Rukkað því fólk hékk í rennunni Isavia mun rukka þá sem staldra við lengur en fimm mínútur í rennunni, á komusvæðinu við Keflavíkurflugvöll. Samskiptastjóri ISAVIA segir að fólk hafi lagt bílnum þar í allt að tuttugu mínútur, sem sé óásættanlegt. Neytendur 3.3.2025 11:31
Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins „Þessi er bara númer eitt. Ábyggilega með því besta sem hefur verið framleitt,“ segir einn reynslumesti flugvirki Icelandair, Kristján Þór Svavarsson, um Boeing 757-þotuna. Innlent 2.3.2025 07:57
Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Önnur Airbus-þota Icelandair er væntanleg til Íslands á morgun frá verksmiðjunum í Hamborg. Áætlað er að hún lendi í Keflavík í hádeginu, um klukkan 12:30. Þotan fær nafnið Lómagnúpur og skrásetningarstafina TF-IAB. Viðskipti innlent 28.2.2025 15:15
Flug er almenningsssamgöngur Það má heita mikill misskilningur á 21. öld tækni og hraða að telja flugvélar til hverfandi samgöngutækja innanlands. Telja jafnvel að snjallt sé að tilvonandi farþegi á leið í flug milli landshluta aki allt að 100 km til og frá flugvelli til að fljúga sínar leiðir, væri innanlandsflug flutt á Miðnesheiði. Skoðun 26. febrúar 2025 11:02
Litlu mátti muna á flugbrautinni Litlu mátti muna að farþegaþota sem verið var að lenda á Midway-flugvellinum í Chicago lenti á einkaþotu. Þeirri síðarnefndu var ekið í veg fyrir farþegaþotuna en flugmenn hennar virðast hafa komið í veg fyrir stórslys með hröðum handbrögðum. Erlent 25. febrúar 2025 18:53
Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Nú liggur fyrir óumflýjanlegt skógarhögg í Öskjuhlíðinni til að tryggja lífsnauðsynlegt aðgengi að flugvellinum. Þó þetta sé það eina sem er í stöðunni núna er mikilvægt að minna sjálf okkur á að þetta hefði ekki þurft að vera svona. Skoðun 24. febrúar 2025 20:02
Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Lokið var við að fella um fimm hundruð tré í hæsta forgangi í Öskjuhlíð um helgina. Ekki hefur verið ákveðið hvort það dugi til að opna austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Innlent 24. febrúar 2025 11:46
Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Tveir sjúkraþjálfarar af Reykjalundi og franskur vinur þeirra lifðu af tvö flugslys sem urðu með fjögurra klukkustunda millibili á Mosfellsheiði rétt fyrir jól árið 1979. Þennan dag horfðust ellefu manns, í lítilli Cessna-flugvél og stórri björgunarþyrlu, í augu við dauðann í myrkri og snjóbyl. Lífið 23. febrúar 2025 07:00
Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Þingmenn úr Sjálfstæðisflokki, Miðflokki og Framsóknarflokki hafa lagt fram beiðni um skýrslu frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lokun austur/vesturbrautar Reykjavíkurflugvallar. Innlent 22. febrúar 2025 14:49
Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Þingmaður Samfylkingarinnar hefur lagt til við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþngis að hún fari fram á stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Það sé með öllu óásættanlegt að flugbrautinni hafi verið lokað. Innlent 22. febrúar 2025 12:21
Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Farþegi um borð í Airbus-flugvél Icelandair, sem gat ekki lent í Osló vegna þoku og endaði í Stokkhólmi í morgun, er ekki sáttur með vinnubrögð flugfélagsins. Litlar upplýsingar hafi fengist frá félaginu, farþegar séu settir í óþægilega stöðu og verði bæði af peningum og tíma. Neytendur 21. febrúar 2025 21:53
Vænta þess að hagnast árlega um nærri hálfan milljarð af leigu á þremur vélum Með nýju samkomulagi um leigu á þremur vélum úr flota sínum fram til ársins 2027 hafa stjórnendur Play væntingar um að það muni skila sér í árlegum hagnaði fyrir flugfélagið upp á liðlega eina milljón Bandaríkjadala fyrir hverja vél. Hlutabréfaverð Play hefur fallið um nærri þrjátíu prósent eftir að félagið kynnti uppgjör sitt í byrjun vikunnar en fjárfestar telja víst að þörf sé á auknu hlutafé fyrr en síðar. Innherji 21. febrúar 2025 15:50
Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Ekki var hægt að lenda Airbus-farþegaþotu Icelandair í þoku í Osló í morgun vegna þess að flugmenn félagsins eru enn í þjálfun á vélunum sem félagið tók nýlega í notkun. Farþegum var boðið að stíga frá borði í Stokkhólmi eða fljúga aftur heim til Íslands. Innlent 21. febrúar 2025 14:04
Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Stjórn flugfélagsins PLAY sendi frá sér tilkynningu þar sem hún harmar óskýrar tilkynningar og fréttaflutning um rekstrarhæfi félagsins. Tilkynningar af þessu tagi valdi félaginu tjóni. Viðskipti innlent 20. febrúar 2025 20:00
Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Systkini og makar þeirra hafa verið sakfelld í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir innflutning á kókaíni til landsins. Þyngsti dómurinn hljóðar upp á þriggja ára fangelsi, en sá vægasti upp á átján mánuði. Innlent 20. febrúar 2025 15:32
Mokum ofan í skotgrafirnar Það var árið 2016 að Reykjavíkurborg keypti land í Skerjafirði af íslenska ríkinu. Tilgangurinn var að nota þetta frábæra byggingarland fyrir íbúðir í ört stækkandi borg sem Reykjavík sannarlega er. Það var sett í gang samkeppni og tillaga ASK arkitekta stóð upp að mati dómnefndar og vinna gat hafist. Skoðun 20. febrúar 2025 14:31
Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Gengi hlutabréfa í flugfélaginu Play hefur lækkað um tæp sautján prósent það sem af er degi og hefur aldrei verið lægra. Í gær var greint frá því að félagið hefði verið athugunarmerkt af Kauphöllinni vegna ábendingar endurskoðenda um rekstrarhæfi félagsins. Viðskipti innlent 20. febrúar 2025 10:54
Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Tíu bæjar- og sveitarstjórar mótmæla lokun flugbrautar á Reykjavíkurflugvelli og krefjast þess að hún verði opnuð strax auk þess að tré í Öskjuhlíð, sem skyggja á flugbrautina, verði felld. Þau segja að ekki sé um neitt „tilfinningaklám“ að ræða, líkt og Helga Vala Helgadóttir lögmaður sagði í Silfrinu á RÚV. Innlent 19. febrúar 2025 20:58
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Við undirrituð, bæjar- og sveitarstjórar á Íslandi, mótmælum öll lokun annarrar af tveimur flugbrautum Reykjavíkurflugvallar með tilheyrandi skerðingu á þjónustu og ógn við innanlandsflug sem þar af hlýst. Skoðun 19. febrúar 2025 20:32
„Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Lögmaður flugmanns sem missti starfsleyfið eftir uppflettingu Samgöngustofu í sjúkraskrám furðar sig á fullyrðingum þess efnis að ekkert tjón hafi orðið vegna aðgangs utanaðkomandi aðila að sjúkraskrám Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Innlent 19. febrúar 2025 09:45
Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Allir þeir farþegar sem fluttir voru á sjúkrahús eftir að flugvél Delta endaði á hvolfi á flugbraut á Toronto Pearson flugvellinum í gærkvöldi eru útskrifaðir af sjúkrahúsi, nema tveir. Erlent 18. febrúar 2025 17:07
Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Átján eru slasaðir eftir að flugvél skall harkalega í jörðina við lendingu í Toronto í Kanada í gær. Flugvélin endaði á hvolfi á flugbrautinni en slysið var fangað á öryggismyndavélar. Erlent 18. febrúar 2025 10:21
Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Þrjár af tíu flugvélum í flota flugfélagsins Play verða leigðar út til annarra félaga fram eftir árinu 2027. Forstjóri félagsins segir um arðbæra ráðstöfun að ræða sem borgi sig fyrir rekstur félagsins. Viðskipti innlent 18. febrúar 2025 08:59
Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Flugvél hafnaði á hvolfi þegar hún brotlenti á Pearson-flugvellinum í Toronto í Kanada. 80 manns voru um borð í vélinni og minnst fimmtán þeirra eru slasaðir, þar af minnst þrír alvarlega. Erlent 17. febrúar 2025 22:50