MeToo

„Ég hélt það myndi aldrei neinn ganga inn á mitt prívat svið“
Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur og þingmaður Samfylkingarinnar, er gestur í 28. þætti af hlaðvarpinu 24/7 sem er í umsjón Bergsveins Ólafssonar eða Begga Ólafs. Í þættinum ræðir Kristrún meðal annars það atvik sem hún telur hafa mótað hana hvað mest.

R. Kelly sakfelldur
Tónlistarmaðurinn R. Kelly var fyrir stundu sakfelldur fyrir fjölda brota, sem lutu meðal annars að kynferðislegri misnotkun á börnum, mútum, mannráni og mansali.

Trúa á þolendum en ekki dæma áður en brot séu sönnuð
Hilmir Snær Guðnason leikari segir ójafnrétti að finna alls staðar í samfélaginu. Það gildi um leikhúsið sem aðra anga íslensks samfélags. Á tímabili hafi umræðan í tengslum við metoo farið út í öfgar.

R. Kelly mun ekki bera vitni í eigin máli
Tónlistarmaðurinn R. Kelly lýsti því yfir við dómara í dag að hann muni ekki bera vitni í dómsmáli sínu. Kelly er ákærður fyrir mansal og fjölda kynferðisbrota. Þetta þýðir að saksóknarar munu ekki fá tækifæri til að spyrja Kelly út í ákæruliðina og þá vitnisburði sem fram hafa komið hjá meintum brotaþolum hans.

Tökum í hornin á tudda
„Metoo - og hvað svo?“ Erlendis eru þeir barnaníðingar sem í skjóli valdastöðu sinnar hafa áratugum saman komist upp með glæpinn nú sóttir til saka og sekir fundnir.

Leikjaiðnaðurinn skuldbindur sig til að tryggja kynferðislegt öryggi
Leiðandi aðilar á íslenskum tölvuleikjamarkaði undirrituðu sérstakan sáttmála í dag þar sem þeir skuldbinda sig til að líða ekki kynferðislega áreitni eða kynbundið ofbeldi af neinu tagi innan sinna vinnustaða. Slíka óæskilega hegðun verði reynt að stöðva og koma í veg fyrir að hún endurtaki sig ef hún á sér stað.

Málið sem hóf MeToo í Kína fellt niður og umræða þögguð
Dómari í Kína felldi í gærkvöldi niður lögsókn Zhou Xiaoxuan gegn vel þekktum sjónvarpsmanni fyrir meint kynferðisbrot. Máli Zhou er sagt hafa leitt til MeToo-hreyfingar í Kína en strax í kjölfar úrskurðarins hófu ritskoðendur internetsins í Kína að fjarlægja færslur þar sem ákvörðunin var gagnrýnd af samfélagsmiðlum.

Sýnidæmi KSÍ um þöggunarmenningu
Löglærður forseti dómstóls KSÍ skrifaði færslu á Facebook í gærkvöldi um Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur, sem steig fram til að andmæla þeim málflutningi sambandsins að engin erindi vegna kynferðiofbeldis landsliðsmanna hefðu borist inn á borð þess.

Sífellt fleiri fórnarlömb landsliðsmanna leita til Þórhildar sem vill að Klara víki
Mikið hefur gengið á í íslensku íþróttalífi á þeim fjórum dögum sem liðnir eru frá því að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir greindi frá ofbeldi af hálfu landsliðsmanns.

Stjórnin fundar áfram og íhugar hvort hún segi af sér
Fundahöld standa enn yfir hjá stjórn KSÍ þar sem viðbrögð sambandsins við tilkynningum um ofbeldisbrot eru meðal annars til umræðu. Stjórnarmenn hafa varist frétta af stöðu mála í dag en háværar kröfur eru uppi um að stjórnin stígi til hliðar.

Gefum kynbundnu ofbeldi rautt spjald
Nýafstaðnir atburðir innan knattspyrnuhreyfingarinnar hafa varla farið framhjá neinum þar sem frásagnir af kynbundnu ofbeldi knattspyrnumanna í fremstu röð hefur komið upp á yfirborðið. Forysta knattspyrnusambandsins hefur því miður ekki játað opinberlega vitneskju um ofbeldið og hefur mistekist að miðla þeim sjálfsögðu skilaboðum að kynbundið ofbeldi verði aldrei liðið innan knattspyrnuhreyfingarinnar á Íslandi.

Við eigum ekki að þurfa eina bylgju enn
Það hefur verið átakanlegt að lesa allar þær færslur hundraða kvenna sem hafa tjáð sig um ofbeldi gagnvart þeim í þessari nýjustu #metoo bylgju. Við í fjölskyldunni minni þekkjum þessi mál af sársaukafullri eigin raun. Við þekkjum það hvernig kerfin okkar bregðast og baráttu þolenda fyrir breytingum.

„Þetta kom aldrei inn á borð til stjórnar“
Borghildur Sigurðardóttir, annar varaformaður Knattspyrnusambands Íslands, segir þau mál sem snúa að meintum kynferðisbrotum landsliðsmanna aldrei hafa komið inn á borð stjórnarinnar.

Tveir leikmenn munu ekki spila gegn Rúmeníu
Tveir leikmenn sem valdir voru í landsliðshópinn fyrir komandi landsleiki í undankeppni HM 2022 í fótbolta verða ekki með í næsta verkefni. Annar hefur verið tekinn úr hópnum en hinn mun hafa dregið sig sjálfur úr hópnum.

