingahússgestur í Kópavogi hlaut áverka á höndum og fótum þegar ráðist var á hann á öðrum tímanum í nótt. Fimm manns eru sagðir hafa tekið þátt í árásinni en þeir voru farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að garði. Innlent 4. desember 2022 07:38
Óska eftir sjónarmiðum vegna kaupa á Gleðipinnum Samkeppniseftirlitið hefur óskað eftir sjónarmiðum vegna rannsóknar sinnar á fyrirhuguðum kaupum Kaupfélags Skagfirðinga og Háa kletts ehf. á Gleðipinnum hf. Viðskipti innlent 1. desember 2022 13:13