Birtist í Fréttablaðinu

Fréttamynd

Allir liðir í stuði

Dansari ársins, Þyri Huld, náði skjótum bata eftir aðgerð og þakkar hún lifandi fæði fyrir. Hún heldur úti Instagram-síðu um mataræði sitt og opnar heimasíðu á næstu dögum.

Lífið
Fréttamynd

Skutluþjónusta í boði á Menningarnótt

Strætó hvetur ökumenn til að nýta sér skutluþjónustu sem verður í boði á Menn­ingar­nótt. Þannig munu strætisvagnar aka frá Laugardalshöll, um Borgartún, að Hlemmi og beinustu leið upp að Hallgrímskirkju og til baka.

Innlent
Fréttamynd

Ekki á nástrái

Samfélagið er að vakna til lífs eftir vætusamt sumar. Stutt er þar til þing kemur saman. Mörg hitamál bíða afgreiðslu.

Skoðun
Fréttamynd

„Lífið gengur fyrir“

Birgir Örn Steinarsson, oft nefndur Biggi Maus, þekkir af eigin raun að missa góðan vin langt fyrir aldur fram. Hann kemur fram á tónleikunum Hammond í Hörpu til minningar um vin sinn Bjarka Friðriksson sem lést úr heilahimnubólgu aðeins nítján ára.

Lífið
Fréttamynd

Mætast í fyrsta sinn í úrslitum

Þótt Stjarnan og Breiðablik hafi samtals fjórtán sinnum orðið bikarmeistarar mætast þau í fyrsta sinn í bikar­úrslitum í kvöld. Blikar unnu báða leiki liðanna í Pepsi-deildinni, þann fyrri með fjögurra marka mun.

Fótbolti
Fréttamynd

Madonna

Madonna varð sextíu ára í gær. Ótrúlegt en satt. Eða ekki. Aldur er aldrei jafn afstæður og í tilfelli Madonnu enda er hún sannkölluð kvenmynd eilífðarinnar. Hún er náttúruafl, síkvik og margbreytileg.

Skoðun
Fréttamynd

Raforka í brennidepli fyrir kosningar

Sá möguleiki er fyrir hendi að Svíar muni þurfa að flytja inn raforku yfir vetrarmánuðina til að anna eftirspurn. Staða uppistöðulóna er víða léleg vegna skorts á regni í sumar. Framtíð orkusamkomulags frá 2016 er óviss.

Erlent
Fréttamynd

Mánaðarlaunin tvær milljónir

Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, hefur skrifað undir nýjan ráðningarsamning. Mánaðarlaun hans verða tæpar tvær milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Ráðdeild í Reykjavík?

Þegar vel árar eykst eigið fé landsmanna og skuldir minnka. Þar með lækkar fjármagnskostnaður og svigrúm skapast til fjárfestinga eða sparnaðar.

Skoðun
Fréttamynd

Björguðu andarnefju úr Engey

Björgunarfólki tókst í gærkvöld að koma á flot annarri af tveimur andarnefjum sem strönduðu í fjörunni í Engey í gær. Talið var að hún myndi spjara sig. Hin andarnefjan drapst skömmu áður en flæddi að henni.

Innlent
Fréttamynd

Upp við vegg

Það er gömul saga og ný að fjárfesting í flugiðnaði er afar áhættusöm.

Skoðun
Fréttamynd

Fimmtán sem biðu eftir plássi á Vogi dóu í fyrra

Fimmtán þeirra einstaklinga sem biðu eftir meðferð á Vogi í fyrra létust áður en til meðferðar kom. Ellefu af biðlistanum létust árið 2016. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, gagnrýnir heilbrigðisyfirvöld.

Innlent
Fréttamynd

Mæla ekki með friðlýsingu sundhallar

Minjastofnun telur sér ekki fært að eiga frumkvæði að því að leggja til friðlýsingu Sundhallar Keflavíkur. Þessi ákvörðun var tekin í kjölfar fundar húsafriðunarnefndar síðastliðinn mánudag.

Innlent
Fréttamynd

Ásakanir ganga á víxl í ráðhúsi

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, birti í gærkvöld tölvuskeyti sem vísað var til í bókun sem hún, ásamt fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins, lagði fram á fundi borgarráðs í gær.

Innlent
Fréttamynd

Verð, laun og lífshamingja

Af öllum þeim þúsundum eða tugþúsundum auglýsinga frá matvöruverslunum sem ég hef séð um ævina er ég viss um að ég gæti talið á fingrum annarrar handar tilvikin þegar reynt er að selja vörurnar á grundvelli gæða frekar en verðs.

Skoðun