Stjórn KSÍ lofar bót og betrun en situr áfram
Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í framhaldi af því að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, ákvað að stíga til hliðar.

Samtök stærstu knattspyrnufélaga landsins vilja að hluteigandi axli ábyrgð
Stjórn Íslensks toppfótbolta (ÍTF), hagsmunasamtaka félaga í efstu deildum á Íslandi, segir að hluteigendur í máli KSÍ og ónefnds landsliðsmanns sem gengist hefur við kynferðisbroti eigi að axla ábyrgð.

Segir að minnst sex núverandi eða fyrrverandi landsliðsmenn hafi verið sakaðir um ofbeldi
Kona, sem varð fyrir ofbeldi af hálfu landsliðsmanns í knattspyrnu, segir að minnst sex núverandi eða fyrrverandi landsliðsmenn í fótbolta hafi verið sakaðir um ofbeldi. Hún kallar eftir afsögn stjórnarmanna KSÍ.

Hetjur innan vallar en víða pottur brotinn utan vallar
Þeir sameinuðu íslensku þjóðina með góðu gengi sem náði hápunkti á Evrópumótinu í Frakklandi 2016 og vöktu athygli um allan heim fyrir árangur sinn. Á þeim fimm árum sem hafa síðan liðið hefur hver hrollvekjusagan af landsliðsmönnum Íslands í knattspyrnu farið sem eldur í sinu um samfélagið, ýmist í formi óstaðfestra eða staðfestra sagna.

Greiddu mútur svo R. Kelly gæti gifst 15 ára stúlku
Fyrrverandi tónleikaskipuleggjandi söngvarans R. Kelly viðurkenndi fyrir rétti í gær að hann hefði mútað opinberum starfsmanni til að falsa skilríki söngkonunnar Aaliyah þegar hún var 15 ára svo Kelly gæti gifst henni. Þau töldu þá að hún væri orðin ólétt eftir hann.

Sagði R. Kelly vera rándýr
Saksóknari í máli bandaríska tónlistarmannsins R. Kelly dró upp mynd af honum sem algjöru rándýri sem krafðist yfirráða yfir þeim fjölmörgu kvenna og stúlkna undir lögaldri sem hann er sakaður um að hafa brotið á.

Réttarhöld yfir R. Kelly hefjast í dag
Réttarhöld yfir tónlistarmanninum R. Kelly hefjast í dag með opnunarræðum sóknar- og varnaraðila. Fjöldi kvenna hefur sakað tónlistarmanninn um kynferðisbrot.

KSÍ þaggi hvorki niður ofbeldismál né hylmi yfir með gerendum
Knattspyrnusamband Íslands vísar á bug dylgjum þess efnis að sambandið þaggi niður ofbeldismál eða hylmi yfir með gerendum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sambandinu til fjölmiðla.

Ingó spilaði fyrir Íslendinga á Tenerife
Svo virðist sem Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, hafi troðið upp á veitingastaðnum Bambú bar & bistro í bænum Adeje á spænsku eyjunni Tenerife í kvöld.

Getur ekki falið sig á bakvið „auð og vald og hallarveggi“
Hertoginn af York getur ekki falið sig á bakvið „auð og hallarveggi“ og verður að svara þeim ásökunum sem á hann hafa verið bornar fyrir bandarískum dómstólum. Þetta segir lögmaður Virginiu Giuffre, sem hefur sakað Andrés Bretaprins um nauðgun.

Cuomo hættir í skugga ásakana
Andrew Cuomo hefur sagt af sér sem ríkisstjóri New York-ríkis. Það gerir hann eftir að ríkissaksóknari ríkisins birti skýrslu þar sem ríkisstjórinn er sakaður um áreitni í garð ellefu kvenna.

Andrés prins kærður fyrir nauðgun
Andrés prins, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, hefur verið kærður fyrir kynferðisofbeldi. Kærandi í málinu er Virginia Giuffre, sem segir brot Andrésar gegn sér hafa átt sér stað þegar hún var sautján ára gömul.

Fyrrverandi aðstoðarkona Cuomo lýsir meintri kynferðisáreitni
Fyrrverandi aðstoðarkona Andrews Cuomo, ríkisstjóra New York, sem hefur kært hann fyrir kynferðislega áreitni hefur stigið fram og lýst ofbeldinu í fyrsta sinn undir nafni. Konan er ein ellefu kvenna sem hafa sakað Cuomo um kynferðislega áreitni á tíma hans í embætti.

Yfirmaður hjá Alibaba sakaður um að nauðga starfsmanni
Forsvarsmenn kínverska netsölurisans Alibaba hafa sent frá sér tilkynningu þar sem þeir segjast vinna með lögreglu að rannsókn meintrar nauðgunar eins af yfirmönnum fyrirtækisins.

Aðstoðarmaður Cuomo segir af sér
Melissa DeRosa, aðstoðarmaður Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York, hefur sagt upp störfum. Nafn DeRosa kemur fram 187 sinnum í skýrslu saksóknara um kynferðislega áreitni Cuomo í garð kvenna, þar sem hún er meðal annars sökuð um að hafa hylmt yfir með yfirmanni sínum og hótað að minnsta kosti einum þolanda.

Ein kvennanna kærir Cuomo fyrir áreitni
Kona sem sakar Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York, um að hafa þuklað á brjósti sínu hefur lagt fram kæru á hendur honum. Kæran er sú fyrsta sem vitað er til vegna kynferðisáreitni ríkisstjórans.